Vísir - 14.03.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 14.03.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR . Fimmtudagur 14. marz 1963. Hlupu Framhald af bls. 16. verið brotnar í kjallara hússins, tvær hurðir innanhúss voru brotn- ar, skrifborð snúið við og botninn brotinn úr skúffunum, Ijósaperur skotnar niður úr Ijósastæðum og glerbrotunum hafði i rignt nið- ur yfir líkan af skipulagi Rvíkur ' og nágrennis, auk þess sem brotin lágu víðsvegar út um gólf. Þá var og stolið mörgum flugvélamodel- um, sem geymd voru þarna á vegum Æskulýðsráðs. Hafði nám- skeið, eða kennsla staðið yfir und- anfarið f flugmodelsmíði, en kennsla fallið niður síðustu dag- ana vegna veikinda kennarans. Lögreglan var furðu fljót að komast á snorðir um hverjir valdir muhdu að þessum ömurlega verkn- aci og hóf þegar leit að þeim. R"':st hún á peyjana um kl. 3 síð- degis í gær þar sem þeir voru að rogast með þýfið neðan úr fjöru, en þar höfðu þeir falið flugvéla- modelin. Voru strákarnir fjórir saman, allir á aldrinum 11—12 ára. Þegar þeir urðu lögreglunnar varir tóku þeir til fótanna, sitt í hvora áttina, en köstuðu þýfinu frá sér. Lögreglumennirnir hlupu tvo þeirra uppi þá þégar, en hinum tveim náðu þeir síðar. Við yfirheyrslu játuðu drengirn- ir að hafa farið þrisvar inn í hús- ið, fyrst fyrir rúmri viku, en síðan bæði á mánudag og þriðjudag. Fóru þeir alltaf inn að degi til. Einhverjir drengjanna a. m. k. hafa komið við sögu hjá lögregl- unni áður. fyiyndsjú — Framhald af bls. 3 landi. Það talar sínu máli um velgengni þeirra hér. Væri ríkisborgarrétturinn eftirsókn- arverður ef þéim gengi illa að samlagast íslenzkum mönnum og háttum? Þó að við látum það liggja á milli hluta og segjum með einstaka manni: Þau eru hér aðeins vegna þess að þau þora ekki til Urigverjalands, þá vaknar aðeins spumingin: Hvert á fólkið' að fara? Er það kannski hlútverk kommúnistanna að reka þau í fangið á þjónum Kadars? Skútugarn Ný sending af gerðinni: Regatta Zermatt Marathon Sarabande Flamante Mystere o. fl. gerðir. Sendum gegn póst- kröfu. Verzl. H„ Toft Skólavörðustíg 8 Sími 11035. Sprenping — Framhald af bls. 16. þar í salnum og skúffa í þessu borði splundraðist í agnir. Við loft- þrýstinginn brotnuðu allar rúður í salnum 25 að tölu, skápar opnuð- ust, verkf^ri færðust til eða féllu niður á gólf, og járnplata, 50—60 metra löng, kastaðist alla léið upp í. loft á salnum. Sá maður, sem var næstur vinnu borðinu, Jónas Guðlaugsson, Aust- götu 28 í Hafnarfirði hlaut tals- verð meiðsli en þó minni en efni stóðu til. Jónas var strax fluttur í slysavarðstofuna í Reykjavík þar sem meiðsli hans voru rann- sökuð. Hann hafði marizt talsvert bæði á fæti og víðar, auk þess sem flís hafði gengið inn í brjóstholið, en það tókst giftusamlega að ná henni og var Jónas fluttur heim til sín að lokinni aðgerð. Maður sem stóð nálægt Jónasi þeyttist einnig úr stað, en hann sakað.i ekki og heldur ekki hina tvo mennina, sem voru inni í verk- stæðinu.. Menn frá Öryggiseftirliti