Vísir - 09.04.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 09.04.1963, Blaðsíða 9
V í S I R . Þriðjudagur 9. apríl 1963 „BOSSA NOVA 44 Cíðustu mánuðina hefur borið æ meir á slagorðunum „bossa nova“ í auglýsingum hljómplötuframleiðenda. — Öll grammofónfyrirtæki, sem ekki vilja teljast aftur úr og gamal- dags, keppast við áróður fyrir allri mögulegri og ómögulegri músík undir þessu vörumerki, og gefst það svo vel, að rock ’n roll svindlið sæla, á í vök að verjast hvað snertir sölumet og vinsældir. Öfá sýnishorn af þess ari vöru hafa borizt hingað til lands og heyrzt í útvörpum ríkis og setuliðs. En vegna hvað við erum frumstæðir i sölumennsku, hefur enn ekki borið að ráði á „bossa“brjá!æði í glaumbæjum landsins, hvað sem síðar kann að verða. Erlendis, og þá sér- staklega í Bandaríkjunum, verð- ur hins vegar ekki þverfótað fyrir fórnardýrum þess, og það ekki aðeins á skemmti- og veit- ingastöðum, heldur einnig á göt- um og torgum úti. Ein hljómplötuverzlunin við Tímatorg í New York lét lagið „Desafinado” með Stan Getz & Co glymja úr hátölurum sínum utan dyra, dag og nótt í marg- ar vikur, og olli það verulegum umferðarvandræðum og geð- truflunum. Verzlunarárangurinn varð hins vegar sá, að Iagið seld- ist í hundraðþúsundavís, því hafi einu sinni tekizt að trufla mannskepnuna, vill hún halda trufluninni við og engar refjar. En hvaðan komu þessi ósköp upphaflega? Voru þau búin til á auglýsingaskrifstofunum við Madison Avenue? Að nokkru leyti. Eins og flest annað, sem prangarar skemmtanamarkaðs- ins hafa gert sér að féþúfu, er „bossa nova“ runnið frá frum- stæðum þjóðlegum rótum. Það er skilgetið afkvæmi danstónlist ar Brazilíusvertingja, og háþró- aðrar hljóðfæratónlistar Banda- ríkjasvertingja, þ. e. a. s. sömb- unnar og jassins. Það eru eink- um tveir menn, sem bera ábyrgð á þessari músík, eins og hún var áður en braskararnir komu til skjalanna, þeir Joao Gilberto, fónskáld og söngvari, og An- tonio C. Jobim tónskáld og pí- anóleikari, báðir fæddir og upp- aldir í Brazilíu. Þeir eru hins vegar báðir hvxtir, og nældu sér í umrædd jassáhrif úr yfirveg- uðum leik Gerry Mulligans og annarra hvítra „vestur“jass- manna, hvort sem upptök skolla leiksins felast í því eða öðru. ilberto fæddist í Bahia í Braz- ilíu fyrir þrjátíu og þrem eða fjórum árum. Bahia eða E1 Salvador, er að sögn einn ömur- legasti bær í Brazilíu hvað við kemur efnahag íbúanna, og verð ur þó hinn parturinn af Braz- ilíu varla sakaður um „galla vel- ferðarríkisins". En eins og oft vill verða I fátækustu héruð- um, er þar litskrúðugt þjóðlíf, og þar þrífst samban enn í sinni upprunalegustu mynd. Gilberto er alinn upp í andrúmslofti svertingja sömbunnar, sem er hávært og ofsafengið og einkenn ist af tröllauknum trumbuslætti ásamt digurbarkalegum fjöl- rödduðum söng. Músík Gilbertós leika um árabil, án þess nokkur vildi á hann hlýða, þar til An- tonio Jobin, músíkant í Ríó, kom honum á framfæri við hákarl- ana við plötufirmað Odeon. Þeir gerðu eina litla tveggja laga plötu fyrir þetta félag. Hún seldist vel, með hjálp hinna al- máttugu auglýsingamakara auð- vitað, og Ieið ekki á löngu að þeir félagar fengju stóra samn- inginn, og við þeim blasti lukku- leg framtfð fjáröflunar og frægð Eftir Leif Þórarins- son ar. Næsta skrefið var stór plata fyrir Bandarfkjamarkað. Henni var tekið forkunnarvel, bæði heima í Brazilíu og í Bandaríkj- unum, þar sem hún seldist í stóru upplagi. Bandarískir hljóð- færaleikarar voru fljótir að sjá, að hér var nokkuð, sem átti er á yfirborðinu algjör andstaða ,9 fy4WnSéc á músíkmark- þessa, þó hún haldi ýmsum ,j>aði).um, .qg.riðu.