Vísir - 05.03.1963, Síða 8
8
V í S i R . Þriöjudagur G. marz 1963.
iu&':
VÍSIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteirisson.
Fréttastjóri: Þorsteinn ó.' Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði.
í lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur).
Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f.
Ósigur framsóknar í Iðju
Framsóknarmenn fengu verðuga hirtingu í Iðju-
kosningunum s. 1. laugardag. Þeir báru fram sérstak-
an lista sem miðaði að því að fella stjórn Sjálfstæðis-
manna í félaginu. Allt sem þeir uppskáru voru 218
atkvæði, en Sjálfstæðismenn fengu 851 atkvæði.
Iðjufólk hefur látið skoðun sína á valdabrölti
framsóknarmanna eftirminnilega í Ijós. Sjálfir geipa
framsóknarmenn mjög af því að þeir séu að vinna
fylgi í Reykjavík. Bezt sést á þessum tölUm hve frá-
leitt það er. Enda þarf enginn að furða sig á því.
Framsóknarflokkurinn hefir enga þá stefnu er til
framfara horfir, hvorki fyrir iðnverkafólk eða aðra
landsmenn. Höfuðmarkmið flokksins er að komast i
valdaaðstöðu, svo hann geti makað krókinn og feng-
ið foringjum sínum bitlinga. En íslenzkur almenning-
ur hefur lítinn hag af slíkri stefnu.
Og allra sízt munu Reykvíkingar ljá þessum
flokki fylgi. Hann hefir allt frá stofnun sinni barizt
gegn hagsmunum höfuðborgarinnar og allra þeirra sem
í bæjum búa, Hann hefir alið á tortryggni fólksins
í dreifbýlinu gagnvart bæjarbúum, og á þann hátt
reynt að afla sér kjörfylgis í sveitum. En slík stefna
er ekki farsæl og hún mun leiða til þess að framsókn-
arflokkurinn verður æ einangraðri minnihlutaflokk-
ur.
Vanfc>ekking á alþjóðamálum
Enn heldur Tíminn áfram að fjasa um EBEmálið.
Nú vill blaðið draga þá ályktun af leiðara Vísis, þar
sem rætt var um hið nýja sjálfstæðishugtak í sam-
skiptum þjóða, að Sjálfstæðisflokkurinn sé óðfús að
útvega útlendingum hér atvinnuréttindi og opna land-
ið fyrir erléndu fjármagni!
Tíminn hefir óft verið barnalegur í skrifum sín-
um, en slíkar ályktanir keyra um.þverbak. Liklega er
gripið til svona ósanninda vegna þess að nú er ekki
unnt að segja að Eysteinn og Helgi Bergs hafi verið á
móti aukaaðild. Það er ekki nema hálfur mánuður
siðan Vísir sannaði með tilvitnunum í ræður þeirra
beggja að þeir gerðíi báðir skóna að aukaaðild.
Framsóknarmenn vita það ofurvel, að þjóðir ver-
aldar hafa nú horfið frá þeirri sjálfstæðishugmynd,
sem fyrir öld tíðkaðist, vegna stóraukinna samskipta
sinna hver við aðra. En að það þýddi glötun sjálfstæð-
isins hefir víst engum dottið í hug nema Tímaritstjór-
Þeir þurfa greinilega að lesa sér betur til í al-
þjóðamálum en þeim hefir tekizt hingað til.
Saga hermannsins
-x
eftir
Igor
Stravinsky
Tjað eru að minnsta kosti
" fimmtán ár síðan fyrst kom
til tals að flytja Sögu hermanns-
ins hér á landi. Þetta verk
Stravinskys hefur notið al-
mennra vinsælda í flestum menn
ingarlöndum um áratugi, og er
ekki ofsögum sagt, að mikið
skarð sé i þroska og þekkingu
þess músíksafnaðar sem ekki
hefur komizt í tæri við það, einu
sinni eða oftar. 1 því felast i
rauninni lyklar að flestu sem
máli skiptir í evrópskri músík
þessarar aldar, og þeir eru sett-
ir fram í það skýrum og ein-
földum búningi, að allir sem
eitthvað nenna á sig að leggja,
eiga að greiða leið. Sögu her-
mannsiris samdi Stravinsky ár-
ið 1918, eða á síðustu mánuðum
heimsstyrjaldarinnar fyrri. Fram
að rússnesku byltingunni 1917,
var, Stravinsky, sterkrík-
ur landeigandi, sem litlar eða
engar áhyggjur : hafði af- efna-.
legri- afkomi .sinni. ’En. þyltingi
armenn gerðu eignir hans vita-
skuld upptækar, og stóð hann
nú uppi slyppur og snauður, í
landi þar sem hann hafði tak-
markaða afkomur.iöguleika,
Sviss, og allt I kring logaði
Evrópa blóðugra bardaga. —
Fransk-svissneska skáldið Ram-
uz, sem hafði þýtt rússneska
texta nokkurra eldri verka Strav
inskys, var einn af nágrönnum
hans og beztu vinum. Ramuz
átti ekki síður við afkömuerfið-
leika að stríða, en svo mun hafa
verið ástatt fyrir flestum þeim
listamönnum, sem í þann tíma
dvöldu við hið dáfagra Genfar-
vatn. Þeir Stravinsky og Ramuz
fengu nú þá hugmynd, að stofn-
un og rekstur ferðaleikhúss,
sem flytti sameiginleg verk
þeirra, myndi ef til vill reynast
drjúgur gróðavegur. Skyldi leik-
flokkurinn skipaður fáum leik-
urum og hljómlistarmönnum,
allur sviðsbúnaður hafður sem
einfaldastur og ódýrastur, og
verkunum þeirra væntanlega
sniðinn stakkur eftir þeim vexti.
