Vísir - 23.01.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 23.01.1963, Blaðsíða 7
V í S I R . Miðvikudagur 23. janúar 1963. Sagt frá einkeniiilegum dómum í umferðarmálum, þar sem menn eru skyldaðir til að skoða hræðilegar afleiðingar umférðarlagabrotanna. Á hverjum degi í síð- asta mánuði kom vel búin og glæsileg frú gangandi upp tröppur sjúkrahússins í Santa Monica, einni útborg Los Angeles. Kona þessi var frú Patricia Law- ford, fædd Kennedy, systir forseta Bandaríkj anna. Hún fðr á hverjum morgni til barnadeildar sjúkrahússins og kynnti sér hvaða ný börn hefðu komið á sjúkrahúsið og hvernig þeim liði, Pað var undarlegt að sjá þessa heimskonu gifta kvik- myndaleikaranum Peter Law- ford ganga milli barnarúmanna og tala við börnin og hjúkrun- arkonurnar. Það var engu líkara Angeles og þar fékk hún að sjá bíla, sem höfðu verið dregnir þangað síðaSta sólarhringinn. Starfsmaður bíiageymslunnar sýndi henni hvernig bílarnir sem lent höfðu í árekstrum voru leiknir, sumir þeirra pressaðir saman, rúðurnar brotnar, hlið- arnar rifnar úr og hann greindi frá því hvar bílstjórar og far- þegar þeirra lægju nú, sumir í líkhúsi, aðrir á sjúkrahúsi. Frú Patricia Lawford fór ekki í þessar sjúkraheimsóknir vegna þess að hún hefði allt í einu fengið brennandi áhuga á um- ferðarmálum og mannúðarmál- um. Hún var skylduð til að gera þetta með dómi, sem Blair Gibb- ens dómari í Santa Monica kvað upp. Dómstóllinn skyldaði Pat eins og hún er kölluð til að heim- sækja barnasjúkrahús til þess að sjá með eigin augum hryggi- lega afleiðingu umferðarslys- anna. Og hún var skylduð til að sjá með eigin augum afleiðing- ar af ógætilegum akstri. teini hennar kom í ljós, að það var úr gildi fallið. Nú bjóst frúin við því að fá sem stundum áður venjulega fjársekt, kannski fimm doll- ara sekt, en þegar hún var leidd fyrir jdómara kom í ljós að hún slapp ekki svo létt. Dómarinn reyndist vera Blair Gibbens, sem nú hefur getið sér mikla frægð fyrir sérkennilega dóma sína. j bandarískum refsilögum eru aðalrefsingarnar eins og í flestum öðrum löndum fangels- isvist eða fjársektir. Sektirnar eru víða um lönd algengasta refsingin og stafar það oft ó- sjálfrátt af þvf að sektir skapa rikisvaldinu tekjur. í Bandaríkj- unum er hins vegar talið í sum- um fylkjum að dómari hafi frjálsari hendur með að á- kvarða önnur viðurlög, ef vænta má þess að þau kunni fremur að hafa bætandi áhrif á sakborn- ingana. Þetta sá Blair Gibbens dóm- ari í Santa Monica og hann hef- ur eftir ítarlega könnun komizt að þeirri niðurstöðu, að réttast væri að afnema sektir fyrir um- ferðarlagabrot. Hann telur að svo sé komið að þessar sektir séu lítið orðið annað en tekju- stofn hins opinbera. Almenning- ur sé farinn að reikna með þess um „skattgreiðslum“ og láti sér alveg á sama standa. Sektirnar hafi engin bætandi áhrif, þvert á móti fylli þær menn leiða og afskiptaleysi. Blair Gibbens dómari sýnir mönnuni fangaklefa. Á gólfinu cr iína sem notuð er tii að kanna jafnvægisskyn ölváðra öloxmanna. ÞVt DÆMIST RÉTT en að hún væri að la^ra læknis- fræði. J7ftir sjúkrahúsheimsóknina fór frú Patricia til bílakirkju- garðs