Vísir - 24.01.1963, Blaðsíða 13

Vísir - 24.01.1963, Blaðsíða 13
.......■ ; ;: . .■» ” í* f—< ........ ■>■>........ I . ■ ' . »\\\> ^ \ >* >"•* N* • ' » • ' » SÍIlilÍÉIÉ ; : "■ ';; VJ.SIR . Fiœmtudagur 24. janúar 1963. Staðan á Á sunnudaginn voru tefldar III. og IV. umferð í undanrásum á Skák þingi Reykjavíkur. í meistaraflokki þar sem aðeins tveir keppendur komast til jlrslita í hverjum riðli, hefur keppnin reynzt miklu harð- ari og jafnari um efstu sætin, en ætlað var. Er því miklum erfið- léikum bundið enn þá að gera sér grein fyrir, hverjir munu að lokum fá þátttökurétt í úrslita keppninni með þeim Friðriki Ólafs syni og Inga R. Jóhannssyni. Eftir IV. umferð er staðan á mótinu á þann veg, er nú skal greina: Meistaraflokkur A-riðilI. 1. Sigurðúr Jónsson 3 vinn. 2. Björn Þorsteinsson 2*4 vinning og biðskák, 3. Þorsteinn Skúlason 2 vinninga og biðskák, 4. Ólafur Einarsson 1*4 vinning og biðskák, 5. Jóhann ö. Sigurjónsson 1 vinn- ing og tvær biðskákir, 6. Guðmund ur Ársælsson 1 vinning og biðskák, 7. Gylfi Magnússon V2 vinning og biðskák, 8. Egill Valgeirsson y2 vinning. B-riðill. 1. Július Loftsson með 3 vinn- inga og biðskák, 2—3 Jón Kristins son og Háukur Angantýsson með 2*4 vinning og biðskák, 4. Bragi Bjömsson 2 *4 vinning, 5. Magnús Sólmundsson iy2 vinning og bið- skák, 6. Gísli Pétursson 1 vinning og tvær biðskákir, 7—8. Helgi Guðmundsson og Jóhann Þ. Jóns son með engan vinning. C-riðUl. 1. Jón Háldánarson 3 vinninga og biðskák, 2. Jónas Þorvaldsson 3 vinninga, 3. Bjarni Magnússon 2*4 vinning og biðskák, 4—5 Ben- öný Bénediktsson og Kári Sólmund arson með 1*4 vinning og biðskák, 6. Benedikt Halidórsson 1 vinning og biðskák, 7. Geirlaugur Magnús- son V2 vinning, 8. Hilmar Viggós- son 0 vinninga, en eina biðskák. I. flokkur 1—2 Haukur Hlöðvir og Björgv- in Víglundsson með 3 vinninga, 3. Vilmundur Gylfason 2 vinninga, 4. Sævar Einarsson 1*4 vinning og tvær biðskákir, 5. Gísli R. ísleifs- son 1 *4 vinning og biðskák, 6—7 Kjartan Júliusson og Þorsteinn Bjarnason iy2 vinning, 8. Jafet Sigurðsson engan vinning en eina biðskák. II. flokkur 1. Stefán Guðmundsson 2*4 vinning og biðskák, 2. Baldur Björnsson 2 vinninga og biðskák, 3. Gísli Sigurhansson 1 y2 vinning og tvær biðskákir, 4. Helgi Hauks son 1 vinning og tvær biðskákir 5. Axel Clausen 1 vinning og eina biðskák, 6. Jón Ólafsson engan vinning en eina biðskák. ÚTSALA ÚTSALA Okkar árlega útsala hófst í gær, seljum lítilsháttar gallaðar lífstykkjavörur, undirfatnað o. fl. Laugaveg 26 •- Sími 15-18-6. Dómarar voru þeir Karl Jóhanns-' son og Gunnlaugur Hjálmarsson og voru ágætir. 1 2. flokki vann Valur Fram með 11:10 í geysifjörugum leik. en 1 3. flokki vann Víkingur Ármann 13:10. - jbp — Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Óðinsgötu 4. Sími 11043. Skákkeppni sfofnana hefst í Lido miðvikudaginn 13. febrúar kl. 19.30. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar og sendist umsóknir til undirritaðs. SKÁKSAMBAND ÍSLANDS. Pósthólf 674. Reykjavík. fþróttir — Framhald af bls. 2. mikið í kvennaleik. Sigurlína virð- ist ekki í eins góðri æfingu og hún hefur oftast verið, en Val- gerður er ágæt. — Hjá Breiðablik var Sigrún Ingólfsdóttir langbezt, en Ása Arthursdóttir sæmileg. Aðr ar heldur slakar. Sérlega lélegur var varnarleikurinn allan tímann, sóknarleikurinn einkum I fyrri hálfleik. II. flokkur B. 1. Björgvin Guðmundsson 4 vinn- inga, 2. Þorsteinn Marelsson 3 vinninga, 3—4 Þórketill Sigurðs- son og Holger Clausen 2 vinninga, 5. Björn Árnason 1 vinning, 6. Pálmi Eyþórsson 0 vinning. Snjóbarðar fyrirliggjandi í eftirtöldum stærðum: 5.90x13 . . . kr 733.00 5.60x15 ... - 850.00 5.90x15 ... - 900.00 5.50x16 ... - 949.00 6.00x16 ... - 1.144.00 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO. Suðurlandsbraut 6. Sími 2 22 35. Fyrsti Reykvíkingar eru nú smám saman að eignast sína fyrstu strandbraut, „Strand Baulevard" eða „Sunset Boulevard“ eins og enskumælandi kalla það. Er það hin mikla umferðaræð, sem æti- að er að komi frá Höfða inn eftir Kirkjusandi og inn í Laug- ames. Lítill hluti af þessari braut hefur þegar verið tekinn f notkun á Kirkjusandi framhjá frystihúsi Tryggva Ófeigssonar, en þar er komið að viki því, sem er í ströndina upp að frystihúsi SÍS, sem sést hér á myndinni. í vetur hefur verið unnið að þvi að uppfylla þetta vik, fyrst með stóru grjóti og síðan með jarðvegi. Er verkið nú hálfnað og heldur. áfram eftir þyi sem upp- groftur úr húsgrunnum fellur til i það. Ef til vill verður vikinu lokað þegar kemur fram á sum- arið og þar með er þá komin greið akbraut inn í Laugarnesið. * Á skrifstofu bæjarverkfræð- ings gengur þessi uppfylling og vegargerð undir nafninu Elliða- árvogur. Er hún í rauninni liður í miklu víðtækara- umferðar- kerfi, en hugmyndin er að työ- föld akbraut komi alla Ieið frá Höfða, inn ströndina að Laugar- nesi, þaðan meðfram Kleppsveg- inum inn að Kleppi, síðan inn að Gelgjutanga og Elliðaárvog, tengist þar Suðurlandsbraut og Miklubraut og sfðan Suðurnesja braut, sem á að liggja í sveig fyrir sunnan Kópavogsbrautina. Er gert ráð fyrir að þetta verði allt tvær aðskildar akbrautir, hvor þeirra með tveimur eða þremur akreinum og má af því sjá, hve mikilvæg umferðaræð þetta verður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.