Vísir


Vísir - 21.03.1963, Qupperneq 9

Vísir - 21.03.1963, Qupperneq 9
' 'x: : : : :i' '*'Á -jjl ■ ■ Landsspítalinn og viðbyggingar hans úr flugsýn. VÍSIR . Fimmtudagur 21. marz 1963. Unnið er af kappi að því að ganga frá tveim álmum Land - spítalaviðbyggingafiiinar nv' u og upphaflega var það meining- in að þær kæmust báðar i notkun fyrir næstu áramót, en þó óvíst að þeim áfanga verði Ínáð til fullnustu. Þó má ganga út frá því sem gefnu að bráðlega verði Iokið við að fullgera svokallaða tengi álmu, þ. e. a. s. þann hluta við- byggingarinnar sem tengir hana við gamla Landsspítalahúsið. Þar verður væntanlega í næsta mánuði tekin í notkun sjúkra- deild með 25 rúmum, en auk þess er unnið af kappi að þvi að ganga frá skurðstofunum nýju, sem einnig verða til húsa í tenjiálmunni. Upplýsingar um þetta fékk Vísir hjá skrifstofu ríkisspítal- anna og jafnframt að þær sjúkrastofur sem nú verða opn- aðar til afnota verði á vegum handlæknisdeildar. Þær verða á þriðju hæð byggingarinnar. Á annarri hæð tengiálmunnar Ný deild tekur til starfa á • / næstunm / tengiálmunnar og á sömu hæð voru ennfremur kennslustofur læknastúdenta teknar í notkun í vetur. Loks má geta þess að á efstu hæð þessarar sömu álmu hafa herbergi fyrir vakt- hafandi kandidata verið tekin í notkun. Eiga þeir að fá samtals 5 herbergi til afnota og er þeg- ar búið að fullgera þrjú þeirra. Auk þess sem unnið er af kappi að þvl að fullgera tengi- álmuna og koma henni sem fyrst í gagnið, sem væntanlega verður ekki fyrr en síðar á þessu ári, er einnig lögð mikil áherzla á að Ijúka svo- kallaðri vesturálmu hið allra fyrsta. Það var upphaflega ráð- gert að ljúka báðum framan- greindum álmum viðbyggingar- innar fyrir næstu áramót, en vafasamt að það geti orðið, hvað vesturálmuna snertir. Það er hvorttveggja að kostnaður- inn við framkvæmdirnar reynist hærri en ætlað var, og þar við bætist svo að erfitt hefur reynzt að fá fagmenn til að ljúka þeim verkefnum sem bíða. í vestur- álmunni eiga að koma sjúkra- rúm fyrir 110 sjúklinga, auk þess sem I kjallara álmunnar á að koma húánæði fyrir æfinga- deild lamaðra og fatlaðra. Með þessu húsnæði, sem væntanlega verður tekið til afnota annað- hvort fyrir áramót eða þá snemma á næsta ári bætast við 135 sjúkrarúm eða vel þriðjungs aukning, þvl sem stendur eru 220 sjúkrarúm I Landsspitalan- um. Þegar viðbótarbyggingin er öll fullgerð, er ráðgert að spítal tnn rúmi sem næst 425 sjúkl- inga. í austurálmunni, sem er jafn stór vesturálmunni, er enn sem komið er lítið byrjað á innrétt- ingum, enda ekki ráðgert að þeim verði lokið fyrr en búið er að byggja sérstakt eldhús og þvottahús á Landsspítalalóð- inni. í þeirri álmu verða fjórar sjúkradeildir með samtals sem næst 100 rúmum. Unnið er að undirbúningi byggingar eldhúss og þvotta- húss og er þegar búið að grafa grunninn að þeirri byggingu. Ekki er unnt, á þessu stigi máls ins, að segja hvenær þeim fram kvæmdum verður lökið. Nú eru sem næst 10 ár liðin, frá því er fyrstu framkvæmdir að viðbótarbyggingu Lands- spítalans hófust. Þetta er hin myndarlegasta bygging, og um 36 þúsund rúmmetrar að stærð. Tveir starfsmenn frá Rönning, sem vinna við uppsetningu tækja I skurðstofum nýja spftalans. Apótek og lækninga- stofur í úthverfum Fyrir nokkru komu lyfjafræðingar í Reykja vík saman á fund og ræddu þeir þar um nauð syn þess að f jölga veru- lega lyfjabúðum í borg- inni og setja apótek upp í fleiri úthverfum. Sem stendur eru apótekin í Reykjavík átta talsins, eða eitt á um 10 þúsund íbúa og telja lyfjafræð- ingarnir að þetta séu allt of fá apótek miðað við mannfjölda. Kom fram á fundinum, að lyfjafræðingamir telja eðlilegt að lyfjabúðir í Reykjavík séu tólf. Nú er ein lyfjabúð I smíðum, verður hún í Laugarneshverfinu á homi Hraunteigs og Gullteigs, en á það var bent á fundi lyfja- fræðinganna að sérstaklega virt ist nú nauðsynlegt að koma upp apóteki í hinu nýja Háaleitis- hverfi. Var stjórn félagsins falið að vinna að fjölgun lyfjabúða I borginni og enn fremur að vinna að því að gert sé ráð fyrir lyfja- búð í skipulagi nýrra hverfa með sama hætti og staða verzl- unarmiðstöðva er ákveðin. Á síðari árum hafa nokkrar lyfjabúðir risið upp utan Mið- bæjarins. Má þar t. d. nefna Vesturbæjarapótek, sem er I 1- búðahverfinu við Hofsvallagötu og Holtsapótek, inni á Lang- holtsvegi.. Eru mikil þægindi að því fyrir íbúa úthverfanna að fá þangað apótek til þess að þurfa ekki að sækja öll lyf nið- ur f Miðbæ. í húsum lyfjabúð- anna er og komið fyrir lækn- ingastofum, sem læknum em leigðar og eru ekki síður þæg- indi að því fyrir íbúana að þurfa ekki að fara í heila kaupstaðar- ferð til að komast til læknis. í Vesturbæjarapóteki hafa t. d. aðsetur læknamir Richard Thors Gunnlaugur Snædal, Jón Þor- steinsson og Gunnar Biering og í Holtsapóteki læknarnir Berg- þór Smári, Björn Gunnlaugsson, Bjöm Júlíusson, Árni Guðnason og Sigmundur Magnússon. er einnig unnið af kappi að fullbúa skurðstofurnar undir notkun, en þær fá þar mikið rými og verða búnar ýmsum hinum fullkomnustu tækjum, þar á meðal tækjum sem til þessa hafa ekki verið þekkt í neinu sjúkrahúsi landsins áður. Þessi læknistæki eru mjög dýr og kosta svo milljónum króna skiptir. ÖIl megintækin eru þeg- ar komin til landsins og er unn ið að því um þessar mundir að koma þeim fyrir, hverju á sín- um stað. Áður var búið að taka í notk- un í tengiálmunni húsnæði fyr- ■ ir tannlækningadeildina sem hefur mikinn hluta kjallarans til sinna afnota. Rannsóknarstofur spítalans hafa einnig tekið til notkunar hluta af fyrstu hæð v

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.