Vísir - 11.02.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 11.02.1963, Blaðsíða 15
75 VÍSIR . Mánudagur 11. febrúar 1963. Þökk, hérna við arininn, ef ég má. Og svo getum við rabb- að saman. Einn vina minna hefir : sagt mér, að yður liggi eitthvað ■ mikilvægt á hjarta, sem þér vilj- ! ið við mig ræða. Hann sagði mér líka, að þér væruð mjög fögúr , kona. Það vissi ég raunar áður. Þegar maðurinn yðar var her- málaráðherra var oft talað um hina aðdáaniega fögru frú Berthi er. En mér hefir ekki fyrr veizt sá heiður . . . Karólína var þögul dálitla stund. Svo sagði hún: — Einn vina minna, skyldur mér, hefir verið handtekinn . . . ég veit annars ekki hvers vegna ég er að færa þeta í t„i við yður. Það, sem ég ætlaði að tala um er skrín . . . — Skrín? — Já. Karólína vissi í rauninni ekki hvað segja skyldi eða gera. Hún var helzt á því, að hætta við í að fara þessa leið, og reyna eitt- ! hvað annað til þess að koma því [ til leiðar, að Gaston væri sleppt j úr haldi. ]; — Þetta er kannske ekki svo i>áríðandi, sagði hún lágt, við gæt i um talað um það seinna, ekki í ! nótt . . . : — Seinna? \ — Já. Fyrst þér eruð nú hingað : kominn ... s — Við skulum ræða um þetta ' í fullri alvöru, kvenborgari. Lát- ið yður ekki detta í hug, að ég fari í heimsókn að næturlagi til konu, af tilhugsun um eitthvert 1 ævintýri framundan. Það hafa fleiri en þér reynt að lokka mig til slíks með því að gefa í skyn, að þær vissu eitthvert leyndarmál... — En ef nú í raun og veru væri um mikilvægt leyndarmál að ræða, sem ég veit um, svar- aði hún brosandi og undraðist ró sjálfrar sín, — leyndarmál, sem — ef ég gerði uppskátt um það afhjúpaði bæði yður og Josefínu Beauharnais sem er- indreka konungssinna? Hvað haldið þér, að franska þjóðin — hver haldið þér að viðbrögð hennar myndu verða ef ég legði fram sannanir fyrir því að það voruð þér sem berið ábyrgð á flótta Lúðvíks 17. — Nú það var þá þetta. Þá get ég víst farið þegar í stað. Hann stóð upp en Karolína hristi höfuðið. — Það held ég að þér ættuð ekki að gera. Þér vitið að flótt inn átti sér stað. Skrínið sem ég tala um var kallað „skrínið með tvöföldu liljunni", og í því er plagg undirritað af Josefínu de Beauharnais og ýmsum öðrum, sem þér þekkið. — Nei, ég veit ekki um það, en ég fæ nánari vitneskju um þetta/ — Jæja, ég hefi þetta skrín höndum. Ef ég nota mér þessa vitneskju mundi illa fara fyrir öllum, sem voru svo ógætin að skrifa undir skjalið. — Áður en þér kallið okkur ógætin ættuð þér að hugleiða við hvaða aðstæður . . . Karólína rak upp hlátur. — Þér verjið yður! Ef ég hefði þurft á játningu að halda tel ég hana fengna. — Þér eruð ekki neinn græn- ingi, sagði hann brosandi, og það er blá,tt áfram skemmtilegt að tala við yður. Jæja. Við skulum gera okkur í hugarlund - gera okkur í hugarlund, segi ég — að ég viðurkenni að hafa vitað um ránið eða flóttann, og samþykkt þessar aðgerðir, og — að þér hafið ósvikið skilríki í höndum. Hvaða tillögur hefð uð þér þá fram að bera? Það var andartaks þögn og svo hélt Fouché áfram: — Að sjálfsögðu hafið þér ein hverjar tillögur fram að bera? Ella hefðuð þér komið því fyrir kattarnef í stað þess að reyna að ná tali af mér, manni, sem hefir mikilvægu hlutverki að gegna og er önnum kafinn, til þess að segja