Vísir - 14.03.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 14.03.1963, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Fimmtudagur 14. marz 1963. VÍSIK Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR, Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G Sehram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson * Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsia ‘Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mðnuði. ! tausasölu 4 kr eint. — Sími 11660 (5 Hnur). Prentsmiðia Visis — Edda h.f íslenzkt sjónvarp Það var mikil frétt, er Ríkisútvarpið skýrði frá því í fyrradag að álit þess væri að íslenzka sjónvarpið skyldi taka upp hið ervópska línukerfi. Er því fullvíst að það verður gert. Útvarpið hefur að vísu af góðri fyr- irByggju látið hefjast handa um frumrannsóknir og eru þær allvel á veg komnar. En flestir þættir málsins eru þó enn í deiglunni. Frá öndverðu hefur Ríkisútvarpið verið því hlynnt að sjónvarp yrði byggt hér sem fyrst og nú er óhætt að segja að málið hafi óskiptan byr ríkisstjórnarinnar. En þó munu flestir sammála um að hér má ekki flana að neinu. Höfuðatriðið er að íslenzka sjónvarpið vérði menningarsjónvarp en ekki afsiðunarsjónvarp. Því er nauðsynlegt að leita álits forystumanna skóla og menningarstofnana um starfsgrundvöll þess, heildar- dagskrá og yfirstjórn áður en lengra er haldið. Ýmsir menntamenn Iýstu fyrir nokkru andstöðu sinni við ís- lenzkt sjónvarp. Sú andstaða er á misskilningi hyggð. Sjónvarpið er að vísu eins og önnur mannanna tæki, að það má nota til bæði góðs og ills. Enn er einni spurningu ósvarað: Sjónvarpið er mikið fyrirtæki. Því má spyrja hvort ekki sé full ástæða til þess að gera það að sjálfstæðri stofnun, í stað þess að það verði deild í útvarpinu. Rannsóknir næstu mánuða munu leiða í ljós hvað er hagkvæmast í því efni. Gífurverð laxveiðiánna Vísir skýrði frá því í gær að þessar vikurnar væri mjög sótt á eigendur laxveiðiáa. Leiga ánna yfir veiði- tímann hefur mjög hækkað síðustu tvö til þrjú árin og eru hinar gífurlegustu tölur nefndar í því sambandi. Leiga Hrútafjarðarár hefur tvöfaldast síðan í fyrra, Vatnsdalsá var leigð á fjórða hundrað þúsund krónur í fyrra og nú eru boðnar 326 þús. krónur í Svartá og 211 þús. krónur í Blöndu. Að baki nokkurra þessara háu tilboða felst sú ætlan leigutaka að selja síðan veiðileyfi erlendum Iaxveiði- mönnum og er þegar hafin áróðursherferð út um alla Evrópu fyrir laxveiði á fslandi. Það er góðra gjalda vert að bændur fái sem hæst verð fyrir nytjar sínar af Iaxveiðiám og ekki ber heldur að lasta þá viðleitni að fá hingað erlenda ferðamenn. En það er skoðun Vísis að hér sé upphaf hættulegrar þróunar, þeirrar þróunar að íslenzkir veiðimenn verði útilokaðir frá íslenzkum laxveiðiám. Sökum gengis ís- lenzku krónunnar mun það vera á fárra færi nema er- lendra laxveiðimanna að stunda hér veiðar innan skamms, ef þessi þróun heldur áfram. Laxveiðiár á ekki að gera að gróðafyrirtæki ein- stakra innlendra umboðsmanna. Þar þarf að haga mál- um svo að landsmenn sjálfir geti átt fullan aðgang að þeim og notið þeirrar hollustu og skemmtunar, sem laxveiðum fylgir. ÞÆR LEGGJA Hér er Unnur Stefánsdóttir að gera við gamalt band á Steinsbiblíu. Þaö er vaxandi stefna meðal bókasafnara að láta gamalt band halda sér og láta fremur gera við það, ef það er samtímaband, en skapa nýtt. Þá þarf meðai annars að endursauma bandið og treysta það. Hér sem annars staðar kemur vel fram sú alúð, sem þær systurnar leggja við hvert verk, er þær leysa af hendi. í tvílyftu timburhúsi 1 Grjótagötu búa tvær systur, þær Unnur og Bertína Stefáns- dætur Eiríkssonar myndskera, sem flestir Reykvikingar kann- ast við. Um hendur þessara tveggja systra fara verðmætari og torgætari hlutir en flesta mun óra fyrir, sem ekki þekkja til iðju þeirra. Þær binda inn og gera við gamlar bækur. Og tök þeirra á verkefni sínu eru slík, sem breyta handverki f list. það gætti nokkurs óróa í rödd Unnar Stefánssonar, þegar ég spurði hana, hvort ég mætti heimsækja hana ásamt ljósmyndara blaðsins. Hún bað um umhugsunarfrest, kvaðst ekki vön blaðamönnum. Þegar ég hringdi til hennar aftur næsta dag, tjáði hún sig fúsa til að veita okkur móttöku. Vinnustofa þeirra í kjallara hússins er lítil, en ákaflega vinaleg eins og þær stofur ein- ar, sem vanar eru eindrægni og hlýju viðmóti innan veggja sinna. Rétt eftir £ð við vorum komnir inn, stakk Valdimar Jóhannsson bókaútgefandi höfðinu inn um gættina, hann var kominn að sækja bækur og fékk þær afhentar fagurlega bundnar og vafðar inn I gagn- sæjan pappír. Það kom I ljós við eftirgrennslan, að flestir viðskiptavinir þeirra systra eru harðsnúnir bókasafnarar, sem skipta við þær árum saman. Þær þekkja því sitt fólk og vita, hvað hver vill. „Bókasafn- árar eru einstakir menn,“ seg- ir Unnur, „og það er mjög á- nægjulegt að vinna fyrir þá, þeir kunna svo vel að meta það, sem gert er, og eru þakk- látir fyrir það, sem vel hefur tekizt.“ Milli systranna og viðskiptavina þeirra rlkir þvi ekki hin venjulega spenna miili kaupanda og seijanda. Þeim er yfirleitt ekki sagt fyrir verkum eins og venjulegum iðnaðar- mönnum. Viðskiptavinirnir vita, að vandvirkni þeirra og smekk er óhætt að treysta. Að verki loknu er glaðzt sameiginlega yfir þvl, sem áunnizt hefur: að gera gamia og illa farna bók, sem ný væri. Og systumar gleðjast ekki síður en eigand- inn, þvl þær elska bækur engu minna en safnararnir sjálfir. Hér sjást titilblöð Þorláksbibliu og Steinsbiblíu. Þessi tvö blöð sýna vel vinnubrögð þeirra systra. Titllblað Þoriáksbiblíu til vinstri er mjög tært og skemmt, þannlg að mikið vantar a myndskreyting- arnar. Þær teiknar Unnur á ný, þegar hún hefur límt við það, sem vantar á síðuna. Blaðið til hægri er nú heilt, en einnig það var skemmt, og vantaði töluvert á myndskreytingarnar hægra megin á blaðinu. Þetta hefur Unnur Iagað, og er nær ógerlegt að greina muninn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.