Vísir - 10.04.1963, Blaðsíða 8
o
Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Sehram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði.
í lausasölu 4 kr. eint. — Stmi 11660 (5 linur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
rwtg-TH'jini—m————■
Lélegir spámenn!
Það verður tæplega með sanni sagt, að forustu-
menn Framsóknar séu góðir spámenn. Strax eftir að
vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum fóru þeir að
spá um þróun efnahags- og atvinnumálanna, og enn
halda þeir áfram að spá.
Allir hafa spádómar þeirra reynzt svo fullkom-
lega rangir, að allt hefur farið þveröfugt við það sem
þeir sögðu. Þegar viðreisnarstjórnin tók við og gerði
ráðstafanir sínar, sögðu Framsóknarmenn að hún væri
að leiða mikla ógæfu yfir þjóðina. MikiII samdráttur
og atvinnuleysi átti að vera á næstu grösum, kreppa
og jafnvel hungurdauði beið almennings, enda þótti
spámönnunum ekki minna nægja en að jafna til móðu-
harðindanna í því sambandi! Hið eina, sem reynt vfir
að hugga þjóðina með, var að viðreisnin mundi fljót-
lega hrynja og þá mundi ekki verða hjá því komizt,
að Framsókn fengi aftur aðstöðu til að hafa áhrif á
gang málanna.
En tíminn leið og viðreisnin hrundi ekki. í stað
samdráttar og kreppunnar, sem spámenn Framsóknar
höfðu boðað, jukust framkvæmdir stórlega, allir höfðu
atvinnu og meira að segja skapaðist brátt mikil eftir-
spurn eftir vinnuafli víða um land.
Þetta urðu stjórnarandstöðunni auðvitað mikil
vonbrigði, enda vgr spámannsheiður hennar mestu
síjórnvitringa í veði. Þá var það sem forustumenn
Framsóknar gripu til þess ráðs, að gera bandalag við
kommúnista um að koma á sem víðtækustum verk-
föllum. Var talið að það mundi nægja til þess að
viðreisnin hryndi. Ekki fór þó svo, og þá gátu Fram-
sóknarmenn lítið annað sagt í bili, en að hún mundi
nú samt hrynja bráðum! Þar við situr, og komið alveg
að kosningum!
„Vinnuþrælkun"
Áróðursmenn stjórnarandstöðunnar eru víst loks-
ins farnir að átta sig á því, að það sé hæpin baráttu-
aðferð, að tala mikið um atvinnuleysi og samdrátt,
þegar allt vinnufært fólk í landinu hefur ærið nóg að
starfa og víða er skortur á vinnuafli. En fyrir eitthvað
verður að skamma ríkisstjórnina — og þeir fundu á
henni veikan blett:
Einhver vitringur fékk þá bráðsnjöllu hugmynd,
að snúa blaðinu alveg við — hætta að tala um atvinnu-
ieysi, en ráðast í þess stað á stjórnina fyrir vinnu-
þrælkun“! Það er semsé of mikil atvinna í landinu,
/íkisstjórnin þrælar fólkinu út við alls konar fram-
ieiðslu- og uppbyggingarstörf, segir stjórnarand-
staðan.
Nú má okkar góða ríkisstjórn sennilegá vara sig
— þetta getur orðið henni hættulegur áróður í kosn-
ingunum!
V í S I R . Miðvikudagur 10. april 1963.
Á æfingu í Tjarnarbæ (talið frá vinstri): Elva Björk, Valdimar Helgason, Sigurður Skúlason, Erlingur
Gíslason, Sveinbjörn Matthíasson, Ásthildur Gísladóttir.
Gríma færir upp leik-
rit eftir Odd Björnsson
„Jgndurtakið þetta frá byrjun,"
hrópar leikstjórinn aftan
úr sal.
„Meiri asna,“ segir svítípæ.
„Hafið þið verið gift lengi?"
„Hvar er húfan mín?“
„Ég er svo óumræðanlega
hamingjusöm." Þannig fljúga
tilsvörin eins og hnútur um
borð. Leikritið gerist í nýrri í-
búð á 17. hæð í skýjakljúf, heit-
ir Partf. Leikstjórinn, Gíjli Al-
hvernig hann beitir samanþjöpp-
uðu formi til að mynda eina
heild úr verkinu, hvernig hann
nálgast viðfangsefnið á leikræn-
an hátt...
