Vísir - 09.03.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 09.03.1963, Blaðsíða 8
8 VÍTSIR . Laugardagur 9. marz 1963. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VtSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis — Edda h.f Bílferja yfir Hvalfjörð Á Alþingi hefir verið borin fram tillaga um, að ríkisstjórnin láti „gera kostnaðaráætlun fyrir full- komna bifreiðaferju á Hvalfjörð, svo og flotbryggjur og nauðsynlega vegi báðum megin fjarðarins. Jafn- framt verði gerð áætlun um rekstur slíkrar ferju ... “ Hér er ekki ný tillaga eða hugmynd á ferðinni, því að skömmu eftir stríð höfðu Akurnesingar einmitt í huga að útvega bílferjur á fjörðinn, og Alþingi mun hafa veitt nokkurt fé til vegalagna af þeim sökum. Ferjur voru einnig keyptar, en þær voru aldrei notaðar til bílflutninga, þótt þær kæmu að gagni á annan hátt. Mál þetta komst því aðeins á byrjunarstigið, eins og oft vill verða. I rökstuðningi þeirra tillögu, sem getið er hér að ofan, er því haldið fram, að meiri sparnaður mundi verða að slíkri ferju nú en hann var talinn forðum, þegar málið var á döfinni. Skal því ekki í móti mælt. En spurning er, hvort ekki ætti að taka og annað mál ti! athugunar jafnhliðá þessu, og það er, hvort ekki mundi enn meiri sparnaður að því að hafa bílferju gangandi milli Reykjavíkur og Akraness. Mundi sparnaðurinn ekki verða enn meiri, ef endastöðvar ferju væru á þessum tveim stöðum? f því sambandi þarf ekki að nefna nema eitt atriði, og það er, að hér eru fyrir hendi hafnarmannvirki, en skapa þyrfti að- stöðu á báðum ströndum fjarðarins, er kosta mundi mikið fé. Vísir telur sjálfsagt, að þetta yrði einnig athugað, ef Alþingi telur á annað horð ástæðu til að athuga, hvort hagkvæmt sé að starfrækja bílferju á Hvalfirði. Vonbrigðin eru auðsæ Það eí augljóst, að framsóknarmenn hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum í sambandi við stjórnarkjörið í Iðju um daginn. Það kemur fram í því, að þeir remb- ast við að telja mönnum trú um, að þeir hafi ekki orðið fyrir neinum vonbrigðum! Frá sjónarmiði framsóknarmanna var tilgangur- inn með sérstakri þátttöku í kosningunum að sýna, að framsóknarflokkurinn væri „verkalýðsflokkur“. Það mistókst með öllu, því að fylgið reyndist mun minna, en gert hafði verið ráð fyrir. Tilgangurinn var einnig að sanna, hvað framsóknarmenn væru „sjálf- stæðir“, ekki væru þeir í bandalagi við kommúnista. í því sambandi muna menn fortíð Framsóknar, þegar þessi kosning verður löngu gleymd. Forsprakkar Framsóknar naga sig nú í handar- bökin yfir þessum „mistökum“, en svona fer oft fyrir þeim, sem koma aldrei til dyranna eins og þeir eru klæddir! Baráttan við stöðumælana Það er ýmislegt mis- jafnt, sem fólk hefur um stöðumælana að segja. Venjulega hefur það ekkert um þá að segja, fyrr en það fær sekt fyr- ir að vera við mæli of lengi. Að því er vér frétt- um hjá lögreglunni tek- ur fólk yfirleitt með ró, þó að það fái sekt, enda eru þær hvergi lægri en hér á landi, aðeins tuttugu krónur. Margar sérkennilegar sögur fréttast að utan um mælana. Fyrstu mælarnir voru t. d. settir upp f Manchester í maí 1961. Síðan hafa 750 manns reynt að nota erlenda mynt í mælana, en nær undantekn- ingalaust án árangurs. Flestir peningarnir voru af rangri stærð eða þyngd, þannig að einnig varð að setja enska peninga. Þegar svo varið farið með allt saman f banka, reynd- ust 150 vera verðlausir. Þeir sem eftir voru, reyndust vera 16 pund og 13 shillinga virði. sem eftir voru, reyndust vera 16 pund og 13 shillinga virði, sem er talsvert meira en til- svarandi tfmi hefði kostað, með réttri mynt. í Bandaríkjunum hafa stöðu- mælar tfðkast Iengur en f nokkru Iandi, eða f 27 ár, enda kunna menn margar