Vísir - 23.03.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 23.03.1963, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Laugardagur 23. marz 1963. Sextugur Ólafur Frímann Sigurðsson framkvæmdarstjóri, Akranesi Einn meðal mætari borgara Akraneskaupstaðar, Ólafur Fr. Sig- urðsson, framkv.stjóri, er sextugur í dag. Ólafur er fæddur 23. marz 1903 að Sýruparti á Akranesi. Foreldrar hans voru Guðrún Þórðardóttir og Sigurður Jóhann- esson, formaður og útvegsbóndi, er bjuggu að (Mið-)Sýruparti á Skipaskaga (Akranesi) allan sinn búskap. Þau eru bæði látin fyrir allmörgum árum. Guðrún, móðir Ólafs, var einhver harðduglegasta kona sem ég hefi kynnzt. Hugur Ólafs hneigðist snemma að verzlunarstörfum. Um 16 ára aldur réðist hann að verzlun Lofts Loftssonar og Þórðar Ásmunds- sonar f Sandgerði. Loftur og Þórð- ur, er sfðar varð tengdafaðir ÓI- afs, ráku þá f félagi verzlun og út- gerð f Sandgerði og á Akranesi, en skiptu með sér nokkru sfðar og tók þá Loftur við rekstri og eign- um f Sandgerði en Þórður á Akra- nesi. Ólafur var hjá Lofti til 1923, er hann fór á Verzlunarskóla Is- iands. Þaðan útskrifaðist hann vorið 1925. Þá réðist hann til Bjarna Ólafssonar & Co„ Akra- nesi, en það fyrirtæki var þá í miklum uppgangi og rak jöfnum höndum fjölþætta verzlun og út- gerð, Hjá BÓCO vann Ólafur ti! ársins 1930, er hann ásamt Jóni heitnum Hallgrímssyni, sem einnig var starfsmaður BÓCO, keypti verzlun fyrritækisins og rak hana sfðan undir nafninu „FRÓN“ til ársins 1941. Árið 1939 hðf Ólafur :afnframt að starfa á skrifstofu Þórðar Ásmundssonar og hefir 'tarfað við fyrirtæki Þórðar heit- ins æ sfðan. Eftir andlát Þórðar sem meðeigandi og framkvæmdar- stjóri, ásamt mági sfnum, .Túiíusi Þórðarsyni, og svila, Jóni Árna- syni alþingismanni. Hefur samstarf heirra verið með ágætum. Auk hinna föstu starfa hefur Ólafur sinnt ýmsum aukastörfum, m. a. starfað f skattanefnd og ver- ið endurskoðandi reikninga Spari- sjóðs Akraness í mörg ár. í íþrótta ráði og f Knattspyrnufél. Akra- ness og var formaður þess f 10 ár. 1 Karlakórnum SVANIR um árabil og er þar enn styrk stoð enda söngvinn vel Sveinn heitinn Guðmundsson frá Mörk, sem lengi var hrepp- stjóri á Akranesi, mesti merkis- maður og mjög minnisstæður þeim, er honum kynntust, komst eitt sinn þannig að orði (f áheyrn undirritaðs); „Það er annars merki- lega með þessa „Parta-stráka" — karl minn — (orðtak Sveins) þeir fara allir á skóla og verða að mönnum. Ætli það sé ekki fjör- unni og sjávarloftinu að þakka?“ Á þeim árum fóru unglingar lítið til framhaldsnáms etfir að barna- og unglingaskóla lauk, a. m. k. fáir af Akranesi — utan „Parta- strákarnir". En „Partar" voru þá almennt kölluð nokkur hús, sem stóðu neðan og vestan við Báru- götu, sem nú er. Þessir „Parta- strákar“ urðu flestir skipstjórar eða verzlunar- og útgerðarmenn o. þv. 1. Ólafur Frímann var einn af þeim. Kannski hefur fjaran, sjór- inn og hafgolan, sem sffellt leikur um þessa skagatá, átt sinn þátt í að örfa framsækni og athafnaþrá unglinganna, sem þar ólust upp á þeim tíma, sem minna glapti fyrir og fleiri stundir gáfust til einveru, fjöruferða og framtíðar- drauma en nú gerist. Já, Óli minn, það er margs að minnast frá þessum árum, áætlanir voru þá stundum gerðar fram í tfmann, sumt hefir orðið að veruleika, annað ekki. Endurminningarnar eru þó flestar ljúfar, þótt ekki væri ætíð úr miklu að moða. Þ6 kostur væri oft þröngur og bær- inn lágreistur þá var það mann- vænlegur systkinahópur sem kom út úr (Mið-)Sýruparti, 2 afburða skipstjórar og aflamenn, 2 mjög mætir verzlunarmenn og 2 ágætar húsmæður. 