„Áttu við, að uppbygging þátt-
anna sé sjálfu sér samkvæm?"
„Já, þrátt fyrir djarflega stíl-
færslu, t. d. í Könguióin: Það
er þessi gamli klassíski stíll ann-
ars vegar, og módernisminn hins
vegar — þar mætast þessir tveir
sagði Gísli að hún byggðist
meira og minna á hugsæi. „Það
vakir aðallega fyrir mér, að allt
sé hreint og öll blæbrigði njóti
sfn, ekkert sé of né van, og allt
hafi sína ákveðnu hrynjandi, en
þá má ekkert út af bera ...“
„Þetta reynir þá fyrst og
fremst á leikstjóra?“
„Nútíma-uppfærsla reynir æ
meira og meira á leikstjór-
ann ...“
T eikgleði var áþreifanleg í hús-
inu þetta kvöld þrátt fyrir
vinnuhörku og eftirgangssemi.
Helgi Skúlason var ekki að æfa
þetta kvöld, svo að tíðindamað-
ur sló á þráðinn í hléi og náði
tali af honum f partíi í skýja-
kljúf:
„Hvernig lízt þér á stykkin?"
„Eitt hið nýtízkulegasta f
leikritagerð, sem hefur komið
fram eftir íslenzkan höfund. Að-
ferðir höfundar eru óvenjulegar
— ég hef fylgzt með þeim
Oddur Björnsson (leikritahöfundur) og Gísli Alfreðsson (leikstjóri)
skiptast á skoðunum.
„Oddur — hvað vakir fyrir
þér í inntaki verkanná?"
„Þættimir eiga það sameigin-
legt, að reynt er að endurspegla
innri tilfinning (eiginlega innra
raunsæi) fyrir vissum hlutum —
leikrítin eru ekki beint ádeila,
en skynjun á áberandi þáttum
í nútiðarmennsku og lífi fólks.“
Sýningar Grímu á þessum glæ
nýju íslenzku leikritum hefjast
20. þ. m. — s t g r.
Sfiílssgw hsfjast 20. þ.m,
freðsson, þýzkmenntaður (frá
Miinchen, sagður smitaður af
Fritz Kortner, sem færði upp
Andorra glæsilega í Berlín).
stekkur nú upp á fjalirnar og
heldur smáræðu, sem minnir á
Hamlet í öðru atriði þriðja þátt-
ar, þegar hann talar til leikend-
anna......Sagið ekki heldur og
saxið loftið svo með höndunum,
en farið að öllu hóflega ... látið
athöfn samhæfast orð, og orðið
athöfn og hafið það eina fyrir
augum, að fara ekki lengra en
náttúrunnar samvizkusamlega
lögmál... “
Það er verið að,æfa þrjá ein-
þáttunga á vegum Grímu í
Tjarnarbæ. Höfundur þeirra er
Oddur Björnsson, sem Vísir
biti viðtal við í maí í fyrra og
kynnti sem leikritaskáld. Leik-
rit hans, Einkennilegur maður,
var ekki alls fyrir löngu leikið
í útvarp — fyrsta verk hans,
sem komst á framfæri. Það er
þolinmæðisverk að vera rithöf-
undur að lífsbrauði á Islandi —
og er kannski ekki nema gott
eitt um það að segia. Erfiðast
af öllu er að skrifa og vera heið-
arlegur á hverju sem veltur.
Þessi þrjú debut-verk Odds
eru Partí, sem Gísli stjórnar,
Köngulóin og Við lestur fram-
haldssögunnar, sem Helgi Skúla-
son (Kviksandur) stjórnar.
pólar sem andstæður. Mér finnst
þetta hafa tekizt vel — og það
er verulega gaman að stjórna
þessu ...“
í salnum í Tjarnarbæ var eft-
irvænting í loftinu. Gísli Alfreðs-
son og höfundurinn sjálfur, Odd-
ur Björnsson, ræddust við. Að-
spurður um leikstjórn almennt,