Vísir - 09.03.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 09.03.1963, Blaðsíða 6
6 V1S IR . Laugardagur 9. marz 1963. Kve Börn hafa alltaf leikið sér Leikföng. Hvað eru leikföng? Eru þau nokkuð annað en fá- nýtt dót, sem gert er handa börnum, þeim til dægrastytt- ingar? Skyidu margir hafa hugsað út f það, að með þvi að athuga leikföng barna frá liðnum öld- um má oft fá góða mynd af siðum og háttum hins liðna tíma? Við sögurannsóknir hefur fundizt mikið af leikföngum. Frá gömlu Babylon eru til ala- bastursbrúður með hreyfanleg- um handleggjum. Hvorki Ass- yriumenn eða Egyptar hafa lát ið eftir sig nokkrar frásagnir um leikföng en á rismyndum má sjá skopparakringlur og brúður. Egypzku brúðurnar eru ekki sérlega fallegar. Bolurinn er illa mótaður og andlitið mjög gróf- gert. Það eina sem er vel gert er hárið — stolt Egyptanna. 1 Egyptalandi hafa einnig fundizt ýmis konar hreyfanleg trédýr, t.d. Nílarkrókódíll, sem opnar ginið þegar togað- er f snúru. Á grfskum keramálverkum eru myndir af börnum að leik, m.a. börnum, sem notuðu prik fyrir hesta og eru það fyrir- myndirnar að sfðari tíma reið prikum barna. • Rómverjarnir komu fyrstir með brúðuhúsin og voru þaú mjög vel gerð. Húsgögnin í börn hafa tæplega fengið að leika sér að þeim — aðeins horfa á þau. Brúður sýna tízkuna. Ensk og frönsk brúðuhús voru á þessum tímum stórkost- leg. Allt var nákvæm eftirlíking af þeirra tíma húsum og í hús- unurp bjó fínt ,,fólk“. Brúðurn- ar vóru ekki einungis ætlaðar börnum. Þær voru þeirra tíma tízkusýningadömur og herrar og voru sendar til heldra fólks- ins til að kynna því tízkuna — klæddar í frakka, föt, kjóla, skó og með skartgripi. 1 dag er verið að fárast yfir byssum og öðrum eftirlíkingum af vopnum sem bömum eru gefin. En þetta er ekki nýtt fyr- irbrigði. Áður fyrr voru börnum gefnar fallaxir til að háls- höggva með litlar fallegar brúð- ur. Tii er bréf frá Goethe til móður hans þar sem hann biður hana að senda börnum hans litlar fallaxir. En hún var nú ekki á því að gefa börnunum morðtæki, sér til dægrastytt- ingar. Börn hafa alltaf leikið sér. 1 dag heyrir maður eldra fólk vera að tala um hve mikið börn nú til dags fái af leikföngum — það hafi nú verið eitthvað annað í þeirra ungdæmi. En hverjir eru það, sem gefa börn- unum leikföngin? Eru það ekki einmitt hinir fullorðnu? Og börnin eru áreiðanlega ekkert ánægðari með öll dýru og fínu leikföngin en afarnir og ömm- , urnar voru með leggina og skeljarnar. Hafið þið séð sælara andlit en þegar stóri bróðir rennur af stað niður brekkuna í „bílnum“ Dönsku sendiherra- hjónin erlendis 11. mnrz Danska sendiráðið tilkynnir, að vegna dvalar sendiherrans og sendiherrafrúarinnar erlend- is verði að þessu sinni engin móttaka í sendiráðinu á afmælis degi Hans Hátignar, Friðriks konungs IX., þann 11. marz n.k. sínum sem hann hefur sjálfur búið til úr eplakassa og hjólun- um undan barnavagninum hans litla bróður? Fara íslenzk skip — Framhald -.1 bls. 1. norskum aðilum, og eru sum hagstæð en önnur ekki, eins og gengur. ísienzk skip mega til dæmis ekki veiða fyrir innan tólf milur, frekar en önnur er- lend skip, en hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu, að þau leggi á land afla, sem þau fengju. Það er aðeins afli