-.altósaxófónleik- grundvallar hljóðfallseinkennumir,ijarinn,í5itan Getz og gftarleikar- ekki óskemmtilega hátt. Þau ó- grynni „bossa nova“ platna, sem fylgdu í kjölfarið, eru hins veg- ar flestar öllu verri stílgrautur, og gildir einu um hvort við eiga frægir „snillingar" eða venjuleg- ir dægurgaularar. En plötufram- leiðendur raka saman milljón- um, og hljóðfæraleikararnir fá sinn skerf af gróðanum, og þar með virðist tilganginum með þessu uppátæki fyllilega náð. T Tndirritaður var af tilviljun staddur á fyrstu „bossa nova“hljómleikunum, sem haldn ir voru í upphafi auglýsingaher- ferðarinnar f Bandarfkjunum. Þeir voru í Carnegie Hall í New York, haldnir á vegum grammó- fónfirmans Audio Fidelity og tímaritsins Show, og höfðu milli 50 og 60 músíkantar verið sóttir til Brazilfu f þvf tilefni, þeirra á meðal Jobim og Gilberto. Þeir voru auglýstir sem „ekta“ bossa nova listamenn, en Stan Getz & Co voru samt sem áður aðal- stjömur og aðdráttarafl kvölds- ins. Nú kom það greinilega í ljós, að flestir þessara Brazilíu- manna voru einungis annars flokks sömbuleikarar, sem Joao Gilberto enn einu sinni hægt að líta aug- lýsingaófreskjuna að verki í full- um skrúða. Á sviðinu varð ekki þverfótað fyrir mfkrófónum og öðrum áhöldum upptökumanna, og í salnum sjálfum hafði verið komið fyrir kvikmynda- og sjón- varpsvélum, enda var hann varla hálffullur af boðsgestum. Engin tilraun hafði verið gerð til að selja venjulegu fólki að- göngumiða að þessari samkomu, því hinn raunverulegi músík- business fer nefnilega fram í plötubúðum og kvikmyndahús- um nú til dags. Hér var fyrst og fremst verið að búa' til aug- lýsingar. sömbunnar.. Hann segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum af Gerry Mulligan, og heldur fram að stíll sinn hafi orðið til upp úr tilraunum að syngja á sama hátt og Mulligan leikur á bary- tónsaxofón. Hvað sem því lfður, og að mínu viti er raunar mikið • # inn Charlie Byrd fyrstir á vaðið með útgáfu hljómplötu undir slagorðinu „bossa nova“. Á henni var áðurnefnt „Desafin- ado“, sem er eftir Jobim, en það hafði Gilberto einmitt sungið á fyrstu plötu þeirra. Á plötu þeirra Getz og Byrd er það hins Jobim og Gerry Mulligan ur nuumans Antonio Jobim til í þessu, þá er sú músík, sem hann framkallar, hógvær og eðli leg, en án nokkurs sérlega á- kallandi innihalds. Söngur hans er nánast sagt tilbreytingarlftið hvísl, og væri varla upp á marga fiska, ef ekki nyti við jasskynj- aðrar sveiflu línu og hljóðfalls, sem þó er alveg á takmörkum þess að vera greinanleg. Þetta var Gilberto búinn að syngja og vegar allt úr lagi fært. Hljóma- gangurinn er víðast hvar rang- ur, og laglínan sjálf aðeins svip- ur hjá sjón. Getz