Vísir - 13.02.1963, Qupperneq 8
8
-------------------------------—v
V í S IR . Miðvikudagur 13. febrúar 1963.
VÍSIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á má nuði.
1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Rannsóknarstofnun
atvinnuveganna
Ríkisstjórnin hefur enn borið fram á þingi frum-
varp um mjög merkilegt og nauðsynlegt málefni. Er
það frumvarp það, sem fram kom sL mánudag og
fjallar um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Er gert
ráð fyrir með frumvarpinu, að málum þessum verði
framvegis gerð enn betri skil en fram að þessu, enda er
það mála sannast, að aldrei mun verða unnið of mikið
starf í þágu alls konar rannsókna fyrir atvinnuvegina.
Unnið hefir verið að margháttuðum undirbúningi
vegna frumvarps þessa um langt árabil, og þar hafa
margir vísindamenn lagt hönd á plóginn. Einn þáttur-
inn í athugunum þessum var ráðstefna sú um raun-
vísindi og skipulag rannsókna á því sviði, sem efnt
var til árið 1961. Þá ráðstefnu sátu svo að segja allir
raunvísindamenn íslendinga, flest ungir menn og vak-
andi um nauðsyn þjóðar sinnar, og mörkuðu þeir að
verulegu leyti þá stefnu, sem farin verður samkvæmt
frumvarpi því, sem nú er fram komið.
Það hefir komið fram æ ofan í æ á undanförnum
árum, að fé er naumast betur varið í almennings þágu
en til rannsókna á ýmsum sviðum. Kemur það raunar
heim við reynslu annarra þjóða í þessum efnum, og
bendir einnig á það, að íslendingar eiga að ganga
lengra í þessu en þeir hafa gert. Það fé, sem varið er
til slíkra rannsókna kemur fyrr eða síðar margfaldlega
aftur, og í þeim efnum nægir til dæmis að benda á
hið mikla hagnýta gildi sem síldarleitin hefir haft í
sambandi við hina nýju síldarvertíð hér við landið
suðvestanvert.
Ört vaxandi þjóð, sem gerir miklar kröfur til lífs-
ins og vill ekki vera eftirbátur annarra og stærri þjóða,
ef þess er nokkur kostur að standa þeim jafnfætis,
hlýtur að vera ósínk á fé til að búa í haginn fyrir
atvinnuvegina og þá, sem við þá starfa. Þess vegna
hlýtur frumvarp þetta að sigla hraðbyri gegnum þing-
ið, og foringjar stjórnarandstöðuflokkanna hafa þegar
tilkynnt, að þeir séu máliu samþykkir í aðalatriðum.
Er því ekkert því til fyrirstöðu, að hægt verði að herða
róðurinn að þessu leyti í komandi árum. Það mun
tryggja batnandi hag þjóðarinnar og gera enn lífvæn-
legra í landinu.
Vakandi áhugi almennings
Varðarfundurinn á mánudaginn, þar sem fjallað
var um ,tæknimenntun og atvinnulífið“, var gott dæmi
um þann áhuga, sem ríkir meðal Sjálfstæðismanna
um nauðsyn aukinnar tæknimenntunar hér á landi.
Þjóð, sem vill ekki dragast aftur úr í atvinnuháttum,
verður að efla hjá sér tæknimenntun eftir megni. Þessi
fundur Varðar verður væntanlega upphaf mikillar
sóknar fyrir stórstígum framförum á því sviði undir
forustu Sjálfstæðisflokksins.
Síminn nð gera Reyk-
víkinga gráhærða
Blessaður skrifaðu
skammagrein um sím-
ann, segir blaðamaður-
inn sem situr á móti mér
með tvö símtól í takinu
og bíður eftir sóninum.
Prentvélarnar bíða ekki
eftir sóninum, tíminn
bíður ekki eftir sóninum
heldur, hanp, Iföui^ems
og örskot miskunnar-
laust.
Ef það væru nú aðeins blaða-
menn sem biðu eftir sóninum og
yrðu gráhærðir þá væri það sök
sér. En það bíða allir Reykvík-
ingar og Kópavogsbúar og Hafn
firðingar, og guð má vita hversu
margir, eftir símasóninum argir
og óþolinmóðir daginn út og dag
inn inn. Allir eru að flýta sér,
— nema slminn hann steinþegir,
enginn sónn að þvi er virðist
heila eilífð. Þetta er bókstaflega
að setja allt úr jafnvægi. Það
kemst allt óhjákvæmilega úr
jafnvægi.
