Vísir


Vísir - 21.02.1963, Qupperneq 1

Vísir - 21.02.1963, Qupperneq 1
VISIR 53. árg. — Fimmtudagur 21. febrúar 1963. — 44. tbl. Ummæli Eysteins Jónssonar „Ég vil ekki trúa því, að þetta mál liggi að lokum þannig fyrir, að um tvennt verði að ræða fyrir íslendinga; að ganga undir ákvæði í þessum efnum, sem er ómögulegt fyrir litla þjóð að ganga undir, eða hrekjast alveg úr öllum tengslum við þessi lönd. Ég heid þvert á móti, að 238. grein í Rómarsáttmálanum sé sett þar inn til þess að þau lönd þurfi ekki að slitna úr tengslum, sem ekki geta gengið inn á grundvallaratriði Rómarsamningsins. Og ég trúi því að þetta eigi eftir að sýna sig í framkvæmd, ef við bara förum gætilega í þessu máli, flönum ekki að neinu og flýtum okkur ekki of mikið. Eysteinn vildi aukanðild að EBE ★ Fyrir réttu ári taldi Eysteinn Jónsson for- maður Framsóknar- flokksins aukaaðild að Efnahagsbandalaginu, byggða á 238. grein Rómarsamningsins, hentugustu leiðina fyrir íslendinga. Ber meðfylgj andi tilvitnun í ræðu Eysteins þessu órækt vitni. k Þessa ræðu flutti Eysteinn á umræðufundi Frjálsrar menn- ingar 27. janúar 1962. í henni kvaðst Eysteinn neita að trúa því að ekki væru aðrar leiðir til fyrir íslandinga en gangast undir allar skyldur Rómarsamn- ingsins, þ. e. ganga að fullri að- ild eða vera án tengsla við bandalagið. Þriðja leiðin hlyti að vera raunhæf fyrir okkur, sú sem 238. grein samningsins ger ir ráð fyrir. Og sú grein fjallar um aukaaðild ríkja að banda- laginu. ★ Tíminn linnir ekki árásum á ríkisstjórnina fyrir að hafa gert ráð fyrir því að aukaaðild að Efnahagsbandalaginu kæmi til greina, ásamt tollasamnings- Ieiðinni. Segja framsóknarmenn nú að með því að hugleiða auka- aðild að bandalaginu hafi rfkis- stjómin viljað stefna sjálfstæði landsins í hættu og undirgang- ast ýmsar vafasamar skuldbind- ingar varðandi erlent fjármagn og erlent vinnuafl. Eysteinn Jónsson hefur haldið uppi þess- um ásökunum bæði á þingi og í Tímanum. Réttara hefði verið, segir Eysteinn, að halda sér ein ungis við tollasamningsleiðina, eins og Fra:nsól«narflokkurinn hefur frá öndverðu lagt til. ★ Þessar fullyrðingar Eysteins og Tímans eru óvenjulegur blekkingavaðall. Sannleikurinn er sá, eins og þessi um- mæli Eysteins sjálfs sýna ótví- rætt, að allt fram á síðasta miss eri taldi Framsóknarflokkurinn aukaaðild fyllilega koma til greina af hálfu íslands, ekki sið ur en tollasamning. Það var að- eins þegar nær dró kosningum, að flokkurinn söðlaði alveg yfir og reynir nú að ráðast á stjóm- arflokkana fyrir það sem fram- sóknarmenn héldu sjálfir ákaf- ast fram í fyrra! ★ Slikur málflutningur dæmir sig sjálfur. Hið eina skynsam- lega og rétta var að gera það scm ríkisstjórnin gerði: að bíða átekta og kanna hverjir kostir og gallar fælust í hinum tveim- ur huganlegu leiðum, toilasamn- ingi og aukaaðild. Kjötmiðstöð borgar- innar / uppsiglingu Á næstu árum mun á ■Kirkjusandi rísa mikil mið- ÓFREMDARÁSTAND SCDVARNAMÁLA Geðverndarfélag íslands hef- ur nú verið endurvakið. Stjórn þess hafði fund með blaða- mönnum í gær til þess að vekja athygli á því ófremdarástandi, er hún taldi ríkja hér á Iandi í málefnum geðveiki -og tauga- sjúklinga. Taldi stjóm félagsins