Vísir - 14.03.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 14.03.1963, Blaðsíða 7
V í SIR . Fimmtudagur 14. marz 1963. 7 hitt, að frásögnin af því skuli falin inni í hinni vikulegu sunnu dagshugvekju hans. Er það furðulegt andvaraleysi af manni í svo mikilvægri stöðu sem Magnús gegnir, að skýra ekki réttum yfirvöldum þegar í stað frá því að um sig væri njósnað, svo lagaverðir hins íslenzka lýðveldis gætu þegar í stað grip ið til nauðsynlegra ráðstafana og komið í veg fyrir frekari skuggamál kringum persónu Magnúsar. T Tppljóstran Magnúsar Kjart- anssonar er orðrétt á þessa lund: „Fyrir nokkrum árum átti sá sem þetta ritar símtal við einn af helztu forustumönnum Fram- sóknarflokksins, en hann var þá jafnframt einn mestur valda- maður þjóðfélagsins. Rætt var um alvarlega atburði sem voru að gerast í hernámsmálunum. Allt í einu mátti heyra daufan en þó greinilega smell í sím- anum. Framsóknarleiðtoginn þagnaði, hló síðan við og mælti: Margt býr bak við smellinn Á sunnudaginn ritar Magnús Kjartansson ritstjóri Þjóð- viljans Iangar greinar í blað sitt. Nefnir hann þær „Á hvíldardag- inn“. Gjarnan fjalla þessar merku hugvekjur ritstjórans um þau 'mál sem honum liggja þyngst á hjarta og hann telur mest um vert að flokksbræður hans, kommúnistar, nemi í guð- spjallsins stað, sem aðrir ís- Iendingar hlýða jafnan á sjö- unda dag vikunnar. T'' rein Magnúsar var ovenju ^ merk síðasta sunnudag, enda er Magnús öðrum mönn- um rökvísari og málsnjallari, eins og allir lesendur blaðs hans vita. Þar snýr hann penna sín- um að njósnahistoríunni marg- umtöluðu, þegar tveir sovézkir sendiráðsmenn áttu stefnumót á köldu vetrarkvöldi við félaga í flokknum uppi við Hafravatn. Þetta kvöldmót tveggja vina Magnúsar og dúsbræðra úr rússneska sendiráðinu verður honum tilefni til þess að rifja upp annað njósnamál, sem nokkru fyrr gerðist, já, reyndar fyrir nokkrum árum, þótt Magn ús hafi af einhverjum óskiljan- Iegum ástæðum látið hjá líða að tilkynna sakadómara um það. I hinu fyrra njósnamáli lék Magnús sjálfur annað aðalhlut- verkið. Er það mál hálfu ógn- vænlegra en hið síðara, einkum þar sem einungis íslenzkir menn, landar Magnúsar, eiga þar hlut að máli. Má það reynd- ar furðu sæta, að Magnús skuli hafa legið svo lengi á þessu njósnamáli og þá ekki síður „Nú, það er hlustað á símann hjá þér“. Síðan styttum við samtal okkar. Ég hafði oft heyrt það að símnjósnir væru stundaðar á íslandi en fest á það takmark- aðan trúnað. En þarna talaði sá sem hafði ekki aðeins aðstöðu til að vita hið sanna, heldur hafði hann og vald til að binda endi á þvílíka starfsemi. En hann lét sér auðsjáanlega vitneskjuna nægja, og það Ieyndi sér ekki að hann bjóst við því að símtal okkar yrði fljótlega spilað á völdum stað í bandaríska sendiráðinu". ,AIIt í einu mátti heyra daufan en þó greinilegan smell í símanum". TTér kemur það skýrt i ljós, 1 að margt getur búið bak við daufan smell í síma. Slíkir smellir eru að vísu ekki óal- gengir í Bæjarsíma Reykjavík- ur, en þó er ekki minnsta ástæða til þess að efast um hér hafi Magnús ályktað rétt. Hér hafa tvímælalaust sima- njósnarar búið bak við smell- inn. Þótt ekki sé almennt hlerað á samtöl alþýðu manna er ekki við því að