ríkis- ins og Rafveitu Hafnarfjarðar vinna sem stendur að rannsókn málsins og orsök sprengingarinnar en niðurstöður þeirra liggja enn ekki fyrir. Ný lyfjabót fyrír migraine -sjáklinga Hér á landi þjást margir af illkynjaðri höf uðveiki sem á útlendu máli nefnist „migraine“. Nú hafa brezkir vísinda- menn tekið upp nýja lækningaaðferð við sjúk dómi þessum sem gefur betri vonir, en ýmis lyf hafa fram að þessu ver- ið notuð við migraine, en ekkert þeirra hefir reynst fullnægjandi. í síðasta blaði brezka stór- blaðsins Sunday Times, 10. marz, er skýrt frá lyfi þessu all- ítarlega. Byggist frásögnin á grein í British Medical Journal, málgagni brezku læknastéttar- innar, en þar er greint frá lyf- inu. Sunday Times skýrir frá því að lyf þetta komi fólki sem þjáist af höfuðveiki þessari að haldi í sjúkdómsköstum og rannsóknir sýni að það hefir haft góð áhrif, og séu áhrif þess mun betri en annarra lyfja, sem þekkst hafi. British Medical Journal segir að lyfið hafi nýlega verið reynt á sjúkrahúsum Sjúklingurinn and- ar að sér fíngerðu dufti með andardrættinum. Þannig kemst lyfið mjög'skjótt út í blóðið og rannsóknir hafa leitt í ljós að áhrif lyfsins verki þannig miklu skjótar en ef það er Iátið Ieys- ast upp undir tungunni. Tekið er fram í brezka læknablaðinu að lyf þetta megi þó ekki van- færar konur nota eða fólk sem þjáist af lifrar eða nýmasjúk- Allir fá nú ellilífeyrí eftir 67ára aldur Éin merkilegasta breytingin í hinu nýja frumvarpi rikisstjórn arinnar um almannatryggingar er sú að nú njóta allir lands- menn sem eru 67 ára eða eldri ellilífeyris — alveg án tillits til hvort þeir eru f sérstökum lífeyrissjóðum eða ekki. Svo hefir ekki verið hingað til, held ur hafa einungis þeir dregið- Iífeyrir sem ekki hafa verið í sérsjóðum. Hefir þessi breyting í för með með sér að 17 millj. króna auk- ið fé kemur nú til úthlutunar í lífeyri aldraðs fólks. Ætla má að marga fýsi að sjá hver verður Iífeyrir þeirra samkvæmt hinu nýja frumvarpi og birtir Vfsir því skrá yfir lífeyrisgreiðslunnar eins og þær eru áætlaðar hér eftir. Fer líf- eyririnn hækkandi því sfðar sem hann er fyrst tekinn, eins og meðfylgjandi tafla sýnir. Rétt til ellilífeyris eiga þeir, sem eru 67 ára eða eldri. Árlegur lífeyrir einstaklings, sem fæddur er árið 1894 eða síðar, skal vera sem hér segir: Lífeyrir tekinn frá;72 ára eða síðar ................ kr. 30.480.00 — — — 71 —- — — — 27.360.00 — — — 70 — — — — 24.360.00 — — — 69 — — — — 22.080.00 _ _ _ 68 — — — — 19.800.00 _ _ _ 67 — — — — 18.240.00 Árlegur lífeyrir þeirra ein- staklinga, sem fæddir eru árið 1893 eða fyrr, er kr. 18.240.00 að viðbættri þeirri hækkun vegna frestunar á töku lífeyris, sem þeir höfðu öðlazt rétt til f árslok 1960. Geta ekki æft sig í snjó- flugi vegna snjóleysis Nú fer að líða að því að snjóskfði verði sett á eina Dakota-flugvél Flugfélagsins og hún tekin í notkun í skiðaflug á Grænlandi. Eru skíðin vænt- anleg hingað til lands á næst- unni. Svo vill til, að lítil skíða- flugvél er geymd hér í