Vísir - 24.01.1963, Blaðsíða 3
V1SIR . Fimmtudagur 24. janúar 1963
ÍÞRÓTTAMAÐ-
UR ÁRSINS
4+\ 'iS&Íí ÁAÍZ&Í’:
I !
Mmaísef
§&-
\#é&Sé
Í' , 4
Plw K’ (
K .■ *
Guðmundur Gíslason, sund-
kappi úr ÍR hlaut að þessu
sinni titilinn „íþróttamaður
I ársins 1962“. Kom þetta fæst-
um á óvart þvf Guðmundur
hefur um árabil verið bezti og
fjölhæfasti íþróttamaður lands-
ins og með því að setja met fyr-
ir skemmstu í 1500 metra
bringusundi á hann nú met
í öllum sundgreinum og
er auk þessa einn af beztu
mönnum sundknattleiksliðs
ÍR, — geri aðrir betur. Mynd-
sjáin í dag sýnir okkur hóf sem
íþróttamönnunum var haldið f
Þjóðleikhúskjallaranum á mið-
vikudaginn.
Stóra myndin hér fyrir ofan.
Frá vinstri: Jón Þ. (2.11 f há-
stökki), Vilhjálmur (1 stig fyr-
ir þrístökk EM í Belgrad),
Hjalti (frábær markvarzla í
handknattleik hjá FH), Þor-
steinn (beztur landsliðsmanna í,
körfuknattleik), Valbjörn (sló
met Arnar Clausen í tugþraut),
Iielgi Dan. (stórkostleg mark-
varzla í landsleikjum gegn
Irum) og að lokum maðurinn
sem þessir 6 slá hring utan
uin, Guðmundur Gislason með
hina veglcgu styttu sem hann
hlaut frá fþróttablaðamönnum.
Hörður B. Finnsson er ekki á
myndinni, en hann er nú í
Stokkhólmi, en hann setti 2
Norðurlandamet á árinu, Rfk-
harður Jónsson, knattspyrnu-
kappinn sem þrátt fyrir meiðsl
af verstu tegund sneri aftur og
lék sig í landsliðið, gat ekki
mætt til hófsins, né heldur
Guðjón Jónsson, ' handknatt-
leiksmaður og beztur íslands-
meistaranna í fyrra sem var með
liði sfnu í Keflavfk í æfinga-
leik með landsliðinu.
Tvídálka myndin er af Atla
Steinarssyni, formanni félags
íþróttafréttamanna, er hann af-
hendir Helga Daníelssyni bók-
arverðlaun fyrir afrek sitt.
Neðsta myndih frá vinstri:
Hjalti Einarsson, Jón B. Pét-
ursson, Vfsir, Valbjörn Þorláks-
son, Sigurður Sigurðsson, Út-
varpið, Jón Þ. Ólafsson, Örn
Eiðsson, Alþýðublaðið, Atli
Steinarsson, Morgunblaðið,
Guðmundur Gíslason, Helgi'
Danfelsson, Eysteinn Þorvalds-
son, Þjóðviljanum, Þorsteinn
Hallgrímsson og Vilhjálmur
Einarsson, sem i 4 skipti hefur
orðið „íþróttamaður ársins“.