Vísir - 28.02.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 28.02.1963, Blaðsíða 10
VISIR . Fimmtudagur 28. febrúar 1963. 10 EXl TÓNLIST - r'ramh af bls 4 hljómsveitum undir stjórn manna eins og Saint-Saens og Debussy. Enda hafði hann frá mörgu skemmtilegu að segja." „Hefurðu komið fram opin- berlega sem hljómsveitarstjóri?" Þorkell er lifandi ímynd lítil- lætisins, svo að maður verður að toga með erfiðismunum upp úr honum allar upplýsingar um menntun hans og frama. Jú, hann stjórnaði einmitt hljóm- sveit á sinfóníutónleikum í Nice. Og á tvær myndir af þeim at- burði. „Ég var svo heppinn að vera einn af þeim, sem voru valdir til að stjórna hljómsveit á nem- endatónleikum, er haldnir voru —:—“~1 SELJUM í DAG: Bedford ’61, diesel Leyland ’55, diesel. Ford ’5l, benzin. GMC trukkur með spili. Ford ’47. Chevrolet ’53, sturtu laus. Ódýr. Dodge ’55 6 cyl. beinskiptur kr. 80 þús. staðgreiðsla. Plymouth ’54. 1. fl. bíll kr. 50 þús. Stað greiðsla. Rambler ’59 Stution. ekinn 17. þús. km. filboð ósk ast. Austin ’55 sendibil! me.ð nýrri vél kr. 25. þús, Stað- greiðsla. VW ’61 kr. 90 þús Staðgreiðsla — Borgartúni 1 — Simat 18085 og 19615 eftir að námskeiðinu lauk,“ seg- ir hann. „Það hefur nú kannski stafað af einhverju öðru en heppninni einni?“ „Ja, ég veit ekki, en það var mjög fróðleg og skemmtileg reynsla.” „Hvaða verkum stjórnaðirðu þar?“ „Sjöundu sinfóníu Beethov- ens.“ „En þá hefur aldrei stjórnað sinfóníuhljómsveitinni hér heima?" „Nei, nei, aldrei." „Hvað gerðirðu svo, eftir að námskeiðinu lauk?“ „Þá fór ég beinustu leið aftur til Bandaríkjanna. í háskólann í lllinois, þar sem 20 þúsund manns stunda nám. Þar byrjaði ég að læra elektrónísku tón- listina.” Magisterpróf frá háskólanum í Illinois. „Og hvernig var því námi háttað?” „Ja, fyrst og fremst þurfti ég að byrja á að læra eins mikið og ég mögulega gat um rafmagn og verkanir þess. Ég varð t. d. að smíða eftir teikningu litið apparat, sem gefur frá sér á- kveðna tegund af hljóðbylgjum, og læra að skilja teikningar af alls konar rafmagnstækjum. ‘ „Var þetta ekki hræðilega erf- itt?“ „Fyrir viðvaninga eins og mig, jú. Það er sjálfsagt lítill vandi fyrir þá, sem hafa vit á svona löguðu, eh mér fannst það af- skaplega flókið. Ég vissi varla, hvað ég var að gera i fyrstu, en kennarinn hjálpaði mér, og smám samán korhst ég upp á lagið." „En hvað um sjálfa músíkina? Framhald af bls. 6. arhverfa, þ. e. Fossvogur með 5000 íbúum — Árbæjarblettur með 5000 íbúum og Breiðholts- hverfi með um það bil 20.000 í- búum. -Ivers kyns tegundum húsa er að- allega gert ráð fyrir í þessum nýju hverfum? Þar verður um að ræða allar tegundir húsa, nema e. t. v. ekki háhýsi, sbr. 12 hæða húsin. Með- altekjufólk ræður helzt við fjöl- býlishúsin — raðhúsin eru strax dýrari. Annars eru kröfurnar hér til h sa og íbúða tiltölulega miklu meiri en víðast hvar annars staðar. í útreikningunum frá 1955 fara hér á fslandi 14 dag- laun á mánuði í húsnæði á móti 5 daglaunum í Svíþjóð. Hér þarf vissulega að kanna til hlítar hvort ekki megi lækka bygging- arkostnað með aukinni tækni og bættum byggingaraðferðum. Telur þú að sameina beri Reykjavfk, Kópavog og Seltjarn- arnes í eitt sveitarfélag? Nei, ég er á móti sameiningu þessara sveitarfélaga, en hitt er svo annað mál, að mjög nauð- synlegt er ð auka samvinnu milli þessara staða. Það er t. d. þannig, að sveitarfélagið Kaup- mannahöfn telur aðeins um 750.000 íbúa, en svokölluð Stór- Kaupmannahöfn þar sem útborg- irnar eru taldar með. telur á aðra milljón íbúa. Hvenær er þess að vænta að Ráðhúsið iái dagsin’ Ijós? Teikningum Ráðhússins er nú senn lokið og verður þá vor.jindi ekki langt að biða þess, að byrj- unarframkvæmdir hefjist. Hvernig lærðirðu að skrifa hana?