Vísir


Vísir - 05.03.1963, Qupperneq 2

Vísir - 05.03.1963, Qupperneq 2
VÍSíR . Þriðjudagur 5. marz 1963. Innanhússkniaftspyrnan: Urslitin aeta orð- ið spennat Innanhússmót Vikings i knatt- spyrnu hófst að Hálogalandi í gær. Voru leiknir 7 leikir, flestir heidur veigalitiir, en tveir siðustu leikirnir voru allskemmtilegir, Ieikir milli Þrðttarllðanna og Fram og Víking. Víkingur-B vann Hauka-B með 5:4 i tilþrifalitlum leik, en A-lið IBK vann sfðan Val-B með sömu tölu í nokkuð llflegum en illa leikn um leik á eftir. skemmtileg viðureign, sem virtist lengi vel ætla að enda með sigri B-liðsins^ sem barðist mun betur. Undir lokin færði góður leikur A- liðsins jafntefli og tókst A-liðinu að sigra 7:6 eftir framlengingu. Var þessi leikur skemmtilegur og stund um nokkuð vel leikinn og má bú- ast við góðum árangri Þróttara í kvöld. Framarar voru í fyrri hálfleik i vandræðum með hina ungu Vik- inga, en í síðari hálfleik var ekki mikið um varnir af hálfu Víkings og enda þótt Víkingur leiddi 3:1 í hálfleik, vann Fram 5:3 og lék liðið oft fallega. Innanhússknattspyrna sem þessi er mikil skopstæling af Leikur KR-liðanna var sæmileg- ur á köflum og nokkuð spennandi siðustu sekúndurnar, því oft mun- aði litlu að A-liðinu tækist að jafna leika. B-lið KR bar þó sigur úr býtum og var reyndar óheppið að skora ekki meira en 4:3, því tví- vegis var t. d. skallað I stöng. Valur-A vann léttan sigur yfir Fram-B, en iBK-B vann Hauka með 6:5 í lélegum leik og virtist algjörlega undir hælinn lagt hvar boltinn lenti. Þróttur-A og Þróttur-B var Innanhússknattspyrna Víkings að Hálogalandi kl. 20.15. Keppa þá: Vik-A—ÍBK-A Valur-A—ÍBK-B KR-B—Fram-A Þróttur-A situr hjá. Sjaldgæft að iið sé skipað 400% af bræðrum, eins og hér hefur orðið raunin á. Það er b-Iið Fram með þá Birgi, Halldór og Þorgeir Lúð- víkssyni innanborðs. Þróttararnir háðu mikla baráttu innbyrðis. A-liðinu tókst að rétta sinn hlut og jafna 5 sekúndum fyrir leikslok og vann í framlengingu. knattspyrnu, en getur orðið all- spennandi. Eins og skýrt hefur verið frá í blöðum að undan- fömu, hefur gefið góða raun að „afgirða" innanhússvelli í knatt spyrnu með hálfsannars metra háum girðingum, en hér hefur þetta aidrci verið reynt. Bolt- inn lendir lika alit of oft úr leik og eyðileggur skemmtunina mikið. Dómarai; I gær voru mest þeir Gretar Norðfjörð og Danfel Benjamínsson. Tóku þcir á slnar herðar byrðar félaga sinna, sem ekki sáu sér fært að koma né boða forföll. Einn Icik dæmdi Einar Hjartarson, en fór við svo búið, enda átti hann aðcins að dæma þcnnan eina leik. „Ég hef á réttu a — segir Einur Hjarfarson Eftirfarandi greinargerð barst frá Einari H. Hjart- arssyni leikstjóra á sund- móti KR á dögunum, er Guðmundi Gíslasyni sinn- aðist við leikstjórann. — Þykir okkur sjálfsagt og rétt að birta hans sjónar- mið, sem hér fer á eftir. Vegna aðdróttana þeirra, sem ég hef orðið fyrir á íþróttasíðum Morgunbjaðsins, Vísis og Alþýðu- blaðsins, um að ég hafi fellt rang- an úrskurð varðandi niðurröðun keppenda á brautir á sundmóti KR, sem haidið var fimmtudaginn 28. febr. s. 1. óska ég að taka fram eftirfarandi og sýna fram á með rökum, að ég hafði á réttu að standa. Frá því fyrst að keppni hófst I Sundhöll Reykjavikur, hefur það verið venja að færa saman kepp- endur 1 riðlum, ef vanhöld hafa verið það mikil að slíkt hafi verið hægt. Eins og allir vita, sem horft hafa á sundmót, ep ekki hægt að bjóða upp á að láta 1 eða 2 menn synda I