Vísir - 28.02.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 28.02.1963, Blaðsíða 6
V1S IR . Fimmtudagur 28. febrúar 1963. ■) eimdállur*' Gjör rétt — Þol ei órétt Ritstjórar Asgeir Thoroddsen og Ragnar Kjartansson Á fundi sínum í gær samþykkti stjórn Heim- dallar eftirfarandi álykt- un: Stjóm Heimdallar, fé- lags ungra Sjálfstæðis- manna, lýsir yfir van- þóknun sinni og fyrirlitn ingu á endurteknum til- raunum erlendra sendi- ráða í Reykjavík til þess að fá íslenzka menn til að stunda njósnir um ör- yggismál íslands fyrir erlend herveldi. Skorar stjómin á alla þjóðholla fslendinga að gera sitt til, að upp kom- ist um allar tilraunir í þessa átt. Sérstök ástæða er til þess að benda á hin grun samlegu tengsl, sem virð ast hafa verið á milli MÍR og hinna sovézku njósnara, og jafnframt á það, að opinber ummæli kommúnista um mál þetta eru ekki á þann veg, að unnt sé að treysta kommúnistum til að snúast gegn til- mælum um njósnir fyr- ir Sovétríkin á sama veg og einn úr þeirra hópi hefur nú gert. Jafnframt telur stjóm- in að full ástæða sé til fyrir hinn almenna borg- ara að fylgjast, svo sem kostur er, með ferðum og atferli starfsmanna þeirra sendiráða, sem gerzt hafa sek um njósnatilraunir hér á landi að undanförnu. Reykjavíkurborg glímir við margvísleg viðfaagselni Rabbað við Birgi ísl. Gunnarsson, borgarfulltrúa Vi Á skrifstofu Sambands ungra Sjálfstæðismanna í Vafhöll hitt- um við fyrir Birgi Isl. Gunnars- son borgarfulltrúa, en Birgir er framkvæmdastjóri S. U. S. Birgir var áttundi maður á lista Sjálfstæðismanna í borgarstjórnar kosningunum s. 1. vor og tók sæti í borgarstjórn að loknum kosn- ingum. Hann var kjörinn í borg- arráð af hálfu Sjálfstæðismanna í upphafi kjörtímabilsins. Birgir er yngsti borgarfulltrúinn. Erindið við Birgi er að ræða við hann um störf borgarstjómar og annað, er snertir Reykjavik. Birgir, gatnagerðarmál er nú sá flokkur borgarmála, sem fólk virð ist ekki sír.t hafa áhuga á. Hvað getur þú sagt lesendum síðunnar af þeim málum? Eins og kunnugt er, samþykkti borgarstjórn heildaráætlun um gatnagerð á s. 1. ári. I þessari áætlun er gert ráð fyrir að allar götur f Reykjavík verði malbik- aðar og gengið frá þeim að fuliu á næstu 10 árum. Er meiri hluti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn staðráðinn í að fylgja þessari á- ætlun, sem m. a. má sjá á því, að aldrei hefur verið veitt meira fé til gatna- og holræsagerðar en árið 1963, eða um 55 milljónir, sem er 27% hærri upphæð en árið 1962. I sambandi við þessa heildaráætlun má geta þess, að teknar verða upp nýjar og bættar starfsaðferðir og stórvirkari vélar verða teknar f notkun. Hvað stendur f vegi fyrir út- boðum á fullnaðarfrágangi gatna? Enda þótt það sé meginstefna að útboð séu viðhöfð á sem flest- um sviðum, þá eru enn ýmis ljón á veginum að þvf er snertir mal- bikun gatna. Hér er t. d. ennþá ekki sú samkeppnisaðstaða á þessu sviði milli fyrirtækja, sem er grundvöliur útboðs, og reynd- ar veit ég ekki um neitt fyrir- tæki sem er þannig búið að véla- kosti, að það geti tekið slfk verk að sér. Hvert er álit þitt á hægri hand ar akstri? Ég tel óhjákvæmilegt fyrr eða síðar að taka upp hægri handar akstur. ' ukin samskipti á milli þjóða skapa glundroða á þessu sviði og auka hættuna á umferð- arslysum. Ég hef t. d. einhvern tfma séð á prenti, að árið 1955 ollu sænskar bifreiðar 231 slysi í Noregi og 142 þ-ssara slysa áttu orsakir sfnar að meira eða minna leyti að rekja til vinstri handar aksturs f Svfþjóð. Svíar munu taka upp hægri handar akstur 1967 og Bretar eru alvar- lega að hugsa um það. Þá verð- um við íslendingar einir eftir. En það kostar mikið fé. Árið 1958 var t. d. reiknað út, að breyting á almenningsvögnum, sem hægri handar akstur gerði nauðsynlega, myndi kosta 5.8 milljónir. Þessi fjárhæð vex með ári hverju. Hvað líður framkvæmdum við íþróttamannvirki? Helztu íþróttamannvirkin, sem nú er unnið að, eru sundlaugin og íþrótta- og sýningarhöllin f Laugardalnum. Til sundlaugarinn ar verður varið 6 milljónum á árinu 1963 og er áætlað að byggingu hennar verði lokið 1964. fþróttamannvirkin, sem verið er að reisa í Laugardalnum, eru liður í þeirri áætlun, að gera Laugardalinn að einu allsherjar íþrótta- og útivistarsvæði, allt frá Álfheimum niður allan dalinn að sjð. Fleiri Ieikvangar eru þarna fyr irhugaðir, eins og t. d. tennis- völlur og vélfryst skautasvell. Þarna mun æska Reykjavíkur una sér f framtíðinni f fögru urn- hverfi við íþróttir og útilff. Hvað um byggingu nýrra skóla- húsa? Á þessu ári fara um 30 rml.lj- ónir til skólabygginga. Má þar m. a. nefna, að ráðgerð er 6 milljón króna fjár- veiting til byggingar nýs skóln- húss fyrir Gagnfræðaskóla Verk- náms. Verður sú bygging stað- sett f Stakkahlíð nálægt nýia Kennaraskólanum. Er þetta í sani ræmi við nauðsyn á aukir.r.i tæknimenntun hér á Islandí, Hvað viltu segja um tvi- og þrisetningu skólastofa? Stefnt er að því, að þrfsetnin ? skólastofa verði með öllu úr sög unni næsta haust. Hvað getur þú sagt okkur ui skipulagningu nýrra íbúðc. hverfa? Um þessar rnundir er unnið ai skipulagningu þriggja nýrra íbúð Framhald á bls. 1C.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.