sögur það- an. Margir urðu undrandi, þeg- ar þeir grófu bfla sfna upp, eft- ir byljina miklu, árið 1961, að finna festa við þá fimm hundr- uð króna sektarmiða. Lögregl- an hafði samúð með mönnum, en sektin varð að standa, þar sem þeir höfðu staðið þarna ó- löglega. í San Antonio í Texas, þótt- ist Jesse nokkur Garcia hepp- inn, þegar hann fann bílastæði á götu, þar sem engir stöðu- mælar voru. Hann kom aftur tveim tfmum seinna og fann þá miða á bflnum, þar sem hann fékk stöðumælissekt. Mælirinn hafði verið settur upp á meðan hann var í burtu. í French Lick, Indiana, hafði hóteleigandi nokkur leyft lög- reglunni að nota bflastæði við hótel sitt, án nokkurs endur- gjalds í tuttugu ár. Þegar hann svo fékk stöðumælasekt reidd ist hann svo, að hann tekur nú 50 dollara fyrir að leyfa lög reglunni afnot af bflastæðinu. New Yorkbúi nokkur reiddist illilega, þegar honum tókst ekki að koma pening inn í stöðu- mæli og sló mælinn hressilega með hnefanum. Þegar hann kom aftur frá lækninuia. sem hafði bundið um hendina á hon- um, fann hann sektarmiða und- ir vinnukonunni. Það fór illa fyrir manni 1 Sidney f Ástralíu, sem var sölu- maður. í ágúst 1960 varð hann að selja bílinn sinn, húsið sitt og hætta í vinnunni, vegna stöðumælasekta. Á þrem árum hafði hann borgað sem nemur 72 þúsund krónur f sektir og fengið sekt að jafnaði fimm sinnum á dag. í sömu borg, hefur maður nokkur átta til níu þúsund króna tekjlir á viku, fyrir að „mata" stöðumæla. Hann hefur samkomulag við meira en hundrað manns í stórri skrif- stofubyggingu, um að hafa auga með bflum þeirra í vinnutíman- um. Hann sér um að nóg sé i mælunum og þegar lögreglan merkir hjólin með kalki, til að gefa til kynna að tfminn sé út- runninn, þurrkar hann merkin af og færir bílinft að öðrum mæli. Hver viðskiptavinur skaffar honum aukalykla að bflnum sfnum og borgar honum 15 shillinga á viku, auk gjalda í mælana. Jafnvel þetta borgar sig betur en að borga allar sekt irnar eða að verða að hlaupa út á klukkutímafresti, til að setja í mælirinn. Það hlaut að vpra Skoti, sem er einn af þeim fáu sem vitað. er til að hafi grætt á þvf að brjóta reglur um stöðumæla. Hann var að flytja til Rhodesiu og vildi selja bflinn sinn, en fékk ekkert boð hærra en fimm sterlingspund. Hann hélt þvi bílnum og ók í honum til Southampton, þaðan sem skip hans fór. Þar lagði hann bflnum við stöðumæli og gekk á skips- fjöl. Fjórum mánuðum seinna fékk hann bréf frá lögreglunni f ÍJouthampton, sem hafði haft upp á honum, til að minna hann á að bill hans hefði þegar staðið ólöglega Við stöðumæli f sjö vikur. Ef hann fjarlægði hann ekki þegar, myndu þeir gera nauðsynlegar ráðstafanir. Nokkru seinna fékk hann bréf, þar sem honum var til- kynnt, að nauðsynlegar ráð- stafanir hefðu verið gerðar og bíllinn boðinn upp, til að greiða áfallinn kostnað. Þeir sendu honum það sem af gekk, af söluverði bílsins, fjörutíu sterlingspund. m Hlýr, stil’tur, {niit febrúar Febrúar var mjög hagstæður og góður vetrarmánuður, að þvi er Adda Bára Sigfúsdóttir, veð- urfræöingur, hefir tjáð Vísi. Hiti var vel yfir meðallagi, þvf að hann var hvorki meira né minna en 2,0, en f meðal ári er örlítið frost, eða 0,1 stig. Hlýjast varð 28. febrúar, þegar mælirinn komst upp í 9.0 stig, en kaldast varð þann fimmta, þegar frosið komst niður í 10,5 stig. Segja má, að alveg hafi verið frostlaust í mánuðinum frá 1. degi — það getur vart talizt, þótt mælirinn færi að eins niður fyrir frostmark þann 26. — og eru slíks ekki mörg dæmi um þennan mánuð. Stormar voru engir í mánuð- inum, svo h„.m var einnig hag- stæður að þvf leyti, og loks nam úrkoma 42 millimetrum, en 1 meðalári er hún 65 mm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.