Vísir - 04.02.1963, Page 16
Mánudagur 4. febrúar 1963.
1 fyrrakvöld var farið inn í
mannlausa og ólæsta íbúð við
Leifsgötu og stolið þaðan um 4
þús. kr. í peningum ásamt fleiri
verðmætum.
Fólkið í íbúðinni hafði brugðið
sér skamma stund i burt, en láðist
að læsa íbúðinni á meðan.
Borholan við Undraland:
10 sekúudulltrar
í morgun urðu menn varir við
að talsverðan gufumökk lagði upp
úr borholunni við Undraland, hef-
ir nú komið i ljós að borun þar er
lokið með ágætum árangri, eða um
10 lítrar per sek. Holan er 650 m
á dýpt.
Næst verður borað f Sigtúni, og
verður sú hola lfklega nokkuð
dýpri, að því er Gunnar Böðvars-
son verkfræðingur, tjáði blaðinu.
Mesta magn sem náðst hefur úr
bolholu er 100 lítrar per sek, og
var það fyrir austan fjall. Bezti
fjárhagslegur árangur er hins
vegar 30—35 lítrar per sek, en
það var f Reykjavik sjálfri, svo að
ekki þurfti að leggja út í umfangs-
miklar og dýrar röralagningar.
Áður en borun hefst eru jafnan
gerðar margþættar mælingar, til
þess að finna heppilegasta staðinn.
Reynast þessar mælingar í flestum
tilfellum réttar.
Tuttugu og fimm manna sér
þjálfaður hópur vinnur vakta-
vinnu við borinn.
Á mörkum lífs og dauða
Afíeiðing ölvunaraksturs
Myndin hér fyrir ofan sýnir
afleiðingu af ölvunarakstri á
götum Reykjavíkur. Var það
mildi að ekki skyldi verða stór-
slys af þessum árekstri þar sem
drukkinn maður var við stýrið.
Þetta gerðist fyrir tveimur til
þremur árum. Ölvaður maður
ók bifreiðinni aftan á kyrrstæða
bifreið á einni af götum borg-
arinnar. Þrir félagar, sem voru
í bifreiðinni, slösuðust, þar af
einn alvarlega.
Við rannsókn málsins kom í
ljós, að tveir félagar hans höfðu
einnig ekið bifreiðinni fyrr um
kvöldið, einnig undir áfengis-
áhrifum. Ökumaðurinn, sem
slysinu olli, flýði af slysstaðn-
um og skildi félaga sína eftir
slasaða í bílflakinu.
Það má geta nærri hvílíka
hættu þessi ölvunarakstur skap
aði vegfarendum og bifreiðar-
stjóri kyrrstæða bílsins slapp
þarna naumlega við stórslys,
þar sem hann hafði nokkrum
augnablikum áður staðið við
bifreið sína, verið að reyna að
koma henni í gang.
Hné niður
Á laugard. hné maður niðurfyrir
utan húsdyr sínar á homi Lauga-
vegs og Vatnsstígs og var þegar
örendur.
Maður þessi var kunnur borgari
í Reykjavik, Mekkino Björnsson,
kaupmaður, Laugavegi 33. Talið er
að hjartaslag hafi orðið honum að
bana er hann var að koma út úr
húsinu kl. langt gengin sex. Mekk-
ino heitinn var 62 ára gamall.
Mest öll síldia
fer nú í bræðslu
Nærri öll síld, sem veiðzt
tiefur undangengna 2—3
sólarhringa á austurmið-
unum, hefur farið í bræðslu
smæðar vegna og veiði lok
ið, í bili að minnsta kosti,
veðurs vegna.
Vísir hefur frétt, að af 18.000
lestum síldar, sem bátar komu með
til Vestmannaeyja f fyrradag, hafi
aðeins 3000 farið í togara, -— allt
hitt var svo smátt, að það var sett
í bræðslu, og af 10.000 lestum, sem
bárust í gær, fór allt í bræðslu
vegna smæðar.
Búið var að setja nærri 200 lest-
ir í Úranus f gær, en hann tekur
síld til útflutnings í Eyjum.
