Vísir - 21.02.1963, Page 16

Vísir - 21.02.1963, Page 16
Fimmtudagur 21. febrúar 1963. Bezta neyðarsenditækið — sinnar tegundar Eins og lesendum Vísis er kunnugt af frétt frá skipaskoð- unarstjóra, sem nýlega birtist hér í blaðinu, eru nú stöðugt að koma á markaðinn ný neyð- arsenditæki, sem ætluð eru til notkunar i gúmmíbátum er skipshafnir hafa orðið að yfir- gefa skip sfn. Fylgzt er af mikl- um áhuga með þessum tækjum hjá íslenzkum aðiium sem vænta má meðal fiskveiðiþjóð- ar og hafa skipaskoðunin, land helgisgæzlan og Landsíminn unnið í sameiningu að prófun // þeirra tækja, sem fram hafa komið að undanförnu. Nú al- veg nýverið kom á markaðinn norskt neyðarsenditæki, sem ekki er að vísu taltæki, en nokkurs konar radíóviti og al- gerlega sjálfvirkt, svo að eng- inn vandi er að fara með það og er það svo mörgum kostum búið að Páll Ragnarsson hjá skipaskoðunarstjóra sagði í við- tali við Vísi í morgun að það væri tvímælalaust bezta neyð- arsenditæki sinnar tegundar, Framh. á bls. 5. KomiB mei eldim / slökkvistöiimi ......................................................... Myndin sýnir 4 aðalhluta neyðarsenditækisins, og er búið um þá í vatnsþéttu hylki, sem flýtur, ef það fellur í vatn. — 1) Loftnetsstöng. 2) Rör, sem stöngin er fest f. 3) Sendirinn. 4) Jarðsamband. í staðinn fyrir að kveðja slökkvi liðið á vettvang svo sem venja er til þegar eld ber að höndum var í morgun komið með eldinn í slökkvi stöðina og hann kæfður þar. Málsatvik eru þau, að í morgun þegar einn borgari Reykjavíkur kom að bfl sínum og ætlaði í hon- um á vinnustað, var hann fullur af reyk og eldur í bakhlið fram- sætisins. Maðurinn lét sér þó í engu bregða heldur settist undir honum, og ók allt hvað af tók nið- honum, og ók allt hvað af tók n ð- ur að slökkvistöð í Tjarnargötu. Þar var eldurinn kæfður. Slökkviliðsmenn töldu að kvikn- að hafi í bílnum í gærkvöldi, áður en skilið hafi verið við hann. Hafi neisti fallið úr öskubakka í bakhlið framsætisins og komizt í fóðrið. Þar hafi eldurinn svo mallað í alla nótt, en ekki náð að breiðast neitt út sökum loftleysis. Sætið var að vonum mikið skemmt, en um aðr- ar brunaskemmdir var ekki að ræða. V IMtf'W*?!' Afli Skagabáta Akranesbátar á Iinu öfluðu heldur betur í gær en í fyrrinótt. Alls voru 15 bátar á sjó og var afli þeirra samtals 104 lestir. Skirnir kom inn með 16.7 tonn, en þetta var þriðja ferð hans með þorskanót. DRANGAJÖKULL LESTAR FREÐSÍLD Drangajökull er á Akranesi og lestar 300 tonn af freðsíld. Einangrua Siglufjarðar rofin: Jarðgöngin sprengd næsta ár Vísir hefur aflað sér öruggr- ar vitneskju um það, að ein- angrun Siglufjarðar í samgöngu niálum verði rofin innan skamms. Þar með verði þátta- skil í sögu þcssa mikla og sér- stæða sfldarbæjar. Ákveðið hef- ur verið að fullgera veginn að fyrirhuguðum jarðgöngum gegn um fjallið Stráka á þessu ári og er gert ráð fyrir að sú veig- arlagning kosti 3 — 4 milljónir króna, en vegur er kominn að fyrirhuguðum jarðgöngum Siglu Allt upp í 40% hækkun: Hvað felst í hinum fordæmdu tillögum ■> fjarðarmegin. Þá hefur einnig verið ákveðið að hefja á þessu ári tæknilegan undirbúning að því að