Vísir - 21.02.1963, Qupperneq 2
z
V1SIR . Fimmtudagur 21. febrúar 1963.
Frá hinum hörkuspennandi leik milli ÍR og KR í gær.
Einar Bollason KR berst við harðnsnúinn ÍR-ing.
*
í gærkvöldi fóru fram tveir leik-
ir i meistaraflokki karla á körfu-
knattleiksmóti íslands. — Ármann
vann ÍS með 51:44 og ÍR vann
nauman sigur yfir KR eins og fyrr
segir.
Ármenningar áttu allgóða byrj-
un og skoruðu fyrstu 6 stigin. Er
leikar stóðu 16:6 fyrir Ármann var
eins og stúdentarnir áttuðu sig og
hélzt leikurinn jafn úr því og lauk
fyrri hálfleik með 31:22 fyrir Ár-
mann. í seinni hálfleik sóttu stúd-
entar sig og tókst um tíma að
minnka bilið niður í þriggja stiga
mun. Ármenningar sóttu sig held-
ur, en síðustu mínúturnar áttu
stúdentarnir og tókst þeim að
vinna seinni hálfleikinn með
tveggja stiga mun. Ármenningar
unnu leikinn eins og fyrr segir með
sjö stiga mun, 51:44. Stúdentarnir
geta verið vel ánægðir með þessa
útkomu og hefði þeim tekizt fyrr
að finna hvað var að leik þeirra í
upphafi er ekki að vita hver úrslit-
in hefðu orðið. Ármannsliðið var
heldur slappt og notuðu þeir mjög
iila hæð sinna stóru manna, auk
Skornði 57 stig gegn 54
Unglingalandsliðið f körfuknatt-
leik hefur enn ekki fengið botn í
hvenær Evrópukeppni unglinga-
landsliða fer fram. Kemur til greina
að keppnin fari fram í vor, eða i
jafnvei, sem ekki er ósennilegt, í I
haust.
Hins vegar er ákveðið að mótið i
fari fram í París. Einnig mun á- j
kveðið að lsland verði meðal þátt- j
tökuliðanna, en drengirnir borga <
ferðir sínar sjálfir, en þær eru!
dýrar mjög, sem kunnugt er.
ísland hefur verið skipað í riðil I
með Luxemburg, Svfþjóð, írlandi1
og Frakklandi.
„Áhyggjuefni okkar er samt að
keppnin fari fram í haust, þvf yfir-!
leitt er miklum vandkvæðum bund-
i að æfa á veturna,“ sagði Bogi
Þorsteinsson við okkur um þetta.
Unglingalandsliðið æfir nú af
kappi undir handleiðslu Helga Jó-
hannssonar.
UNGLINGALANDSLIÐIÐ 1963. — Með í Evrópukeppni unglinga-
landsliða í París í vor eða haust.
*T
ÍR vann KR naumlega
þess sem þeir létu Sigurð Ingólfs-
son sitja hjá mestan hluta seinni
hálfleiks, en hann var sá eini, sem
virtist sjá götin í vörn stúdentanna
í fyrri hálfleik. Stigin f leiknum
skoruðu af hálfu Ármenninganna:
Davíð 11, Hörður 8, Sigurður Ing-
ólfss. 8, Ingvar 4 og Birgir 20.
Hjá stúdentunum skiptust stigin
þannig: Sigurgeir 10, Edgar 10,
Jón Eysteinsson 8, Hafsteinn 8,
Hrafn 6 og Viðar 2. Mjög jöfn
skorun.
Seinni leiksins var beðið með
nokkurri eftirvæntingu meðal á-
horfenda, sem voru óvenjumargir.
