Vísir - 09.03.1963, Blaðsíða 9
V
VlSIR . Laugardagur 9. marz 1963.
:: ::u:ir
undanfömu hefur verið opin í Þjóðminjasafninu
sérsýning á ísienzkum tréskurði.frá ýmsum öld-
um. Sýning þessi var opnuð i tilefni 100 ára afmælis
safnsins og er sú ástæða fyrir því að tréskurðar-
myndir voru valdar, að í þeirri listgrein er úrvalið
mest, Hér á landi var fátt um málara eða mynd-
höggvara. Við eigum ekkert frá fyrri öldum sem
getur staðizt samanburð við hin glæsilegu málverka-
söfn f Evrópu frá Endurreisnartimabilinu.
Á Þjóðminjasafninu eru til fáein málverk frá miðöld
um, aðallega mannamyndir af biskupum, sumar þeirra
gerðar úti í Kaupmannahöfn. En tréskurðarlist hefur
jafnan staðið með blóma á íslandi. Og þróun hennar
er samfelld frá fyrstu tíð og fram á vora daga.
En það er eitt sameiginlegt með flestum tréskurðar
myndunum, að höfundar þeirra eru nafnlausir eins og
höfundar íslendingasagna. En þær tala jafnt til okkar
um menningu liðinna alda.
yiÐ skulum nú skreppa snöggvast á tréskurðar-
sýninguna í Þjóðminjasafninu og litast þar um.
Á sýningunni eru nokkrir frægustu forngripir landsins
eins og Valþjófsstaðahurðin og Grundarstóllinn. Hlut-
ir sem aiþjðð þekkir. En það borgar sig lika að líta
á aðra hluti sem minna eru þekktir og undrast þann
feikilega bagleik og listrænu hæfileika, sem birtast
þar hjá hinum nafnlausu höfundum.
JP'JALIRNAR frá Flatatungu eru meðai frægustu
forngripa okkar. Höfundurinn sem hefur verið
mikill listamaður er óþekktur. Upphaflega hafa þær
myndað eilar þiljur á bænum Flatatungu í Skaga-
firði, en nú eru aðeins fjórár fjalir eftir sem sýna
snilldarlegt handbragð. Sagnir segja að Þórður hreða
hafi skorið þær út og víst er að þær eru ævarfornar,
þvf að á þeim er rúnastill, svokallaður Hringa-
rlkisstíll. Við megum jafnvel þakka fyrir að þessi
fjögur fjalabrot hafa varðveizt, því að mikill hluti
þiljanna eyðilagðist í búrbruna í Flatatungu 1898. Sá
bruni var mikill skaði.
þESSI fagurlega útskorni skápur, er aðeins einn af
mörgum álíka fagurlega gerðum skápum, sem ætt
aðrir etu úr Eyjafirði. Þar hefur hagleikmaðurinn búið
en engtnn veit nafn hans. En önnur verk hans bera
með sama hætti vitni um meistarann. Sennilegt er að
tréskurðarmaðurinn hafi verið kotbóndi einhvers
staðar í Eyjafirði og ef til vill hefur hann til að drýgja
tekjur sínar farið á milli höfðingjaheimila og unnið
að smfðum og tréskurði.
Stíllinn á skápnum er hinn alþýðlegi íslenzki út-
skurðarstíll. Sjáið hina mörgu kringlóttu sveigi sem
eiga rætur sfnar að rekja til hringboga rómanska
stilsins og hóf innreið sfna á 11. öld og var þaðan í
hluti, brot úr beinspjaldinu. Það sýnir tvær myndir
teknar úr sögunni um Jóhannes skírara og Salome. Á
annarri myndinni er Jóhannes skfrari' hálshöggvinn,
á hinni dansar Salome með höfuð'hans á bakka.
HÉR kemur önnur spaugileg smámynd. Þetta er
mannsmynd útskorin í rostungstönn. Sagt er að
þetta eigi að vera mynd af einhverjum postulanna, en
þjófsstaðahurðin er elzta og glæsilegasta verk hins
rómanska stíls.
JjESSI rósetta er við inngang sýningunnar. Hún er
nafnlaus eins og fleiri munir. Enginn veit hvers
handbragðið er. Það er ekki eiriú síririi vitað, Hváðan
af landinu hún kemur. Hún er f hinni svok||lluðú.
Vords-deild á Þjóðminjasafninu. Er það kennt við
Englendinginn Mr. Pike Ward, sem starfaði hér á
landi um aldamótin sem fiskkaupmaður og kenndi
mönnum að verka saltfisk eða Labra eins og fiskurinn
frá ríkjandi á íslandi. Að vfsu eru nokkrir gripir til
f gotneskum stíl, en þeir eru undantekningin. Val-
var þá kallaður. Hann var mjög áhugasamur safnari
og flutti fjölda hinna fegurstu listmuna úr landi með
sér.
Séra Jón Auðuns átti mikinn þátt f þvf, að árið
1950 var Vordssafn gefið Þjóðminjasafninu. í þvf eru
379 munir.
til nokkurs er gripurinn líka nýtur, þvf að hann er
tóbaksbaukur. Það er bara að taka hausinn af honum,
þá kemur blessað tóbakið.
yiÐ skulum nú lfta á nokkra litla muni á sýning-
unni. Þeir eru skornir úr beini eða tönn. Oft
gæta sýningargestir ekki að þessum litlu munum, en
það er vel þess virði að staldra við þá og skoða vand-
lega smáatriðin. Stundum eru f þeim margar smá-
myndir eða reitir sem eru listaverk fyrir sig, bara ef
menn huga vel að þeim.
Hér sést t. d. hvalbeinsspjald úr kirkjunni á Skarði
á Landi. Þetta er eitt af þeim fáu verkum sem við
þekkjum höfundinn að. Hann hét Brynjólfur Jónsson
og var bóndi á Skarði um aldamótin 1600. Nokkrir
fleiri gripir eru til eftir hann.
Á myndinni sem hér birtist er aðeins tekinn lítill
TjEGAR maður skoðar tréskurðarmynd borgar sig að
staldra ögn við hverja mynd og skoða hana vand-
lega, öll smáatriðin, þá ljúkast upp fyrir manni nýir
heima. Tréskurðarmyndir eru oft mjög nákvæmar og
Framh. á bls. 5
■BBaggBffltBBi?,
Miðaldalist Islendinga
I