Vísir - 11.02.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 11.02.1963, Blaðsíða 4
4 VÍSIR . Mánudagur 11. febrúar 1963. 25 MHUÓNim KRÓNA VARIÐ 771 Meira var unnið á ár- unum sem leið að rann- sóknum til undirbúnings vatnsaflsvirkjunum á landinu heldur en nokkru sinni áður, og mun láta nærri að til þess hafi verið varið ná- lægt 25 millj. króna. Rannsóknir þessar voru unn- ar á vegum raforkumálastjórn- arinnar, en langmest í sam- bandi við fyrirhugaða virkjun Þjórsár við Búrfell, svo og við Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum. Raforkumálastjóri, Jakob Gíslason, hefur tjáð Vísi að heildarkostnaðurinn af þessum virkjunarrannsóknum muni nema nálægt 25 millj. kr. eins og að framan segir, en um end- anlegt uppgjör er þó ekki að ræða. Kostnaðurinn við jarð- fræðirannsóknirnar einar, þar ætlun um 60 þúsund kílówatta virkjun vegna almenningsnotk- unar einvörðungu, án stóriðju. Rannsóknirnar voru einkum jarðfræðilegs eðlis, enda er jarðlagaskipun á virkjunar- svæðinu mjög flókin, Liggur hún nú orðið Ijós fyrir, eftir þessar rannsóknir. Sprengd voru 250 m löng jarðgöng í rannsókriarskyni, og boraðar alls 72 holur í bergi, samtals 3.600 m á dýpt, og rúmlega 100 holur í lausum jarðefnum á yfirborði, samtals 1.400 m á dýpt. í bergholurnar var dælt vatni undir þrýstingi til að prófa hvel vel bergið er vatns- helt og einnig var sett í þær litarefni til þess að rannsaka rennslið í berginu. Auk jarðfræðirannsóknanna má nefna landmælingar og kortagerð af virkjunarsvæðinu, mælingar á árfarvegi Þjórsár, leit að byggingarefnum og rannsóknir á þeim, athuganir á vega- og brúarstæðum og fleira. I. undirbúningi er að fylgjast nákvæmlega með ísa- Höggbor, sem raf- orkumálastjómin not- ar við jarðvegsrann- sóknir á fyrirhuguð- um virkjunarstöðvum. Þarna er verið að bora á bökkum Brúarár í Árnessýslu. YFIRLITSKORT. Af öðrum rannsóknum á Suð vesturlandi má nefna að á ár- inu var að mestu lokið við mæl ingar vegna yfirlitsskorta af virkjunarsvæðum kringum Þjórsá og Hvítá. Haldið var á- fram yfirlitsjarðfræðirannsókn- um á vatnasvæði Hvítár. Eru slíkar yfirlitsrannsóknir nauð- synlegur undanfari borana. Einnig var unnið að yfirlits- jarðfræðirannsókn á svæðinu kringum Þjórsá við Norðlinga- öldu og í Þjórsárverum, en þar er hugsanlegt að gera mjög stóra vatnsuppistöður í Þjórsá. Gerðar voru athuganir við Vörðufell á Skeiðum, vegna hugsanlegrar dælistöðvar þar en við slíka stöð yrði vatni dælt úr Hvítá upp í Vörðufells- vatn, þegar afgangsorka er fyrir hendi og notað síðar þeg- ar þörf krefur. Ennfremur voru gerðar jarðvegsathuganir á Skeiðum vegna virkjana neð- arlega í Þjórsá og Hvítá og möguleika á því, að veita ann- arri hvorri ánni í hina. Loks var gerð frumáætlun um virkj- un úr Hvalvatni niður 1 Botns- dal og yfirlitsrannsókn á jarð- fræði svæðisins kringum vatn- ið. Til viðbótar þessu var að sjálfsögðu starfað að vatna- mælingum á Suðvesturlandi á þessu ári eins og að undan- förnu, en vatnamælingastarf- semin er með svipuðum hætti frá ári til árs, og því lítið frétt- næmt frá síðasta ári sérstaklega Vatnamælingar eru þó með allra þýðingarmestu liðum virkjunarrannsóknanna. VIÐ BÚRFELL er verið að gera áætlun um 180 þús. kílowatta virkjun með aluminiumvinnslu fyrir augum, en einnig hefur verið gerð á- með taldir boranir og rann- sóknargöng, nemur um 8 millj. kr. eða allt að þriðjungi heild- arkostnaðar við rannsóknirnar. Auk starfsliðs raforkumála- stjórnarinnar unnu eftirtaldir aðilar að þessum rannsóknum: Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen, Almenna bygg- ingafélagið h.f., Verklegar fram kvæmdir h.f. og loks banda- ríska verkfræðifirmað: Harza Engineering Company Inter- national f Chicago. í þessu sambandi er vert að geta þess að á árinu sem leið var að tilhlutan raforkumála- stjórnarinnar gerð ný áætlun um heildarvatnsafl íslands. Gerði Sigurður Thoroddsen verkfræðingur þessa áætlun, en samkvæmt henni er tæknilega virkjanlegt vatnsafl íslands tal- ið vera 35.000 milljónir kwh I meðalári, 31.000 milljón í þurrkatíð. Orkuvinnsla núver- andi vatnsaflsstöðva er hins vegar aðeins í kringum 600 milljónir kwh eða rúmlega 1/60 hluti þeirrar vatnsorku, sem íslendingar geta framleitt. Að því er Jakob Gíslason raf- orkumálastjóri sagði Vlsi var mjög mikið unnið að rannsókn um til undirbúnings vatnsafls virkjunum einmitt hér á Suð- vesturlandi, en einkum þó við Búrfell. Fara hér á eftir þær uplýsingar, sem raforkumála- stjóri lét blaðinu í té: lögum Þjórsár við Búrfell með daglegum athugunum nú í vet- ur. VIÐ ÞÓRISVATN fóru einnig fram jarðboranir sl. sumar, sem liður í athugun- um á miðlunarmöguleikum þar 1 sambandi við Búrfellsvirkjun- ina. Voru boraðar 7 holur f bergi, samtals um 70 m á dýpt og í kringum 30 holur í yfirborðsjarðlögum, samtals um 400 m á dýpt. Þá hafa verið gerðar áætlan- ir um virkjun Brúarár á kafl- anum kringum Brúarfoss. Þar er hugsanlegt að gera nokkrar vatnsaflsstöðvar og er hin stærsta þeirra um 20 þúsund kw. Er hér um virkjanir til al- menningsþarfa eingöngu að. ræða. Á þessum slóðum v'ar á síðasta ári lokið við boranir, sem byrjað var á árið áður. Samanlögð dýpt þeirra hola, er boraðar voru 1962, er í kring- um 150 metrar. við Sog. Nýtízku orkuver. írafossstöðin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.