Vísir - 23.01.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 23.01.1963, Blaðsíða 8
V I S I R . Miðvikudagur 23. janúar 1963. Jtgetandi Blafiaútgátan VTSIR RitstiOrar Hersteinn Pálsson Gunnar G Schram. AðstoSarntstión Axel Fhorsteinsson Fréttastión Þorsteinn 0 rhorarensen Ritstjórnarskntstotui Laugavegi 178 AuglVsingai og -tfgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjalft si 55 'róoui á thánuði t lausasölu 4 kr eini — Slmi 11660 (5 Unur). Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f „Hið knýjandi verkefni,, Þjóðviljinn birti í gær viðtal við Eðvarð Sigurðs- son, formann Dagsbrúnar, þar sem segir í fyrirsögn, að „hið knýjandi verkefni er að hækka kaupið og stytta þann vinnutíma, er þarf til sómasamlegs lífs- ramfæris“. Viðtalið er síðan allt í svipuðum dúr og bví slegið fram, að kjör verkamanna hafi mjög versn- tð að undanförnu. Þessi sami Eðvarð hefir svo lengi verið einn af ’ielztu foringjum kommúnista í Dagsbrún, að hann 'iefir haft mjög mikil áhrif á baráttu félagsins, hvemig tenni hefir verið hagað á undanförnum árum í smáu iem stóru. Almenningur hefir tekið eftir því, að hann tefir barizt dyggilega fyrir hækkun kaupsins, á því tefir ekki staðið, hvenær sem hann og aðrir kommún- star hafa séð sér færi á, en hvernig hefir það verið neð aðra þætti baráttu hans og annarra slíkra? í iverju hefir barátta hans fyrir styttingu vinnutímans /erið fólgin, já, hversu mikið kapp hefir hann lagt h þann þátt hagsmunamála verkamanna og annarra iaunþega? Sannleikurinn er vitanlega sá, að í þeim efnum ’iefir farið undurlítið fyrir baráttu Eðvarðs Sigurðs- ionar og félaga hans Þeir hafa aðeins einblínt á eitt itriði — að hækka kaupið sem allra mest hverju sinni, ^ótt þeir vissu ekki síður en aðrir, að slíkt mundi traga dilk á eftir sér, dilk hækkunar á vömverði og hvers konar þjónustu. Þannig^hefir farið í hvert einasta 'kipti, sem kommúnistar hafa efnt til verkfalla á und- nförnumárum, því að hugsun og skynsemi virðist alls :kki mega komast að, þegar kommúnistar vígbúast til auphækkunarhernaðar. Þannig er í stuttu máli barátta kommúnista fyrir hinu knýjandi verkefni“. Tilraun frystihúsanna En svo vill til, að meðan blaðamaður Þjóðviljans ar að skrifa viðtalið við Eðvarð, var verið að dreifa >laði, sem sagði frá tilraunum annarra til að hækka toup og stytta vinnutíma verkamanna jafnframt. Það r Frost, málgagn Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna, ■m segir frá tilraunum, er gerðar hafa verið til að oma á ákvæðisvinnu sem byggð er á vinnurannsókn- im, og hafa tilraunir þessar verið gerðar á ýmsum ■öðum á lan'hnu að undaförnu. Niðurstöðumar eru þær, að hægt hefir verið að ekka kaup verkame.nna með breyttri vinnutilhögun, g er þar fram komir ábending um bá leið, sem rétt » að fara í þessu efm, því að hún bætir allra hag. ’enn athugi, að hér hafr, vmnuveitendur framlo/æmt að í kyrrþey, sem kommúnistar hafa talað mikið og 'Ai um að beir vilii e;nkum beríast fvrir. Það verður óðlegt að sjá, hvernig Eðvarð Sigúrðsson og aðrir jmúnistar taka undir þegar þeim qefst tækifæri til -ð stuðla að slíku launakerfi í frystihúsum hér. Ingmar Bergman þjóðleik- husst/on / Swíþ/m JDTinn 1. júlí næstkomandi tek- ur Ingmar Bergman kvik- myndastjórinn heimsfrægi, við embætti þjóðleikhússtjóra í Svíþjóð, en Dramatiska teat- ern f Stokkhólmi er þjóðleikhús Svía. Ingvar Bergman hefur áð- ur starfað sem leikstjóri við Dramatiska teatern, svo að hann er þar öllum hnútum kunnugur. Þessi embættisveit- ing hefur vakið geysilega eftir- væntingu og athygli um alla Svíþjóð og víðar, einkum af tveimur ástæðum. Ýmsir óttast, að þetta nýja starf Bergmans verði til þess að draga úr kvik- myndaframleiðslu hans, og er það mjög miður, ef svo verður, því Bergman er ekki einasta snjallasti kvikmyndaleikstjóri þykir hafa stjórnað leikhúsinu mildum tökum og sýnt fágaðan smekk í leikritavali. Hann mun hafa leitazt við að gera hinum hefðbundnu, klassísku leikbókmenntum heimsins góð skil, en fengið örð fyrir að leggja ekki eins mikla rækt við nýja strauma í leikritun. Al- mennt er búizt við, 'að Ingmar Bergman breyti þessu verulega og leggi meiri rækt við nú- tímann en áður hefur tíðkazt. Hann hefur nú úrslitavald um val á leikritum, og almennt er álitið, að hann muni notfæra sér það út í yztu æsar og gera leikhúsið að miklu meiri nú- tímastofnun. Því er spáð, að hann muni hleypa nýju ög auknu lífi í alla starfsemi leik- Norðurlanda, heldur einhver listrænasti kvikmyndagerðar- maður, sem nú er uppi í veröld- inni. Einnig óttast menn, að hann muni ekki stjórna leikrit- um í leikhúsinu f jafnríkum mæli og áður. Á hinn bóginn er almennt litið svo á í Svíþjóð, að val Bergmans í embætti þjóðleikhússtjóra — og sam- þykki hans eftir sex daga um- hugsunarfrest — tákni, stefnu- breytingu í rekstri Dramatiska teatern. T^yrirrennari Bergmans í embætti þjóðleikhússtjóra er Karl Ragnar Gierow, sem hússins og um leið hafa meiri og minni áhrif á önnur leikhús, ekki aðeins í Svíþjóð, heldur einnig um öll hin Norðurlöndin. Tngmar Bergman hefur lýst því yfir f viðtali, að hann muni leggja milda rækt við leikskól- ana sænsku, sem hann telur eitthvert mikilsverðasta málið í leiklistarmálum Svía. Hefur nú verið ákveðið að breyta tíl- högun allri við menntun leik- ara og stofna þrjá sjálfstæða skóla, einn f Stokkhólmi, ann- an í Gautáborg og hinn þriðja í Malmö. Jafnframt verður kennslan sett í fastari skorður og reynt á allan hátt að bæta menntun leikara frá þvf, sem nú er. Námið mun áfram taka þrjú ár eins og hingað til. Það er lærdómsríkt fyrir okkur ís- lendinga að athuga, hve Svíar leggja mikið upp úr menntun leikara og starfsemi leikskól- anna, ekki sízt vegna þess, að alkunna ,er, að Leikskóla Þjóð- leikhússins er mjög ábótavant og þörf gagngerðrar endur- skipulagningar. IC'kki víldi Ingmar Bergman í áðurnefndu viðtali við Dagens Nyheter láta hafa eftir sér neina fasta stefnu í sam- bandi við rekstur leikhússins í framtíðinni, enda kvað hann það fullsnemmt. En fullvíst má þykja, að mjög sé ofanega á baugi að endurskoða embætti þjóðleikhússtjóra. Einkum er um það rætt, að leikhússtjór- inn verði meiri listrænn leið- togi og