En fé til að hefja fyrirtækið.
og sjá þeim félögum og fjöl-
skyldum þeirra fyrir lífsnauð-
synjum, meðan þeir semdu
fyrst: viðfangsefni flokksins lá
svo sannarlega ekki á lausu, og
fóru þeir bónleið frá dyrum
rr.argra nafntogaðra peninga-
manna. En loks höfðu þeir upp á
einum dándismanni ósfnkum og
hét sá Werner Reinhart og bjó í
Winterthur, og var eflaust gvð-
ingur, eins og allir aðrir raun-
góðir listvinir nútímans. Lofaði
Stravinsky ásamt sonum sínum og dóttur í Morges, Sviss árið 1915.
Soulima (fæddur 1910) á baki hans, Theodore (1907) og dóttirin
Ladmilla (1909—’38).
hann að leggja til nægilegt fé til
að hleypa fyrirtækinu af stokk-
unum, og er það honum að
þakka, að þeir Stravinsky og
Ramuz hófu að skrifa niður
Sögu hermannsins, í ársbyrjun
1918.
Tjetta kostulega leikhústón-
verk, sem að músikölsku
innihaldi sneiðir öllu fremur
nærri samskrapsstíl kabai otts-
ins. og hefur verið útþynnt átak
anlega í höndum hæfileika-
sriauðra eftirapa, rekur bók-
mennlegt efni til rússneskrar
þjóðsögu. Þjóðsögu sem reynd
ar er til i íeð ýmsum tilbrigðum
í flestum löndum, sagan af þeim
sem lætur djöfulinn eftir sál
sína, í skiptum fyrir vizku og
veraldlegan auð. Hlutverk leik-
ara eru fjögur, hermaðurinn,
prinsessan, fjandinn og þulur
sem lýsir atburðarásinni og ger-
ir í sífellu spaklegar athuga-
semdir, er í aðra röndina tals-
maður höfundanna sjálfra. Hljóð
færi hljómsveitarinnar eru sjö,
klarinett, fagott, cornett (eða
trompétt), básúna, fiðla knntra
bassi og all viðami' > slagverk.
Þessi sjö hljóðfæri, búa í sam-
einingu yfir eins miklu tónsviði
og blæbrigðamöguleikum, og
nokkur jafn fá geta ' gert. En
þeir möguleikar dygðu skammt
.ef þeir væru ekki teknir slíkum
meistara tökum og raun ber
vitni, Rithátturinn fyrir þau er I
rauninni mjög einfaldur og nátt
úrlegur, og er hvergi reynt að
pína inn á þau tónbrigðum, sem
ekki eru í fyllsta samræmi við
eðli þeirra og byggingu. En smá
snilldarbrögð við sambeitingu
þeirra ráða úrslitum f litríkum
framgangi tónbálksins. Heildar
músíkform sögu hermannsins, er
einskonar svíta, eða lagaflokkur,
þar sem hver kaflinn, ólíkur
að innihaldi og stil rekur annan.
H»n fyrir einhvern furðumátt,
sem er ógjörningur að skýra nið
ur I kjölinn, tekst Stravinsky
að gera úr þeim eina órjúfandi
og sterka heild.
Já, Saga hermannsins er ein-
kennilegur samsetningur. Við
heyrum I henni marsa, valsa,
skrumskælda sálma og jazzstæl-
ingar, sem sagt kabarettinn upp
ljómaðan i allri sinni dýrð. En
undir kynlegu yfirborði, býr
djúp alvara og tímabær, dálitið
óþægilegur boðskapur. Sá boð-
skapur á erindi til okkar allra.
sem fljótum sofandi að feigðai
ósj, blindaðir af stundlegri vel-
gengni sildarársins, og aftur-
ganga heimstyrjaldaririnar Iem-
ur fótastokkinn á bæjarþekj-
unni. Eða má kannski sjá í hon-
um sjálfsgagnrýni Stravinskys,
sem stundura rótti mannoni
gamla einn fingur, en n. b. al-
drei höndina alla? En hvernig
skyld þeim gróðrabrallsmönn-
um, sem 1918 gáfu listinni langt
nef, og gerðu þar með.sitt til
að herða á sigurgöngu andskot-
ans, líða undir siðferðispredik-
un Sögu hermannsins? Nei sú
manntegund situr ví_t með lok-
uð augu og eyru, þá sj Idan
hún lætur sjá sig í leikhúsi.
Framhald á bls. 10.