Vísir - 21.03.1963, Side 11

Vísir - 21.03.1963, Side 11
VlSIR . Fimmtudagur 21. marz 1963. 77 borgin í dag Slysavarðstofan i Heilsuverndar- stöðinni er opin allan sólarhring- inn — Næturlæknir kl. 18—8, sími 15030. Nætur- og helgidagavarzla 16. — 23. marz er í Laugavegs Apóteki. Útivist barna: Börn yngri en 12 ára, til kl. 20.00, 12 — 14 ára, til kl. 22.00. Börnum og unglingum innan 16 ára aldurs er óheimill að- gangur að veitinga- dans- og sölu- stöðvum eftir kl. 20.00. ÚTVARPIÐ Fimmtudagur 21. marz. Fastir liðir eins og venjulega 20.00 Af vettvangi dómsmálanna (Hákon Guðmundsson hæsta réttarritari). 20.20 Tónleikar. 20.35 Erindi: Skólakerfi á atóm- öld (Magni Guðmundsson). 21.00 Tónleikar Sinfóníuhljómsveit ar íslands í Háskólabíói; fyrri hluti. Stjórnandi: Willi- am Strickland. 21.45 Erindi: fslenzka sauðkindin, íslenzka ullin / eftir Hall- dóru Bjarnadóttur (Óskar Ingimarsson flytur). 22.10 Passfusálmar (34). 22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið“ eftir Fred Hoyle; 4,. (örn- ólfur Thorlacius). , 22.40 Djassþáttur (Jón Miíli Árna- son). 23.10 Dagskrárlok. SJÓNVARPIÐ Fimmtudagur 21. marz. 17.00 Roy Rogers 17.30 Science In Action 18.00 Afrts News 18.15 The Telenews Weekly 18.30 Who In The World 19.00 Zane Grey Theater Oh, rnikið er þetta dásamlcgt buff, Bella — hvað gerðirðu eiginlega við það — sauðstu það — ? Háskólabíó sýnir um þessar mundir gamanmyndina „Man in the Moon“. Eða Maður til tunglsins, eins og hún heitir á íslenzku. Myndin er nokkuð skemmtileg á köflum, en ekki nægilega jöfn. Hið bezta við hana er óneitanlega hinn bráð- snjalli leikari Kenneth Moore. Önnur hlutverk eru einnig prýði lega leikin, og eru persónurnar óvenju „jafn skemmtiiegar", þó að hinn annars hugar prófessor Stephens beri þar af. Eins og venjulega í enskum myndum, eru dregnar fram margar skemmtilegar „týpur", sem þó takast nokkuð misjafnlega. Ann ars er myndin ágæt til að eyða einni kvöldstund til að horfa á og tæplega hætta á að nokkrum leiðist. 19.30 The Dick Powell Show 20.30 The Dinah Shore Show 21.30 Bat Masterson 22.00 The Untouchables 23.00 Lock Up V. Final Edition News ÁHEIT & GJAFIR Söfnun Rauða Krossins vegna bruna á ísafirði og í Hólmavík. Þórður Ólafsson Njálsgötu 85 100, NN 1.00, NN 100, 4 litlar systur 2.000, 3 systur á Hrefnugötu 100, SG 100, GK 200, Vigga og Hörður 100, Sigga og Óskar 200, Ólafía P 100, Ella og ólafur 100, EH 100, NN 100, SÞ 500 VK 100, GSR 100, Ónefndur 1.000, Ónefndur 500, Kvenfélag Neskirkju til Andrésar Ólafssonar, Hólmavík 1.600, Ein að norðan 100 Helgi Kristjánsson, Leirhöfða 2.000, Sí 100, NN 500, Bjarni 150, GJ 200, Frá Skerfirð ingum 100, JF 400, GN 100, GJ 100, GR 400, Guðlaugur Magnús- son verzlun 1.000, HI 100, EK 100, Sigr. Jónsd. 200, Ásta Jósepsd 200, NN 500 Guðrún Einarsd. 150, Ónefndur 300, R. 100, Fólkið sem brann hjá 100 Fólkið sem brann hjá 200. Frá Sonný 100, NN 1.000, N 1.000, Gisli Gunnbjörnss. 500, Mýramaður 100, Kassagerð Reykja víkur 10.000, ÞS 100, K 100,' SB 100, H. Ólafsson, Bernhöft 500, GN 200, Dagblaðið Vísir safnaði 2.000, Gunnlaugur Guðmundss. 500 'Ásgeir Guðmundsson 400, GJ 100, Guðríður Þórarinsdóttir 100, ÞS III—■—■HIIIIIIIIMHI—!■ 1 200, Kristján Júlíusson 1.000, IS 500, Alþýðublaðið safnaði 875, Þjóðviljinn safnaði frá GJ & GS 500, Morgunblaðið safnaði 13.775, Morgunblaðið vegna söfnunar Strandam. 500, Tfminn safnaði 300, ifsfirðingafélagið 7.013,61, Átt hagáfélag Strandamanna 5.180. Samtals krónur 61.843.61. Peningámir hafa verið sendir til Hólmavíkur og ísafjarðar. Beztu þakkir fyrir. Rauði Kross íslands. BLÖÐ & TIMARIT FREYR, sjötta tbl. er nýkomið út. Efni: Við jafndægur. Starfsfræðsla, Um jarðvegsrannsóknir, eftir Bjarna Helgason, Prófun búvéla 1962, Pétur í Austurkoti byggir fjós, Vinna við rétta aðstöðu, Bú- stærð og búvöruframleiðsla eftir Ragnar Halldórsson, Kjötfuglar, Útlönd, Molar. SAMKOMA HINS /S- LENZKA NÁTTÚRU- FRÆÐIFÉLAGS Á samkomu Náttúrufræðifélags ins f 1. kennslustofu Háskólans mánud. 25. marz kl. 20.30 mun dr. Finnur Guðmundsson segja frá ferð sinni um Finnland sumarið 1958 og sýna litskuggamyndir það- an. Erindi dr. Finns mun einkum fjalla um norðurhéruð landsins, m.a. Lappland. .■.V.V.V.^VAV.VA^^V.V.V.V.V.’