Vísir - 24.01.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 24.01.1963, Blaðsíða 7
7 V í S I R Fimmtudagur 24. janúar 1963. Hfrmiiuif. ^irm....... ByBting i prentiisfiniiis Setningarvélarnar í Prentsmiðju Vísis eru einu setningarvélarnar hér á landi, þar sem unnt er að koma við sjálfvirkri setningu les- máls. Ekki þarf annað en festa litlu tæki, svo- kölluðu „Operating unit“ við vélarnar, og vinna þær þá sjálfkrafa, án þess að vélsetjarar komi þar nærri við sjálfa setninguna. Þær eru af gerðinni Inter- type. Tjessi árin stendur yfir bylting " í gerð setjaravéla í heimin- um. Kjarni þeirrar byltingar er einmitt sjálfvirk setning og hafa til þess verið fundnar upp ýms- ar gðferðir. Ein þeirra, sú.^em a§, framan var greind, er þegar, komin í notkun allvíða um heim. Þannig má finna slíka sjálfvirka setningu í allmörgum dagblaða prentsmiðjum á Norðurlöndum. m. a. hjá Berling f Kaupmanna- höfn, og fleiri dönskum blöðum. hjá blöðum í Stavanger og Björgvin f Noreei og auðvitað í Bandaríkjunum, þar sem þessi aðferð var fundin upp. I stuttu máli er hin sjálfvirka setning þannig að í stað þess að vélsetjarar setji handritin þá koma hér til vélritunarstúlkur, sem endurrita þau á sérlegar rit vélar. Úr þeim vélum kemur mjó pappírsræma með götum, er tákna stafi og orð. Þessari pappírsræmu er síðan rennt í gegn um áhald. sem fest er við setjaravélina, og fyrr er minnzt á. Setur þá vélin jafnóðum eftir þesari ræmu og hreyfist letur- borð vélarinnar sem á það styðji ósýnilegar hendur. Kost- urinn við þessa aðferð er sá að slík sjálfvirk setning er miklu hraðari en vélsetjari fær unnið. Hann setur að jafnaði ekki nema um 6 línur á rnínútu. Vélin getur hins vegar sett all að 12—14 línur á mínútu, og ef pappírsræman er villulaus verð ur lesmálið villulaust, sem úr setjaravélinni kemur. Auk þess getur vélin vitanlega unnið sleitulaust allan sólarhringinn, hún þarfnast ekki hvíldar eða sumarleyfa, og sparnaðurinn er * a‘ig}j|6s,i,.vvl.. tóri VV * ^nnar kostur er við slíka sjálf virka setningu. Það kemur all oft fyrir að bókaútgefendur vilja geyma lesmálið, ef þeir hyggjast gefa út aðra útgáfu bókar. Hins vegar er mikið fé fólgið i því blýi, sem notað er við setningu bókarinnar og ekki Þetta eru setningarvélarrar í Prentsmiðju Vísis. Tvær vélarnar eru útbúnar fyrir sjálfvirka setningu og þær einu hér á landi. er unnt að steypa upp og nota aftur þegar í stað. Og allmikið rúm þarf til geymslunnar. Þenn- an vanda ley^ir pappírsræman. Eftir setninguna má stinga henni upp í hillu. Hún kostar sáralítið og fyrirferð hennar er mjög lítil. Þannig má geyma handrit margra bóka í einni skúffu, og þau eru tilbúin til setningar hvenær sem þarf á að halda — án nokkurs kostnaðar. Ekki þarf annað að gera en renna ræmunni gegn um setjara vélina í annað sinn. Þá liggur lesmálið fyrir tilbúið til prent- unar. Enn hafa íslenzkar prentsmiðj ur ekki tekið þessa tækni í þjón ustu sína. Kemur þar til að nær allar setjaravélar í prentsmiðj- um hérlendis eru það gamlar að ekki er unnt að koma hinni nýju tækni við. Og eins hitt að talið er að um allstór og sam felld verkefni þurfi að vera að ræða til þess að verulegur fjár- hagslegur ávinningur sé að sjálf virkri setningu. En það atriði ætti ekki að þurfa að standa í vegi fyrir því að íslenzkar ' prént'smiðjur hagnýti "sér þessa nýju tækni, a. ’Vn. k. ekki á meðan verið er að undirbúa jólabækurnar. |gn eru þá vélsetjarar að verða óþörf stétt, má vera að ýmsir spyrji. Svarið við þvi er neikvætt, að minnsta kosti ekki enn langa hríð. Að vísu hafa vélsetjarar litið hina nýju tækni óhýru auga víða um lönd, enda varla við öðru að búast. Hér hefir vélin verið látin vinna þau verk sem þeir áður önhuðust einir. Hefir þetta leitt til nokk- urra deilna við fagfélög prent- ara í upphafi, en svo hefir þó farið að prentarar