flug- r ■ I m í Saumastúlkur Stúlkur óskast til aÖ sauma karlmanna- frakka. Ákvæðisvinna. Einnig vantar stúlk- ur í frágang. — Uppl. til kl. 9 í kvöld. * Verksmiðjan ELGUR H.F. Bræðraborgarstíg 34. skýli Flugfélagsins á Reykja- víkurflugvelli. Er hún eign danska námufélagslns sem stundaði blýnám í Meistaravík til skamms tfma. Flirgvél þessi er þýzk af svokallaðri Domier- gerð. Ætlunin var að flugmenn þeir sem ætla að vera í snjó- fluginu æfðu sig á þessa litlu skíðaflu vél, en það eru þeir Jóhannes Snorrason yfirflug- stjóri og Henning Bjarnason. En nú einn daginn þegar þeir ætluðu að fara að prófa flugvélina komust þeir að því, að við rnikið vandamál- var að ' stríða. Þó nú ætti að vera há- vetur hér er vorblær yfir land- inu og þeir urðu þess vísari a? það er hvergi hægt að fin’ neinn snjó f nágrenni Reylr' víkur Þar með fór það'út þúfur að hægt væri að æfa í snjóflugi. dómum eða æðasjúkdómum, sökum hugsanlegra eiturverk- ana. Það mun koma í brezkar lyfjabúðir í júnf í sumar á vegl um brezku sjúkrasamlaganna (National Health Sercice). í Bretlandi eru frá 2.6—5.2 millj. manna sem þjást af migraine, á mismunandi háu stigi, segir brezka læknablaðið. Tveir þriðju hlutar þeirra taka einungis einföld kvalastillandj lyf þegar sjúkdómsköstin ber að, svo sem aspirin, vegna þess að fullnægjandi lyf hefir ekki verið til ennþá við veikinni. Grein Sunday Times, sem birt er á áberandi stað f blaðinu, rit ar Dr. Alfred Byrne, læknis- fræðilegur ráðunautur blaðsins. Ástæða er til þess að leggja á- herzlu á að hér er ekki um lyf sem læknar migraine að fullu, heldur dregur aðeins úr sjúk- dómseinkennunum, þ. e. veik- indaköstunum. Vísir bar þessa frétt undir iækna f morgun og sögðu þeir að þetta sama efni hefði verið notað í öðru fromi við sjúk- dómnum hér á Iandi, í töflu- formi, sem leysast upp undir tungu. Einnig hefði ergotamini verið sprautað f æðar migraine sjúklinga hér. Bæri ekki að binda of miklar vonir við lyfiÖ í þessu nýja formi fyrr en nokk ur reynsla væri af því fengin. Mannekla —- Framhald af bls. 16. an veg að sækja fyrir margt starfsfólk þar, sem á heima í austiirhverfum bæjarins.. Fyrir tækið hefur sérstaka „strætis- vagna" í sinni þjónustu til þess að flytja fólkið til vinnu á morgnana og heim aftur á kvöldin og nóttunni, og eru þessir vagnar nú farnir að ganga alla leið inn í Blesugróf og Vogahverfi. Að þessu er hið mesta hagræði fyrir fólkið, sem sækir þessa vinnu, og munu vera um 15 ár síðan ísbjörn- inn tók upp þessa þjónustu og hefir nýlega aukið hana þannig að starfsfólkið þarf aldrei að nota Strætisvagna Reykjavikur. Fleiri hraðfrystihús annast svipaðan flutnin^ á starfsfólki sínu. FRAMTÍÐARSTARF Vér viljum ráða nokkrar vanar vélritunar- stúlkur strax. Samvinnuskólamenntun, verzlunarskóla eða önnur hliðstæð menntun æskileg. Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmanna- haldi S.Í.S., Sambandshúsinu, sem gefur ennfremur nánari upplýsingar. TARFSMAN NAHALD

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.