Vísir


Vísir - 23.03.1963, Qupperneq 10

Vísir - 23.03.1963, Qupperneq 10
w V í SIR . Laugardagur 23. marz 1963. Stefánsson manni sem var meiri en allir aðrir. Það er undarlega bjárt sólskin yfir þessum minningum, kannski af því að við vorum gllir ungir, piltahópurinn, sem hann safnaði í kringum sig og treysti fyrir því að hjálpa sér við að rita áhrifamesta dagblað landsins, kannski er það vegna þess að myndir úr garðinum hans við Laufásveg koma efst í huga, þegar við. settumst með honum og Kristínu konu hans út í garðstólana og það var rætt af logandi áhuga um allt sem var að gerast í mannlífinu. Það var skjól af humalklæddum húsveggnum og hávöxnum trjá- gróðrinum og sólin skein glóð- heit yfir okkur af háum himni. Enn voru húsakynni blaðsins þá fátækleg á hæðinni í rauða ísafoldarhúsinu við Austur- stræti og blaðið var prentað á gamla ófullkomna vél, sem tak- markaði stærðina. En allt var í stöðugum vexti, fyrirtækið sjálft var að taka að sér rekst- ur prentsmiðjunnar, unnið að skipulagningu á öllum sviðum við fréttaþjónustu innlendra og erlendra frétta. Við vorum heldur ekki margir blaðamenn- irnir á þessiim árum, stundum mátti telja okkur á fingrum annarrar handar. En við vorum alltaf að hugsa um einhverjar nýjungar, smituðumst af starfs- gleði forustumanns okkar, og reyndum að taka okkur til fyrir- myndar víðsýni hans og áhuga á öllu þvl sem mannlegt er. Og smám saman fór starfslið- ið að aukast og blaðið sprengdi af sér hinar gömlu umbúðir. Farið var að undirbúa byggingu blaðhúss og Valtýr stóð alltaf fremstur I baráttunni, hvort sem hann var með okkur á rit- stjórninni eða Sigfúsi í fram- kvæmdastjórninni. í fyrsta skipti var nú reist blaðhús á Islandi, en það gerðist ekki fyr- irhafnarlaust. Nú komst Valtýr sjálfur í kast við það hugarfar í þjóðfélaginu, sem var honum sjálfum ólikast, höftin og of- riki og afskiptasemi stjórnvald- anna. Blaðhúsið sem hann byggði með nánu samstarfi við tengdason sinn, komst þó upp og varð kóróna lífsstarfs iVal- týs, ekki þó fyrir það að hæð- irnar urðu átta, heldur vegna þess að hér var I fyrsta skipti byggt hús á íslandi ætlað til þess að skipuleggja I því nú- tíma blaðaútgáfu með ölluúi hennar fjölbreytileika. Og þar var Valtýr sjálfur að skapa sér fyrstu starfsskilyrðin sem voru hæfileikum hans samboðin. Þær stundir eru ógleymanlegár, þegar Valtýr var að fylgja okk- ur blaðamönnunum út I nýju bygginguna, meðan hún var I smlðum og bregða upp fyrir okkur myndum af því hvernig starfið yrði unnið, þegar við kæmum þarna allir saman. Valtýr átti ekki eftir að njóta þeirrar ánægju, að fá að starfa neitt að ráði I hinu nýja húsi sínu. Ef til vill hafði smíði þess og öU fyrirhöfnin I sambandi við hana ofgert honum, hann veiktist og I mörg ár urðum við sem höfðum haft náin kynni af þessum stælta atorkumanni að horfa á það með harmi, að hann varð að draga sig I hlé. Hve mikið hefðum við ekki þá viljað gefa fyrir ef hann hefði mátt starfa áfram heill með okkur. En hann hafði lagt sterkan grundvöll, ekkj einungis I 