mér frá, að þetta skjal sé til. Þetta er sem sé dálítið áhættusamt — og ég er ekki viss um, að þér gerið yður grein fyrir því. Ég vildi sannast að segja ekki vera í yðar spor- um nú — þessa stundina. Hann rak upp kuldalegan hlát ur, en hann breytti skyndilega um svip, gerðist næstum blíðleg ur og hátíðlegur og neri saman höndum. — Verið óhræddar. Ég hefi bara gaman af að hræða yður dálítið. Ég er kannske ekki eins mikill harðjaxl og menn segja. Segið mér hver tilgangur yðar er. Hvað heitar hann til dæmis þessi frændi yðar, sem var hand tekinn? Mér gæti dottið í hug, að gera eitthvað fyrir hann. Það er svo hætt við að fangar verði þunglyndir og þá veit maður aldrei hvað þeim getur dottið í hug að gera. Einn góðan veður dag þegar fangavörðurinn kem ur í klefann, eru þeir kannske búnir að hengja sig. Gætuð þér gert yður í hugalund ef slíkt og annað eins kæmi fyrir hann frænda yðar, eða var það kannske mágur yðar? Pg hann heitir kannske de Salanches. Hann á annars kannske að koma frá Lyon til La Force á morgun. Hann tók upp neftóbaksdós- irnar sínar. — Hugleiðið ef hann tæki nú upp á því að reyna að flýja meðan á ferðinni stendur. Slíkt og annað eins getur gerzt. Vagn inn kemur í fangelsið með fanga, sem lögreglan hefur neyðzt til að skjóta. Eg veit ekki hvernig á því stendur, en það er eins og það leggist í mig, að eitthvað hræðilegt muni 4J. Hve mörg kamcldýr kostar svona kona hér i landi - •? •íafglit Nýjar skraut og rafmagsnvörur daglega. Hafnarstræti 15 Sími 12329 ÍBÚÐIR önnumst kaup og sölu á hvers konar fasteignum. Höfum kaup- endur að fokheldu raðhúsi, 2ja, 3ja og 4 herbergja íbúðum. Mjög mikil útborgun. Fasteignasalan gSWreffijffliSry ^ * H Tjarnargötu 14. Sími 23-987. Ódýr vinnuföt PERMA, Garðsenda 21, sími 33968 Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætismeg in. Sími 14662. Hárgreiðslustofan , HAtONI 6, sími 15493. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11, sími 24616. Hárgreiðslustofan S ÓLEY Sólvallagötu 72, Sími 14853. Hárgreiðslustofan PIROLA Grettisgötu 31, sími 14787. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, Sími 19218. Hárgreiðslustofa SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Freyjugötu 1, sími 15799. Hárgreiðslustofa KRISTÍNAR INGIMUNDAR- DÓTTUR, Kirkjuhvoli, sími 15194 Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) • Laugavegi 13, sími 14656. Nuddstofa á sama stað. 'THEfcEFOKe, IT IS ONuV JUST THAT A LIOM K.ILL 'ÝOUÍ" SCKEAWEF JAF’A VEHEWEHTLV. "TOWOKKOVV VOU 7IE UNÞEE. THE FANSS 0F SASOk! WHITE t\EN HA7 5EEN TmUGHT A LESSON ' SA17 JAPA/THATTHEV WOULF LEAVE LIONS ALONE—Æ *5UT MV WAR.KIOKS ■ ZBFORT THAT THEY SAW VOU KILL ONE OF OUK SACKEI7 ANIMALSl'' „Eg hélt að hvítu mennirnir myndu nú láta Ijósin í friði, en heilögu Ijónum. Þess vegna er morgun muntu láta lífið í viður- heíðu látið sér þetta að kenn- varðmenn mínir segja að þeir ekki nema réttlátt að ljónin eign við Sabor“. ingu verða,“ sagði Japa, „og hafi séð þið drepa eitt af hinum drepi Þig“, öskraði Japa. „Á SELJUM í DAG: Ford ’58 original, VW ’62 og ’63. - Einnig ýmsar fleiri teg. bif- reiða. VANTAR: Nýlegan Caravan eða Taunus í skiptum fyr- ir Caravan ’56. RAUÐA.RÁ SKÚLAGATA 55 — SÍMI1581S

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.