Vísir - 23.03.1963, Page 1

Vísir - 23.03.1963, Page 1
VISIR 53. árg. — Laugardagur 23. marz 1963. — 68. tbl. LEITAÐ VAR FRAM I M YRKUR í GÆRKVELDI Leitinni af skipverjunum tveim, Samúel Ingvasyni og Guðna Friðrikssyni, sem fóru í sjóinn með itj.b. Erlingi IV frá Vestmannaeyjum í morg- un, er nú hætt og mennirnir taldir af. Ég ætlaði ekki að ráa, en það var eins og kallað væri á mig Stefán Stefánsson, skipstjóri. Stefán Stéfánsson skip stjóri á Halkion sem bjargaði 8 mönnum úr áhöfn Erlings IV ætlaði ekki að fara í róður á föstudagsmorguninn, þar sem honum fannst veðurútlitið óvænlegt. En hann vaknaði þrisv- ar sinnum um nóttina og fannst eins og verið væri að kalla sig til að fara af stað. Þegar hann vaknaði í þriðja skiptið ákvað hann hann að drífa sig af stað. Þeir lögðu síðan úr höfn um morguninn og héldu beina stefnu út á miðin. Þegar þeir eru komnir um 20 mílur vestur fyrir Eyjar sér Stefán skipstjóri allt i einu að bregður upp daufu, rauðu ljó'.d út við sjóndeildarhring. Stefán undrast þetta en a- kveður þegar í stað að kalla upp Vestmannaeyjar og spyr þá í iandi hvort búið sé að setja út Ijósbauju við netasvæðið, honum er sagt að það sé ekki, svo að hann fer að gruna að hér sé e. t. v. um neyðarljós að ræða. Og brátt hverfur allur vafi, því að skömmu síðar sér skipstjórinn flugeld í sömu átt. Þannig varð sigling Halkion bein á slysstaðinn til að bjarga mönnunum og aftur f höfn. Eins og sagt var í blaðinu í gær hefur Stefán tvisvar áður orðið til þess að bjarga mönn- um af skipi í sjávarháska. Fyrst var það í október 1961, þegar báturinn Blátindur var á reki með bilaða vél skammt frá Færeyjum. Bjargaði Halkion honum og dró til lands i Færeyj um með 5 manna áhöfn. Þá bjargaði hann allri áhöfninni, 11 manns af bátnum Bergi SV af Snæfellsnesi í des. s.l. Stefán er 32 ára að aldri. Hann stundaði fyrst nám í Verzlunarskólanum, en var á sjónum með föður sínum Stef- áni Guðlaugssyni á sumrum. En eftir að hann hafði lokið verzl- unarskólanámi, fór hann í sjó- Framh. á bls. 5 Sextán bátar frá Vestmannaeyj- um leituðu á slysstaðnum í allan dag og þar til myrkur skall á í kvöld, en þá var leitinni hætt, enda gersamlega útilokað að menn irnir gætu verið ofansjávar. — Douglas vélin Glófaxi frá Flugfé- lagi Islands sveimaði og lengi yfir slysstaðnum, en áhöfn hennar varð einskis vör frekar en leitar- rriennirnir á skipunum. Báðir mennirnir sem fórust voru kornungir menn, eða um tví- tugt. Annar þeirra, Samúel Ingvars son, réði sig á Erling IV í gær og var nú í sínum fyrsta róðri. Þegar báturinn fór á hliðina, var Samúel sofandi í koju sinni niðri í lúgarn- um, en það sást síðast til hans, að hann hrökk úr kojunni og niður á gólf er skipið valt. Eftir það mun enginn hafa orðið hans var og það er talið fullvíst að hann hafi aldrei komizt upp úr lúgarnum, og Framh. á bls. 5 stofnlánadeild- Eigið fé inni 500 miiijónir árið 1975 Ingóifur Jónsson iandbúnað- arráðherra skýrði frá því í út- varpsþættinum „Á blaðamanna- fundi“ s.I. mánudagskvöld, að árið 1970 myndi hin nýja stofn- lítför Valtýs Stefónssonar Valtýr Stefánsson ritstjóri verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 10,30. Þessa fremsta blaðamanns íslenzku þjóðarinnar er minnzt með minningargreinum á bls. 9. lánadeild Iandbúnaðarins ráða yfir 100 milljðnum króna eigin fjár til útlána á ári, og enn fremur að árið 1975 myndi eig- ið fé stofnlánadeildarinnar nema 500 MILLJ. KRÓNA. Þessir útreikningar á upp- byggingu stofnlánadeildarinnar miðast við verðlag og magn landb.