Vísir - 01.02.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 01.02.1963, Blaðsíða 6
6 V I S I R . Föstudagur 1. febrúar 1963. Twist og Rock'n Roll heW- ur lítil músik fyrir okkur Englandi. Hann fékk snemma á- huga fyrir tónlist og 9 ára að aldri spilaði hann allvel á planó, 25 ára gamall var hann orðinn viðurkennd ur hljómsveitarstjóri og útsetjari, og stundaði það starf sleitulaust, þar til fyrir nokkrum árum, skömmu eftir að Julie Rolls byrj- aði að syngja með hljómsveitinni, að þau voru uppgötvuð sem „tví- menningar" (two man show) af frægum grínleikara. Sögðu þau þá skilið við hljóm- sveitina, og hófu að starfa tvö ein 1 Þau hafa ferðast mikið og hvar- vetna verið mjög vel tekið. Þau halda héðan til Eng ands, næstkom andi mánudag og eru því síðustu forvöð fyrir Reykvíkinga að sjá þetta ágæta par. Vísir hafði í gær tal af trompet-1 leikaranum Teddy Foster og söng- kcmunni Julie Rolls, sem skemmta f Klúbbnum um þessar mundir Þau eru bæði sérstaklega elskuleg ar manneskjur, og svöruðu greið- lega öllum spurningum. Þau komu hingað til landsins 5. janúar, frá N-Afríku, þar sem þau skemmtu á stærsta flugvelli Ameríkumanna. Af umtali veit ég að þau eru í „topp klassa“ sem skemmtikraftar og nota því tæki- færið til þess að ræða um aðra söngvara og hljóðfæraleikara, að- allega úr jazzheiminum, svo sem Ellu Fitzgerald, Luis Armstrong o. fl. Og þá er ekki úr vegi að spyrja — Hafið þér haft mikla kennslu í söng? spyr ég Julie, en hún hrist- ir höfuðið: Nei sama og enga. Fost- er heldur áfram með svarið, enga kennslu, röddin er henni algjör- lega gefin frá náttúrunnar hendi, og hún er einstaklega falleg. — Hvað finnst yður um þessa nýju tónlist og dansa, sem eru að skjóta upp kollinum núna síðustu árin ,svo sem rock, twist og limbó, spyrjum við Foster. — Ah, ég hefi heldur lítið af því að segja, það er of lítil músík í því fyrir mig, nema þá kannski sum limbó-lögin, þau eru ekki svo slæm. Annars var ég aldrei með minni en 16 manns í hljómsveit meðan — segir Teddy Fosíer nokkurra spurninga um þau sjálf. — Hr. Foster, hvers konar tón- list finnst yður skemmtilegust að hlusta á? — Ég hefi gaman af allri tón- list meðan hún er góð, en það má kannske segja að ég hafi sérstak- lega gaman að hlusta á létt og líf- leg lög. Suður -Amerísk tónlist, er ef til vill efst f flokki. Hún getur náð mjög sterkum tökum á manni. Julie var tvö ár með spönskumæl- andi fólki, og söng með því oft á tíðum. Sum lögin eru dásamlega seiðandi. i ég var hljómsveitarstjóri, og það hefði líkiega þótt heldur stór rock hljómsveit. Hins vegar er þettá það sem fólk vill, svo að það er ekkert við því að segja eða gera. Teddy Foster og Julie Rolls hafa skemmt saman síðastliðin 2—3 ár og Iíkar það svo vel að þau hafa alls ekki í hyggju, að byrja aftur með hljómsveit. Taktur þeirra og teknik er svipaður þeirra Luis Prima og Keely Smith, sem eru meðal aifremstu, skemmtikrafta heims. Foster vár hljómsveitar- I stjðri í mörg ár og var á sínum | tfma yngsti hljómsveitarstjóri f Það er óhætt að segja að kosn ingaorustan sé hafin. Fyrsta lota fór fram f gær, bæði f efri og neðri deild þingsins og talsverð- B ur hiti komst f umræður. Ekki