“ „iÞað er nú keimlíkt venju- legri hljómsveitarútsetningu. Ég kynnti mér elektrónískar tón- smíðar, hljómplötur og segul- bandsupptökur af þeim og bar saman. Þetta var ægilega spenn- andi — það er eins og að nema Iand, þar sem enginn maður hef- ur áður komið. Maður hefur frjálsar hendur að velja og hafna og svo er líka hægt að skrifa á hefðbundinn hátt.“ „Og hvernig hljómar það?“ „Ja, ég heyrði einu sinni tón- verk eftir Gabrieli flutt á elekt- rónískan hátt, og einhver sagði, að það hljómaði einna líkast rússneskum karlakór á hafs- botni!” „Og þú útskrifaðist frá há- skólanum í Ulinois?" „Já, ég tók M.A. eða magist- erspróf." Tónlist framtíðarinnar. „Hvað heldurðu um elektrón- ísku músíkina? Álíturðu, að hún verði tónlist framtíðarinnar?” „Það er aldrei hægt að segja, hvað verður list framtíðarinnar. Elektróníska tónlistin hefur mikla, jafnvel óendanlega þró- unarmöguleika, en hún er enn á byrjunarstigi. Það má víst kalla þetta fæðingarhríðir, sem nú er verið að gera, þar er góð list innan um og saman við hreinan fíflaskap. En hún er sveigjanleg og margbrotin — viðbót við hefðbundið form, myndi ég segja, enda gilda Iík Iögmál f báðum tegundum. Við skulum taka píanóverk sem dæmi. Það er hægt að semja það á hefðbundinn hátt, en með því að nota elektróníska formið, er hægt að gera miklu meira. Til dæmis er hægt að snúa tón- unum við, taka bara enduróm- inn, sía allt niður í einn ákveð- inn tón, nota hreinar hljóðbylgj- ur, fá fram alls konar skrftin Hefur ekki endanlegt staðarval Ráðhússins verið f.kveðið? Á sínum tíma var samþykkt að staðsetja Ráðhúsið í og við norðurenda tjarnarinnar. Þeirri ákvörðun hefur ekki verið breytt. Á ReykjavíkurflugvöIIur að vera áfram á sama stað? Enginn vafi er á því, að Reykja víkurflugvöllur mun verða notað- ur enn um árabil. Þá ekki sízt fyrir innanlandsflugið. Ég tel hug myndina um flugvöll á Álftanesi fráleija. Sú mannvirkjagerð yrði afar dýr og þar að auki tel ég, að Keflavíkurflugvöllur sé ekki það Iangt frá Reykjavík, að ekki megi nota hann í utanlandsflug- inu. Hvaða áform eru uppi um skipulagningu Öskjuhlíðarinnar? Unnið er nú úr tillögum, sem fram komu í samkeppni meðal arkitekta á Norðurlöndum um '.kipalagningu Fossvogsins og þar á meðal Öskjuhlfðarinnar. Öskjuhlíðin er hugsuð sem gróð- urreitur og útivistarsvæði Reyk- víkingum ’ ánægju cg gleði. Jæja, Birgir, hvað er nú til í því að „fjárans borgarstjómar- fhaldið’ felli alla. tillögur minni hluta flokkanna? í fyrsta lagi má segja að tillög- ur minni hlutans eru æði oft eins og þær séu bornar fram til þess eins að bera fram tillögu. Oft er hér um að ræða tillögur um mál sem vitað er að eru í undirbúningi hjá viðkomandi borgarstofnun og verið er að vinna að — er því oft um hréinar sýndartillögur að ræða. Auðvitað koma fulltrúar hinna stjórnmálaflokkanna fram með athýglisvérðar húghiyndir. Gall- hljóðsambönd og enduróma." Hann útskýrir möguleikana af fljúgandi mælsku, gefur dæmi um þyt og blástur og romsar upp úr sér hátæknilegum skýr- ingum á elektrónum og hljóð- bylgjum, hávaðasíum og hljóð- gjöfum, þangað til mig er farið að snarsvima. „Þeir voru að biðja mig að skrifa grein um elektróníska tón list fyrir Vísi,“ verður honum að orði. „Já, biessaður gerðu það sem allra fyrst — þá losna ég við að útskýra þetta!“ „Það er heldur enginn hægð- arleikur.” „En segðu mér eitt, hafa ekki verið flutt verk eftir þig úti um allar jarðir?” „Nei, bara í Bandaríkjunum, Frakklandi og Þýzkalandi og eitthvað á Norðurlöndum. Ann- ars fylgist ég ekki vel með því sjálfur — ýmsir kunningjar mín- ir hafa fengið nótur hjá mér, en hvort þeir spila verkin oft eða þá alls ckki, veit ég ekki.