Vísir - 04.02.1963, Qupperneq 1
Þegar GuIIfoss kom í gær frá Kaupmannahöfn var mikið hvass-
viðri í Reykjavík og hallaðist skipið mjög, þar sem það Iagðist
að hafnarbakkanum. Sýnir þessi kuldalega mynd frá höfninni það.
29. tbl.
ISINN REKINN
VESTUR FYRIR
Það voru kuldalegar fréttir sem
bárust frá Hornbjargsvita í gær.
Símaði vitavörðurinn þar að sam-
felld ísspöng sæist um hálfa mílu
norðaustur af Hornbjargi og virtist
hún færast nær landi. Skömmu
síðar barst skeyti frá togaranum
Apríl sem var á veiðum 'á líkum
slóðum og sagði í þvf að samfelld
ísbreiða sæist svo langt sem augað
eygði rétt norður af Horni og væri
ísinn að verða landfastur.
Þessar fregnir slógu menn óhug,
gat það verið að ættum ísavor
yfir höfði okkar. En í morgun
fékk blaðið þær fregnir frá vita-
verðinum á Hornbjargi að ísinn
hefði nú borizt vestur fyrir og
væri auður sjór fyrir norðan Horn-
bjarg.
Veður og skyggni hefur verið
svo slæmt á þessum slóðum að
ekkert ískönnunarflug hefur verið
farið, hvorki frá Landhelgisgæzl-
unni né varnarliðinu, en verður
farið strax og skyggni batnar.
í morgun var varðskipið Albert
á siglingu á þessum slóðum til að
kanna ástandið. Hann símaði um
kl. 11 að smáíshrafl væri á sigl-
ingaleið út af Aðalvík, en þétt-
ari ísspöng um 6 sjómílur frá Rit.
Þá var íslaust að sjá fyrir norðan
Straumnes. Virðist þetta bera
saman við skýrslu vitavarðar á
Hornbjargi um að ísinn sé rekinn
vestur fyrir. Albert heldur áfram
siglingu sinni norður fyrir til að
kanna ástandið.
#■■■'" ' " '■■■
204 NÝIR Á AKRANESI
Áskrifendasöfnun Vísis á Akranesi er nú lokið og varð árangur-
inn mjög góður. Alls söfnuðust 204 nýir áskrifendur í hópinn. —
Fastir áskrifendur blaðsins eru nú hátt á þriðja hundrað, en alls
seljast nokkuð á fjórða hundrað eintök af blaðinu þar daglega.
Blaðið kemur á hverju kvöldi til Akraness og verður lögð áherzla
á að það verði komið til allra kaupenda skömmu eftir kvöldmat.
GULLFOSS taföist lít■
segir Kristjdn Aðalsteinsson, skipstj.
Astondið getur orðið verra,
— Við lentum í engum
vandræðum í ísnum í
þetta sinn, en þið meg-
ið hafa það eftir mér, að
ástandið getur orðið
verra, sagði Kristján
Aðalsteinsson skipstjóri
á Gullfossi um síðustu
ferðina til Kaupmanna-
hafnar, gegnum ísinn í
Eyrarsundi.
— Skip með takmarkaðan
vélakraft gátu ekki komizt f
gegn, og ég held ég megi segja,
að Fjallfoss og Helgafellið hafi
lent í lítils háttar vandræðum
og orðið að fá aðstoð ísbrjóta,
en það er varla orð á þessu
gerandi.
— Töfðust þið ekkert?
— Auðvitað dró lítillega úr
ferðinni, kannski um eina mílu
eða tvær, maður var hræddur
við að keyra á fullu á hörðustu
spangirnar á leiðinni milli Skaga
og Kaupmannahafnar.
— Fóruð þið ekkert úrleiðis?
— Það var ósköp lítið. Ekki
var talið ráðlegt þegar farið var
frá Hamborg að sigla leiðina um
Kielarskurð, heldur farið út í
Norðursjó frá Hamborg og siglt
með Jótlandsströnd og inn í
Kattegat að norðanverðu, fram
hjá Skagen og jíaðan inn til
Kaupmannahafnar. Svo fórum
við líka sömu leið til baka og
áður.
— Hvers konar ís er þetta?
— Lagís, 6—10 þumlunga
þykkur, sem frýs þarna vegna
þess hve vatnið er ferskt. Vest
anáttin með hlýjum sjó úr Norð
ursjó mundi ryðja ísnum burt.
Framhald á bls. 5.
Kristján Aðalsteinsson, skip-
stjóri, Ieyfir fréttamanni og ljós-
myndara Vísis að heyra ísfrétt-
ir af segulbandi. (Ljósm. Visis,
I. M.).
Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði var í gær að leita að týndum pilti. Þessi mynd var tekin af
leitinni rétt hjá Helsuverndarstöðinni, þar sem sporhundurinn Nonni var notaður.