Vísir - 21.02.1963, Page 10

Vísir - 21.02.1963, Page 10
w V í SIR . Fimmtudagur 21. febrúar 1963. UM ANDAHYGGJU - Frh. af bls. 9. bendi ég hér sem dæmi á annað bindi af „Bréfum frá Ingu ...“ Og hvaða rök færa þeir fyrir þessum kröfum? Jú, andar fram- liðinna manna segja að Frelsar- inn sé enginn til og sérhver maður verði að frelsa sjálfan sig með verkum sínum. Svipuð til- mæli hefir kirkjan einatt fengið frá villukennendum, og hefir á- vallt hafnað þeim. Það er ekkert samræmi í þeim boðskap önd- unga. sem aðfenginn er frá önd- um að handan. Þessir andar eiga ekkert skylt við engla Guðs, sem hlýða Guði og þjóna honum, eru Guðs eigin sendiboðar og þjónar. Að vísu er mjög mikill munur á fjarlægð boðskapar hinna ein- stöku rita frá kenningum krist- indómsins og sézt þetta t. d. við samanburð á „Bréfum frá Júlíu“ og „Bréfum frá Ingu og öðrum“. Segja má að margt í fyrri bók- inni samræmist siðgæði kristn- >unar og hugsun, en hin síðari w á ýmsum pörtum andkristi- legur boðskapur. Þegar Guð- mundur góði Hólabiskup er tal- inn segja að Frelsarinn sé eng- inn til, hvorki í öðrum heimi né þessum (II. bindi, bls. 87), þá er maður staddur í vondum félags- skap, sem spillir góðum siðum. Hins vegar kann það rétt að vera að Þórhallur biskup Bjarna- son hafi stokkið á milli hnatta i öðrum heimi (II, 140) og víða ieitað að Lausnaranum og fundið Heimdallur — Framhalo aJ ms 6. Ju einkum að vinna hann (II, 142), en það rekst alveg á fyrrgreindan framburð Guð- mundar biskups Arasonar í sömu bók, að Frelsarinn sé enginn til. Mjög fjarstæðukennt er að hinn ágæti kennari og kennimaður, Helgi lektor Hálfdánarson, hafi beðið um að kver hans væri brennt og að hann háfi tekið aftur í öðrum heimi mikið af þeim boðskap, er hann flutti í þessum (II, 168—171). Þetta er alveg eins ógeðslegur boðskap ur og sá sem efnishyggjan flyt- ur, og verri að því leyti að andar framliðinna ágætismanna eru bornir fyrir nauða-ómerkilegum eða beinlínis andkristilegum hug myndum. Öndungar hér á landi munu flestir vera í kristinna manna tölu, og ekki meina ég þeim að bera kristið nafn. En það er skylda þeirra og allra manna, sem þetta nafn bera, að gæta að sér, hvar þeir standa, með Kristi og undir hans merki, eða á móti Kristi og undir merkjum demón- iskra máttarvalda. Ég fæ ekki betur séð en öndungar vor á meðal stefni að því að mynda sinn eigin átrúnaðarflokk, þegar kenningar þeirra víkja svo mjög frá kenningu kristinnar kirkju að úr verður afneitun. í bók sinni: „Líf að loknu þessu“ gefur Jónas Þorbergsson út trúarjátningu sína. Þar segir hann berum orðum: „Ég trúi ekki“ þar sem kristin kirkja seg- ir: Credo — ég trúi. Mjög er það með ólíkindum er Jónas segir ?ð hann hafi undir fermingu verið látin læra „játningu þá, sem kennd er við Ásgborg" og lært hana á einum degi. Sú játning Með rafknúið JjýPl reJffldu einkum að vinna heíir. hvergi verið kennd undir iylgi meoaí verkamanna, htWðWio'^J»_jjj|^a^)Jégi^lfl|>^g)gu|ng6 i raufiSáH*lfíána að tákni barátía-*Vgugjr^j|a^,r^fiilf,.'48..Wóm £ ís- lenzkri útgáfu. Ég fæ ekki betur sinnar, kenndu fólki að syngja „roðann i austri" og rita um Sovétríkin af trúarlegum fjálg- leik, svo sem alkunnugt er. Jafnvel unglingum duldist ekki, að hér voru á ferðinni menn, sem höfðu blindazt af oftrú á erlendri einræðisstefnu og ýmist hugðu eða létust hyggja, að sú stefna væri bót allra þjóðfélagsmeina.’ Þessir menn boðuðu útrýmingu fátæktar og fáfræði, en til þess að svo mætti verða, yrði að útrýma auðvaldinu, — sem við fáfróð- ir skólapiltar komum hvergi auga á í þá daga. — Sumir þessarra manna töldu einnig, að Guð væri stefnu þeirra mjög óþarfur, og væri brýn nauðsyn að útrýma honum einnig. Svo mikið þekktum við stofn endur Heimdallar til rússnesku byltingarinnar, að við vissumað hún var skilgetið afkvæmi fá- tæktar þeirrar og fáfræði, sern ríkti í Rússlandi á keisaratím- anum. Við þóttumst vita, að hefði Rússland staðið jafnfætis Vest- ur-Evrópu um menntun og vel- megun, hefði byltingin aldrei orðið þar í þeirri mynd, sem hún var. Nú spurðum við: Eru menn, sem trúa blint á þjóðskipulag eftir rússneskri fyrirmynd. ákaf lega sólgnir í að útrýma fors- endum þess, að þessu • þjóð- skipulagi verði komið á hér á landi, þ.e.s. forsendunum fá- tækt og fáfræði? Svar okkar var: Nei, þeim er einmitt brýn nauðsyn að Iáta þessar forsendur haldast, en jafnbrýn nauð. að látast vilja úrryma þeim. Við þót'umst sjá, að stefna þessara manna vteri þjóðinni ekki slzt fátækara hluta henn- ar, bráðhættuleg, Þess vegna stofnuðum við Heimdall. séð en að Jónas og sumir aðrir öndungar vilji stefna að því að stofna eigin átrúnaðarflokka, þar sem miðlarnir verða æðstu prest- ar, líkt og shamanar í shaman- ismanum. Meðan Einar H. Kvaran flutti mál spiritismans, a. m. k. fram- an af, var rætt um þessi mál af meiri málefnaleik en nú gerizt, og kémur það fram í ritum hans eins og „Dularfull fyrirbrigði" 1906, og „Líf og Dauði" 1917. Einari er fyllilega ljóst að stund- um verður „árangurinn sama sem enginn og allt fullt af vit- leysum" (L. og D. 44). Sjálfur vill hann á sinn hátt kalla menn til Krists. En spíritisminn hefir í mörgum löndum sveigzt alveg frá Kristi og hér virðist hann a. m. k. hjá sumum öndungum, vera áð snúast upp í miðladýrk- un og uppdubbun. Ruglingur virðist kominn á mat verðmæt- anna meðal öndunga, og má vel vera að þetta sé eðlileg þróun. Flestir kristnir menn, sem á ann- að borð trúa og standa innan sinna eigin trúarbragða, trúa fyr- ir boðskap hinnar sögulegu opin- berunar í Kristi, fyrir vitnis- burð Guðs Heilaga Anda I kirkj- unrii. er fáir, ef nókkrir, trúa á Frelsara vorn ,oe Föður fvrir bau boð, sem berast gegnum miðla. Mjög litlar líkur eru fyrir því að kristin kirkja láti sér segjast af röddum, eins og Jónasar, því þeir sem á Krist trúa, afneita hinum demónisku máttarvöldum og vilja ekki vera þrælar þeirra. En um hina guðfræðilegu af- stöðu er eðlilegt að fjalla á sér- stakan hátt, svo hún komi skýr- ir fram e. ella gctur orðið. (Framh.) Jóhann Hannesson. Framh at bls. 4 hjartað. Ég er ekki viss um hvernig það gerðist, en mér skilst að þær hafi verið látnar fljóta með blóðstraumnum, alla þessa leið. Ég fann ekkert fyrir þessu, og var aðeins deyfður áður. Enda var þetta varúðarráðstöfun við þeim möguleika að ég myndi ,,deyja“ af völdum svæfingarinnar. Sú varð líka raunin á. Þá var raf- magn leitt f þessar leiðslur, og hjartað byrjaði aftur að starfa. Öll aðgerðin tók um 2—3 klukkustundir, byrjaði milli kl. 8.30 og 9 um morguninn. Skornir voru tveir skurðir. Vinstra megin við naflann var komið fyrir rafhlöðu, og frá henni þræddar tvær leiðslur upp I hjartað, en sú þriðja út i holdið, varaleiðsla, sem mátti grípa til ef önnur hvor hinna bilaði. Yrði hún þá tengd við holdið í sömu stöðu og hún liggur nú. Þessa aðgerð er unnt að framkvæma hér heima. Hin- ar tvær leiðslurnar voru saum- ar við hjartað. Rafhlaðan er á við tóbaksdós að ummáli, en eilítið þynnri en dósin. Engin óþægindi. Hörður segist ekkert finna fyrir tækinu, eða nokkrum ó- þægindum eftir aðgerðina og hjartaslögin eru eðlileg. Hann hitti mann í Árhúsum, sem not- ið hafði sömu aðgerðar níu mánuðum áður. Sá kvartaði ekki yfir öðru en smávægileg- um óþægindum, nema þegar hann teygði sig eftir einhverju. En þræðirnir frá raftækinu liggja í hlyltkjum svo að engin ‘ ' haétta er talin á því að þeir "r'‘sliíni "jDótt maðurinn 'teýgí !sjg aoessm'' Hörður sýnir