Vísir - 04.02.1963, Síða 5

Vísir - 04.02.1963, Síða 5
V í SIR . Mánudagur 4. febrúar 1963. 5 DRUKKINNIOFSAAKSTRI Lögreglan elti í fyrrinótt upp ökumann, sem ók á ofsalegum hraða um ýmsar götur Reykjavík- ur, einkum þó vítt og breitt um Langholtshverfi. Þar kom þó að lögreglunni tókst að króa bílinn af og handsama ökumanninn. Kom við nánari at- hugun í ljós að ökumaðurinn hafði ærna ástæðu til að forðast afskipti lögreglunnar því það var ekki ein- ungis að hann var drukkinn við stýrið heldur hafði hann tekið far- artækið í heimildarleysi, en það KULDAST.SVÉL KARLA og KVENNA L4 MARGAR GERÐIR LÁRUS G. LUDVIGSSON SKÓV. BANKASTRÆTI 5 1 Hekla — Framhald af bls. 16. stjóri Caterpillar í Evrópu, lögðu báðir á það áþerzlu, að þau verk- stæði og sú þjónusta, sem komin væri á laggirhar með hinni nýju byggingu jafnaðist fyllilega á við beztu þjónustu í Þýzkalandi og reyndar hvar sem væri í Evrópu. Kváðu þeir það gleðja sig að koma hingað í heimsókn á þessum tíma- mótum í sögu fyrirtækisins Heklu, en þeim væri Sigfús forstjóri þess að góðu kunnur fyrir afburða dugnað, framsýni og reglusemi í öllum þeim viðskiptum sem þessi tvö heimsfirmu hefðu átt við hann á liðnum árum. Mr. Richter, útflutningsstjóri Land-Rover tók mjög í sama streng, og kvað íslandsumboðið vera með þeim umboðum firma síns, sem í fremstu röð væri bæði hvað varðaði sölu og alla þjón- ustu. Að ræðunum loknum bauð Sig- fús Bjarnason gestum að skoða hina veglegu byggingu, bæði skrif stofuhúsnáeði og verkstæðin. Gullfoss — Framhald af bls. 1. — Er útlit fyrir versnandi ástand? — Það er 'hugsanlegt. Kuld- inn er mikill og ísinn getur skrúfazt upp og myndað garða, sem verða of sterkir fyrir skip- in. Við höfum ekki lengi lent í slíku, en ég man eftir því á gamla Gullfossi, þegar við vor- um fastir fjóra dagá í ísnum og mesta mildi að skipið varð ekki til þarna í ísnum. Bruninn — Framhald af bls. 16. færageymsla og gripahús eru áföst bæjarhúsinu og tókst að verja þessi útihús. Hjónin sem bjuggu í rishæðinni urðu fyrir miklu tjóni og eins brann þar skrifstofa sandgræðslu stjóra. Hann var staddur hér í Reykjavík er þetta gerðist og sagði í viðtali við Vísi í morgun, að tek izt hefði að bjarga miklu af skjöl um hans undan eldinum og hefði lítið brunnið af skjölum og bók- um en mikið sviðnað og skemmzt. Eldur í timbri í gærmorgun urðu talsverðar brunaskemmdir á timbri í timbur- verkstæði í Mjölnisholti 10. Klukkan langt gengin 11 urðu menn varir að kviknað hafði í verkstæðinu sem er til húsa í lítilli skúrbyggingu. Talið er að kvikn- að hafi í út frá olíukyndingu sem er undir glugga á suðurhlið. Innilegt hjartans þakklæti viljum við flytja ykkur öll- um, sem sýnduð okkur samúð í orði og verki við hið svip- lega fráfall KRISTINS EYFJÖRÐ VALDEMARSSONAR. Þökk fyrir allar minningargjafirnar, blómin, skeytin, handtök og hlýjan hug. Sérstaklega óskum við eftir að mega færa söngfólki K.F.U.M. og K. beztu þakkir fyrir fagran söng við útför hans. Bryndís Helgadóttir, Ingveldur Valdemarsdóttir, og aðrir vandamenn. Filippía Kristjánsdóttir, Helgi Valdemarsson var í eign fyrirtækis þess sem mað- urinn vinnur hjá. Lögreglan tók um helgina þrjá aðra ölvaða ökumenn við akstur og auk þess var einn réttindalaus piltur tekinn á hjálparbifhjóli. Týndist — Framhald af bls. 1. koma út af kvikmynda- húsi í Hafnarfirði í gær- kvöldi. Pilturinn hafði