þvingar fram venjulega jasssveiflu með þeim afleiðingum að hugmynd Gil- bertos um sveiflandi sömbu með afslappaðan stfl vesturstrandar- jassins í baksýn, verður að engu. Getz og Byrd leika semsé lag Jobims á sinn venjulega, en alls reyndu að sfeela ljóðrænuna í söng og leik Gilbertos, og verzl' unarsveiflu Getz, sem þeim tókst heldur bagalega. En fyrir og á eftir voru þeir auglýstir sem snillingar, og það dugði til að skrúfa frá dollarafossinum of- an í pyngjur spekúlantanna. Sjálfir fengu músíkantarnir hverfandi lítið eða ekkert f sinn hlut. Á þessum hljómleikum var lþeir eru ekki fáir, sem hafa grætt milljónir á „bossa nova“. Æ fleiri nöfn hrúgast á metsölulista hasarblaðanna und- ir þessu slagorði. En ég hef það fyrir satt, að þeir Jobim og Gil- berto hafi rétt átt fyrir farinu heim til Rio, eftir nokkurra vikna framaleit í New York, borginni gullnu. | Bridgeþáttur VÍSIS Ritsti. Stefán Gubjohnsen Tveimur umferðum er nú lokið í landsliðsflokki og þremur í meistaraflokki á íslandsmótinu í bridge. Úrslit einstakra leikja eru eftirfarandi: LANDSLIÐSFLOKKUR: 1. umferð: Sveit Þóris vann sveit Jóns 6:0 Sv. Einars vann sv. Laufeyjar 6:0 Sv. Agnars vann sv. Ólafs 4:2 2. umferð: Sveit Einars vann sveit Ólafs 6:0 Sveit Agnars vann sveit Jóns 4:2 Sveit Þóris vann sv. Ólafs 4:2 MEISTARAFLOKKUR: A-riðill. 1. umferð: Sv. Jóhanns vann sv. Kristjáns 6:0 sv. Hafnarfj. vann sv. Aðalst. 6:0 sv. Dagbjartar v. sv. Tryggva 4:2 2. umferð: Sv. Tryggva vann sv. Hafnarfj. 5:1 sv. Dagbjartar v. sv. Kristjáns 5:1 Sv. Jóhanns v. sv. Aðalsteins 6:0 3. umferð: Sv. Kristjáns -vann sv. Aðalst. 5:1 sv. Jóhanns vann sv. Tryggva 6:0 sv. Hafnarfj. v. sv. Dagbjartar 4:2 B-riðiII: 1. umferð: Sv. Torfa vann sveit Akureyrar 5:1 Sv Kópavogs vann sveit Jóns 6:0 Sv. Rósmundar v. sv. Eggrúnar 6:0 2. umferð: Sv. Torfa vann sveit Eggrúnar 5:1 Sv. Kópavogs v. sv. Rósmundar 6:0 Sv. Akureyrar vann sveit Jóns 5:1 3. umferð: Sv. Torfa vann sveit Jóns 6:0 Sv. Akureyrar v. sv. Rósmundar 6:0 Sv. Kópavogs v. sv. Eggrúnar 4:2 Eftirfarandi spil er frá leik Ein- ars við sveit Ólafs Þorsteinssonar. Staðan var a-v á hættu og norður gaf. Jóhann ♦ 5 4 K-G-2 ♦ D-9-8-7 3-2 4 9-8-2 Kristinn 4 8-3-2 4 Á-10-9-7-3 ♦ 6 4 D-10-6-5 N Brandur 4 Á-D-10 4 D-6- 5-4 4 Á-G-10 4> Á-4-3 4 K-G-9-7-6-4 4 8 4 K-5-4 4 K-G-7 Lárus Á Bridge-Rama heyrðu áhorfend- ur eftirfarandi marathon-sagnseríu: Norður Austur pass 1 gr. pass. 2 gr. Suður 2 sp. pass Vestur pass 3 tgl. , 3 sp. pass pass 4 tgl. jpass pass 4 sp. pass i pass dobl allir pass. | Útspilið var hjartakóngur, en suð ur var ekki í neinum vandræðum með að koma sögninni heim. I’ lokaða salnum sátu n-s Gunnar Vagnsson og Sveinn Helgason, en a-v Einar Þorfinnsson og Gunnar Guðmundsson. Þar voru sagnir eft- irfarandi: Norður Austur Suður Vestur pass 1 gr. 2 sp. 3 tgl. 3 sp. 3 gr. pass pass 1 sp. dobl. pass allir pass. Hér var útspilið tígulsjö og aft- ur fengyst tlu slagir. Þetta var á- gætt spil á báðum borðum og er ég ekki frá því að hvorir um sig hafi haldið sig vera að græða á spilinu. Nánari fréttir af mótinu verða í þættinum á miðvikudaginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.