'blaðmiðstöðinni sem hann hafði komið upp, heldur líka I huga og hjarta okkar yngri mann- anna I blaðamennskunni. Þorsteinn Thorarensen. jpersónuleg kynni mín af Valtý Stefánssyni ritstjóra hófust eigi fyrr en árið 1950 og náðu aðeins til sameiginlegs áhuga- máls okkar, skógræktarinnar. Brestur mig kunnugleika á að- draganda þess, að hann varð sá aflvaki I skógrækt hér á landi, sem raun gaf vitni. En mér hefur verið tjáð, að frá föður sínum Stefáni skólameist- ara Stefánssyni hafi hann verið búinn haldgóðri undirstöðu þekkingu á gróðurfari og gróð- urskilyrðum og þá einnig úr föðurgarði fengið I arf djúp- stæða tilfinningu fyrir mikil- vægi gróðurverndar og ræktun- ar. En síðar mun sú tilfinning hafa eflzt með þráðum þekk- ingar við nám heima og erlend- is, m. a. I Landbúnaðarháskól- anum I Kaupmannahöfn árin 1913 til 1917. Það var því eðli- legt, að hann væri meðal þeirra, sem stofnuðu Skógræktarfélag íslands árið 1930 fyrir forgöngu Sigurðar búnaðarmálastjóra Sig urðssonar. Hefði mátt vænta þess, að Valtýr tæki þá þegar forystu I hinu nýja félagi svo skeleggur baráttumaður sem hann síðar varð á þessum vett- vangi, En vera má að alkunn hlédrægni hans hafi valdið því, g.ð aðrir urð.n , tjl, þgss að fara með málefni skógræktarfélags- ins hin fyrstu árin, enda hafði Valtýr þá mörgu að sinna I erilsamri ritstjórn blaðs síns. Hins vegar var hann frá upp- hafi boðinn og búinn til þess að veita málefnum skógræktar- innar, bæði I blaði sínu og þess utan, hvern þann stuðning, sem hann gat I té látið. Kemur áhugi hans á þessum málum glöggt fram I því, að árið 1935 ritaði hann grein í Ársrit Skóg- ræktarfélags íslands, um trjá- rækt til heimilisprýði. 1’ upp- háfi þessarar greinar segir hann: „Við hvert einasta ís- lenzkt heimili til sjávar og sveita ætti að vera trjálund- ur“. Þessi var og hans sann- færing og stefna allt til hinztu stundar, en þetta sjónarmið hans, er að trjálundum laut, fól reyndar ekki I sér nema brot af framtíðarsýn hans og stefnu miðum I skógrækt. Takmarkið var gróskumiklir nytjaskógar, sem fullnægt gætu I stórum dráttum viðarþörf landsmanna. Þessi trú Valtýs Stefánssonar á gróðurmátt íslenzks jarðvegs má glöggt greina I ritgerð hans I Ársriti Skógræktarfélagsins ár ið 1950, en þar varpar hann fram þessari spurningu: „Trúið þið því, að hér á landi geti dafnað stórvaxnir og víðáttu- miklir barrskógar? Við bæði trúum því og vitum það, að vonir manna geti rætzt, I þeim efnum ... Með því að gróður- setja víðlenda skóga af þessum nytjajurtum, þ. e. barrtrjám, geta næstu kynslóðir margfald- að afrakstur og verðmæti lands ins .. Með þvf að gróðursetja skóg er sumarhitinn og sólar- ljósið, sem oftast er af skorn- um skammti hér á landi, virkj- að I þágu kynslóðanna .... Bezta, öruggasta og gagnleg- asta upnbótin fvrir ágengni við frjósemi og gróðurmagn lands okkar er sú, að komið verði upp víðlendum barrskógum, er reynast munu öruggur spari- sjóður kynslóða þeirra, sem eiga að erfa landið“. Ég hef leyft mér að grípa þessar setningar úr nefndri grein, því