Blaðamaðurinn verzlunarmað-
urinn, skrifstofumaðurinn,
stjórnendur atvinnufyrirtækja,
bókstaflega allir þurfa að nota
síma og menn koma ekki helm-
ingnum í verk af því sem þarf
að koma frá þennan eða hinn
daginn vegna þess hversu mikið
álag er á sfmanum og sónninn
kemur ekki fyrr en eftir dúk og
disk, svo seint að menn eru bún
ir að gleyma I luðu
að hringja loL . hann
kemur.
Verða stjórnendur símans ekki
varir við þetta sjálfir. Þurfa þeir
kannski aldrei að bíða eftir són
inum? Hvað á þetta að ganga
lengi til svona? Langt fram á
næsta sumar er manni sagt og
að allt fari stórum versnandi
fram að þeim tíma. Lengi getur
vont versnað. Hafa ekki afnota-
.gjöldin af símanum verið hækk-
uð nýlega? Það væri. allt í lagi
ef síminn væri í lagi. En það
verður að teljast óþolandi á ör-
fárra ára fresti að símakerfið
komist hönk vegna þess ....
ja, vegna hvers? það ættu stjórn
endur símans að geta upplýst.
,Og jafnvel þótt þeir tilgreini ein
hverjar ástæður þá er engin af-
sökun fyrir þessu fyrirhyggju-
leysi. Síminn á að vera til þess
að spara mönnum tíma og það
er lágmarkskrafa borgaranna að
hann reynist því hlutverki vax-
inn. Nú bíður mikill fjöldi
manna eftir því að fá síma, en
enginn sími er til. Þetta er óþol
andi sleifarlag á öllum þessum
málum sem Iamar allt athafnar-
viðskipta- og félagslíf fólksins.
Hér verður að bæta úr nú þeg-
ar, í stað þess að bíða verður
verður lengur eftir sóninum
með hverjum deginum sem lfð-
BREYTINGAR Á
IÐNLÁNASJÓÐI
Á undanfömum árum hafa
lánamál iðnaðar hér á landi
verið í endurskoðun og hefur
sú athugun borið þann árangur
að borið hefur verið fram
stjórnarfrumvarp á Alþingi, þar
sem lagðar eru til nýjar leiðir
til tekjuöflunar. Verkefnl Iðn-
lánasióðs hefur verið að veita
lán til smærri iðnrekenda, til
kaupa á vélum og áhöldum.
Með hinu nýja frumvarpi er
verksvið sjóðsins víkkaði og er
nú heimilað að lána til bygg-
ingar verksmiðjuhúsa og end-
urskipulagningar iðnfyr-
tækja auk tækja- og vélakaupa.
Aðrar meginbreytingar eru
þær, að Iðnlánasjóður sé sjálf-
stæð stofnun undir yfirumsjón
iðnaðarmálaráðherra. Gert er
ráð fyrir nýjum tekjustofni,
eins og áður hefur verið minnst
á, en hann felst f 0.4% gjaldi
sem innheimtist af iðnaðinum í
landinu og lagt verður á sama
stofn og aðstöðugjald er lagt á.
Sett eru fvllri ákvæði um lán-
tökuheimild sjóðsins og endur-
lán.
Þess má og geta að upphæð
lána er ákveðin allt að 60%
kostnaðarverðs.
Mikil vonbrígði bænda
— vegna afstöðu yfirdýralæknis
I ræðu sinni á Búnaðarþingi nauta hér á landi kæmu að holdanautaræktunin hefði
í fyrrad. vék landbúnaðarmála tU framkv., en málið var sett gefið góða raun.
ráðherra Ingólfur JÓnsscn 1 hans vald va®na °J'ygg,s*'á®' Lögin um holdanautarækt
nokkuð að holdanautamálunum. ,ta ana' Sérstaklega hati voru sett j fyrra að tilhlutan
þetta orð'ð bændum vonbrigði 3únaðarþingS 0g hálf milijón
Sagði hann að bændur hefðu vegna þess að ekki var talin króna veitt á fjáriögum tii þess
orðio fyrir miklum vonbrigð- stafa hætta af framkvæmd * , ... ...*
um, þar sem yfirdýralæknir þessara lc. a heldur miklu a oma J varnars o
hafi ekki getað fallizt á fremur af því sem á eftir kynni ^n nn hvílir málið sem fyrr er
að lögin um ræktun holda- að koma, þegar reynslan sýndi sagt.
EESStiaSEjiBlESííS