.V.V.VV.V.V.V.V.V stjörnuspá -V; j morgundagsins * i; Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Dagurinn í alla sttaði hinn bezti til samskipta við vini og kunningja. Einhver von þín eða ósk mun komaast nær þvf að rætast. Nautið, 21. aprfl til 21. maí: Hagstætt að leita eftir örugg- um leiðum til þess að auka tekjumar af atvinnu þinni. — Yfirboðarar þínir munu veita þér viðurkenningu fyrir vel unnin störf, ef þú hagar gerð- um þfnum og orðum skynsam- lega. Tvíburamir, 22. maf til 21. júní: Þér gæti borizt mjög hag stæðar fréttir, sem opnað gætu fyrir þér nýja möguleika. Krabbinn, 22. júnf til 23. júlf: Hagstæðar afstöður til inn- heimtu gamalla skulda. Sam- eiginleg fjármál eru undir góð- um áhrifum. Ljónlð, 24. júlí til 23. ágúst: Horfur eru mjög góðar á sam komulagi og samstarfi við nána félaga eða maka. Hins vegar er þér ráðlegt að láta öðrum eftir frumkvæðið. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept: Allt bendir til þess að þú sért óvenju vel fyrir kallaður til að afkasta sem allra mestu á vinnu stað. Gættu hófs f mat. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Góðar horfur í ástarmálum. Hentugt að gefa börnum smá gjafir. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Mál heimilisins eru undir mjög hagkvæmum áhrifum. Þess vegna er rétt að nota þessa strauma sem bezt með þvf að hagræða þvf sem miður hefur farið að undanförnu. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Dagurinn mjög hagkvæm ur til umræðna um menn og málefni. Smá ferðir gætu verið nauðsynlegar f þessu skyni. Steingeltin, 22. des. til 20. jan.: Hagstæðar afstöður á sviði fjármála benda til þess að þér auðnist að afla þér nokkurs fjár. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú gerir bezt f því að tjá öðrum skoðanir þfnar. Smá frumlegheit mundu koma sér vel eins og nú standa sakir. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Mjög líklegt að þér gefist gott tækifæri til að þroska gjaf mildi þína og rausnarskap. ■.■.■.■.V.V.V.V.V.V.Y.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.VAV.V 6,5 MILLJONIR TIL HRAFNISTU Nýlega var haldinn í Hrafnistu aðalfundur Sjómannadagsráðs f Reykjavík og Hafnarfirði. í stjórn voru kosnir: Pétur Sigurðsson, for maður, Guðmundur H. Oddsson, Kristens Sigurðsson, Hilmar Jóns- son og Tómas Guðjónsson. Á fund inum var þess minnzt að á starfs- árinu átti Sjómannadagurinn 25 ára afmæli og var þess minnst með ýmsum hætti. Tekjum af happdrætti DAS og af Laugarásbfói var öllum varið til uppbyggingar Hrafnistu. Á 25 ára afmæli Sjómannadagsins var ný vistmannaálma sem rúmar 66 manns tekin f notkun og undirbún- ingur er hafin að byggingu nýrrar álmu fyrir 68 vistmenn. Á þessu ári er áætlað að verja til nýbygginga í Hrafnistu, lagfær- ingar lóðar o. fl. um 6,5 milljónum kr. Hrafnistu bárust á s. 1. ári fimm herbergjagjafir að upphæð 25 þús. kr. hver. Þá afhentu sjómannskon- ur tckjur af kaffisölu á sjómanna- daginn kr. 42 þús., sem var notað til jólaglaðnings. Flairi gjafir bár- ust á árinu. Þá er að lokum að geta þess, að 10 ára leyfi fyrir happdrætti DAS er útrunnið á næsta ári. Stjórn Sjó! mannadagsins hefur unnið að því | að fá leyfið framlengt á breiðari grundvelli og er frumvarp það sem nú hefur verið borið fram á þingi um byggingarsjóð aldraðs fólks mjög f samræmi við það. 2. HEFTI „LEIKRITSINS" „Leikritið", tímarit um leikhús- mál, gefið út af Bandalagi fs- lenzkra leikfélaga er nýlega kom- ið út í annað sinn. Tilgangur tíma- ritsins er að birta f , hvert sinn heilt leikrit f fslenzkri þýðingu og þar með „nýstárleg tilraun með leikritaútgáfu“ eins og segir f for- ystugrein um Ieikritaútgáfu á ls- landi. 1 þetta sinn birtir tfmaritið leikritið Andorra eftir Max Frlsch, í þýðingu Þorvarðar Helgasonar, en það verður einmitt frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nú um næstu mánaðamót. Auk þess er í heftinu framhaldsgrein um förðun leik- ara. 1. hefti „Leikritsins" birti Draumleik Strindbergs f þýðingu Sigurðar Grfmssonar. Ritstjóri „Leikritsins" er Sveinbjörn Jóns- son. Tekib á móti tilkynningum i bæjarfréttir i sima 116 60 ''gjipwr í Óðalssetrinu Desmondale. Jack? Þeir hafa fundlfð náunga sem erfingja á þessum stað. Hann er að gera við hann Jack? Ég verð að Helltu í glösin Orchid, við höfum við getum notað fyrir lávarð og koma hingað. Hvað ætlarðu að hugsa dálftið um þetta Orshid. fengið góðar fréttir. Hvað er það IS2

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.