minni skrifstofumaður en áður hefur verið. Hyggur Bergman gott til þessa starfs, sem hann mun gegna fyrst um sinn í 3 ár, og segir hann, að það sé „rysligt stimulerande". Hann kveðst engan veginn hætt ur að kvikmynda, hann muni gera það eftir sem áður, og jafnframt vonast hann til að geta stjórnað sjálfur nokkrum leikritum á hverju ári. Drama- tiska teatern er mikill þáttur í menningarlífi Svía, og menn bíða nú spenntir að sjá, hvern- ig hinum mikla kvikmynda- meistara og leikstjóra muni takast að rækja það leiðtoga hlutverk, sem hann hefur nú tekizt á hendur. Innfíutningur smíBu- járns verði frjáls Meginhluti allra járn- iðnaðarfyrirtækja í land inu, 120 talsins, hafa sent stjórnarvöldunum sameiginlega áskorun um að innflutningur á smíðajárni og stáli verði gefinn frjáls. Eins og málum en nú skipað er innflutningur smíða- járns frá jafnvirði- skaupalöndunum frjáls, en innflutningur frá öðr- um löndlum háður leyf- um. Um höfuðröksemdir sínar vfsa :árniðnaðarmenn til bréfa sem Einai Ásmundsson, for- stjóri Sindra í Reykjavík hefur sent innflutningsyfirvöldunum og iðnaðarmálaráðuneytinu, um nauðsyn bess að innflutningur smíðaiárns verði vefinn alveg frjáls. Sindri er stærsti innflytj andi smíðajárns á landinu og eina stálbirgðafyrirtækið í land- inu. í bréfum sínum bendir Einar Ásmundsson á, að höftin á járninnflutningi hafi valdið efn isskorti hjá járnsmiðjum, gert vinnú þeirra og efni óþarflega kostnaðarsama, auk þess sem hann telur leyfisveitingarnar beinlínis hafa dregið úr þeim viðskiptum, sem þeim er ætl- að að vernda, þ.e.a.s. hinum frjálsa innflutningi frá jafnvirð iskaupalöndunum. Þá hafa höft- in komið í veg fyrir verulega lagermynd á járni hérlendis. Hefur þetta valdið járniðnaðin- um auknum kostnaði, þar sem þeir neyðast til að kaupa frá erlendum járnlager, með mun hærri álagningu en hér er leyfð. Loks færir Einar rök að því að leyfisveitingar hafi alls ekki miðast við raunverulegar þarfir járniðnaðarfyrirtækjanna, hvers um sig. Telur hann leyf- isveitingarnar hafa verið handa hófskenndar og alltof litlar. Að dómi járniðnaðarmanna hefur allt þetta og fleira til, dregið úr framþróun járniðnað- arins í landinu, og hindrað að innlendir járniðnaðarmenn geti starfað af fullum krafti. Það hefur vérið reiknað út að a.m.k. 10-15% af vinnutíma járniðn- aðarmanna fari til einskis vegna skorts á smíðajárni. í þessu sambandi má geta þess, að það var raunverulega ekki vegna skorts á fagmönn- um í landinu, sem senda þurfti út m.s. Esju til viðgerðar eftir strandið í Eyjafirði, heldur hitt að járniðnaðarverkstæðin skorti tíma til verksins vegna lélegrar tímanýtingar, samanber það sem áður er sagt. Talið er að um 26 milljónir glatist árlega hjá járniðnaðarmönnum í van- nýttum vinnutíma, eingöngu vegna efnisskorts. Auk Einars Ásmundssonar hafa forstjórarnir ’Þorgeir Jó- sefsson, Akranesi, Stefán Jóns- son, Hafnarfirði og Valtýr Guð jónsson, Keflavík, aðallega unn ið að þessu máli, en þeir telja þetta vera eitt allra bvðinsar- mesta hagsmunamál járniðnað-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.