Vísir - 21.02.1963, Síða 4

Vísir - 21.02.1963, Síða 4
4 Síð.ari hluta janúarmánað- ar þessa árs var gerð fágæt aðgerð, á íslenzkum inanni, Herði Gestssyni, Sólheimum 27. fslenzkur Iæknir við Sýsjúkrahúsið í Árósum tengdi rafhlöðu við hjarta Harðar til að auka hiarta- slögin, sem voru orðin hættulega fá. í eftirfarandi viðtali, segir Hörður frá sjúkdómserfiðleikum sínum og aðgerðinni. Það var árið 1958, í marz eða apríl, sem læknarnir ekki vissir en töldu sennilegast að Hörður væri með bólgur í hjartavöðvanum, sem orsakað hefðu kvalirnar. Honum var fyrirskipað að taka sér algerlega hvíld, og fór Hörður til dvalar á Reykjalund í apríl 1959. Læknarnir sögðu honum að ef þetta væri bólga f hjartavöðvunum, mundi hún hverfa á einu til hálfu öðru ári, ef hann reyndi ekki á sig. Á Reykjalundi var Hörður í rúmlega eitt ár, eða þar til í júlí, 1960. Á þessu tfmabili fékk hann öðru hvoru aðkenn- ingu af svima, t. d. ef hann stóð snögglega upp úr stól, en féll aldrei í yfirlið. meðöl, sem hann notaði stöð- ugt þar til í október 1962, án nokkurs bata, jafnvel þvert á móti. Meðan hann notaði þess- ar blóðþynnandi töflur varð hann eins og aðrir, sem þær nota, að mæta til mælingar á blóði, en eftir þeim var á- kvarðað hve mikið af töflunum hann mátti taka. Á þessum tíma vann Hörður ekkert, frek- ar en áður. Hann losnaði ekki að öllu leyti við svimann, var alltaf móður. þegar hann gekk upp stiga, eða reyndi eitthvað lftil- lega á sig. Gáfu læknarnir hon- um aðrar töflur við verkjum, sem fylgdu þessum þreytuein- Mað rafknúið hjarta Hörður Gestsson fór fyrst að finna til óþæg- inda, þreytu verkja fyrir brjósti, sem hann héit að væru gigtareinkenni. -* Þetta ágerðist svo að í nóvember var hann far- inn að eiga bágt með að anda. Hann vann þá hjá Strætisvögnum Reykja- víkur. Þegar hann þurfti að þvo strætisvagninn, að loknum ökudegi, var honum það um megn, án þess að taka sér hvíld, eftir stutta áreynslu. Verkirnir mögnuðust, og loks varð hann að hætta að vinna. Blóðþynnandi lyf. Frá Reykjalundi var hann fluttur í Landsspítalann til frekari rannsókna, í 10 daga. á Þar þótti læknum líklegast að kennum. En um raunverulegan bata var aldrei að ræða. Læknana hefur eflaust grun- að, jafnvel vitað, að sjúk- dómsgreining þeirra gat ekki verið rétt. En enginn sérstök einkenni, sem bentu til annars, komu í ljós, fyrr en tveimur árum eftir að Hörður fór í fyrstu rannsóknina. 32 æðaslög. Herði segist svo frá: Það var í október 1961 að læknarnir uppgötvuðu fallið á hjartaslög- unum. Ég var hér heima, og ætlaði að leggjast út af á legu- bekk, þegar skyndilega leið yfir mig. Ég var fluttur með- vitundarlaus á Landsspítalann. Þar gátu læknarnir I fyrsta sinn mælt hvernig hjarslögunum fækkaði í kastinu. Að því er virðist hefur þeim alltaf fækk- að í hvert sinn, sem mig svim- aði og yfir mig leið, en fjölg- aði jafnskjótt og ég rankaði við mér. En í þetta sinn tókst það sem sagt. Slögin mældust 32 á mínútu. Ég var tvo mán- uði á Landsspítaianum. Á þessu tímabili var ég daglega rann- sakaður meira og minna. Ég hélt áfram að taka þessar blóð- þynnandi töflur. Frá því í nóvember 1961 og fram í maí 1962, er líðanin nokkurn veginn skapleg, enda fór ég mér rólega. En í maf tók yfirliðunum skyndilega að fjölga. Voru þau vaxandi þang- að til í júlí 1962. Ég hafði ver- ið fluttur á sjúkrahús, hvert einasta sinn, sem leið yfir mig, en nú þótti ekki fært annað en hafa