Vísir - 23.03.1963, Page 15
V í S IR . Laugardagur 23. marz 1963.
v
15
BEATRICE HERZ:
17
SYSTURNAR
Framhaldssaga
von, að bjarga hjónabandi mfnu,
að þessu sé haJdið leyndu eins og
sakir standa.
Ég fæ víst aldrei að vita hvað
hann kann að hafa ályktað. Hann
hefir vafalaust getið sér til um
margt. En það veit ég, að hann
sannfærðist fljótt um, að það, sem
honum hafði verið sagt um þung-
lyndisköst mín hafði ekki við neitt
að styðjast.
— Það er allt í lagi með tauga-
kerfi yðar, frú Jordan, sagði hann
við mig. Og það er ekkert annað
að yður. Ég á víst líka að leyna
þessu fyrir manninum yðar?
— Þér gætuð sagt honum, að
ég hafi ekki verið eins og ég átti
að mér dálítinn tíma. Það er líka
satt.
Hann spurði mig þá hvers vegna
ég hefði álpast inn í loftherbergið,
en það gat ég ekki sagt honum,
því að ég gat ekk'i borið neinn
þeim sökum, sem ég hafði haldið
að væru á rökum reistar, og allra
sízt gat ég borið systur mína slík-
um sökum.
Stundum, þegar við sátum að
miðdegisverði öll þrjú, fannst mér
næstum að þftta hefði allt verið
illur draumur. Meðan ég var í
sjúkrahúsinu hafði Dóra náð í
ráðskonu, sem bjó til ágætis mat,
og annaðist okkur öll vel. Filippus
var nærgætinn og góður við mig,
en á stundum þögull og eins og
hann vildi kúra undir skel sinni.
Ég óttaðist enn, að hann kynni að
hafa látið blekkjast og fengið ást
á Dóru, en ég hafði öðlast nýtt
þrek og hratt þessum hugsunum
burt, braut upp á einhverju um-
talsefni, og var ræðin og reyndi
að vera kát.
Og þannig gekk þetta um tíma.
Á yfirborðinu virtist allt í bezta
lagi með heimilislffið, en líklega
hefði öðrum fundist einkennileg
ákefð okkar í að ræða sýknt og
heilagt um einskisverða hluti. Eða
ef einhver hefði vitað, að á kvöld-
in háttuðum við Filippus og lág-
um hlið við hlið eins og nakið
sverð væri milli okkar. Var hann
að reyna að forðast að segja eða
gera neitt sem gæti komið mér úr
hugarjafnvægi? Sjálf þagði ég og
spurði einskis.
Sættir.
Kvöldið fyrir örlagaríkusta at-
burð í lífi okkar systranna man
ég ávailt. Við sátum í lesstofunni
og vorum að drekka kaffi þegar
Filippus spurði allt í einu:
— Helena, hvernig mundi þér lft
ast á að koma með mér í ferð
— til Egyptalands?
Þögn ríkti eftir að hann bar
fram spurninguna. Ég gat ekki átt-
að mig á þessu alveg strax, —
það kom svo óvænt, en svo var
sem alda mikillar fagnaðarkenndar
risi, — en það var eins og ég
áræddi ekki að láta fögnuð minn
í Ijós — eða mér fannst ég verða
aðnjótandi þess óvænta fagnaðar
ein án þess að svara þegar —
fagnaðar yfir, að Filippus vildi
fara burt með mér, fara í ferðalag,
þar sem við yrðum tvö ein — Dóra
hvergi nærri.
— Fjallar næsta bók þín um
Egyptaland, Filippus?
Það var Dóra, sem spurði, og
rödd hennar var hvassari en nokk
ur hnífsegg. Hún hefði eins vel
getað rekið upp skerandi vein. Sár
vonbrigði hennar voru mér aug-
Ijós.
— Já, ég hefi verið að hugleiða
það.
Hann fjölyrti ekki um það, enda
sagði ég nú, að það væri ekkert
sem -ég vildi frekar én-fara með
honum til Egyptalands.
Og hann virtist glaður yfir .á-
kvörðun minni.