af einni tegund erlendra veiði- skipa, sem óheimilt er að leggja á land: Fiskur af togurum má ekki koma þar á land. Otgerðarmaður sá, sem hug hafði á að senda skip sitt á síid armiðin við Noreg, mun ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um, hvað gera skuli. Það gerir alla aðstöðu erfiðari, ef veiða verður utan 12 mílna frá grunnlínum, en að auki bætist það nú við að þessu sinni, að það er sáralítill síldarafli við Noreg, svo að ekki er fýsilegt að fara þangað að sinni. En um það, sem sfðar kann að verða, skal engu spáð. Um hagnýtingu síldaraflans, sölu síldarinnar o markaðsmöguleika - Hvað gerði SÍS - Auðvelt a vera vitur eftir á. Sfður og mjög kvenlegur kvöldkjóll frá tízkukónginum Balmain. Og liturlnn — að sjálf sögðu tfzkulitur sumarsins, hvítur. Þessi fallega Diorkápa, er eins og margar aðrar kraga- laus, þótt hún Iftl ekki út fyrir það á myndinni. Kraginn er á ermalausum kjól sem fy’gir kápunni, en hvort tveggja er úr ljósleitu ullarjersey. þeim voru listavel gerð úr kop- ar. Tindátar. Á miðöldum var leikföngum ekki mikill gaumur gefinn. Menn voru þá mjög hagsýnir og álitu að börnin gætu varið tímanum til einhvers betra en leikja. Frá riddaratímanum eru aft- ur á móti til heilir herir af tin- dátum, §em drengir léku sér að. Eru þeir góðar heimildir um vopn hermannanna og klæðnað þeirra á þessum tímum. Leik- föng stúlkna voru aftur á móti ekki sérlega skemmtileg. Þær urðu að láta sér nægja ljótar leirbrúður. Brúðuhús. Það var fyrst á 16. öldinni sem einhver skriður kemst á leikfangagerð. Handiðnaðar- menn sáu, að það gat verið arðvænlegt að búa til leikföng handa börnum heldri manna. Vegna hinna ströngu ákvæða um atvinnugreinar unnu marg- ir handiðnaðarmenn að sama brúðuhúsinu trésmiðurinn sá um allt tréverk, jámsmiðurinn um alla járnsmíði, vefarinn óf gluggatjöld og áklæði og málar inn lagði sfðustu hönd á verkið. Og brúðuhúsin voru nákvæm eftirlíking af tízkunni. Brúðuhús endurreisnartíme- bilsins voru heil listarverk. Það er þvf ef til vill ekki alveg rétt að kalla þau leikföng, því að p: s 1 ATJÁN mál voru á dagskrá í Sameinuðu þingi í gær, en aðeins tvö fengu afgreiðslu, annað um fornleifarannsóknir í Reykholti og hitt um hagnýt- ingu og vinnslu síldaraflans. Menn voru samþykkir tillögu Benedikts Gröndals um að taka þyrfti fullt tillit til þeirra forn- leifa, sem j»r væru, þegar end- urnýjaður yrði húsakostur á staðnum. Hins vegar urðu skiptar skoð anir um tillögu sem flutt var í fyrri viku af Helga Bergs (F) og fjallaði um hagnýtingu Suð- urlandssíldar. Deildi hann þá á ríkisstjórnina fyrir -lælega for- göngu f að fara inn á nýjar brautir í vinnslu síldar en hrós- aði jafnframt aðgerðum SÍS, f þess'um málum. Svaraði Gylfi Þ. Gíslason viðskiptaráðherra ræðu Helga með nokkrum orð- um, og urðu þessi orð ráðherr- ans til þess að Lúðvík Jósefs- son, Gunnar Jóhannesson og Eysteinn Jónsson lögðu orð f belg, þegar mál þetta var aftur tekið fyrir í gær. j IJDVlK taldi í ræðu sinni, að þrátt fyrir stóraukinn síld- arafla á sfðustu árum, hefðu möguleikar til nýtingar aflans staði i stað. Ásakaði Lúðvík ríkisstjórnina um ranga við- skiptastefm o;.