þær lýsa að mínu áliti vel skoðun Valtýs Stefáns- sonar I þessum efnum og trú hans á gróðurmátt íslenzkrar moldar. í því sambandi kom og glöggt fram djúpstæður skiln- ingur hans á því, hvaða úrslita- þýðingu það hefur, að hver kyn slóð skilji, að gróður jarðar og þá að sjálfsögðu sjálfur jarð- vegurinn, er fjöregg þjóðarinn- ar — undirstaða lífsins — gæði, sem hverri þjóð ber að varðveita og hlúa að og skila óspilltum I hendur þeirrar næstu. Af því leiddi, að trjá- gróðurinn, skógarnir, væru eigi aðeins keppikefli vegna þess arðs, sem sá gróður gaf af sér, heldur jafnframt og eigi síður nauðsynleg vörn gegn eyðingu og ágangi — bæði af völdum náttúrunnar og mannanna sjálfra. Var Valtýr Stefánssyni það mikið áhugamál, að tekin væru I stjórnskipunarlög ís- lenzka þjóðveldisins ákvæði þess efnis, að gróður og jarð- vegur væru verðmseti, sem hverri kynslóð væri skylt að skila óskertum I hendur næstu kynslóðar, og tillaga þess efnis var að hans tilhlutan oftar en einu sinni samþykkt á aðal- fundum Skógræktarfélags ís- lands, eftir að hann tók við for- mennsku þar. Árið 1940 var Valtýr Stef- ánsson kosinn formaður Skóg- ræktarfélagsins. Gegndi hann því næst formannsstörfum I 21 ár, eða svo lengi sem heilsa hans leyfði. Óx félaginu mjög fiskur um hrygg undir hand- leiðslu hans. Upphaflega hafði það verið landsfélag, en með skógræktarlögunum frá 1940 var félagið viðurkennt sem sam band skógræktarfélaga í Iand- inu. Lög þessi urðu I heild mik il lyftistöng fyrir skógræktina og sköpuðu Skógræktarfélagi íslands, undir forustu Valtýs, nýjan grundvöll. Var félaginu nú breytt I samband héraðs- skógræktarfélaga, og jókst tala félagsmanna I stjórnartíð Val- týs Stefánssonar úr 1400 árið 1940 I tæp 10 þúsund árið 1961. Enn er ótalinn sá eiginleiki Valtýs Stefánssonar, hve sann- færandi hann var, er hann ræddi um áhugamál sín, skóg- rækt og gróðurvernd, og hve auðvelt honum reyndist að blása öðrum I brjóst þeim eldi áhugans, sem hann sjálfur <•>- geymdi I huga sér. Fór þar saman óbifanleg sannfæring hans sjálfs og ljúfmannlegt við- mót. Tókst honum með þeim hætti að skapa samstöðu um skógræktarmálin, sem hafin var yfir alla flokkadrætti. Urðu að- alfundir Skógræktarfélags ís- Iands, undir hans stjórn, af þeim sökum minnisstæðir fund armönnum og samstarfsrnönn- um hans, og uppspretta nýrra átaka og framkvæmda f skóg- rækt. Er mér i þessu sambandi hugstæður aðalfundurinn árið 1951, er haldinn var að Varma- landi í Borgarfirði. ! það sinn skapaði Valtýr Stefánsson með persónuleika sínum og ræðu, sem hann hélt á kvöldvöku fundarins þann samhug með fundarmönnum, að flestum fannst sem ókennilegur aflgjafi gisti fundarsalinn kvöldið það. Slíkar stundir gleymast seint og það hlýtur að vera vænlegt til vinsælda hjá guðunum að vera gæddur þeim eiginleikum, að geta laðað menn til þess konar samstillingar. Sú gáfa fylgdi Valtý Stefánssyni til hinztu stundar, því jafnvel eft- ir að starfskraftar hans voru þrotnir nú hin síðustu árin glampaði þó enn f augum hans hin forna hugsjónaglóð, þegar