60 ár eru ekki hár aldur nú, áð- ur þóttu menn á sjötugsaldri gamalmenni. Ólafur Sigurðsson ber sinn' aldur þó óvenju vel. Flestir mundu ætla hann nær fimmtugu. Þegar hann gengur um hnarreistur, fasmikill, fjaður- magnaður og brosmildur, hefur maður á tilfinningunni að þar fari ungur maður — enda er Ólafur enn ungur í anda og umgengni. Skapið er létt og lundin þíð, hvers manns vanda vildi hann helzt leysa, en kringumstæðurnar leyfa það ekki ævinlega, en Óli Sig. ger- ir ætíð sitt bezta. Heill og velferð Akraness lætur Ólafur Sigurðsson sig miklu skipta. Hann hefur verið óþreytandi að vinna fyrir sitt bæjarfélag og sem sannur Sjálfstæðismaður hefur Ól- afur starfað í anda þeirrar stefnu, en vegna lipilrðar sinnar og félags- hvggju hefur honum tekizt að vinna með flestum — eða öllum — mönnum, án tillits til stjórn- málaskoðana. Þettá er aðalsmerki góðs manns. Ólafur er hrókur fagnaðar á vinafundum og gleðistundum, hann dansaði manna bezt og hafði mikla kvennahylli, og hvoru tveggja trúi ég að haldist. Reglu- maður er Ólafur á vfn og tóbak. Ólafur kvæntist árið 1931 hinni ágætustu konu, Ólínu, elztu dóttur Þórðar heitins Ásmundssonar, út- gerðarmanns á Akranesi. Þau hafa alla tíð búið að Vesturgötu 45 á Akranesi og hefur sambúð þeirra verið með ágætum. Þau hafa eignazt 7 börn, 6 syni og eina dóttur. Elzta drenginn, Þórð, misstu þau á unga aldri. Tvö barnanna eru gift, Sigurður og Ragnheiður, en Þórður (yngri), Ásmundur, Gunnar og Ólafur við nám og í foreldrahúsum. Vinur minn! Um Ieið og ég óska þér hjartanlega til hamingju með sextugsafmælið og þakka vináttu liðinna ára, óska ég þér og þfnum allra heilla f framtíðinni. Nafni þinn frá Bræðraparti. í dag, 23. marz, eru merk tíma- mót f lffi eins af betri borgurum Akraness. Ólafur F. Sigurðsson, frkvstj., Vesturgötu 45, fæddist hér á Skipaskaga fyrir réttum 60 árum, og hefur alið allan sinn aldur hér. Akurnesingar og aðrir sem ein- hver kynni hafa haft af Ólafi þennan Ianga starfsdag hans hér, munu senda honum og fjölskyldu hans, sfnar beztu árnaðaróskir í tilefni afmælisins. Ég kynntist ólafi fyrst fyrir 18 árum, og höfum við verið sam- starfsmenn sfðan. Allan þennan tfma hefur mér virzt Ólafur vera vaxandi maður, sem mætir erfið- leikum hins daglega lffs með stöku jafnaðargeði, í öruggri trúarvissu um betri daga að morgni. Ég veit sennilega manna bezt hversu óeigingjamt og erfitt starf Ólafur hefur leyst af höndum á undanförnum árum, og að mfnum dómi munu það fáir eftir Ieika. Ólafur er mörgum gððum mann- kostum búinn, en ég vil aðeins minnast hér á eina af sterkustu lyndiseinkunum hans, hjálpfýsina við og samúðina með þeim sem bágt eiga, eða hafa -villzt af réttri leið. Ég veit að Ólaf hefur oft tek- ið mjög sárt að hafa ekki verið þess megnugur að veita þjáðum þá aðstoð, sem hann hel^t hefði kosið. Tvö eru grundvallarboðorð okkar jarðneska Iffs.' Hið fyrra, að elska Guð, og hið síðara, að vera góður. Þessum boðorðum hefur Ólafur fylgt dyggilega alit sitt lff. Hann hefur líka hlotið góð laun fyrir manngæzku sfna, þar sem eru hans elskulega, góða eigin- kona og mannvæníeg börn. Allir þeir mörgu sem gist hafa heimili Ólafs og LoIIu, þekkja hjartahlýju þeirra beggja og barna þeirra. Þeir þekkja hið hreina, göf- uga og góðn andrúmsloft sem er aðalsmerki yjiss heimilis, enda er þar oft gestkvæmt, því — þar er gott að vera. Á þessu góða og fagra heimili hef ég verið sem heimamaður æ sfðan ég kom hér á Skagann fyrst, og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka þeim Ólafi og Lollu og börnum þeirra, fyrir öll þau ó- metanlegu gæði, sem þau hafa sýnt mér og mfnum nánustu á undanförnum árum. ólafi, vini mínum, óska ég langra lífdaga, gæfu og góðs gengis við söng og gleði. Indriði Björnsson. Myndir Knudsens Um 9000 manns hafa nú séð lit- kvikmyndir Ósvalds Knudsens, sem sýndar hafa verið f Gamla bíói að undanförnu. Myndirnar verða sýnd ar í síðustu skipti laugardag og sunnudag kl. 7, og ættu þeir, sem ekki vilja af myndunum missa, að nota þau tækifæri til að sjá þær. Myndirnar eru þessar: Halldór Kiljan Laxness, Eldar í Öskju, Barnið er horfið og Fjallaslóðir. ( ÍÞRÓTTIR ) Skíðahótleið í Hlíðarfjalli Tvö gl æsileg skíðahótel Tvö skíðahótel, á Akureyri og ísafirði, kappkosta nú að veita fólki um land allt kost á að eyða rólegum og þægilegum páskum á skemmtilegum stað. Flugfélag íslands kemur til móts við þessa aðila með þvf að hafa sérstök skíðafargjöld, með 25 pró- sent afslætti. Þessi fargjöld- til ísafjarðar og Akureyrar gilda frá 1. apríl til 1. júnf. Til Egilsstaða gilda þau 1.— 20. aprfl. Afsláttur sá er skíðafar- gjaldið veitir, er háður þvf skilyrði að keyptur sé tvímiði, og hann not aður báðar leiðir. í sambandi við I kvöld leika til úrslita í II. fl. KR og ÍR. í liði KR eru 6 menn úr unglingalandsliði og 5 hjá ÍR. Má þvf búast við jöfnum og spenn- andi leik. Enn fremur leika Ármann og stúdentar í meistaraflokki. Annað kvöld heldur mótið svo áfram. Eigast þá við Ármann og ÍR í meistaraflokki og í I. flokki Ármann og Skarphéðinn. Lfkur eru á skemmtilegum leik þar sem fyrr nefndi leikurinn er, en hann getur ráðið úrslitum f meistaraflokki. ÍR er taplaust, Ármann hefir tapað einum leik — fyrir ÍR. Þá er og líklegt að Skarphéðinn réynist Ár- manni þungur f skauti. Sadminton í dag kl. 14,30 hefst í Valshúsinu Reykjavíkurmót f Badminton. Mik- ill fjöldi tekur þátt í keppninni. Á morgun kl. 13,30 verður leikið ti’ úrslita f keppninni á sama stað. Má búast við harðri og tvísýnni keppni í mörgum flokkum. I thitj skíðafargjöld Flugfélagsins verða seldar í einu lagí ferðir frá Reykja- vfk, ásamt viku dvöl í skfðaskál- anum í Hlíðarfjalli. Innifalið í verðinu eru ferðir báðar leiðir á- samt gistingu og fæði í eina viku. Einnig ferðin frá flugvellinum upp að skálanum. Þrfr verðflokkar eru, 2500, 2300 og 2100 krónur. Bæði eru skíðahótelin vönduð og glæsileg og verða áreiðanlega marg ir skíðamenn til þess að nota sér þetta einstæða tækifæri. Félagslíf KR, knattspyrnumenn. Æfingar í dag laugardag, verða á Há- skólavellinum sem hér segir: 3. fl. kl. 3,30. 4. fl. kl. 4,30. — Munið að mæta allir á Háskóla- völlinn. — Þjálfari. litaðsir Ijósmyndir Rammagerðin, Hafnarstræti 17 sýnir í dag og næstu daga, í glugga í Austurstræti 17, sýnishom af myndum máluðum í Japan eftir Ijósmyndum. Á undanförnum mánuðum hefir fólk hagnýtt sér þessa þjónustu mjög almennt og hún tekist sér- staklega vel. Verð á myndum þessum er mjög hagstætt, eins og annað, sem flutt er frá Japan, og unnið af færum mönnum. Mynd- irnar eru málaðar á striga eða silki eftir vali. Afgreiðslutími er ca. 1 mán. Ennfremur eru í glugganum mál- verkaendurprentanir af verkum gömlu meistaranna, prentaðar á stiga hjá Ricardo — Milano. Fyrir- tæki Ricardo er talið vinna ein- hverja beztu listprentun í heimi. Sala á myndum þessum hefir auk- izt mjög, enda ávallt gott úrval fyrir hendi. Annars er sjón sögu ríkari. — Rammagerðin hef'r einkaumboð fyrir Ricardo. <i ti wmnmiacmmwmmamxm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.