Vísir - 23.03.1963, Síða 8

Vísir - 23.03.1963, Síða 8
VlSIR . Laugardagur 23. marz 1963. VÍSIK Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. • Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. islenzk list erlendis Fyrir nokkrum dögum birti Vísir eftirtektarvert og mjög tímabært viðtal við einn bezta listamann þjóð- arinnar, Finn Jónsson listmálara, þar sem hann ræddi einkum um þátttöku íslenzkra listamanna í fistsýning- um erlendis, og hvernig slíkri þátttöku af íslendinga hálfu væri að jafnaði hagað. Kom þar fram það, sem hefir verið á vitorði margra um langt skeið, að al- menningur er látinn greiða mikið fé fyrir að sýna er- lendis listaverk, sem valin eru af þröngsýnum hópi manna, er velur verkin alls ekki eftir listgildi, heldur eftir mönnum og beitir miskunnarlaust hlutdrægni, hvar sem við verður komið. Það er tiltölulega fámennur hópur, sem þarna er að verki, yfirleitt ungir menn, sem sumir skreyta sig listainannsnafninu, þótt þeir eigi engan rétt til þess. Þessum mönnum er fengið það mikla vald að velja verk til sýningar erlendis, og þeir vita að sjálfsögðu, að þeir eiga að rækja það starf af trúmennsku. En það er öðru nær, að þeir láti það vera leiðarstjörnu sína. Þeir láta sér í léttu rúmi liggja, hvort þeir sýna rétta mynd af list þjóðar sinnar erlendis eðá ekki. Aðál- atriðið er að koma að verkum ýmissa gæðinga, og er sá mestur í þessu efni, sem frekastur er, eins og menn sjá mýmörg dæmi í fjöimörgum sviðum þessa þjóð- félags. Þarna haldast þröngsýni og rangsleitni í hend- ur, og er þess vegna ekki von til, að rétt mynd sé sýnd af íslenzkri list erlendis. Alþingi ætlast ekki til þess, að fé því, sem það veitir til kynningar á íslenzkri list erlendis, sé varið með þeim hætti, sem Finnur Jónsson lýsir í viðtalinu. Það ætlast til þess, að fénu sé varið til kynningar á íslenzkri list yfirleitt, ekki til að hossa einum og fela annan, en viðleitni hinna sjálfskipuðu sérfræðinga, sem um þetta hafa fjallað, hefir ekki verið nein önnur. Þess vegna verður hér að verða breyting á og það fyrr en síðar. Það er hneisa, að Alþingi skuli leyfa þeirri þröngsýnu klíku sem hér er að verki, að komast upp með að beita marga ágæta listamenn ofbeldi, eins og þeir hafa gert árum saman. Þeim er ekki treystandi Það er kunnara en frá þurfi að segja, að oft eru deilur miklar meðal listamanna um stefnur, isma og verðleika einstaklinga. Hitt er þó eins víst, að þeir menn, sem hafa illu heilli fengið að ráða mestu um kynningu íslenzkrar listar erlendis, hafa fyrirgert því trausti, sem þeim hefir verið auðsýnt. Alþingi á þess vegna að létta af þessúm mönnum vanda, sem þeir hafa fært sönnur á, að þeir eru ekki menn til að leysa af hendi. Allir iistamenn eiga að vera jafnir fyrir lögunum, þegar um er að ræða að kosta sýningar á list þeirra með almannafé. Alþingi verður að búa svo um hnút- ana, að það jafnrétti sé tryggt. fflssa BÆKliR 0G HOFUNOA r r E BLAÐAMENNSKA ii f Baldur Óskarsson: Dagblað, skáldsaga, 125 bls. — Verð kr. 175.10. — Fróði 1963. glaðamennska er ung starfs- grein á íslandi og hefur ekki komið mikið við sögu í íslenzkum skáldsögum. Nú hef- ur hér orðið nokkur breyting á. Dagblað Baldurs Óskarsson- ar er þriðja bókin á einu ári sem fjallar um blaðamenn. Hin- ar tvær eru Brauðið og ástin eftir Gísla J. Ástþórsson og Sól myrkvi, leikrit Matthíasar Jó- hannesens. Ástæðan er augljós þar sem talsverður hópur ungra rithöfunda stundar blaða- mennsku í Reykjavík og þvf næsta skiljanlegt að þeir velji söguhetjum sfnum form þeirrar veraldar sem þeir þekkja bezt. Skáldverkin þrjú sem hér hefur verið minnzt á eru þó næsta ólík þótt umgerðin sé sameig- inleg. Það er eiginlega ekki fyrr en í Dagblaði Baldurs Ósk- arssonar sem blaðamennskan er þungamiðja skáldverks því hin verkin tvö fjalla ekki um blaða- mennsku blaðanna heldur um önnur vandamál þeirra, ástina, fjölskylduna. O—o 'C'lestir eru sammála um að erfitt sé að skrifa um hluti sem maður þekkir ekki. Þá eru og dæmi hins gagnstæða, þ. e. a. s. að höfundurinn sé of ná- tengdur og of háður umhverfi sínu til að geta skrifað um það. Höfundi er nefnilega ekki ein- asta nauðsynlegt að þekkja gerla til sögusviðs síns, hann verður einnig að vera því ó- háður og geta litið það augum hins hlutlæga skoðanda. Bald- ur Óskarsson uppfyllir fyrsta skilyrðið svo sem bezt verður á kosið, en varar sig ekki á hættum síðara atriðisins. Það er ef til vill skýring þess að hann nær ekki tökum á við- fangsefni sem hann þekkir út í æsar. Viðfangsefnið ber hann ofurliði, hann er of háður þvf persónulega og skoðar verkefni sitt sífelit „innan frá“ án þess að muna eftir því að lesandinn er fyrir „utan“. Ástæðan fyrir þvf að þetta verður að alvar- legum galla í bók hans er sú að hann kemst ekki nægilega að sögupersónu sinni fyrir starfi hennar. 