er þó hægt að segja að stjórnar- andstaðan hafi farið sköruglega af stað, og illa hittu skeyti flf: þeirra í mark. 1 efri deild flutti Björn Jóns- son (K) frumvarp sitt um afnám söluskatts, og í neðri deild sá |ÍI Þórarinn Þórarinsson (F) á- stæðu til að bera enn af sér og flokki sínum kommúnistastimp- III ilinn, og nú undir liðnum „Áætl unarráð ríkisins". Einhverjar á- Ihyggjur virðist Þórarinn hafa af j stimplinum þeim, og mikið er til * unnið að afnema hann. En snúum okkur að efri deild 1| fyrst. Björn Jónsson fylgdi eins og fyrr er sagt úr hlaði frum- (varpi sínum um afnám sölu- skatts, en tilgangurinn með þeirri tillögu, segir f greinagerð, er að koma í veg fyrir kjara- ® skerðingu, bæta að nokkru kjör- g| in — Ólafur Björnsson ve ** fyr- ir svörum. Benti hann á þann | aðalgalla frumvarps Björns, að ef það yrði samþykkt, þá kæmi enginn tekjulind f stað sölu- skattsins, tekjur ríkisins yrðu um 50—60 milljónum minni og halli yrði á fjárlögum. Að vísu kæmi þá til greina sú leið, sem stjórnarandstæðingar hafa þó ekki bent á, að taka lán í bönk- |“s :i unum og að þeir drægu úr útlán um, en „ekki yrði það til að draga úr dýrtíðinni", sagði Ólaf- Björn Jónsson játaði að ríkis- tekjurnar minnkuðu en hélt því I fram að þær minnkuðu ekki nema sem næmi 25 — 30 milljón um, þar eð sparnaðurinn vegna III lækkunar vísitölunnar af þess- um völdum mundi nema um ■ 30 millj. Lagði hann og til að leggja tolla á aðrar þær vörur sem ekki væru innifaldar í vfsi- tölu. Ólafur Bjömsson leiðrétti « þann augljósa rugling Björns á verðlagi og vísitölu, og benti á, III að þaö gæti verið vafasöm kjara bót fyrir almenning, þótt vfsi- talan ‘lækkaði ef f stað þess yrðu aðeins aðrar vörur hækk- aðar. Hér væri einungis um að ræða skatta á ýmsum vörutegundum og var sú yfirlýsing Bjöms ein út af fyrir sig athyglisverð, „því kommúnistar hafa hingað til Iýst sig andstæða öllum skatta- hækkunum“, sagði Ólafur. Orustan hafin — kommúnistar fylgjandi skatta- hækkun — kaupmáttur launa nú og fyrr — sam- starfsflokkurinn Framsókn — gistihúsahald. Á dagskrá f efri deild var einnig virkjun Sogsins, heimild fyrir rfkisstjórnina að ábyrgjast 65 milljóna króna lán til virkj- unarinnar, sem Ingólfur Jónsson flutti við 1. umræðu. í neðri deild var „Áætlunarráð ríkisins“ á dagskrá, mál sem Einar Olgeirsson flutti fyrr f haust, og enn hefur ekki fengið afgreiðslu í fyrstu umræðu. Þór arinn Þórarinsson, Gylfi Þ. Gíslason og Einar Olgeirsson töl uðu allir þrír, en enginn þó um sjálft áætlunarráðið. Þórarinn var fyrstur og vakti þar upp gamlan draug og nýjan úr Tímanum, samstarfið við kommúnista, þ. e. samstarf ann arra flokka en Framsóknar- flokksins við kommúnista. Fram sóknarmenn hafa hins vegar að sjálfsögðu ætíð haft hina mestu óbeit á „Einari og han^' mönn- u(ti“. Þórarinn vék einnig máli sínu að kjörum verkalýðsins og afskiptum Alþýðuflokksins þar "af. Kvað Þórarinn nú sannað mál að Alþýðuflokksmenn með Gylfa Þ. Gíslason í fararbroddi, væru fylgjandi 11—12 stunda vinnudegi og vitnaði þá til um- mæla Gylfa fyrr á þinginu. Ekki er ástæða til að rekja ræðu Þór- arins frekar, kjarni máls hans var þessi: að framsóknarflokk- urirn. hefði