Vísir - 09.04.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 09.04.1963, Blaðsíða 2
2 V1S IR . Þriðjudagur 9. apríl 1963 SKÍÐALANDSMÓTIÐ HAFIÐ Á SIGLUFIRÐI ©•- \%Lrn |—j u—! n^j /M ‘=T~r=1 T v-. y////m v//////////sm '//////////,m ////// Fara varð upp undir Siglu- fjarðarskarð fil að fá snjó í dag hefst íslandsmót á skíðum á Siglufirði. Átti að setja það kl. 2,30 í dag og síðan átti að hefjast keppni í 10 km. göngu. Ætlunin hafði verið' að skíða- landsmótið yrði haldið á Aust- fjörðum í ár, en þegar til kom neyddust Austfirðingar til að til- kynna að slíkt væri ekki fram- kvæmanlegt þar sem snjó vantaði. Þá hlupu Siglfirðingar undir bagga, enda eru fjöllin upp af Siglufirði ein mesta snjóakista iandsins og auk þess er hvergi á landinu eins mikill og almennur •íhugi fyrir skíðaíþróttinni eins og á Siglufirði, hvergi eins margar hendur reiðubúnar til að leggja ■-kíðaíþróttinni lið. Svo snjólétt er nú á landinu, að bað hefur reynzt erfiðleikum bund- ið jafnvel á Siglufirði að finna -njóinn. Venjulega eru skíðamótin haldin í hlíðinni rétt fyrir ofan síldarverksmiðjurnar á Siglufirði og þar hefur staðið skúr fyrir skíðalyftu, en nú hefur bara eng- inn snjór verið í þeirri hlíð kring- um skíðalyftuna. í stað þess fara Siglfirðingar með mótið upp á fjöll og fer það að mestu fram í Skarðdal, Siglu- fjarðarmegin við Siglufjarðarskarð. Þó þar sé komið upp í 300 metra hæð er ekki meira en svo að hægt sé að fá snjó þar. Hafa siglfirzkir áhugamenn t. d. orðið að leggja geysilega vinnu í að laga til stökk- braut þar á dalnum og flytja til mikið magn af snjó. Er aðdáunar- vert hve Siglfirðingar hafa unnið vel og rösklega að undirbúningn- um og hefðu engir nema þeir getað braugðið svo rösklega við. Mótið átti að hefjast í dag kl, 14.30 og skyldi Einar B. Pálsson formaður Skíðasambands íslands setja það. Kl. 15 átti að vera 10 km. ganga fyrir 15—16 ára kepp- endur, kl. 16.00 10 km. ganga fyrir 17—19 ára keppendur og kl. 16,45 15 km. ganga fyrir full- orðna. Rás og endamörk eru við Þvergil, en þangað eru Siglfirðing- ar búnir að flytja skíðalyftuskál- ann, sem staðið hefur í hlíðinni fyrir ofan Siglufjörð. Þar verður mótsstjórn, fyrirgreiðsla og fleira. Á miðvikudag verður keppt í skíðastökki í öllum greinum, bæði í norrænni tvíkeppni og í meistara- flokki. Hefst keppnin kl. 14,00. Stökkpallurinn er í Skarðdal vest- an í Súlum. Á fimmtudag (skírdag) hefst kl. 14,00 keppni í svigi karla og kl. 15.30 verður 4x10 km. boðganga. Á föstudaginn langa verður haldið kl. 10 um morguninn þing skíðasambandsins og kl. 14 fara skíðamenn í messu í Siglufjarðar- kirkju. Sr. Ragnar Fjaiar Lárusson prédikar. Skíðalyftuskálinn, sem staðið hefur rétt fyrir ofan Siglufjörð, sem hefur nú verið fluttur upp i Skarðdal. Þar verður mótsstjórnin. Páskadag kl. 14 hefst svig kvenna og kl. 14,45 flokkakeppni í svigi. Ýmsar skemmtanir verða haldn- ar á Hótel Höfn. Á miðvikudags- kvöldið verður dansleíkur þar og á fimmtudagskvöldið verður kvöld- vaka. Á páskadagskvöld verður verðlaunaafhending þar og á mið- jj Knattspyrnumenn í iiVíðavangshlaupi IR? Víðavangshlaup lRr hið 48. f ■| röðinni, fer fram á sumardag- inn fyrsta, 25. apríl n. k., enda ■I er hlaupið fyrir löngu orðið ein ■“ hinna ómissaniegu „tradisjóna“ J> í borgarlífinu. •I Undanfarin ár hefur hlaupið [■ ekki verið eins reisnarlegt og *• áður fyrr og er leitt tii þess að vita. Er ekki ósennilegt að margir íþróttamenn beri of mikla virðingu fyrir hlaupinu og telji að hér sé aðeins um þraut að ræða fyrir góða frjáls- íþróttamenn, en vitanlega þarf það ekki að vera, knattspyrnu- menn, handknattleiksmenn og leiknienn úr öðrum íþrótta- greinum geta tekið þátt í því | og oft hafa einmitt slíkir komið J á óvænt með getu sinni, enda ■ eiga þeir um þetta leyti árs að J hafa góða úthaldsþjálfun. Það sem mælir einnig með ■ þátttöku t. d. knattspyrnu- J manna er að víðavangshlavpið ■ er sveitakeppni 3ja og 5 manna J auk þess sem keppt er um ein- 1 staklingsverðlaun, en undan- ■ farin ár hefur stundum aðeins J ein eða jafnvel engin 5 manna < sveit verið með í hlaupinu. ] Þátttaka í Víðavangshlaupinu J á að berast til formanns ÍR, i Reynis Sigurðssonar í Sokka- J búðinni, Laugavegi, sími 13662, 1 ekki síðar en 20. apríl n. k. J nætti hefst dansleikur sem stendur til kl. 5 um nóttina. I mótsstjórn eru þessir menn: Helgi Sveinsson, Aðalheiður Rögn- valdsdóttir, Baldur Ólafsson, Bragi Magnússon, Guðmundur Árnason, Jón Þorsteinsson og Vilhjálmur Guðmundsson. Snyrtiskólinn Dagnámskeið laus eftir páska. SNYRTISKÓLINN Hverfisgötu 39. Sími 13475 Úrvals vestfirzki hákarlinn er nú kominn aftur. HAKARL fIskbúðin laxá Grensásvegi 22.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.