Leikurinn var tilþrifalaus framan
af, og gætti nokkurs taugaóstyrks
f báðum liðum, einkanlega hjá ÍR-
ingunum, sem voru greinilega ekk-
ert of vissir um sigur sinn. lR
seig þó jafnt og þétt á og var ekki
Iaust við að KRingar yllu nokkr-
um vonbrigðum með leik sfnum,
sem var heldur fálmkenndur og var
sóknarleikur þeirra með öllu bit-
laus. Fyrri hálfleik lauk með 25:
16 fyrir ÍR, sem er óvenjulág stiga-
tala hjá þeim liðum, sem almennt
eru talin vera bezt leikandi. 1
seinni hálfleik sóttu ÍRingar sig að
mun og komust í 37:20. Þótti þá
mörgum sem sýnilegt væri, að ÍR
myndi bursta KR. Ekki lyftist brún
in á viðstöddum KRingum er leik-
ar stóðu 51:31 fyrir ÍR. En þá
skeði undrið, í stað þess að brotna
niður sóttu KRingar f sig veðrið og
það svo, að um munaði. Skoruðu
þeir hvorki meira né minna en 17
stig í röð, án þess að ÍR fengi
rönd við reist, þar af 9 úr vfta-
köstum, og bendir það á heldur
grófan leik af hálfu ÍR. Leiknum
lauk með 57:54 fyrir ÍR og svo var
að þeim þrengt síðustu mfnúturnar,
að þeir treystu ekki öðrum en Þor-
steini Hallgrfmssyni fyrir boltan-
um og lék hann einn um völlinn sfð
ustu sekúndurnar. Hárréttur leik-
ur, þar sem engu er vogandi gegn
slíku liði sem KR er, þegar það
kemst f gang.
ÍR má þakka sfnum sæla fyrir
að hafa ekki tapað þessum leik.
Leikur KR í fyrri hálfleik var mjög
lélegur, langt undir getu þeirra.
Þeir voru allan fyrri hálfleikinn að
reyna að setja upp kerfi, en tókst
það ekki og töpuðu þar með mögu-
leikanum á sigri. Þeir réðu heldur
ekkert við Guðmund Þorsteinsson,
Þórólfur skulluði, en
Eins og greint var frá á mánu-
daginn, vann St. Mirren Aber-
deen í eina leiknum, sem fram
fór f Skotlandi um sfðustu helgi
— en sigurmark liðsins skoraði
Jones innherji.
Aberdeen var óheppið að
missa einn leikmanna sinna út
af snemma í Ieiknum, en sótti
þó mikinn hluta af leiknum, en
vöm St. Mirren lék frábærlega
á snæviþöktum Pittodrievellin-
um.
Segja skozk blöð að St. Mirr-
en sé nú mikið að breytast,
þreytusvipurinn frá í tfð Flav-
ells er horfinn en hiflp nýi fram
kvæmdastjóri hafi stórgóð áhrif
á leikmennina.
Aðeins 7000 áhorfendur sáu
ieik liðanna, en það er minnsta
aðsóknin á Pittodrie í vetur.
sem skoraði 24 stig í leiknum,
hreinlega vann hann fyrir ÍRinga.
Þorsteinn Hallgrímsson skoraði 11
stig og átti heldur slappan leik
og óvenjugrófan. Af KRingum
voru stigahæstir Einar Bollason
með 20 stig og Guttormur með 17.
Næsta leikkvöld verður þriðju-
daginn 26. febrúar og eigast þá
við ÍR og Stúdentar, KR og KFR,
og má þar búast við jöfnum leik.
Þss.
Meistaraflokks-
keppni TBK lokið
Meistaraflokkskeppni félagsins er
nýlokið. Meistarar félagsins urðu
sveit Tryggva Gíslasonar, auk hans
eru í sveitinni Ólafur Magnússon,
Magnús Ingimarsson, Ólafur Gutt-
ormsson, Hans Nflsen, Páll Bergs-
son. Önnur varð sveit Jóns Magn-
ússonar, sem haldið hefur þessu
sæti 7 sinnum í röð.
Þriðja varð sveit Eiðs Gunnars-
sonar, fjórða sveit Rósmundar
Guðmundssonar, fimmta sveit Dag-
bjartar Grímssonar, sjötta sveit
Ragnars Þorsteinssonar. — Þessar
6 sveitir skipa meistaraflokk félags
ins. Auk þess unnu sveitir Tryggva,
Eiðs og Rósmundar sér rétt til þátt
töku í landsmóti meistaraflokks.
Sveit Jóns átti rétt í landsliðsflokki
frá sfðasta landsmóti. — Sveit
Tryggva hefur unnið þetta mót
með miklum glæsibrag, og finnst
mönnum að sveitin hefði átt skilið
rétt til þátttöku í landsliðsflokki,,
sérstaklega þegar framundan er val
í Iandslið. N.k. laugardag kl. 2
hefst Barómeterkeppni hjá félaginu
sem eru þrjár umferðir. Nokkur
sæti eru enn laus og getur bridge
áhugafólk, sem áhuga hefði á þátt
töku haft samband við Ragnar Þor
steinsson f síma 24425.
KEPPA í PARÍS í VOR EÐA HAUST