eins í öðru úthverfi Los Tj’rú Patricia Lawford hafði brotið lítillega af sér gagn; vart umferðarlöggjöfinni. Lög- regluþjónn hafði stöðvað hana vegna of mikils ökuhraða, og þegar hann fékk að sjá ökuskír- í fimm klst. var þjónustustúikan Lis Kieiskov skylduð til að vera á slysavarðstofunni og sjá hina særðu sem komið var með úr umferðinni. T>lair Gibbens hefur leitað eft- ir öðrum ráðum til að kenna mönnum að virða umferðarlög- in. Hann fer aðallega tvær leið- ir, að Iáta menn vinna sjálfa að því að bæta tjón, sem þeir hafa valdið og svo hitt, sem er al- gengast, að dæma þá til að kynna sér hörmulegar afleiðing- ar umferðarlagabrotanna. Fyrst og fremst berst hann við ökugikkina, mennina, sem aka með ólöglegum hraða um vegi. Ein þeirra fyrstu, sem hann dæmdi var þjónustustúlka að nafni Lis Kielskov, sem hafði ekið bifreið sinni með 110 km hraða á svæði þar sem leyfður Dómarinn kvað upp úrskurð um að Lis þyrfti ekki að greiða sekt, en farjð skyldi með hana á sjúkrahús og henni sýndar þar i afleiðingar of mikils ökuhraða.' Svo var gert, og var það sýni- legt að sjúkrahúsheimsóknin hafði djúptæk áhrif á stúlkuna. Hún sagði þegar hún gekk hrærð út af sjúkrahúsinu: — Ég veit aðeins eitt, að ég mun ekki á næstunni aka yfir löglegum hámarkshraða. Dlair Gibbens dómari hefur ekki bundið sig í dómunum við heimsóknir í sjúkrahús. Þeg ar menn hafa ient í minniháttar árekstrum, hefur hann jafnvel sleþpt hinum brotlegu við væg- ar venjulegar refsingar, en skyldað þá til að heimsækja fangelsi og ræða við fangana til þess að fá hugmynd um hvað þeir mættu þola, ef áreksturinu hefði verið meiri og mannslíf tapast. J haust fann Blair Gibbens upp á nýrri „refsingu", að skylda menn til að horfa á „slysakvikmyndir" er sýna fólki hin ægilegustu umferðarslys. Þá hefur hann kveðið svo á, að rannsaka skuli nákvæmlega ökuhæfni allra þeirra, sem lenda í árekstrum. Það er í rauninni furðulegt að víðsvegar um lönd er ekkert gért til að kanna öku- hæfni manna eftir árekstur. Lög reglumenn rannsaka bifreiðina, hvort stýrisútbúnaður og heml- ar séu í Iagi, hitt er aldrei kann- að nema í verstu tilfellum, svo sem við ölvun,! hvort maðurinn sé hæfur til að aka bifreið. — Þetta telur Blair Gibbens mjög þýðingarmikið og athugun á þessu hefur leitt til þess að margir óhæfir ökumenn hafg verið sviptir ökuleyfinu. Tjegar margir brotlegir hafa safnazt saman eftir dóma Blair Gibbens kallar hann þá saman, oft um 40 manns ,og fer með þeim í hringferð eða eins konar kynnisferð um sjúkrahús, bílakirkjugarða og Iíkhús borgarinnar og segir þeim persónulega frá mörgum sorgarsögum, sem gerzt hafa í umferðinni. Og hann kynnir þá líka mönnum, sem sloppnir eru af sjúkrahúsi en verða að lifa limlestir það sem eftir er æv- innar. TL’ins og eðlilegt er hafa þessar ^ aðferðir Blair Gibbens dóm- ara verið nokkuð umdeildar. Margir ágætustu refsimálasér- fræðingar Bandaríkjanna hafa Frh. á bls ó Pat Lawford, systir Kennedys forseta gengur inn í sjúkrahúsið í Santa Monica. Hún var tekin föst fyrir of hraðan akstur, skyiduð til að heimsækja barna- spítala. waaa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.