Næsta morgun árla ók Filippus
af stað niður í bæ til þess að ganga
frá einhverju. Ég hlustaði á fugl-
ana kvakandi á greinum trjánna
og á sífelldu flögri og sólin skein
framan í mig, þar sem ég stóð á
tröppunum, og það var nú bjarmi
yfir hverri minni hugsun. Og það
var enda sprottin upp samúð í
huga mér með Dóru, og ég reyndi
að telja mér trú um, að það sem
gerzt hafði á loftinu, hefði verið
slys, sem hún átti enga sök á eða
neinn. Hugur minn hafði verið í
uppnámi þetta kvöld og ég hlýt að
hafa álpast þarna inn í hugsunar-
leysi. Þetta var liðið. Og ég vildi
gleyma því. Og Filippus hafði líka
ákveðið, að bægja burt skuggum
hins liðna, og horfa fram — það
sýndi hann með þvi að bjóða mér
með sér i ferðina til Egyptalands.
Hann hafði rétt mér höndina fram
til sátta og ég hafði tekið i hana
af fenginleik þegar ég gat áttað mig
í fögnuði mínum.
Og þegar Dóra kom nú og spurði
hvort ég vildi koma með sér og
fara í sjó játaði ég þegar glaðlega.
Einmitt þessa stundina gat ég ekki
hugsað mér neitt indælla en að
sleikja sólskinið á baðströndinni
eftir að hafa svamlað dálítið í sjón
um. Og þess vegna svaraði ég:
— Já gjarnan. Þetta er svo dá-
samlegur dagur!
— Vissulega, fullkominn, — svar
aði Dóra.
Hve allt var kyrrt og rólegt á
baðströndinni. Ekkert hljóð barst
að eyrum nema bylgjuniðurinn —
ekki einu sinni fuglakvakið úr görð
unum fyrir ofan fjöruna — ekki
enu sinni hávaði af umferðinni á
þjóðveginum handan húsanna. Við
Dóra hefðum sem bezt getað verið
á eyðiey. Þegar við vorum komnar
í baðfötin hjálpaði Dóra mér að
laga rennilás sem var í ólagi og
ég furðaði mig á hve ískaldar hend
ur hennar voru í sumarhitanum.
Nú lágum við hlið við hlið í sól-
heitri fjörunni og ég gat ekki varizt
því að hugsa um allt það, sem við
höfðum átt sameiginlegt, þrátt fyr-
ir allt, á bernsku og uppvaxtarár-
um. Dóra hafði aldrei sýnt mér full
an trúnað í neinu, — hið mesta,
sem ég get sagt, er að hún hafi
lyft upp skör á tjaldi sínu endrum
og eins — en aðeins lítið eitt —
svo að ég gæti rétt sem snöggvast
gægzt inn, Það var sem sé aðeins
stöku sinnum, sem hún fann til
þarfarinnar að tala um hluti, sem
hún gat ekki talað um við pabba.
Ég var að hugsa um hvenær það
litla trúnaðar-samband sem fyrir
hendi var okkar í milli rofnaði? Og
var það hennar eða mín sök að það
rofnaði? — eða okkar beggja? Nú
var mig allt í einu farið að langa
til, að við fyndum einhvern stíg,
þar sem við gætum átt samleið, og
ræðzt við, og ég sannfærðist um,
að hjónabandi mínu hafi þrátt fyrir
allt ekki verið ógnað. Ég minntist
þess nú, að það var engan veginn
ótítt, að Dóra yrði ástfangin. Hún
varð sannast að segja mjög oft ást-
fangin, — en varð fljótt leið á öll
um. Og var það nokkur furða, að
hún hafði hrifizt af Filippusi? Ef
ég bara fengi nú tækifæri til þess
að leiða henni fyrir sjónir, að hún
yrði að hætta að haga sér eins og
ástfangin unglingsstelpa, hætta að
ágirnast það, sem aðrir átttu, og
reyna að ná eðlilegum þroska með
því að læra af þeirri reynslu, sem
hún hafði fengið.