staðinn þar sem tækið liggur. Þar gúlpar kviður- inn lítið eitt. — Ég finn ekkert fyrir þessu, segir hann. Ég er alveg eins og stálsleginn. En auðvitað ætla ég að fara hægt í framtíðinni. Ég hvílist næstu tvo til þrjá mán- uði. Þá ætla ég að vera búinn að finna mér einhvert rólegt og viðkunnanlegt starf. — Á hverju hafið þið lifað hingað til? — Að mestu á framleiðslu konu minnar, sem býr til seðla- veski. Við tókum upp á þessu þegar ég gat ekki lengur ekið bíl. — En var þetta ekki geysilega dýr aðgerð, — Jú, en Tryggingastofnunin og Reykjavíkurborg greiddu all- an kostnað, jafnvel ferðakostn- aðinn. Ég er ákaflega þakklátur fyrir þá ómetanlegu hjálp. Þið ættuð að geta þess. — Hvað gerist ef rafhlaðan bilar, — Bílstjórinn sem keyrði mig í morgun spurði mig sömu spurn ingar. Ég sagði honum að þá yrði bara að ýta mér í gang. En ég verð annars bara að fá nýja rafhlöðu. Hörður hefur i samtalinu alls ekki viljað gera mikið úr erfið- leikum sfnum og fjölskyldu sinn ar, vegna veikindanna. Hann læt ur eins og meinið hafi verið lít- ið, og hafi hætt að skifta máli, eftir hina velheppnuðu aðgerð í Árósum. Það kann vel að vera, því að nú sprettur hann upp úr djúpum hægindastólum eins og ekkert hafi í skorizt. Ef að lík- um lætur á hann eftir að ganga allar tröppur lífsleiðarinnar án þess að mæðast. Og trúlega er ír,Ri(3Í5vitiipil" ,hán$ fyllri ög' rlkari en áður, eftir að hanri' hefur á svo dásamlegan hátt verið heimt ur úr helju þjakandi og lífs- hættulegs sjúkdóms. — á.e. TILKYNNING frá olíufélögunum Vér viljum hér með tilkynna viðskiptamönn um vorum að framvegis verða viðgerðir á olíukynditækjum á vegum félagsins aðeins framkvæmdar gegn staðgreiðslu. Viðgerðarmenn vorir munu því taka við greiðslu að verki loknu. Reykjavík, 22. febrúar 1963. Olíufélagið Skeljungur h.f. Olíufélagið h.f. Olíuverzlun íslands h.f. Sfærfræðideilda sfúdenfar! Góður reikningsmaður með stúdentspróf úr stærðfræðideilda óskast til úrvinnslu land- mælinga. Framtíðarstarf. Uppl. á Raforku- málaskrifstofunni. Laugaveg 116. BÍLAÞVOTTUR Bílaeigendur athugið. Við þvoum og bónum, utan og innan, sækjum sendum. — Hringið í síma 11968. ( Geymið auglýsinguna). Það skýtur upp mörgum einkennilegum mönnum á RIv íerunni — og þeir síðustu sem vakið hafa á sér athygli eru nokkrir dökkklæddir amerisk ir herramenn. Þeir eru líka eins konar njósnarar — sendir út af skattayfirvöldum USA, og eiga þeir að fylgjast með amerískum ferðamönnum sem stunda fjárhættuspil f spíra- vítunum. Þeir eiga ekki að treysta öryggi fjárhættuspil- aranna heldur að fylgjast með hve mikið þeir vinna — skattayfirvöldin hafa nefni- lega mikinn áhuga á því. Hin unga stjarna Tuesday Wold hefir sínar eigin skoð- anir á lífinu: Hún þjáist mjög af mar- tröð á nóttinni — en hennl finnst það ágiett: — Draumarnir eru elns og góðar Hitchcocks hryllings- myndir... og svo eru þær ókeypis. Sir Hugh Casson iÍEfíS ' Brezki arkitektinn Sir Hugh Casson, sem menn minnast II frá því að hann skreytti Lond on svo glæsilega þegar Elísa- bet drottning var krýnd hefur fundir út að hin frægu lög- mál Parkinsons gilda einnig : um bifreiðavandamálin: Því |i fleiri bifreiðastæði sem gerð ||: eru, því meira fjölgar bflun- um í umferðinni. Aldous Huxley Það vakti undrun margra að sjá I blaðinu „Harper’s Bazar“ mynd af einum af spá mönnum vorra tíma, rlthöf- undinum Aldous Huxley, þar sem hann er að sýna nýustu hcrratízkuna og gengur við hlið tízkusýningardömu. Menn spyrja sjálfan sin hvort Huxley hafi verið und ir áhrifum einhvers af hans ágætu mexikönsku eiturefn- um — eða hvort það hafi ver ið hin fagra sýningarstúlka, sem hann stóðst ekki? tmissBi «X ( ‘I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.