aldrei og mundi aldrei starfa með kommúnistum, en hins vegar væru sterkar taug ar milli Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokks annars vegar og kommúnista hins vegar og ekk- ert væri því til fyrirstöðu að samstarf tækist með þessum að- ilum hvenær sem er. Ennfrem- ur ræddi hann afstöðu Alþýðu- flokksins til verkalýðsins. Gylfi Þ. Gíslason svaraði hér til með nokkrum orðum síðara atriðinu. Ráðherr- ann sagði m. a.: Það er misskiln ingur að Alþýðuflokkurinn sé fylgjandi 11—12 stunda vinnu- degi. Það hafa aldrei verið mín orð. Það eina sem ég hef gert, hefur verið að bera saman kjör verkamanna nú, og 1958. Bera saman kaupmátt tekna þeirra nú og þá. 1958 var mikil atvinna í landinu, engu minni en nú. Gera má því fastlega ráð fyrir að jafn mikið hafi verið unnið á báðum árunum. Atvinnuleysi aftraði a. m. k. ekki að menn gætu aflað tekna. Við slíkan samanburð hefur sú staðreynd orðið ljós að kaupmáttur launa hefur aukizt um 10%. Hvort vinnudagur eigi að styttast er svo annað mál. Aldrei hefur heldur verið borið á móti þvl* að tekjuupphæðir þær sem stuðzt er við, séu ekki fengnar á lengri tíma en 8 stund um. Aðalatriðið er, að tekjuupp hæðir þær sem notaðar eru frá 1958, eru einnig fengnar á jafn- löngum vinnudegi. Og það atriði er hægt að fullyrða. Einar Olgeirsson talaði síðast ur í þessu máli, og helgaði Fram sóknarflokknum ræðu sína. Ein- ar reyndi að bregða ljósi á tví- skinnungshátt þann er Fram- sóknarflokkurinn hefur einkennt allt frá stofnun þess flokks. Vegna afneitunar Þórarins, virt- ist Einar hafa hina mestu á- nægju af, að útmála ágæti Fram sóknar í núverandi stjórnarand- stöðu æ ofan I æ, og viðhafði setningar eins og „við sósialist- ar, njótum góðs af því, hversu Framsóknarflokkurinn er nú mjög til vinstri og. róttækur í stjórnarandstöðunni". „Fram- sóknarflokkurinn er ;hú, róttæk- ur og góður og það ér indælt að starfa með honum. Allt frá 1924 minnist ég þess ekki, að svo gott .hafi verið að starfa með Framsóknarflokknum', og ,Fram sóknarflokkurinn getur verið af- skaplega góður flokkur, eins og þegar hann stendur með kaup- hækkunum, þegar hann er í stjórnarandstöðu". Fleiri líkar setningar lét Einar sér um munn fara. En hann sagði líka fleira. Hann minnti á hvernig Framsóknarflokkurinn makkaði við aðra þegar honum hentar, hvernig hann stæði gegn kauphækkunum og heimtaði jafnvel kauplækkanir, þegar honum byði svo við að horfa! Einar lauk ekki ræðu sinni, og svo virtist sem hann hefði ærið nóg að tala um við framsókn. Önnur mál á dagskrá voru frumvörp um ráðherraábyrgð og landsdóm sem Bjarni Benedikts son flutti fyrir hönd ríkisstjórn arinnar og frumvarp til laga um veitingastaði og gistihúsa- hald, nefndarálit, sem Benedikt Gröndal flutti. Helztu nýmælin i þeim lögum verða 1) flokkun fyrirtækja, 2) útgáfa leyfa til veitingareksturs verður takmarkaðri, 3) aukið að- hald og hreinlæti hjá slíkum fyrirtækjum og 4) aukið eftirlit með matstofum á vinnustöðum. Sjónarmið veitingarmanna og starfsfólks hafa verið samræmd í þessu lagafrumvarpi. Næsti fundur I Alþingi verður á mánudaginn. Teddy Foster og Julie Rolls

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.