þennan tíma farið víða, m.a. með Akraborg upp í Borgarnes og aftur til baka. Á sunnudagsmorgun var Hjálparsveit skáta fengin til að hefja leit og kom hún með spor- hundinn Nonna á stað við Laugaveg þar sem vitað var að pilturinn hafði komið, rakti hundurinn slóð hans suður í Fossvog þar sem hann munhafa verið á ferð. Síðan rakti hund- urinn slóð upp í Selási að hlöðu, sem þar er, en þar neitar piltur- inn hins vegar að hafa komið. Það kom í Ijós, að í þessari útivist hafði hinn týndi piltur skipt um föt. Fundust hin gömlij föt hans og í þeim bíómiði að Kópavogsbíó. Auk þess greindu kunningjar hans frá því að þeir hefðu séð hann á ferli í Reykja vík og nágrenni á sunnudaginn. Þar sem útséð var um það að sporhundurinn gæti ekki rakið slóð piltsins, sennilega af því að hann hafði ferðazt £ bifreið- um, ráðlagði Ingólfur Þorsteins son yfirvarðstjóri skátunum að setja vörð við öll kvikmynda- hús í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Þau ráð komu að góðu haldi, því að skátarnir fundu hann þegar hann vai*' að '•kbmaiMiaPÍ-sýhlhgu T Hafnar- firði. Þá hafði hanri áður um daginn verið bæði'á 3-sýningu og 5-sýningu á kvikmyndahús- um. Það er eftirtektarvert, hve Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði vinnur nú hvað eftir annað á- gætisstarf við leit að týndum mönnum. Ber henni sérstakt lof fyrir skipulagt og vel unnið starf í gær. Nú um helgina var haldiri æskulýðsguðsþjónusta í Neskirkju og var hún mjög fjölmenn, hvert sætí skipað. Þar gerðist það, sem fátítt er, að kona steig i stólinn og prédikaði. Var þessi mynd tekin af frú Hrefnu Tynes í prédikunarstólnum. Blindhríð og Hk- stætt á Akureyrí Akureyri í morgun. Snemma í gærmorgun brast skyndilega á með stórhríð af norð- austri á Akureyri, sem kom öllum mjög á óvart, því að dagana áður var blíðuveður, logn og stillur, en nokkurt frost. Hríðin skall á á sjötta tímanum með allmikilli snjókoriiu og nær ó- stæðu roki. Þetta veður hélzt fram undir hádegi en tók þá að lægja, en gekk úr því á með éljagangi það sem eftir var dagsins. í þessum veðurofsa urðu nokkr- ar rafmagnstruflanir semmunuhafa orsakazt af samslætti á línum, en ollu þó ekki varanlegu rafmagns- leysi í bænum. Á Akureyri og nágrenni er ekki mikiil snjór kominn, enda stóð hríðin tiltölulega skamma stund. Hins vegar er taiið að þæfings- ófærð sé komin á heiðarnar, bæði að austan og vestan, samt er bú- izt við að þær muni vera ennþá færar stórum og kraftmiklum bíl- um. Fréttir hafa engar borizt af heiðunum í morgun, en f gær komust nokkrir bílar yfir þær, aðr- ir sneru við, þó meir sökum veð- urofsa og hríðar heldur en vegna ófærðar. í morgun var úrkomulaust á Akureyri, en kuldalegt mjög með norðannepju og 11 stiga frosti. Enda þótt illstætt hafi verið í rokinu í gærmorgun, er ekki vitað til að neitt tjón hafi hlotizt af því. I , .‘v í v ‘4 m i FRÚIN KVENNABLAÐ 1. tbl. 2. árgangs er komið út. — Blaðið er mjög fjöl- breytt og vandað. — Vin- sældir „FRÚARINNAR" hafa orðið slíkar, að al- gjört einsdæmi má telja, af nýju blaði, á jafn- skömmum tíma. — Blaðið er 54 síður — í stóru broti og kostar kr. 25.00 í lausa- sölu, en aðeins fimmtán krónur í áskrift. Áskrift- arsímar eru 15392 og 14003. Afgreiðsla Grund- arstíg 11, Reykjavík, sími 15392. ,FRÚIN“ er íslenzk, /önduð, fróðleg og skemmtileg.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.