únaðarafurða eins og það var árið 1961. Verði hækkun á búvöruverði eða framleiðslu- aukning frá 1961, — og þegar hefir orðið veruleg framleiðslu- aukning, — þá vex eigið fé stofnlánadeildarinnar í réttu hlutfalli við þá aukningu á næstu árum. Er því í rauninni víst að hagur stofnlánadeildar- innar verður ennþá betri, þeg- ar komið verður fram á árin 1970—1975, en nefnt hefir ver- ið hér að framan, og að líkind- um miklu meiri fjármagnsaukn- ing hjá deildinni en reiknað var með við þessa merku laga- setningu í fyrra, þar eð gera má ráð fyrir slvaxandi land- búnaðarframleiðslu. Framsýnir menn og kunnugir landbúnaðin- um telja að löggjöfin um stofn- lánadeild hans sé ein hin merk- asta frambúðarlöggjöf f tíð nú- verandi ríkisstjórnar og marki tímamót í sögu landbúnaðarins á íslandi. Samúel Ingvason. Lokuð verksmið|a: SlGLO-síIdin selst ekki Við höfum ekkert starfað í tvo mánuði, sagði Ólafur Jóns- son forstjóri niðurlagningar- verksmiðju SR á Siglufirði í við tali við Vísi í morgun. Ástæðan er sú að það selst ekkert af • framleiðslu okkar á erlendum markaði og innanlandsmarkað- urinn er of lítill vegna fámenn- is þjóðarinnar. Við höfum sent sýnishorn af framleiðslu okkar á markað í Ameríku og til Vest- ur- og Austur-Evrópu, en menn kaupa ekki síldarvörur fram- leiddar undir óþekktum vöru- merkjum, nema þá að þær séu ódýrari en þær, sem fyrir eru. Jafnframt þyrfti að leggja í mikinn auglýsingakostnað, en hvorki höfum við efni á að bjóða síldina undir heimsmark- aðsverði né að hefja aug- Iýsingaherferð. Þess vegna er allri framleiðslu hætt í bili. Ólafur Jónsson kvað þetta vera þeim mun tilfinnanlegra þar sem hann væri sannfærður um að Sigló-síldarvörurnar væru betri en síldarvörur Norð- manna og Svía til dæmis, og jafnvei betri en fléstar aðrar þjóðir gætu boðið upp á. Bæði væri hráefnið gott og sósurnar betri en hjá flestum öðrum fram leiðendum. Vegna þess hve sós urnar væru góðar, þyrfti ekki að blanda neinum rotvarnarefn- um saman við innihald dós- anna, og eins færu Ameríku- menn að. Ólafur kvaðst vilja koma þeim eindregnu tilmælum á framfæri við innlenda verzl- unarmenn, sem seldu fram- leiðsluvörur niðurlagningarverk smiðjunnar á Siglufirði, að geyma þær á köldum stað. Til þess væri ætlazt og þá héldust þær miklu lengur en ella ó- skemmdar, en margir verzlun- armenn myndu láta undir höf- uð leggjast að geyma vörurnar í kæli eða eða á köldum stað. Sem dæmi um afköst verk- smiðjunnar á Siglufirði má nefna, að hún getur lagt niður í gaffalbita innihald 13—14 tn. á 8 klukkustundum. Þar störf- uðu 20 stúlkur og 4 karlmenn, en ekkert hefir vrrið framleitt í 2 mánuði, sem fyrr segir. Al- mennt talað er þó mikil at- vjnna á Siglufirði, sagði Ólaf- ur. Af framangreindri frétt er augljóst hversu erfitt það er í fiskiðnaðinum að komast inn á gamla og gróna markaði, þar Framhald á bls. 5

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.