Vísir


Vísir - 23.01.1963, Qupperneq 2

Vísir - 23.01.1963, Qupperneq 2
2 VISIR . MlSvIkudagur 23. Janúar 1963. Guðmundur Gíslason kjör- inn „íþróttamaður ársins ' Guðmundur Gíslason úr iR var f gærkvöldi kjörinn „íþróttamaður ársins 1962“ í atkvæðagreiðslu, sem íþróttarilstjórar Reykjavíkur- blaða og útvarps gangast árlega fyrir. Úrslit voru kuniigerð í Þjóð- leikhúskjallaranum, en þangað höfðu mætt 7 þeirra 10 hæstu á listanum. Guðmundur Gíslason hefur und- tanfarin ár verið ofarlega á blaði í sömu keppni, en aldrei fyrr hlot- ið hina veglegu styttu fyrr. Guð- mund er óþarft að kynna. Hann hefur í 5 ár í röð unnið það af- rek að setja 10 íslandsmet á einu ári og nú í ár hefur hann sett met í öllum sundgreinum. Guðmundur hlaut 58 stig af 66 mögulegum. Úrslit voru annars þessi í at- kvæðagreiðslunni: 1. Guðmundur Gíslason, IR, sund 58 stig 2. Jón Þ. Ólafsson; IR, frj.íþr. 55 stig 3 Hörður B Finnsson, ÍR, sund 41 stig / dug Handknattleiksmót Ármanns heldur áfram að Hálogalandi kl. 8,15. 3. fl. k. b. Ármann—-Víkingur 2. fj, k. a. Valur—Fram Mfl. kv. Þróttur—Fram Ármann—Víkingur Brciðablik—FH 4. Ríkharður Jónsson, lA, knatt- spyrna, 31 stig 5. Vilhjálmur Einarsson, IR, frj. íþr., 22 stig 6. Valbjörn Þorláksson, KR, frj. íþr. 20 stig 7. Þorsteinn Hallgrímsson, IR, körfukn 19 stig 8. Hjalti Einarsson, handkn.leik- ur, 16 stig 9. Guðjón Jónsson, Fram, hand- kn.leikur 16 stig 10. Helgi Daníelsson, lA, knatt- spyrna, 15 stig Aðrir, sem hlutu stig voru þessir: 11. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, iR, sund 12. Kristinn Benediktsson, Hnífsd. skíði 13.Sigríður Sigurðardóttir, Val, handkn. 14. Gunnlaugur Hjálmarsson, iR, handkn. 15. Garðar Árnason, KR 16. Kjartan Guðjónsson, KR 17. — 18. Ármann J. Lárusson, Aft- urelding, glíma, og Þórólfur Beck, St. Mirren, knattspyrna. r Dukla, Prag til Islands í fooði ÍR-inga í sumar Verði hið heimsfræga hand- knattleikslið Dukla mcðal þriggja efstu liðanna í tékk- nesku meistarakeppninni, scm lýkur í júlímánuði n. k., hefur liðið þar með unnið til íslands- ferðar 1 nóvember næsta vet- ur. Þannig stendur á þessu, að iR-ingar hafa samið við Tékka um að þeir sendi hingað hand- knattleiksiið næsta haust og munu ÍR-ingar hafa farið fram á að Dukla yrði sent, en Tékkar vilja hins vegar ekki senda Iak- ara lið en eitt af þrem bcztu. Þess má geta, að Dukla er eitt bezta félagslið heims og leikmenn þeirra eru „bcina- grind“ hins sterka Iandsliðs Tékka. Er því ólfklegt að liðið verði ckki meðal þriggja cfstu. Dukla er eitt þeirra liða, sem er nú búið að tryggja sig í 8- liða úrslit í Evrópubikamum. Tékkar hafa áður átt fulltrúa á islenzkum handknattleiksvöll- um. Það var liðið Gottwaldow, sem hingað kom á vegum Vík- ings haustið 1960 og vakti geysi athygli, enda frábært lið. En óhætt er að fullyrða, að það lið hafi rnest allra erlendra Iiða skilið spor eftir sig í íslenzkum handknattleik. Gabor þjálfar knaftspyrnumenn Ungverski íþróttaþjálfarinn Simon Gabor er fyrir nokkru kominn til landsins til að þjálfa íslenzka íþrótta- menn. Þessi mynd var tekin af honum um helgina þar sem hann var að þjálfa knattspyrnumenn í Þrótti innanhúss. Þórólfí ætlað stærra hlutverk Þórólfur Beck kom heim fyrir nokkrum dögum og dvaldi heima hjá sér laugardag og sunnudag, en á mánudagsmorgun hélt hann utan aftur til æfinga. Þórólfur er nú mun ánægðari