Vísir - 09.03.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR . Laugardagur 9. marz 1963.
5
Ég hef haft —
Frh. af bls. 4.
— Hefurðu komið í mörg
þinghús?
— Ég held eitthvað 12 eða
13 alls.
— Hverra erinda fórstu suð-
ur á Möltu?
— Við höfðum þar alþjóða-
þing kennara árið 1951. Ég fór
á þeim árum hingað og þangað
á þessi þing, enda var ég í
stjórn samtakanna um tíma.
— Var ekki fróðlegt og gam-
an að vera á þessum alþjóða-
þingum?
— Jú, það er skemmtilegt að
taka þátt í alþjóðlegri sam-
vinnu. Það er framtíðin, og
brœðralagið um alla jörð er
hugsjón kristindómsins.
— Já, nú hlýt ég að spyrja
þig einnar spurningar. Hvers
vegna hefur þú ekki farið út í
prestskap til þess að prédika
fyrir lýðnum?
— Margar ágætar auglýsing-
ar eru í Vísi, og ein nýlega um
6 laus embætti. En heldur þú,
að margir vildu hlusta á mig
ótilneyddir? í skólanum er það
skylda og þannig hef ég líka
marga áheyrendur í hverri
viku. þegar ég flyt svipað mál-
efni og kennimenn hafa með
höndum. En annars eru mínir
áheyrendur góðir, og æskan
gefur ekki síður gaum að krist-
indómnum en þeir eldri, ef hún
fær hið rétta tækifæri, svona
yfirleitt.
— Samt finnst mér, að þú
ættir líka að stíga í stólinn.
— Ekki er loku fyrir það
skotið, geri það einstöku sinn-
um. Ef þér er ánægja að vita
það, þá messaði ég þrisvar á
írlandi síðastliðið sumar, og
tvær guðsþjónustur hef ég haft
í skíðaskála hér uppi í fjöllum
nýlega.
— Hvenær tókstu annars
prófið? Lastu ekki guðfræðina
með kennslustarfinu í Kennara-
skólanum?
ráða. Þetta er bakhlið kistilsins með nokkrum dýra-
myndum. Á hliðunum eru sérkennilegar geometriskar
myndir.
Sú sögn fylgir kistlinum, að það hafi verið sjálfur
Guðbrandui Þorláksson biskup, sem skar hann út.
Vitað er af öruggum heimildum, að herra Guðbrandur
var hinn mesti hagleiksmaður og varði mörgum
stundum við útskurð. Ekki er þvi ástæða til að rengja
að hann hafi gert þennan kistil, þó sönnun sé ekki til.
Miðaldalist —
J^REKAR eru vinsælasta dýrið í útskurði miðald-
anna. Taka þessar fornaldarófreskjur á sig hin
margbreytilegustu myndir, en eru oft æði ferlegir.
Hér sést enn ein drekamyndin. Það er snilldar
handbragð á þessari spónaöskju. í henni hafa spari-
spónarnir verið geymdir og fær askjan á sig nokkuð
lag af þeim tilgangi. Gúlarnir eru utan um spón-
blaðið. En heildarmyndin skapar ferlegan dreka með
öllum tilbrigðum tréskurðarlistarinnar.
HÉR sést hlið á einum kistli á sýningunni. Hann er
mjög athyglisverður fyrir það, að stíllinn á hon-
um er allt annar en á öðrum gripum. Það er eigin-
lega ekki hægt að flokka þetta undir neinn stfl'. Höf-
undurinn virðist aðeins hafa látið eigin hugmyndaflug
Framhala af bls. 9.
flóknar samsetningar í þeim. Hér sést t. d. gafl á lára.
Stólparnir á honum eru sérkennilegir. Hver stólpi er
drekahaus, og er drekinn að gleypa mann. Þetta mótíf,
maðurinn í drekakjaftinum er á fleiri gripum og er
talið að þær stafi frá sama manni, eins og hann sé
að mynda tréskurðarskóla með þessu.