riðli ef hægt er að fylla riðilinn, og í öðru lagi þá er að- staða fyrir áhorfendur I Sundhöll- inni þannig, að óverjandi er að gera sér leik að því að halda þeim fáu áhorfendum, sem ennþá sýna þann áhuga að horfa á sundmót, lengur en þörf krefur I þeim hita, sem þar er. Þá hefur einnig tíðkazt, til hag- ræðis fyrir áhorfendur, að láta efsta mann á skránni I viðkomandi sundi, synda á fyrstu braut, næst efsta á annari braut o. s. frv. Með þvl geta áhorfendur fremur áttað sig á hver syndir á hverri braut. Að vísu er þetta ekki lögum sam kvæmt, því samkv. 22. gr. Sund- reglna S. S. 1., er skylt að láta keppendur draga um brautir. Þó mega sundstjórar félaganna annast það hver fyrir sína keppendur. Á sundmóti KR var mótmælt þ*ssum hætti, sem hafður hefur verið um skipan á brautir þegar riðlar eru sameinaðir. Ákvað ég þá samstundis að láta keppendur draga um brautirnar, hvað þrír af keppendunum gerðu, en sá fjórði, okkar ágæti sundmaður og sund- ráðsmaður úr ÍR, Guðmundur Gísla son, neitaði og krafðist að fá að synda á annarí braut, þar sem hann hefði beztan tima keppenda og ætti þar af leiðandi rétt á betri brautinni. Þetta gat ég ekki fallizt á, enda hef ég öll þau ár, sem ég hef fylgzt með og starfað fyrir íþróttirnar, talið að I keppni ættu allir að standa jafnt að vfgi og er mér ekki gruniaust um, að flestir forustumenn íþróttanna hafi sömu skoðun. Þegar Guðmundur fékk ekki vilja sínum framgengt, kvaðst hann ekki keppa I sundinu, en við bví gat ég náttúrlega ekkert gert. Ég vil geta þess hér, að hann bar fyrir sig alþjóðareglur I sundi, sem samþykktar voru I Róm 1960 og gilda til ársins 1964. Fyrir okkur fslendinga gilda þær aðeins í al- j bjóðakeppnum eða landskeppnum, þar sem þær hafa ekki verið gefn- ar út eða samþykktar af Sundsam- bandi fslands sem okkar reglur. Sú lagagrein, sem Guðmundur ætlaði sér að hanga I, er nr. 62 og segir þar að draga skuli um brautir I undanrásum, svo og ef ekki fari fram undanrásir, þá skuli einnig draga um brautir i úrslitasundinu. Sem sagt, það er aðeins hægt að raða keppendum niður á brautir I úrsiitasundi eftir tímum, ef fram hafa farið áður undanrásir. Þetta segja alþjóðareglurnar. Nú hefði mátt ætla að Guð- mundur hefði tekið.saman pjönkur sínar og horfið frá allri keppni á mótinu, þar sem áð hans áliti höfðu verið freklega brotnar á hon um leikreglur. Nei, svo var ekki. Hann synti í þremur sundum, sem hann var skráður I, og I öllum sundunum synti hann á annari braut, en á þá braut setti hann sig sjálfur, þegar raðað var niður í keppnina, og ekki nóg með það, heldur sýnir hann KR þá lftilsvirð- ingu að vilja ekki taka á móti verðlaunum úr hendi formanns KR, Einars Sæmundssonar. Þess má og geta, ^að þeir Sigurður Sigurðsson (Akranesi), sem. nú keppir fyrir fR, og Þorsteinn Ingólfsson, sýndu sama skort á háttvlsi, en þeir kepptu ásamt Guðmundi I boð- sundssveitinni. Ég vil skjóta þvf inn hér til stjórnar Sundsambandsins, þar sem upplýst hefur verið að Sundráð Reykjavíkur hefur alvarlega brotið sundreglurnar með því að mismuna keppendum, hvort ekki væri rétt að sveigja stefnu sundráðsins inn á brautir réttu megin við lög og reglur. f sambandi við skrif þau, Framh. á bls. 3. HJÁLP í VIÐLÖGUM Rauða krossdeild Reykjavíkur býður bæjarbúum ókeypis námskeið í hjálp í viðlögum, sem hefst n.lc. fimmtudag í Heilsuverndarstöðinni. Innritun I dag og á morgun í síma 14658 kl. 1—5 e. h.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.