það vera algert lágmark að hér væru sjúkrarúm fyrir 500 geð- veikisjúklinga, en eins og sakir standa er rúm fyrir 240 á Kleppi, þótt þar séu reyndar 270 sjúklingar, og einnig eru 30—35 sjúkrarúm í Farsóttar- húsinu, sem hefur skotið skjóls- húsi yfir geðveiki- og tauga- sjúklinga. Þá telur Geðvemdar- félagið brýna nauðsyn bera til að byggja hressingarhæli eða endurþjálfunarhæli fyrir geð- sjúklinga, sem tekizt hefur að lækna. Hefur félagið á stefnu- skrá sinni að komið verði upp slíku hæli. Forráðamenn félags- ins telja að málefni geð- og taugasjúklinga hafi of Iengi set- ið á hakanum. Formaður Geð- verndarfélags íslands er Krist- inn Bjömsson sálfræðingur. Myndin sýnir Kleppsspítalann, sem byggður var fyrir 55 árum. stöð alls kjötinnflutnings til Reykjavíkurborgar, kjöt vinnslu borgarinnar og dreifingar í kjötverzlanir. Borgarráð hefur fyrir sitt leyti nýlega staðfest end- urnýjaðan skipulagsupp- drátt af því svæði, sem ætl- að er undir byggingar kjöt miðstöðvarinnar. Jafn- framt hefur borgarráð sam þykkt að Halldór H. Jóns- son, arkitekt, verði ráðinn til að teikna kjötskoðunar- hús Reykjavíkurborgar, en þar mun fara fram allt gæðamat á kjöti, sem flutt er til Reykjavíkur. Þá hefur borgarráð heimilað Sam bandi íslenzkra samvinnufélaga að hefja byggingarframkvæmdir vegna kjötmiðstöðvarinnar. Þá má búast við að Sláturfélag Suðurlands muni við fyrsta tækifæri hefja byggingu á frystihúsi á þessu svæði. Sömu- leiðis má gera ráð fyrir að kjöt- verzlanir í Reykjavík og Verzlana- sambandið muni standa fyrir bygg- ingarframkvæmdum á svæði kjöt- miðstöðvarinnar. Nýlega fór borgarstjórinn I Reykjavík þess á Ieit við Félag kjötverzlana í Reykjavlk, Verzlana sambandið, Sláturfélag Suðurlands og Samband íslenzkra samvinnufé- laga að þessi samtök tilnefndu full- trúa til viðræðna við borgaryfirvöld Framh. á bls. 5. Innbrot 1 nótt var innbrot framið í efna- Iaugina Hjálp á Bergstaðastræti 28. Vitað var í morgun að þar hafði verið stolið 230 krónum úr pen- ingakassa. Hins vegar lá ekki ljóst fyrir hvort stolið hafði verið ein- hverjum fatnaði eða ekki_ Það er ekki unnt að sjá fyrr en tekið er að spyrjast fyrir um fötin af eig- endunum. Lögreglan telur Iíklegt að þarna hafi unglingar verið að verki. 36 umferðarslys í janúarmánuði s.l. urðu 36 um- ferðarslys f Reykjavík og næstu grund. Þar af urðu tvö banaslys. Þetta er nær þriðjungi hærri slysa- tala heldur en á sama tíma í fyrra, því þá urðu umferðarslysin 26 tals- ins og af þeim 1 dauðaslys. Fyrir utan banaslys sem urðu í s.l. janúarmánuði hafa sum hin slys in verið býsna alvarleg og sumir hinna slösuðu enn rúmliggjandi I sjúkrahúsum. Eitt mesta slysið varð er jeppabifreið valt með 7 manns fyrir neðan Hveradali og allir slösuðust meir eða minna Tveir þeirra eru enn f sjúkrahúsi. í þessum sama mánuði urðu 208 bifreiðaárekstrar í umdæmi Reykja víkur og er það nokkru færra held- ur en í janúar í fyrra. Þá urðu 224 árekstrar. Eftir því sem Kristmundur Sig- urðsson varðstjóri f umferðardeild rannsóknarlögreglunnar tjáði Vísi hefur þetta bil þó stækkað enn til nokkurra muna það sem af er þess um mánuði. L„nnig að nú er 40— Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.