hafa gert sér Ijóst að hér var ekki verið að skerða hag þeirra, heldur var hér einungis um að ræða eðli- lega framþróun í prentlistinni, sem ekki var skynsamlegt að standa á móti. Hafa fagfélög prentara á Norðurlöndum og í Bandaríkj- num samþykkt að hin sjálfvirka setning væri upptekin, en þó með nokkrum skilyrðum, sem reyndar Ieiða af eðli málsins. Villur lcoma fram í lesmálinu, er vélritunarstúlkunni hefir yfir sést, og þá kemur til kasta setjarans að annast leiðrétting ar. Ekki er heldur hagkvæmt að setja eingöngu sjálfkrafa allt lesmál, heldur verður að beita gömlu aðferðinni við setningu ýmiss efnis, sem ekki þykir hentugt að setja á pappírsræm urnar. Hafa þeir samningar tekizi. milli prentsmiðjueigenda á Norðurlöndum og félaga prent- ara að einn vélsetjari skuli starfa við hverjar tvær sjálf- virkar setjaravélar. bæði til eft irlits og til þess að annast fram angreind störf. í Bandaríkjun um mun vélsetjari annast um- sjón með þrem slíkum vélum. Efst á myndinni sést götunarræman eins og hún lítur út þcgar hún kemur frá ritvélinni. Neðst til hægri sést götunarritvélin tengd setningarvélinni, er setur svo sjálfvirk undir eftirliti véisetjara. |7n það eru fleiri nýjungar komnar fram á sjónarsvið- ið í þessum þætti prentlistar- innar, en sú sem hér hefur ver ið nokkuð lýst. Frekari tilraun ir hafa farið fram í Bandaríkj- unum með sjálfvirka setningu lesmáls. Þar hefir einkum ver- ið lögð áherzla á að finna upp vel sem skipti orði rétt milli y Sjálfvirk bandarisk setning- arvél. lengi erfitt að leysa. Nú þefir setningavél verið tekin í notkun á nokkrum bandarískum blöð- um, er annast þetta verk án þess að þörf sé atbeina vél- setjara og er nokkuð greint frá henni í nýju hefti bandaríska vikuritsins Time. Blaðamaður- inn ritar grein sína á rafmagns ritvél, sem auk hins venjulega handrits ritar lesmálið á gata- pappírsræmu, sem síðan er rennt í gegn um setjaravélina. Síðan kemur lítill rafmagns- heiii til skjalanna er jafnar orð unum í línu í setriingunni og skiptir þeirn málfnæðilega rétt rnilli línanna. Leiðréttinga er því engin þörf. Hraðinn er 3 línur á sekúndu, eða sem svar ar 8 dálkum lesmáls í hinu stóra bandaríska dagblaðabroti i sjö; op hálfri mínútu. Efnfaldari í sniðum og ódýr iri er sjálfvirk setningavél, sem nefnist Linasec, þar sem at- beina vélsetjara þarf enn við leiðréttingar. Sú vél setur 23 dálka á klukkustund, en venju- legur vélsetjari setur að jafnaði ekki nema dálk á sama tíma og er þá miðað við bandaríska dagblaðastærð. Vélin kostar 27 þúsund dollara eða ca. 1,2 millj. íslenzkra króna. JJér skal engu íim það spáð hvenær hin sjálfvirka setn ing lesmáls heldur innreið sína í fslenzka prentiðn. Líklegt má þó telja að hún verði tekin upp hér á landi fyrr en síðar, þar sem kostir hennar eru aug- Ijósir, bæði hvað sparnað og flýti snertir. Verður þá væntan- Iega litið til reynslu Norður- landaþjóðanna á þessu sviði og samningar við stéttarfélag prent ara sniðið eftir fyrirmyndum frá frændþjóðum vorum. g. Kennedy heimsækir Adenauer Kennedy Bandarikjaforseti hefui þegið boð Adenauers forsætisráð- herra Vestur Þýzkalands að heim- sækja hann í sumar. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær heim- sóknin verði en hún mun verða í sambándi við Ítalíuferð Kennedys fyrri hluta sumars. í tilkynningu sem gefin var út í Hvíta húsinu um þetta er sagt að Kennedy forseti muni ekki heim- sækja fleiri lönd í Evrópu cn ítaliu og Þýzkaland. Þar með þykir Ijóst að hann muni ekki koma við í París til að ræða við de Gaulle. Með Kennedy í ferðinni verður frú hans. Bæði á Ítalíu og Þýzka- landi ríkir mikil ánægja með vænt anlega heimsókn forsetans. Itölsku blöðin segir: Velkomin aftur frú Kennedy, en hún heimsótti Ítalíu s.I. sumar og varð elskuð af ítölsku þjóðinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.