mig liggjandi á sjúkra- húsi. Ég var fluttur að heiman á Vífilsstaði. Þar var fylgzt með mér. Um miðjan septem- ber tóku yfirliðin sig upp að nýju. Meðvitundar- leysið. — Hvernlto lýstu þau sér? — Aðdragandi þeirra var sá að mér sortnaði fyrir augum, kannski í hálfa mínútu, en svo varð ég meðvitundarlaus. Að Hörður var lagðúr inn Borgarspítalann og var þar í sjúkléikinn iværi vegna of rannsókn fram í janúar 1959. þröngra æða, samt ekki krans- Eftir stöðugar mælingar, gegn- æðastífla, en eitthvað skylt. umlýsingar og Iyfjagjafir voru Voru Herði gefin blóðþynnandi ■ .................................. Þannig var Hörður skorinn. Bak við neðri skurðinn er rafhlaðan. Kviðurinn gúlpar lítið eitt. (Ljósrn. I. M.) VlSIR . Fimmtudagur 21. febrúar 1963, Hörður Gestsson og kona !:ans Sigríður Guðmundsdóttir í stofunni á heimili þeirra hjóna að Sólheimum 27 (Ljósm. Vísis I. M.) vissu leyti fylgdu þessu kvalir, sem ég fann þó ekki fyrir, enda virðist þeirra ekki gæta verulega, fyrr en eftir að ég missti meðvitund. Það kom fyrir, var mér sagt, að ég hentist út úr rúminu í þessum kvalaköstum. Ég var alltaf að minnsta kosti þrjár klukku- stundir meðvitundarlaus í senn. Læknirinn í Árósum, sagði mér að þessi krampaköst hefðu verið lífshættuleg, hættulegri en aðgerðin sem hann fram- kvæmdi á mér. — Hvenær var afráðið að þú færir til Árósa? — í júlí 1962 sendi Snorri P. Snorrason læknir á Landsspít- alanum bréf til Svíþjóðar, og spurðist fyrir um það hvort hægt mundi að auka hjarta- slögin með rafmagni. Ég beið milli vonar og ótta eftir svar- inu, sem kom svo í ágúst. Það var neikvætt, og ég var aftur sendur á Vífilsstaði. Það olli mér miklum vonbrigðum. Þar fór mér stöðugt versnandi svo að ég var sendur á Landsspít- alann aftur, í september. Þar var ein vika í október sérstak- lega erfið. Læknarnir notuðu tæki, sem þeir hafa til að auka hjartaslög svæfðra sjúklinga. En það dugði mér ekki. Ég brann bara undan þvf. Þá skrif- aði Snorri aftur, í þetta sinn til Árósa, til Hans Svane, sem þar er læknir. Hann svaraði um hæl, og sagðist mundu fram- kvæma aðgerðina. Ég var þá sendur aftur á Vífilsstaði í nóvember, og var þar þangað til í janúar síðastliðnum. Eg átti að fá að fara heim um jól- in, í stutta heimsókn, en var þar aðeins einn sólarhring, og sendur aftur upp á Vífilsstaði, eftir að hafa fengið enn þá eitt kastið. Martröð. — Þetta ' var hræðileg mar- tröð, segir kona Harðar. En hann hló alltaf þegar hann vaknaði úr yfirliði. Læknarnir skyldu ekkert í því hvað hann var alltaf kátur. — Reiknaðirðu ekki með því að sjúkdómurinn væri lífs- hættulegur? — Nú, ég hefði þá farið hlæjandi yfir um, anzar Hörð- ur. — En þetta var orðið svo ó- huggulegt, ekkert líf, segir frúin. — Síðast tók ég 30 pillur daglega. Ég fékk loks ofnæmi fyrir þeim, sár í munn, á fætur og önnur ofnæmiseinkenni, seg- ir Hörður. Hörður Gestssan var sendur utan 14. janúar. Hjúkrunarkona var send með honum. Eigin- konan beið heima, eftir sím- skeyti um árangurinn. Daginn eftir, 15. janúar, var Hörður lagður inn á sjúkrahtTsiO' í Mx- ósum, stærsta sjúkrahúsið í Danmörku og eitt fullkomnasta sjúkrahús á Norðurlöndum. Þar var gerð sú aðgerð á Herði 25. janúar, sem áreiðanlega bjarg- aði lífi hans. Aðgerðin. — Byrjað var á því að leiða tvær leiðslur eftir æðum, frá tveim stöðum, neðst á upp- handlegg, innanverðum, út í Frh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.