“ Kennir í Barnamúsíkskólanum. „Hvenær komstu svo heim til íslands?" „Við komum í marz 1961“. „Og hvernig fannst ykkur að setjast hér að?“ Þorkell ypptir öxlum. „Hve- nær veit maður, hvort maður sezt einhvers staðar að eða ekki? Ég hugsa ekki svo langt fram í tímann.” „Það hlýtur að vera erfitt fyr- ir þig að geta ekkert sinnt elektrónísku tónsmíðunum?" „Já, óneitanlega. Það tekur alltaf vissan tíma að laga sig eftir kringumstæðunum. Ég er hræddastur við að trénast upp, þegar ég get ekki haldið mér i þjálfun." „Og þú ert alltaf að kenna?” „Ég kenni söngfræði og p[- anóleik í Barnamúsíkskólanum, tónlistarsögu og píanóleik í Tón- istarskólanum, en satt að segja veit ég ekki, hvort ég er nokk- ur kennari!" „Er það ekki sóun á dýrmæt- um kröftum eftir þetta langa og mikla nám? Þú hlýtur að vera einn af lærðustu tónlistar- mönnum íslands.” „Nei, það er nú of sterkt til orða tekið það eru margir, sem hafa lært mjög mikið. Og mér er ekki meiri vorkunn en ýmsum öðrum f þjóðfélaginu, sumi. háskólakennarar verða að stunda kennslu í gagnfræðaskól- um og kvennaskólum, og þann- ig gengur það oft.“ „Hvað heldurðu um framtíð- ina?“ Hann brosir bara. „Ég er svo upptekinn af nútíðinni, að ég hef hvorki tíma til að hugsa um fortíð né framtíð.” — SSB inn er bara sá, að varpað er fram tillögum, oft um stórmál, án greinargerðar, en aðeins tveggja daga frestur er til þess að kynna sér málið. Er þessum tillögum því oft vrað til borgarráðs til nán- ari athugunar. en það kalla þeir að „svæfa málið“. Hvað viltu segja að lokum, Birgir? í Rsykjavík hafa á undanförn- um árum átt sér stað stórkost- legar framfarir. Vaxandi borgarfé lag framkallar þó stöðugt ný við- fangsefni og er mjög mikilvægt, að við þau sé glímt með þeim sama framfara- og framkvæmda- hug, sem ríkt hefur til þessa h.iá yfirvöldum borgarinnar. Borgar- stjóm Reykja. íkur undir forysb Geirs Hallgrimssonar, borgar- tjóra, hefur o s;'”'* að henni er vel treystand' til að levsa hin erfiðustu mál til hagsmuna f>Tir borgarfélagið. HEIMDALLUR - * fólk ..é Franski fjöldamorðinginn Landru, sem margir munu minnast, hefur nú, mörgum árum eftir lát sitt, náð miklum vinsældum í Frakklandi — og má hann þakka það Francoise Sagan, sem hefur gert handrit- ið að kvikmyndinni um „af- rek“ hans. Svarta skeggið hans og skallann má sjá í flestum revý uni og fjölleikahúsum — og hafa vísur um hann, samdar af söngvaranum Charles Tren- et, náð sérstaklega miklum vin sældum. Hér er viðlagið, Iauslega þýtt, og getið þið svo dæmt um hvort þið hafið Iíkan smekk og Parísarbúar: Landru, Landru, skeggjaði skúrkur, sem hræðir börnin og tælir mæðumar. * Eins og öll önnur ríki hef- ur Monaco sinn þjóðsöng, en hann er svo sorglegur, að Rainer fursti. hinni sólríku paradís. Þess vegna hefur Rainer fursti pantað nýtt og fjörugt lag hjá amerísku tónskáldi. Hann segir brosandi: „Ég vona, að við fáum lagið svo fljótt að við getum leikið það í fyrsta skipti þegar við sætt- umst við de Gauile.“ ■4- De Gaulle. PRINS CARNEVAL hefur haldið innreið sina í Nice i Frakklandi. Á götunum er nú þyrping glaðra þátttak- enda, sem allir eru grímu- klæddir — og gangi maður um göturnar mætir maður mörgum þekktum mönnum, t. d. Krúsjeff, Adenauer og Macmillan. En de Gaulle forseta þarf enginn að búast við að mæta. Nef hans og reynd- ar allt andlitið er bannvara i Nice. Það er álitin móðgun við „höfuð þjóðarinnar“ að setja á sig höfuð þess — og getur sá sem það gerir átt á hættu að þurfa að greiðs 1900 króna sekt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.