búast að símanjósn- arar láti slíkan happafeng sem samtal Magnúsar og framsókn- arfuringja fara óhlustað fram hjá sér. Að vísu er ljóst af fram anskráðri tilvitnan, að njósna- mál þetta er frá dögum vinstri stjórnarinnar. En hálfu meiri ástæða er til slíkra njósna nú þegar þessir tveir flokkar hafa ekki lengur opinbert samband. Er því vandséð hvort Magnús á nokkurra annarra kosta völ í þessu viðkvæma og vandasama máli en rita Bjarna Forberg bæjarsímastjóra i Reykjavík þegar í stað og segja upp síma sínum frá næstu ársfjórðungs- mótum. Tj’n annar þáttur þessa máls er þó ekki sfður ískyggilegur. Allar horfur eru á að samtöl og persóna Magnúsar séu undir smásjá hjá vondum mönnum á fleiri en þennan hátt. Það hefur nýlega komið í Ijós að íslenzku póstþjónustunni er alls ekki treystandi til þess að koma bréf um ráðvandlega á ákvörðunar- stað þegar vissir menn eiga 1 hlut. Því er fyllsta ástæða til þess að spyrja: Er Magnús Kjartans- son öruggur um að öll bréfin hans komist til skila? OAS-samtökin al- drei hættulegri OAS-satökin eru raun- verulega forustulaus, eftir ránið á Antoine Argoud ofursta og vegna óvissunn ar um Georges Bildault — og einmitt vegna þess, að samtökin eru forustulaus hafa þau ef til vill aldrei verið hæítulegri. Allar ör- yggisráðstafanir varðandi de Gaulle hafa verið mjög auknar, m. a. í sambandi við heimsókn de Gaulle til Hollands í vikulokin. Yfirlýsingar er vænzt í dag frá Bidault, sem hefir ekki enn farið fram á hæli sem pólitískur flóttamaður í Bayern, og jafnvel talað um, að hann muni hafna því skilyrði, að hætta afskiptum af stjórnmálum, og fara heldur til fjarlægs Iands og stjóma barátt- unni þaðan, en í nálægum löndum Frakklands fær hann ekki hæli. Bæði f Sviss og Englandi hefir verið tilkynnt, að gerðar hafi ver- 'ð sérstakar ráðstafanir, ef hann reyndi að komast inn í þessi lönd. Og á Bretlandi hefir verið tekið upp strangara eftirlit með OAS- mönnum, sem þar eru. Af hershöfðingjum OAS er nú aðeins einn eftir — Paul Gardy, — Alþingi gamall maður, landflótta í Þýzka- landi. — Af stjórnmálamönnum — að undanteknum Bidault — er Jacques Soustelle helztur, og ekki áhrifamikill lengur að sögn. Síðast fréttist til hans í Portúgal. Þrír of- urstar eru eftir, Chateau-Jobert, Vadrey og Dufour, — en hafa ekki til þessa getað náð samkomulagi sín á milli. Einhver eftirtalinna fimm, en að taka forustuna: Georges Watin og Jacques Achard, báðir borgara- legir, og svo eru höfuðsmennirnir þrír: Pierre Sergent, Jean-Marie Curutchet og Pierre Souetre. Á það er minnst nú, að á tíma núlifandi manna, hafa tveir fransk- ir forsetar verið myrtir: Carnot og Doumer. Og menn hafa aldrei ótt- ast meir en nú nýjar tilraunir til þess að ráða de Goulle af dögum. Síðari fréttir herma, að Bidault hafi sótt um dvalarleyfi í Bayern. Talsmaður innanríkisráðuneytis Bayern segir, að ekki komi til mála að semja um skilyrði fyrir dvalar- leyfinu — ef hann óski eftir að vera í Bayérn megi hann ekki koma nálægt neinskonar stjórn- málalegri starfsemi. RAM MAGERÐI N| Nefndarálit og atkvæðagreiðslur — Um dragnóta- veiðar í Faxaflóa — Tillaga um breytingar á Bjargráðasjóði. > Vá GRETTISGÖTU 54 S í M 1-1 9 1 0 8 [ TTm þessar mundir koma nú til afgreiðslu