— Jú, að sjálfsögðu. Ég er
víst ungur guðfræðingur, þó ég
sé byrjaður að safna árum. Mér
fannst ég alltaf eiga þetta eft-
ir. Ég gat ekki stillt mig um
að herða á þessu námi. Próf-
inu lauk ég 1950.
— Hvað ertu búinn að kenna
lengi við Kennaraskólann? Er
ekki æfingakennslustarfið frek-
ar erfitt?
— í vor verða það 23 ár.
Kennsluæfingarn'ar hefur alltaf
skort viðunanleg skilyrði frá
upphafi skólans til þessa dags,
' þó að flestir viðurkenni, að
þær eru eitthvert þýðingar-
mesta nám í Kennaraskólanum.
En það er gaman að geta orðið
ungum kennurum að því liði, þó
að starfsskilýrðin séu léleg,
sýna þeim leiðina og stæla í þá
kjark og öryggi með vaxandi
æfingu. Nemendur taka gagn-
rýni okkar líka með þökkum og
vilja heyra sem bezt það, sem
við æfingakennarar viljum leið-
rétta. Fullgildan æfingaskóla
vantar okkur tilfinnanlega.
Hann hefði átt að vera kominn
fyrir löngu.
— Ert þú ánægður með nú-
verandi skólakerfi og stefnu f
skólamálum?
— Næstum því móðgandi
spurning. Mörg átök hafa að
vísu verið gerð undanfarið til
framfara. En skólasagan hefur
eiginlega alltaf sýnt það, að
. skólarnir eru seinir til að sinna
nýjum hlutverkum á breyttum
tímum. Og nú breytast.þeir ört.
Ég tel það misskilning, að við
getum stytt námstrma æskunn-
ar. Starf æskunnar er að læra
og búa sig undir lífsstarfið. En
unga fólkið þarf að kynnast
miklu fleiri hlutum og prakt-
iskari en'nú. Og margar okkar
námsbækur og jafnvel náms-
greinar eru orðnar tilfinnanlega
á eftir tímanum, en aðrar bíða
og fá varla inngöngu. Okkur
vantar margs konar bækur,
skemmtilegar og fróðlegar í
einu. Ég er ekki að tala um, að
ríkisútgáfan eigi að sjá um
þetta allt. Enda sé ég ekki, að
það sé þörf á að gefa fólki
námsbækurnar eins og nú er
komið, en selja þær ekki.
Vegna þessá fyrirkomulags er
færra prentað af bókum fyrir
skólanemendur en annarsmundi
vera, að margra áliti.
— ggs-
Styrkjum
Ekknusjóðinn
Á morgun verður hin árlega
merkjasala Ekknasjóðs íslands.
Sjóðinn stofnaði fyrir nokkrum
árum sjómannskona ein með á-
hættuþóknun þeirri, sem mað-
ur hennar hafði fengið greidda
á styrjaldarárunum, en hún
heimti hann heiian heim af lraf-
inu.
Markmið sjóðsins er að
styrkja ekkjur og munaðarlaus
börn. Hefir nokkrum sinnum
verið veitt fé úr sjóðnum, en
miklu gildir að hann sé efldur
svo meir verði hægt að veita
úr honum. Veitt er úr sjóðnum
um land allt.
Nú heita forstöðukonur sjóðs
ins á aila góða landsmenn að
bregðast vel við bónum um f jár
framlög og að allir kaupi merki.
Þau verða afgreidd í Sjálfstæð-
ishúsinu uppi frá kl. 9 á morg-
un. Foreldrar eru beðnir um að
leyfa börnum sínum að koma
og selja merki. svo bátttakan
í sölunni verði sem alnrennust.
Auglýsid í VÍSI
Syngur í Sjálfstæðishúsinu
Bandaríski söngvarinn Marcel Achille hefur sungið í Sjálfstæðishusinu
að undanförnu og fengið frábærar undirtektir hinna mörgu gesta húss-
ins, sem komið hafa til að skemmta sér og hlusta á söngvarann. Hann
syngur vinsæl lög, sem allir þekkja, sígild og skemmtileg. Marcel
Achille er ráðinn til að syngja í Sjálfstæðishúsinu út þennan mánuð.