með lífið í Paisley-félaginu en fyrr. Telur hann ástæðuna fyrst og fremst vera hinn nýja framkvæmda stjóra, Jacky Cox, sem hefur sagt Þórólfi að honum sé ætlað stórt hlutverk hjá St. Mirren í framtíð- inni. Fyrrverandi frkvstj. St. Mirren, Bobby Flavell, varð að hrökklast frá félaginu skömmu fyrir jól, þeg- ar allt virtist komið í kaldakol hjá félaginu. FJavell, sem aldrei sendi lið frá sér án þess að breyta þvi, var orðinn mjög óvinsæll meðal leikmanna og fjölmargir farið fram á að verða fluttir til annarra félaga. Meðl þeirra var Þórólfur, en beiðni hans var synjað. George McLean, 19 ára samherji Þórólfs, er nú á sölulista og hafa mörg félög haft áhuga. Celtic og Rangers komu lengi til greina, en ensku félögin bjóða betur og ekki er ósennilegt, að McLean fari til 1. deildarliðsins Sheffield Wednesday fyrnr nær 35 000 pund. Jacky Cox Jacky Cox, hinn nýi frkvstj. St. Mirren, segir nóg af góðu efni í Love Street, en félagsandinn sé í molum. „Mitt hlutverk verður að ná fram réttum baráttuanda meðal liðsmanna og þannig krækja í nokk ur stig í viðbót við heldur slaka stigatölu okkar." Cassius Clay: „Þá læt ég bróður minu fá titilmn" Eins og Kennedyarnir gera Cassius Clay, hnefaleikarinn frægi, hélt fyrir síðustu helgi há- tíðlegt 21 árs afmæli sitt í Phila- delphiu. Var Clay hrókur alls fagn- aðar og fór ekki dult með álit sitt á hæfileikum sínum. „Ég hef 10 mánuði til að hnekkja meti Floyd Pattersons og verða yngsti heimsmeistarinn 1 þungavigt hnefaleikanna. Það eina, sem stend ur í veginum er meistarinn sjálfur, Sonny Liston. Hann er hræddur við mig.“ Því næst sneri hinn ungi og myndarlegi Clay sér að framtíð- inni: „Ég er að hugsa um að vera heimsmeistari f 10 ár. Þá er ég að hugsa um að láta bróðir minn, Rudolph Valentino Clay fá titilinn, — eins og Kennedyarnir gera í Washington. Clay er í Philadelphiu að undir- búa sig undir keppni við Charly Powell, fyrrverandi atvinnumann f knattspyrnu. Clay hefur auðvitað spáð úrslitum að venju, en hann segir: „Mér líkar sérlega vel við fólkið í Philadelphiu. Ég ætla þess vegna ekki að rota Powell fyrr en í 5. lotu, annars væri fólkið kann- ski ekki komið allt í salinn." Margar góöar, íslenzkar frá- sagnir á 10 ára ferli „Satt" Tíu ár eru nú liðin, síðan tima- ritið Satt hóf göngu sina, og cr þess að nokkru minnzt í fyrsta hefti þessa árgangs, sem nú er komið í bókaverzlanir. 1 hefti þessu er m. a. rifjað upp ýmislegt efni, sem Satt hefir birt á undanförnum áratug, en það hef- ir alla tíð verið einkenni þessa tímarits og aðgreint það frá öllum öðrum, að það hefir jafnan lagt áherzlu á að birta að minnsta kosti eina íslenzka frásögn í hverju hefti, framhaldsfrásögn eða einstaka. Hef ir þetta mælzt vel fyrir, enda verið fjallað um slíkt efni af miklum ágætum svo að augljóst hefir verið, að þar hafa ritað menn, sem eru í fremstu röð á sínu sviði, þótt ekki hafi þeir látið nafns síns get- ið, enda hvergi getið höfunda í rit- inu nema að hinum dulrænu sög- um, sem það hefir birt, enda gegn- ir þar öðru máli, Af hinu innlenda efni, sem Satt hefir birt, má nefna þátt um Bólu-Hjálmar, sem var snilldarvel ritaður. Þá eru einnig þættir um Skáld-Rósu, mál Agnes- ar og Friðriks og margt fleira, sem hér verður ekki rakið. Sigurður Arnalds hefir alla tíð verið ritstjóri og útgefandi ritsins.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.