í deildum Al- þingsins nefndarálit um mál sem komu til umræðu í vetur og gerð var grein fyrir. Einnig fara nú fram síðari umræður um sömu mál, og hvort tveggja verður til þess, að minna er fréttnæmara úr þingsölum en skyldi. Afgreiðslur nefndarálita, atkvæðagreiðslur til 2. og 3. umræðna taka sinn tíma, jafn- vel allan þingtímann dag hvern, og er hér að finna ástæðuna fyrir þeim minni háttar þing- fréttum, sem berast þessa dag- ana. I gær urðu nokkrar umræður í sameinuðu þingi, vegna fyrir- spurnar Jóns Skaftasonar, hvort dragnótaveiðar í Faxaflóa hefðu einhver áhrif á fiskistofna í fló- anum? Emil Jónsson sjávarút- vegsmálaráðherra svaraði fyrir- spurninni með því að lesa upp skýrslu fiskifræðinga f fiski- deild rannsóknarstofu háskól- ans. Þar er sagt frá að síðast- liðin 10 ár hafi verið farnar 4 rannsóknarferðir á ári, og nið- urstöðurnar af þeim rannsókn- um eru, í stuttu máli sagt, þær, að enn er ekki mögulegt að kveða upp úr með það, hvaða áhrif dragnótaveiðarnar hafa. ■ eftir Ellert B. Schram Ástæðurnar fyrir því eru, hversu miklar sveiflur eru í fiskigöngum, m. a. þorsksins og ýsunnar. Tón Skaftason þakkaði svarið " Jg kvað fyrirspurn sína ein- mitt hafa verið gerða með það fyrir r.ugum, að fólk fengi vitn- eskju um, hvaða álit fiskifræð- ingar hefðu á áhrif dragnóta- veiðanna. Hér væri gamaltþrætu mál á ferðinni, ekki væri rétt að vekja það upp málefnaléga, held ur aðeins fá það fram í dagsljós ið, hvert álit fiskifræðinganna væri. Jón Árnason, sem flytur um þessar mundir tillögur um að vísindalegt eftirilt verði haft með dragnótaveiðum í Faxa- flóa, kvað skýrslu fiskifræð- inganna undirstrika nauðsyn þess, að dregið verði úr drag- nótaveiðum f flóanum. Einnig tók til máls Eysteinn Jónsson. Jón Skaftason gerði aðra fyr- irspum um hvað liði endurskoð un byggingarsamvinnufélaga, og telur undirritaður skaðlaust þótt þvi verði ekki gerð frekari skil hér. Détur Sigurðsson fór nokkrum orðum um tillögur sínar um sjóvinnuskóla og eftirlit með ferðum ísl. fiskiskipa og kvað allsherjamefnd mæla með báðum þessum tillögum. Gísli Jónsson var framsögumaður allsherjarnefndar, i tvelm mál- um, sem báðum var að tillögu nefndarinnar vísað til rikis- stjórninnar. Þau voru ura hlut- deildar og arðskiptifyrirkomu lag í atvinnurekstri og launabæt ur fyrirtækja til handa verka- fólki. Einar Olgeirsson fór orð- um um tillögu sína um vinnu- aðstöðu og sumarhvild bama, og Hannibal fylgdi úr hlaði til lögu sinni um verknámsskðla í járniðnaði. Jónas Pétursson (S) og Magn ús Jónsson (S) flytja tillögu um endurskoðun laga um Bjargráð- sjóð. í greinagerð segir m. a.: Flest rök hníga að þvl að taka þurfi upp endurskoðún þessara laga. Vandi málsins er ekki sá að finna, hvaða tjðn þarf að bæta, heldur er vandinn að finna sanngjama og örugga tekjuöflunarleið og sanngjarot og öruggt form fyrir bótagreiðsl um. Þessi endurskoðun er eng- an veginn áhlaupaverk, en hlýt- ur að taka nokkum tíma og þvi nauðsynlegt, að það verk verfii hafið sem fyrst. Sjálfsagt er, að ýmsar sér- stofnanir landbúnaðarins verði kvaddar til við undirbúning málsins. Dreift hefur verið f þinginu frumvarpi um almannatrygging- ar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.