sprengja jarðgöngin gegn um fjallið. Loks hefur verið á- kveðið að jarðgöngin sjálf verði gerð á næsta ári, en þau verða um 800 metra löng, Iengstu jarð göng á íslandi. Það verk mun verða boðið út svo að eigi er unnt að segja hvaða aðili tekur það að sér. Þetta munu vera beztu fréttir, sem unnt er að færa Siglfirð- ingum. Það er eigi aðeins að hinar örðugu samgöngur á landi hafi háð vexti hins mikla at- vinnulífs í bænum, heldur er þeim kunnugt um það, sem þekkja til á Siglufirði, að ein- angrunin og innilokunin mest- an hluta ársins hefur stuðlað að því að menn flyttust þaðan búferlum, sem þeir hefðu ella eigi gjört. Óhætt er að fullyrða, án þess að halla á aðra, að Einar Ingi- mundarson, bæjarfógeti og al- þingismaður á Siglufirði, hafi beitt sér manna mest fyrir því að tryggja öruggan framgang þessa þýðingarmikla samgöngu- máls Siglfirðinga og nálægra byggðarlaga. Undanfarið hefur Þjóðviljinn fagnað því sem kjarabót, að Dagsbrúnarmenn og annað lág- launafólk hefur fengið 5% kaup hækkun úr hendi vinnuveitenda. Hins vegar lýsir blaðið andúð sinni á launatillögum rikisstjórn arinnar og telur þær vera smán- arhoð til ríkisstarfsmanna. Voru á laugardag birt viðtöl í Þjóð- viljanum við ýmsa forustumenn opinberra starfsmanna, þar sem tillögurnar eru fordæmdar. I-Iér fer á eftir listi yfir 14 stéttir opinberra starfsmanna, þar sem greint er frá hverrar hækkunar þær njóta samkvæmt launatil- lögum ríkisstjómarinnar um- fram núgildandi launalög. í hópi þessara stétta eru þeir sem mest hafa fordæmt tillögurnar. Hækkun Hækkun byrjunarl. lokal. 41% 27% 29% 9% 37% 15% 54% 22% 28% 13% 46% 19% 48% 27% 58% 30% kennarar 52% 29% Prestar 52% 31% Skólastjórar stærstu gagnfrsk. 31% 43% Prófessorar 32% 39% Borgardómarar 26% 32% Ráðuneytisstjórar 33% 40% Iðnkonur Vélritunarstúlkur Bréfberar Hjúkrunarkonur Lögregluþjónar Barnakennarar Ljósmæður Fréttam. útvarps Menntaskóla- í þessum tillögum fels meiri hækkun til opinberra starfs- manna en þeir hafa áður hlotið. Hitt er þó meira um vert, að ríkisstjómin hefur veitt ríkis- starfsmönnum samningsrétt og kjaradóm til að skera úr launa- ágreiningi, ef samningar takast ekki. Þróttur fær lói vii Borgartúnii Vörubílstöðin Þróttur hefur nú fengið nýja lóð undir afgreiðslu og skrifstofuhús við Borgartún. — Lóðin er næst fyrir austan brota- járnsport Sindra. Er þarna upp- fylling og landauki, en út við sjó- inn mun Sætún liggja meðfram ströndinni. Verður lóð Þróttar milli Borgartúns og Sætúns. Þróttur hefur starfað síðustu ár á stórri lóð á horni Rauðarárstígs og Skúlagötu, en lóðarleiguréttind- in munu renna út eftir tvö ár og munu Þróttarmenn telja nauðsyn- legt að fá nýtt starfssvæði, þvi að stórbygging nýju lögreglustöðvar- innar er nú að rísa á næsta leiti og verður æði plássfrek. Hluti af grunnplötu hennar hefur þegar verið gerður inni á lóð Þróttar. Byggingarframkvæmdir við stöðv arhús Þróttar verða væntanlega hafnar I sumar. Er verið að ganga' frá teikningum. Þarna verður af- greiðsla stöðvarinnar, skrifstofa, aðstaða fyrir félagsstörf, benzín- afgreiðsla, þvottasvæði o. fl.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.