0-0 J alvarlegri skáldsögu hlýtur manneskjan og vandamál hennar að vera aðalatriðið en ekki starf hennar. Starf er í sjálfu sér ódramatfskt og get- ur þar af leiðandi ekki verið uppistaða f skáldverki nema ef til vill í sakamálasögum með æskilegum viðburðum og f róm antískum læknareyfurum. Þess háttar sögur verða einmitt lé- legar fyrir þá sök að þær kom- ast aldrei að fólkinu fyrir at- burðum. Dagblað Baldurs Ósk- arssonar er undir sömu sökina selt. Honum tekst ekki að gera bók sfna að skáldverki f eigin legum skilningi þess orðs vegna þess að smásmugulegar lýsing- ar á sta fi blaðamannsins bera manninn sjálfan algeru ofurliði. Við fáum að vita að hann skrif- aði eindálk um þetta og tvídálft um hitt, fór til gjaldkerans til þess að reyna að fá peninga, drakk kaffi, hringdi f frétta- ritara en við fáum aldrei neina vitneskju um manninn sjálfan. Ástamál hans gefa okkur ekki einu sinni neina ákveðna mynd af manninum. Við vitum í rauninni ekkert hvernig maður- inn er nema að hann er á móti jjfflBglj Baldur Óskarsson pólitík að vissu marki eins og flestir blaðamenn og sömuleiðis gerir hann sér Ijóst af hverju fslenzk dagblöð eru léleg. En það er í rauninni aukaatriði og gefur ekki heldur vfsbendingu um eðli hans. I bókarlok getur lesandinn einna helzt dregið þá ályktun að Þorgeir blaðamaður sé maður sem ekki getur hrif- izt að neinu af því hann er al- ger þræll starfs síns og það hafi gert hann sálarlausan. O-o jjnnur helzta persóna bókar- innar, Ásrún, ástkona blaða- mannsins er engu sfður þoku- kennd persóna og verður ekki nægilega mikill hluti sögunnar miðað við það hlutverk sem maður getur ímyndað sér að höfundur hafi ætlað henni. Hún er sveitastúlka. sem þrífst ekk'’ í kaupstað en vandamál hennar eru hvergi brotin til mergjar. Samskipti þeirra Þorgeirs hefðu réttu lagi átt að vera þunga- miðja bókarinnar en þau eru of köld, of vafningalaus til að ná tökum á lesendum. Höfundur sviptir stúlkuna þar að auki þokka sínum og yndisleik með þvf að láta hana hátta ofan í rúm hjá ókunnugum blaða- manni fyrsta kvöldið sem þau hittast. Og blaðamaðurinn er orðinn svo andlega vanaður af starfi sínu að hann birtir hvergi hrifningu hvað þá innileik í faðmi stúlkunnar. Sviplegt lát hennar í sögulok þegar hún hef- ur sagt skilið við Þorgeir og Reykjavfk er ómótíverað og verður ekki dramatískur há- punktur vegna þess að sam- band þeirra öðlaðist aldrei neina fyllingu. 0-0 ’ TJins vegar verða margar auka persónur lifandi f höndum Saldurs Óskarssonar, honum teKst að bregða á loft stutt- um skýrum myndum af vinnu- félögum Þorgeirs og þar nýtist einmitt þekking Baldurs f starfi blaðamannsins. Allar lýsingar hans á þvf sem gerist á sjálfu blaðinu eru ágætar en þær verða hins vegar of mikill hluti sögunnar þar sem þær skyggja á fólkið. En á hinu er vitan- lega enginn vafi að fólk sem ekkert þekkir til blaðamennsku mun kunna að meta mynd Bald- urs af því starfi sem dylst bak við sfður dagblaðanna. Fram- setning þessarar myndar mun þó tæpast falla öllum í geð því stíll Baldurs Óskarssonar kem- ur ekki til móts við lesendann, til þess er hann of stakkató, of hnökróttur. Hann hraðar ekki lestrinum heldur stingur hann í augu annað slagið, ekki fyrst og fremst vegna þess hve knappur hann er heldur miklu fremur af því hvað hann er smáatriðasamur án þess þó að þessi nákvæmni Ieiði neitt af sér. Víða minnir stíllinn óþægi- lega á Indriða G. Þorsteinsson. Sá samanburður er Baldri Ósk- arssyni ekki í vil þar sem Ind- riði nær miklu meiri veruleika út úr sínum stíl án þess þó að verða í rauninni nokkurn tíma smáatriðasamur nema það þjóni ákveðnum tilgangi. Auk þess - lætur Indriði starfið aldrei skyggja á manneskjuna sjálfa. O—o TViðurstaðan verður því sú að Baldri hafi tekizt að skrifa sannferðuga og á margan hátt lipra lýsingu á starfi blaða- manns í Reykjavík. Hins vegar verður ekki hjá því komizt að segja að skáldskap vanti að mestu f þá lýsingu og fyrir bragðið kemst bókin ekki hjá þvf að verða sjálf stimpluð sem blaðamennska af betra taginu. Ytri frágangur bókarinnar er mjög þokkalegur og prófarka- lestur góður. Njörður P. Njarðvik. 'i * VUUi í U iUuuib '• íí>. ;■ t wvrrrfniir'?yvv i ~.rn í l •. ! rTH,nvj"v c: r ^ YTM" Yi ’ ‘ \ i I— í < I. 1 f 4 x '

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.