— Dóra, sagði ég varlega, nú för
um við Filippus til Egyptalands, og
þú ferð heim. Þegar við komum
heim aftur vildi ég, að við gætum
komið þannig fram hvor við aðra
eins og þetta hefði aldrei gerzt.
Hlustaði hún á mig? Að minnsta
kosti svaraði hún engu.
— Ég lofa þér því, Dóra, að ég
mun reyna að gleyma því, en þú . .
— Mikill kjáni geturðu verið,
greip hún fram í fyrir mér. Þú
hefir þó ekki haldið, að mér hafi
verið alvara. Þú ættir að þekkja
mig. Og þú veizt, að aldrei varð
tauti við mig komið, fengi ég'á-
huga fyrir óvanalega failegum og
laglegum manni. Það er eins og
veiðiákefð — eitthvað henni líkt,
sem vaknar. Og Filippus hreif
mig — í bili, ég játa það, — hann
er laglegur, vel vaxinn og bráð-
myndarlegur — en ég fann undir
eins, að hann elskaði þig og þig
eina.
Hve heimskar og gruniausar elsk
andi konur geta verið, þegar þær
heyra það, sem þær helzt vilja
heyra. Þær soga allt í sig, sem þær
heyra í þessa átt, sælar, án þess að
hugsa — um sitt af hverju. Eins og
til dæmis. — Það eitt hefði átt
að geta vakið grunsemdir mfnar
hve hratt Dóra talaði og eins og
hún væri haldin taugaæsingi —
og hún mælti kæruleysislega —
kæruleysislega um of. Ég hefði átt
að geta gert mér grein fyrir, að
þetta var allt á yfirborðinu.
En ég var blind — ég var engin
undantekning.
Þegar kona elskar.
Einhvers staðar í fylgsnum hug-
ans voru ýmsar spurningar að
skjóta upp kollinum, spurningar,
sem ég í einfeldni minni og barns
legri gleði yfir endurfundinni ham
T
A
R
Z
A
H
''MANY TEUR.I5UE
THINGS HAPFENE7
APTEK YOUK
WOWAN CAME—/;
THE ViLLAGE-- ELEPHANTS 7ESTKOYEP’
OUR CKOf'S!" TOfAíU SIGHEt? AF’OLOGETICALLY. "THE SIK.L W\S
_ANEVIL OA\EN. 7 ESPERATE A\EASUKES HAP TO 5E TAKEN.//
Ég sagði þeim allt saman':,
stamaði Zukoff. „Nú, jæja“,
svaraði Tombu höfðinginn. „En
það er dálítið sem ég þarf að
segja ykkur. Hræðilegir atburð
ir hafa átt sér stað eftir að kon
an kom til okkar. Pardusdýr
réðist á þorp okkar. Fílar eyði-
lögðu uppskeru okkar". Tomu
höfðinginn andvarpaði afsak-
andi. „Stúlkan var okkur
mikillar ógæfu. Við urðum
taka eithvað til bragðs".
Cadillac ’50.
Ford ’57 2 dyra.
Plymouth ’55 og ’56
Chevrolet '55 2 og 4 dyra.
Buick ’55 2 dyra.
NSU Prins ’63 fyrir
skuldabréf.
Pontiac ’55 2 og 4 dyra.
Ennfremur hundruð ann-
arra bfia.
rauoarA
SKÚLAGATA 55 — SfMI I5SU
Shodr
(ZtÉAJtAÁ
SAMEINAR MARGA KOSTi:
FAGURT ÚTLIT. ORKU. TRAUSTLEIKA
RÓMAÐA AKSTURSHÆFNI
OG
LflGT VERÐ!
TÉHHNESHA BIFREIÐAUMBOÐIÐ
VONARímtTI I2.ÍÍMI37ÍÍI
16250 VINNINGAR!
l?orði hver miði vinnur að meðaltali!
Haeslu vinningar 1/2 miHjón hrónur.
Lægsfu 1000 lcrónur.
Dregið 5. hvers mánaðar.
SÆNGUR
Endurnýjum gömiu sængurn-
ar. Eigum dún og
fiðurheld ver.
Dún og fidurhreinsun
Kirkjuteig 29. Simi 33301