Marcel býður ykkur velkomin í Sjálfstæðishúsið í kvöld.
Sjónvcirp —
f Framhald af . bls. 1.
fallegar. Auk þess sést
víðar til sjónvarpsstöðv
arinnar og hefur blaðið
haft fregnir af því, að
sjónvarpsmyndirnar sjá
ist alla leið austur að
Selfossi
/
T
AFTUR ÚR
MENNINGARÞJÓÐUM.
Eitt það þýðingarmesta við
þetta sterkara sjónvarp frá
varnarliðinu er að það mun e. t.
v. verða til þess að knýja rétta
aðila til að veita þjóðinni ís-
lenzkt sjónvarp. En á síðustu
árum hefur það undarlega á-
stand skapast að íslendingar
sem þó vilja telja sig menning-
arþjóð hafa einir evrópskra
menningarþjóða dregizt alger-
lega aftur úr og eiga ekki sitt
þjóðlega sjónvarp. Er þetta nátt
úrlega allsendis óviðunandi,
þegar þess er gætt að upplýst
hefur verið að stofnun sjón-
varpsstöðvar muni ekRi kosta
meira en 12—15 milljónir króna
eða álíka og tveir fiskibátar.
EVRÓPSKA- EÐA
ÁMERÍSKA KERFIÐ.
En það er einnig annað sem
verður mjög tfmabært með
eflingu varnarliðsstöðvarinnar,
það er að ákvörðun verði tekin
um það, hvaða tegund sjön-
varps verði tekin upp hér á
landi, þegar íslenzka sjónvarpið
byrjar. Það er orðið mjög brýnt
verkefni að þessi ákvörðun
verðj tekin, ef það á ekki að
hafa í för með sér, að milljóna
verðmæti verði kastað í súg-
inn vegna þess að almenningur
kaupi ranga tegund sjónvarps-
tækja.
Það er staðreynd að tíðni
sjónvarpsstöðva er mismunandi
í Evrópu og Ameriku. Tækni-
sérfræðingar telja það alveg
vafalaust, að Islendingar hljóti
að taka upp evrópska kerfið,
sem er 25 myndir á sekúndu
og kemur það til af því að raf-
magnsstraumur hér á landi
sem í Evrópu er 50 rið. 1
Bandaríkjunum er hann hins
vegar 60 rið.
HÆTTA Á
MIKLU TJÓNI.
Nú er ástandið þannig, að
þeir sem kaupa sér sjónvarps-
tæki til að horfa á myndirnar
frá Vamarliðinu kaupa ame-
rísku gerðina. Þau tæki munu
verða einskisnýt nema með
mjög dýrum breytingum til að
horfa á sjónvarp með evrópska
kerfinu og þvl myndi það þýða
mikið eignatjón fyrir eigendur
þeirra, þegar íslenzk sjónvarps-
stöð með evrópska kerfinu
hæfi starfsemi.
Það er talið að nú þegar hafi
Reykvíkingar keypt 800 sjón-
varpstæki flest þeirra með
ameríska kerfinu, en nú þegar
stöðin er orðin svo öflug er
vafalaust að hundruð ef ekki
þúsundir nýrrar sjónvarpsnot-
enda munu bætast við. Til þess
að forða öllu þessu fólki frá
stórfelldu tjóni, er nú orðin
bráð nauðsyn að forráðamenn
taki hið bráðasta ákvörðun um
það, hvort sjónvarpskerfið eigi
að nota.
BREYTINGAR
Á TÆKJUM.
Ef þeir tækju þá ávörðun að
nota evrópska kerfið sem likleg
ast er, væri það auðvelt fyrir
almenning að fá sér evrópsk
tæki og gæti það með litlu við-
bótartæki, sem kostar um 2
þúsund krónur notazt við þau
til að horfa á ameríska sjón-
varpil þangað til Islenzkt sjón-
varp tekur til starfa. Stað-
reyndin er að það er miklu auð-
veldara að breyta evrópsku
tækjunum en þeim amerfsku.