Vísir - 01.02.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 01.02.1963, Blaðsíða 3
V4»S IR . Föstudagur 1. febrúar 1963, 3 Gunnar Sigtryggsson við laggavélina. Tunnan gerð úr 30pörtum í dag skreppur Myndsjá Vísis í snögga ferð norður á Akureyri í eitt af hinum mikilvægustu iðnaðarfyrirtækjum landsins, Tunnuverksmiðju ríkisins. Þetta er einkennilegt fyrir- tæki, þar sem það er rekið að- eins fimm mánuði á hverju ári, það er tímann desember til maí og svo er einnig nú. Á þessum annatíma koma um 40 manns til starfa í verksmiðj- unni. Verkefnið er nú í vetur að smfða 60 þúsund síldartunn ur. Verksmiðjan selur þessa framleiðslu til allra söltunar- stöðva á Norður- og Austur- Iandi utan Siglufjarðar, en Sigl firðingar hafa eigin tunnuverk- smiðju. Þegar fréttamaður Vísis heim sótti verksmiðjuna, var allt í fullum gangi og skýrði verk- stjórinn, Bjöm Einarsson, frá þvf að hver tunna yrði til úr 30 smápörtum. Þetta eru 20 stafir, 3 botnstykki í hvern botn og 4 gjarðir. Verkið er einfaldlega að vinna þessi stykki og setja þau saman í fjöldaframleiðslu og eru þá tunnurnar tilbúnar. Verkstjórinn taldi vélakost verksmiðjunnar sæmilegan. Áð- ur en tunnan er tilbúin, fer hún gegn 14 yvélar, sem tilsnfða efnið og sveigja það f tunnu- stafi. Það sem helzt vantar er tæki til að soga burt sag og spæni, en mest háir verksmiðjunni skortur á geymsluplássi. Er slæmt að þurfa að geyma tunn- urnar undir beru lofti og kostar það miklar viðgerðir á hverju sumri. fer Tunnan er tilbúin og Ragnar Ásgrímsson staflar hcnni og léttilega með. Verkstjórinn Björn Einarsson óg vélamaðurinn Ágúst Amgrfmsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.