\ liyað markaði sem opniv hafa veri- ið fyrir fslenzka .ialtsíld, hafa verið eyðilagóa :t /;na þessarar stefnu. Gunnar Jóftannesson tók f sama streng og Lúðvík og benti á hversu aðkallandi það væri au hagnýta síldaraflann. Eysteinn Jónsson minnti í upp hafi máls síns á þá byltingu sem orðið hefur í síldveiðitækni og hinn stóraukna síldarafla sem afleiðing hennár. Einmitt þess vegna, sagði Eysteinn, er nauðsynlegt að finna nýja verk unarleiðir, auka fjölbreytnina og ryðja nýjar brautir. Hann gerði tiiraunir til að gefa skýr- ingar á því hvers vegna SÍS, hefði ekki haft atbeina í þess- um málum og ræddi síðan all- mikið um niðurlagningaverk- smiðjuna á Siglufirði. Kvað hann verksmiðjuna geta fram- leitt samkeppnishæfa vöru, en gallinn væri bara sá, að erfið- Iega gengi að koma þessari vöru á markaðina. Væri það einkum um að kenna skorti á fé til að auglýsa vöruna og gera vörunafnið þekkt. Vildi Eysteinn meina, að hér þyrfti ríkisvaldið að hlaupa undir bagga og aðstoða fyrirtæki sem augljóslega framleiddu sam- keppnishæfa vöru. Lagði Eysteinn síðan enn áherzlu á, að kanna þyrfti nýjar leiðir til hagnýtingar síldar- innar, og kvað það augljósa nauðsyn að heildarathugun færi fram. YLFI Þ. GÍSLASON við- ^ skiptamálatáðherra talaði -íðastur. Hann mótmælti full- yrðingum um, að ríkisstjómin hefði staðið sig slælega í sölu saltsíldar. Þvert á móti, sagði ráðherrann, hefur hún gert allt sem í hennar valdi stendur varð andi söluna. Ríkisstjórnin hefur einnig stuðlað að merkum ný- ungum í niðursuðu og niðurlagn ingu, og gert margt til að auka fjölbreytni hagnýtingar. öllum er það ljóst, og einnig þeim sem hér hafa talað, sagði ráð- herrann, að erfiðleikarnir eru á sölusviðinu, ekki skortur á hráefni, fjármagni eða vinnslu- aðferðum. Las hann síðan upp skýrslu sfldarútvegsnefndar, þar sem rakið er hversu geysi- erfiðlega hefur reynzt að semja við Sovétríkin, okkar stærsta kaupanda. Þessar upplýsingar hröktu algerlega þær staðhæf- ingar Lúðvfks um að rfkisstjórn in eyðilegði markaðina f Austur Evrópu með rangri viðskipta- stefnu. Varðandi hlut SlS f þessu máli, tók ráðherrann eftirfarandi fram: Systurfyrirtæki SÍS f Svfþjóð bauð Sambandinu fjár- hagsaðstoð og ráðleggingar af fenginni reynslu sinni, til að koma hér upp niðursuðu og nið urlagningsverksmiðju. Eftir ná- kvæma yfirvegun hafnaði SfS þessu kostaboði, einmitt vegna þess að það taldi sölumöguleika ekki nógu hagstæða. Viðskipta- málaráðuneytið gerði varðandi þetta boð sænska fyrirtækisins, allt til þess að greiða fyrir SÍS, og það væri í hæsta máta ósann gjarnt, þegar framkvæmdar- stjóri SÍS (Helgi Bergs) ásakaði ríkisstjórnina fyrir slælega frammistöðu. 'C'NGUM blandaðist hugur um, að sífellt má bæta vinnslu og hagnýtingu, og augljós nauð syn er að athuganir fari stöð- ugt fram. Umræður þessar sönn uðu að enginn ágreiningur er þar um. Þær leiddu og í ljós, að ekki stendur á rfkisvaldinu þegar einstök fyrirtæki hafa á huga að setja á fót síldar verksmiöjur og sfldarvinnslur, Hins vegar, þegar miklar síldar hrotur koma og aflinn stóreykst með litlum fyrirvara, getur hver sem er staðið upp og ásakað yfirvöld fyrir að hafa ekki á tak teinum fullkomnar verksmiðjur og undirritaða sölusamninga. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. effii EJ.Icrt B Schram

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.