rætt var í hans návist um það málið, sem ennþá virtist vera honum efst í huga, ræktun nýrra skóga. Hákon Guðmundsson. Bridge «— Framhald af bls. 2. — þá veit hann ekkert hvað við erum að spila og kannski þegir hann þá“ Þegar áhorfandinn kom aftur, reif gjafarinn tvö efstu spilin í tvennt og lét manninn á hægri hönd sér fá þau, hann reif hornin af næstu þremur spilum og Iagði þau upp í loft fyrir framan næsta spilara, hann ^eíf næstu fimm spil f fjóra hluta, lét þriðja manninn fá 15 hluta, tók sjálfur fjóra og lagði síðan hlutann á mitt borðið. Gjafarinn horfði síðan fast á sín fjögur rifnu spil og sagði: „Ég er með KRANS, ég ætla að bjóða hundrað krónur“. Næsti maður starði á sfna 15 hluta. „Ég er með KROT, sagði hann, ég býð hundrað betur. Þriðji maðurinn henti niður án þess að bjóða og sá fjórði hugsaði sig um Og sagði: „Ég er með KRASS, ég býð tvö hundruð betur“. Áhorfandinn, sem hpfði fylgzt vel með öllu, hristi höfuðið með vandlætingarsvip: „Ertu vitlaus, sagði hann. „Hvernig heldurðu að þú getir unnið KRANS og KROT með einu aumu KRASSI. Bob Hope og John F. Kennedy eru góðir vinir, en samt hefur Bob mikið dálæti á að stríða forsetanum — og einkum kemur það niður á Boston-áherzlum hans, en þær eru svo sterkar að margir Iand ar hans eiga erfitt með að skilja hann Kennedy Þess vegna hefur Bob sagt, í sambandi við Oscarsverð- launaafhendinguna I Holly- wodd, sem nú stendur fyrir dyrum: — Það er áreiðanlega eng- inn vafi á hver á að fá „Oscar“ fyrir góða frammistöðu í fram andi tungu — John F. Kenne- dy. Auglýsing frá bílasala í New York: „Seljið mér strax bílinn yð- ar og þér verðið ríkur fótgang andi maður“. í London bíða menn brúð- kaups Alexöndru prinsessu með mikilli eftirvæntingu, en sem kunnugt er ætlar hin 26 ára gamla prinsessa að giftast Angus Ogilvy, sem er 34 ára gamall og næstelzti sonur jarlsins af Airlie. Alexandra hefur tilkynnt að aðal brúðar- mey hennar verði Anna prins- essa, sem er 12 ára gömul. Að sjálfsögðu fer giftingin fram í Westminster Abbey. Raffækjaverzflunin Ljós og hiti tilkynnir Opnðum í morgun nýja sölubúð að Garða- stræti 2. Fjölbreytt úrval af alls konar raf- magnsvörum. Gjörið svo vel að lítið inn Ljés og hiti Garðastræti 2 Sími 15184. Alexandra prinsessa Brúðargjafaóskalisti brúð- hjónanna tilvonandi hefur ver ið gerður, til leiðbeiningar vin um þeirra, og meðal þeirra gjafa sem þau munu með á- nægju þiggja eru: Baðherbergis„sett“, onyx- sígarettuöskja, brauðrist, og sænskar borðflöskur. Fyrir dyrum stendur að stofna Birgitte Bardot safn, en það er heiður sem engri franskri kvikmyndaleikkonu hefur hlotnazt hingað til og sjálfsagt engri svo ungri konu. '! Það eru ríkir aðdáendur BB, -’h sem stofna safnið. í Museé Brigitte Bardot : verður notuð föt, skór, hattar, II hárfléttur, gerfineglur, sokkar, : ; hárbönd, varalitur, bréf og brúðarkjóll. Blaðaúrklippur og annað markvert úr daglegu I lífi stjörnunnar gera stofnend- urnir ráð fyrir að muni fylla JlÉ marga sali.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.