Vísir - 23.03.1963, Síða 7

Vísir - 23.03.1963, Síða 7
V í SIR . Laugardagur 23. marz 1963 TONLISTIN A AKRANESI A kurnesingar hafa ekki ein- ungjs getið sér gott orð fy/ ir kartöflurækt og knattspyrnu. Þar hefur líka alltaf verið mik- ill söngáhugi og minnast menn þess, að karlakórinn Svanir hef ur starfað þar ötullega undir stjórn Geiriaugs Árnasonar rak- ara. En fyrir nokkrum árum heyrð ist að Geirlaugur hefði látið af söngstjórninni, hann hefði ekki treyzt sér lengur til að standa í þessu umsvifamikla starfi. Þá héldu sumir utanaðkomandi, að við þetta kynni að fara að draga úr hinu fjöruga sönglífi Skaga- manna. Væri það e. t. v. að von- um, því að erfitt væri fyrir lítið bæjarfélag, þar sem allir væru önnum kafnir við framleiðslu- störf, að halda uppi stöðugu listalífi. 'C'n þegar fréttamaður Vísis var fyrir nokkru á ferð uppi á Akranesi, komst hann þó að raun um annað, því að það kom í ljós, að tónlistaráhuginn er þar meiri en nokkru sinni fyrr. Þar starfar tónlistarskóli af miklu fjöri og nú eru Akurnes- ingar að æfa af krafti undir söngskemmtanir, sem þeir ætla að halda með vorinu og hyggj- ast þá eins og stundum áður einnig efna til söngskemmtunar í Reykjavík. Á morgun heldur karlakór þeirra söngskemmtun og á páskum mun kirkjukórinn halda kirkjutónleika. Það var fyrir tilviljun, að fréttamaður Vísis komst að þessu, er hann hitti uppi á Akra nesi hinn góðkunna söngvara, Einar Sturluson, sem var stadd ur þarna. — Hvað ert þú að gera hér á Skaganum? spurðum við Einar. — Ég er nú að raddþjálfa Akurensinga, svaraði Einar. Ég kem hingað einu sinni í viku til að æfa raddirnar bæði í karla kórnum og blönduðum kór, sem hér starfa. Og Einar lýsti því með mörgum orðum, hve ánægjulegt væri að starfa með Akurnesingum, þar væri svo mikill söngáhugi og kraftur í tónlistarlífinu að undrum sætti. \TiS skruppum sem snöggvast með Eina'ri upp í svokallað Alþýðuhús, þar sem nokkrar konur úr kórnum voru saman komnar og hann byrjaði að æfa með þeim verk eftir Bach. Þann ig bjóst Einar við að halda á- fram allan daginn, að æfa ýms- ar raddir og þjálfa söngvarana hvern á eftir öðrum. — En þú ættir að koma í miðdegiskaffið, sagði hann við fréttamann Vís- is, og hitta hann Hauk Guð- iaugsson, sem nú er mesti drif- krafturinn í tónlistarlífi Akra- ness. Og síðar um daginn varð það úr að við skruppum til Hauks, sem býr í húsi því sem hinn kunni Akurnesingur Ólafur heit inn Björnsson bjó áður í. Það var auðséð að þarria bjó tón- listarmaður, því að í stofunni bar mest á píanói og nótna- möppum og mjög stóru og vönduðu sterefónísku segul- bandstæki. TXaukur hafði setið við píanóið * þegar við komum að og við komumst að því, að hann er ættaður austan af Eyrarbakka og má þar til sanns vegar færa, að ekki er ofsögum sagt af tón- list þeirra á Bakkanum. Það lá því beint við að spyrja Hauk hvort hann hefði eins og fleiri heyrt músikkina í briminu á Eyrarbakka. — Ja, ég veit nú ekki. Hann Páll er búinn að gera brimið svo rómantískt. Annars get ég ekki neitað því að ég lifði og hrærðist auðvitað í fjörunni eins og aðrir strákar á Eyrar- bakka. Fjaran er afar falleg og mér finnst mjög skemmtilegt að vera við sjóinn. En það er líka hér á Akranesi. XTaukur Guðlaugsson stundaði píanónám í Tónlistarskólan um í Reykjavík og Iauk prófi í þvi, en síðan sneri hann sér að orgelnámi, og var um skeið organisti á Siglufirði. Síðan hélt hann til náms í organleik í Ham borg hjá prófessor Förster- mann. Undir lok námsins lék hann á orgel á nokkrum hljóm- leikum. — En hvernig stóð á því að þú fluttist svo til Akraness? —■ Það vildi svo til, að ein- mitt þegar ég kom heim frá námi var nýbúið að setja upp fullkomið kirkjuorgel í Akranes kirkju og þá vantaði organista, svo þetta var tilvalið fyrir mig. Ég hef líka reynt með ýmsum hætti að gera kirkjusönginn fjöl breyttari, sérstaklega á stórhá- tíðum. Kirkjugestir voru t. d. ánægðir með það að á síðustu páskum fluttum við „7 orð Krists á krossinum" eftir Schuts og erum við að undirbúa að flytja það verk aftur núna. jþað hefur líka sérstaka þýð- ingu fyrir sönglífið að Sig- urður Markússon hefur nú kom- ið úr Reykjavík síðustu tvö árin að kenna fólki að syngja eftir nótum. Þegar söngfólkið hefur Iært það verður allt miklu auð- veldara og æfingar taka ekki eins langan tíma og þegar þarf að eyða tímanum í að kenna söngfólkinu laglínuna frá byrj- un. Þegar því marki er náð er söngmennt fólksins komin á hærra stig. Síðan snýst talið að Tónlistar skóla Akraness, sem Haukur fiííMiís / Haukur Guðlaugsson tónlistarmaður á Akranesi við píanó sitt stjórnar en þar að auki annast hann söngkennslu í skólum. — Það var upphaflega Stúdenta félag Akraness sem beitti sér fyrir stofnun tónlistafélags og fyrstu fjögur árin stóð frú Anna Magnúsdóttir fyrir tónlistar- skóla. Nú eru allir teknir í skólann sem langar til að læra á hljóð færi og það er kennt m. a. á pianó, orgel, fiðlu, klarinett og blokkflautu. Yngstu nemendurn ir eru allt niður í 8 ára. Það hef ur hjálpað til, að tónlistarkenn arar hafa verið fáanlegir til að koma eins og einu sinni í viku frá Reykjavík upp á Akranes og kenna ýmsar sérgreinar. Að lokum segir Haukur: — Mér hefur líkað vel dvölin hér á Akranesi. Það er uppörv- andi að starfa í bæ, þar sem tónlistaráhuginn er svo mikill sem hér og það er t. d. mjög ánægjulegt að meðal nemend- anna eru góð efni f tónlistar- menn. 18 ha Evinrude utanborðsmótor á Reykjavíkurhöfn þar sem m. a. var sýnd hin geysimikla dráttarhæfni mótorsins. EVINRUDE utanborðsmótorar eru frá OUTBORD MARINE INTERNATION S/A Verð: 3 ha kr. 5840.00 5lÁ ha kr. 10556.00 10 ha kr. 15.062.00 18 ha kr. 17.745.00 28 ha kr. 21.800.00 40 ha kr. 25.000.00 I , AUÐVITAÐ EVINRUDE Á SÍLDINA VJSS235

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.