Bátarnir, sem voru á miðunum,
er ofviðrið skall á, munu hafa ver-
ið um 10 talsins, og lágu 7 þeirra
undir Alviðruhömrum í nótt og 3
innarlega í bugtinni. í morgun voru
bátarnir að hreyfa sig til heimferð-
ar. — Aftaka veður skall á í gær
og komst vindhraðinn upp í 12 stig
1 Vestmannaeyjum.
Nýbygging HEKLU opnuð
Umboð og þjónusta
á heimsmælikvarða
Á laugardaginn voru hin nýju og
gleesilegu húsakynni heildverzlun-
arinnar Heklu við Laugaveg opn-
Kona og barn bjargast út
úr brennandi búsi
í fyrramorgun brann efri hæð
fbúðarhúss Páls Sveinssonar sand-
græðslustjóra í Gunnarsholti á
Rangárvöllum, en í Gunnarsholti er
tvílyft stelnhús með tveimur burst
um. Rlshæðin brann, en þar var
skrifstofa sandgræðslustjóra og í-
búð hjónanna Sigurðar Sveinbjörns
sonar, starfsmanns, og Sigríðar
Jónsdóttur, sem svaf þar ásamt 2ja
ára barni þeirra hjóna þegar elds-
ins varð fyrst vart um kl. hálf níu
Stjórn^ólanómskeið Heim-
dallar hefst annað kvöld
Stjórnmálanámskeið Heimdall
ar hefst annað kvöld kl. 20,30 í
Valhöll, með fyrirlestri Birgis
Kjaran alþingismanns, um ís-
lenzk stjórnmál árin 1918—
1944. Verður námskeiðið siðan
reglulega 8 næstu þriðjudags-
kvöld og verður fjallað um eft-
irfarandi, auk fyrr greinds efn-
is: Islenzk stjórnmál 1944—
1956, vinstri stjómina, verk
hennar og stöðu í fslenzkri
stjórnmálasögu, viðreisnar-
stjórnin og efnahagsmálastefnu
hennar, íslenzka atvinnuvegi,
nýja möguleika og framtíð
þeirra, framkvæmdaáætlun rik-
isstjórnarinnar, stjórnarand-
stöðu framsóknar og kommún-
ista, og Ioks rætt um spurn-
inguna: Hvað er framundan í
íslenzkum stjórnmálum?
Þátttakcndur eru beðnir að
skrá sig til þátttöku í dag og
á morgun í símum 18192 og
17102.
I á Iaugardagsmorguninn. Bóndi
j hennar hafði farið á fætur kl. 8
1 og gengið til húss vistmanna í
| Gunnarsholti og einskis orðið var
áður en hann fór að heiman. En
! hálftíma seinna vaknar kona
hans við það að mikili eldur er í
svefnherberginu og hafði auðsjáan-
lega kviknað í út frá rafmagns-
slökkvara við dyrnar.
Konan komst þó út um dyrnar
með barn sitt og sluppu bæði ó-
brennd. Konan símaði þegar til
manns síns út í hús vistmanna,
sem áður var nefnt og var þegar
í stað kallað á slökkviliðið frá
Hellu og Selfossi. Slökkviliðið á
Hellu kom mjög skjótlega til hjálp
ar, enda er miklu skemmra þangað
en á Selfoss, og hafði svo að segja
ráðið niðurlögum eldsins er
slökkviliðið kom frá Selfossi. Það
auðveldaði mjög slökkvistarfið að
brunaslöngurnar náðu út í læk of-
an við bæinn og var unnt að dæla
þaðan vatni viðstöðulaust.
Efri hæð hússins gereyðilagðist
í eldinum, brann allt sem brunnið
gat, og miklar skemmdir urðu á
neðri hæðinni af vatni sem nota
þurfti við slökkvistarfið. Verk-
Framhald á bls. 5.
uð, en frá þeim var itarlega skýrt
hér í Vísi á Iaugardaginn.
Við þetta tækifæri bauð forstjóri
Heklu og eigandi, Sigfús Bjarna-
son, starfsfólki fyrirtækisins og
dótturfyrirtækjanna til fagnaðar í
hinum nýju húsakynnum, auk
fjölda gesta. Meðal þeirra voru ráð
herrar, borgarstjóri, bankastjórar,
embættismenn og fjölmargir for-
ystumenn í verzlunar- og atvinnu-
lífi borgarinnar. Voru þar alls sam
an komin um 400 manns.
Sigfús Bjarnason bauð gestina
velkomna og rakti í stórum drátt-
um sögu fyrirtækisins og bygging-
arsögu hins glæsilega, nýja húss.
Gat hann þess, að fyrirtækið hefði
á síðasta ári selt um 1200 farar-
tæki og sézt af þeirri háu tölu,
hver vöxtur og viðgangur þess er.
Þá héldu stuttar ræður hinir er-
lendu gestir. Von Felsen frá Dresd
ner Bank í Hamborg gat þess að
banka sínum hefði verið ánægja að
lána fé til þessa fyriríækis, sem
væri í slíkum blóma og taldi bank
inn, að hér væri um viturlega f jár-
festingu að ræða, en hann lánaði
um 8 millj. ísl. króna fyrir milli-
göngu Volkswagen í Þýzkalandi.
Þeir Schneider, umdæmisstjóri
Volkswagen, og von Seeger, sölu-
Framh. S h't 5
Frá fagnaði Heklu á laugardag. Geir Hallgrímsson borgarstj. t. v. Hörð-
ur Helgason, form. varnarmálanefndar, og Ragnar Karlsson læknir.
1