Vísir


Vísir - 05.03.1963, Qupperneq 1

Vísir - 05.03.1963, Qupperneq 1
V BYRJAÐ Á TURNI HALLGRÍMSKIRKJU §J 1 í Nýtt aflamet í þorskanót ? i Þorskanótabátar eru á sjó S dag og sú spurning á margra vörum, hvort sett verði nýtt aflamet í nót | í dag. Bátar með þorskanætur og i þorskanet eru á sjó f dag og bíða margir með óþreyju frétta um j hvort einhverjir bátar komist í feitt eins og Eldborgin, Víðir II. og Skímir, en blaðið birti í gær frétt- ina um metafla Vfðis II. og afla Skirnis og þar áður Eldborgarinn- ar. Frá Akranesi eru 11-12 bátar á sjó í dag, en linubátar eru í landi. Langjökull lestar nú síld á Akra nesi til Sovetrikjanna og danskt skip er komið með salt. Losar það víðar við flóann. Grafið fyrir undirstöðum langhæsta turns á Islandi. PENINGAR FUKU / ÞUSUNDA TAU Lfkan fyrirhugaðrar Hallgrímskirkju. Síðastliðinn fimmtudag fuku ! nokkur þúsund krónur í peningum Ellefu starfshópar um einn launafkkk Ríkisstjórnin gengnr til móts við BSRB í gærkvöldi samþykktu báðir aðilar að kjaramálum B. S. R. B. að heimilt skyldi að birta til- lögur rikisstjómarinnar f heild um hækkun á einstökum starfs- mannaflokkum frá hinum upp- runalegu tillögum launanefndar ríkisstjórnarinnar. Birtast þær nú hér en hafa ekki áður verið birtar á prenti. Um einn launaflokk hækka eftirtaldir starfshópar: Afgreiðslumenn ÁTVR, sím- virkjar, lögreglumenn og fanga- verðir, bamakennarar, gagn- fræðaskólakennarar, framhalds- skólakennarar, menntaskóla- og kennaraskóiakennarar, vélstjór- ar og tæknifræðingar. Gagn- fræðaskólakennurum verður skipt í þrjá launaflokka í stað tveggja áður og flokkun skóia- stjóra er breytt yfirleitt til hækkunar. Það var á fundi samninga- nefndanna 24. febrúar s. 1., sem iaunanefnd ríkisstjórnarinnar bar fram þessar hækkunartil- lögur, en fyrst nú er heimilt að skýra frá þeim. Á samningafundi f gær með sáttasemjara náðist endanlegt samkomulag um tölu launa- flokka, að þeir verði 28 talsins. Framh. á bls. 5. frá konu nokkurri hér í Reykjavík. Kona þessi átti leið yfir Land- spítalalóðina í hvassviðrinu, sem þá var á. Er þangað kom opnaðist veski hennar skyndilega og áður en hún fengi rönd við reist hreif I stormurinn nokkur þúsund krónur J í seðlum upp úr veskinu og hurfu i þeir henni sýnum. Konan gaf sig þá á tal við starfsmenn f nýbygg- ingunni á Landspítalalóðinni, sagði hvernig farið hefði fyrir sér og bað þá að skyggnast um eftir peningunum með sér. Leit þeirra bar þó engan árangur og konan fór við svo búið án þess að segja til nafns eða heimilisfangs. Hins vegar fullyrtu mennirnir, sem við hana töluðu, að hún hafi verið út- lend, en vita þó ekki þjóðerni hennar. Síðan hefur það gerzt í málinu, að börn hafa fundið megnið af þeim peningum, sem fuku frá kon- unni, og komið þeim til rannsókn- arlögreglunnar. Nú biður rannsókn- arlögreglan konu þessa að gefa sig Framh. á bls. 5. 6 prestaköll laus: Tveir próhstar hætta prestskap Langhæsti turn á Islandi Hinn landskunni prófastur og fyrrum alþingismaður, séra Svein- björn Högnason, prófastur að Breiðabólstað í Fljótshlíð hefir sótt um lausn frá embætti í vor, 65 ára gamall. Hann mun þó ekki fiytjast úr byggðarlaginu heldur setjast að á nýbýli, sem hann hefir reist sér í Fljótshlíðinni. Annar prófastur, séra Jón Ólafsson f Holti í Önundarfirði, hættir einn- ig prestsskap í vor, 61 árs að aldri vegna vanheilsu. Auk Breiðabólstaðar og Holts hafa 4 prestaköll verið auglýst laus til umsóknar með umsóknar- fresti til 31. þ.m., Húsavíkurpresta kall, Hofsósprestakall, Miklabæjar prestakall og Desjamýrarpresta- kall. Prestskosning fór síðast fram á Húsavík á sl. ári með þeim sögu legu endalokum, sem margan rek ur minni til, að hinn nýkjörni prestur baðst undan veitingu er til kom. Presturinn, sem var á Hofsósi, séra Árni Sigurðsson, var kjörinn sóknarprestur í Neskaup- stað og er fluttur þangað. Prests- íaust hefir verið í Miklabæ í Skaga firði síðan sr. Lárus Arnórsson lézt og hefir prófasturinn á Hólum þjónað því kalli ásamt sínu eigin. Þá hefir einnig verið prestslaust á Desjamýri í Norður-Múlasýslu síðan séra Ingvar Vigfússon lét af prestskap þár, en Seyðisfjarðar- prestur þjónar kallinu. I þeim 6 prestaköilum ,sem hér hafa verið nefnd og laus eru til umsóknar, eru ,nýleg, steinsteypt prestsetur- hús ,sum aðeins fárra ára og góð. aðstaða fyrir presta að setjast þar að. Tuminn á Hallgrímskirkju í Reykjavík verður yfir 70 metra hár, langhæsti tum á íslandi og er ákveðið að byggja kirkjuna eftir útlitsteikningu Guðjóns Samúelssonar en Hörður Bjamason, núverandi Húsa- meistari ríkisins, fuilgerir teikn ingar af kirkjunni innanverðri. Ekki er nokkur vafi á því að Hallgrímskirkja verður sú b\gg "" ing, sem mest ber á í Reykja- vík þegar 70 metra turn er kom inn upp af Skólavörðuhæðinni, > og mun fáum, sem fara upp f^M þann tum, þykja mikið til koma| eftir það að horfa yfir bæinn af efstu hæð Hótel Sögu íi Bændahöllinni. „Nú er um tvær leiðir að velja“, sagði séra Jakob Jóns-] son sóknarprestur við Hall- grímskirkju, er Vísir átti tal viðj i - -iifipjin hann í morgun, „og mun sókn-F**^"^ arnefndin taka endanlega á-j kvörðun um það á fundi sín- um f kvöld hvor farin verður. Bygging Hallgrímskirkju er nú á því stigi að hægt er í beinu framhaldi af framkvæmdum við lcirkjuna nú að koma upp á tiltölulega skömmum tíma rúmlega 500 fermetra húsnæði, sem ekki raskast við síðari framkvæmdir". Séra Jakob út- skýrði sfðan að hann ætti við neðsta hluta turnsins, hliðar- álmurnar, sem sjást á mynd- inni af líkaninu, og væri þá unnt að messa þar þegar flytja þarf úr núverandi messusal. „Hin leiðin ,sem til greina Framh. á bls. 5. V I v

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.