Vísir - 10.04.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 10.04.1963, Blaðsíða 9
V í SIR . Miðvikudagur 10. apríl 15503. 9 ☆ í Vesturbænum gnæfir merki- leg gotnesk kirkia, eign fá- menns safnaðar kaþólskra manna á íslandi. í þessari kirkju hljóðnar þys tímans, en við tekur hin kyrrláta helgi kaþólskrar trúar, er fylgdi ís- lendingum öldum saman. Hér er haldið áfram þar sem Jón biskup Arason á Hólum lét staðar numið. í þessari kirkju birtist helgi trúarinnar hverjum manni, er hefur augu til að sjá og eyru til að heyra. Hér er elzta form kristinnar trúar. — Allar deildir kjistn- innar eru runnar frá kaþólsku kirkjunni. Það er stolt í rödd hins kaþólska trúmanns er hann segir: „Þessa kirkju stofnaði Kristur og hét því að vera með henni alla daga allt til enda veraldar. Aðrar kristnar kirkju- deildir eru að meira eða minna leyti afkvæmi kaþólsku kirkj- unnar.“ Jóhannes Gunnarsson, Hóla- biskup, er yfirmaður rómversk- kaþólska safnaðarins á íslandi, sem telur um 800 manns. — Hann er ekki staðarbiskup, sem kallað er, þ. e. hann situr ekki þann stað, sem hann er kennd- ur við, — heldur er hann nafn- bótarbiskup og nafnið valið sakir þess að síðasti biskupinn í kaþólskum sið sat á Hólum. Jóhannes biskup er mjög alþýð- legur í framgöngu, snar í hreyf- ingum og ákveðinn í tali. Hann bregzt ljúfmannlega við þeirri bón minni að skýra í stuttu máli frá helztu einkennum kaþólskrar trúar. Trúarkenningin. — Við trúum á heiíaga Þrenn- ingu, þ. e. einn guð, sem er í þrem persónum, en þær eru Faðirinn og Sonurinn og hinn Heilagi Andi. Þetta er einn helzti leyndardómur trúarinnar. — Orðið leyndardómur er ekki sama og leyndarmál, — heldur táknar það eitthvað sem er of- ar okkar skilningi, enda mjög skiljanlegt að guð sé fyrir oss yfirskilvitleg vera. Við höfum stundum verið sakaðir um skurðgoðadýrkun eða hjáguða- dýrkun, vegna þess að vér biðj- um til dýrlinganna og heiðrum myndir þeirra og helga dóma. — En þetta er mikill misskiln- ingur. Við vitum að dýrlingarn- ir eru hjá guði og við biðjum þá að biðja fyrir okkur. — Við tilbiðjum þá ekki, en við treystum fyrirbænum þeirra. — Það er mikill munur á því að biðja til einhvers. (Páll postuli bað jafnvel hina trúuðu, er hann skrifaði til, að biðja fyrir sér) eða tilbiða einhvern. — Að tilbiðja einhvern er að við- urkenna hann sem hinn æðsta drottinn, — en guði einum ber tilbeiðsla. Önnur persóna guðdómsins, Sonurinn (eða Orðið) gjörðist maður, var getinn af Heilögum Anda og fæddist af Maríu mey. — Þetta er einnig kenning lúthersku kirkjunnar, — því að hún gengst undir hina postul- iegu trúarjátningu. Maríudýrku kaþólskra manna á rót sína að rekja til kristinna manna fyrstu alda. Eins og gef- ur að skilja er María mey ekki guð, heldur æðsti og máttugasti dýrlingurinn. — Enda væri erfitt að hugsa að þar sem Sonurinn var til (sem guð) á undan móður sinni og elskaði hana, hafi hann ekki prýtt hana öllum þeim dásemdum, sem hægt var að prýða hana með. Jóhannes Gunnarsson, Hólabiskup Jóhannes Hólabiskup ræðir um kaþólska trú orði að trú Abrahams hafi orð- ið honum til réttlætis. (Róm- verjabréfið, 4. kap.) og jafnvel þó menn viðurkenndu þýðingu Lúters, þá: að trúin ein hefði verið Abraham til réttlætis, — hvað sannar það? — Sami Páll postuli segir I. Kor. 13/2: „Þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neit.t“. í fyrrnefndu Róm- verjabréfi segir Páll postuli: (2/6) að guð muni „gjaida sér- hverjum eftir verkum hans“. —■ Freisarinn sjálfur segir: Ekki hver og einn sem segir: Herra, herra, fær inngöngu í himnaríki, — heldur sá sem gjörir “vilja Föður míns“. — Enda þegar hann lýsir æðsta dómi, kemst hann svo að orði: „Ég var hungr aður og þér gáfuð mér að eta, o. s. frv. (ég býzt við að hver og einn kannist við þennan ritn- ingarstað (Matt. 25/35 til enda) og svo munu flestir kannast við texta hls. Jakobs (2/14 til enda) þar segir: „Trúin er dauð vanti hana verkin: “. — Þar sem þetta um góðverkin er eins og rauður þráður sem gengur um bæði testamentin, tel ég þann ókrist- inn, er setur sig upp gegn kenn- ingunni um góðverkin. Er það í mannlegu valdi að fvrirgefa syndir? Þessi spurning minnir mikið á Matt 9/1—8, er fræðimenirn- ir sögðu með sjálfum sér: Þessi maður guðlastar. Ep^Jesú'- þn'”u sagt við iama mannínn- "Syndir Hfnaf'érúfvrirgéfnar.'Og mann- 'iöldinn vegsamaði guð er gefi'i '•'afði mönnunum slíkt vald. Kristur stofnaði kirkiuna og veitti postu'unum sitt vald, sitt umboð. f skírninni er fyrsta fyr- irgefningin veitt og sfðar í skriftasakramentinu samkvæmt sagt er að sitja heima, — en sé vafasamt um gildi ástæðunnar er hægt að leita álits einhvers prests safnaðarins og fá undan- þágu ef þurfa þykir. Kirkjan ætlast einnig til þess að kaþólskir menn fari einu sinni á ári til skrifta hafi þeir eitthvað mikilvægt á samvizk- unni. Á því er enginn vafi, að skriftirnar eru mikils virði og nauðsynlegur þáttur kirkjulífs- ins, þar sem mönnum gefst tæki færi til að létta á hjarta sínu og öðlast sátt við guð ef iðrun er fyrir hendi. Kaþólskir menn eiga einnig að ganga til altaris einu sinni á ári, ef hægt er á páskatímanum, er nær allt til Þrenningarhátíðar. Enda er alt- arissakramentið miðdepillinn, líf ið, í allri kaþólskri guðsþjón- ustu. allt messuhald og allur tíðasöngur miðast við dýrkun altarissakramentisins, en f því er það trú kaþólskra manna að Jes- ús Kristur sé nærstaddur undir hinum annarlegu myndum. Þetta atriði gefur einnig skiining á því hvers vegna guðshúsin, kirkjubyggingarnar, hafa verið byggðar sem hallir konungs kon unganna. Fasta og kjötfasta á föstudög- um vikunnar eru tvö boðorð, sem eiginlega hafa verið sett af hinum kristna lýð sjálfum. Menn frumkristninnar vildu gjöra yf- irbót og nærtækasta dæmið var bá dæmi Móse, Elía og Jesú siálfs, er allir föstuðu í 40 daga. Enda er farið mjög loftverðum orðum um föstur f Ritningunni. Fasta er mjög algengt yfirbótar- verk hiá mönnum Austurlanda, en á, að mér ski'st, síður við íbúa kaldari staða. Auk þess hafa styrjaldir þessarar aldar og ýmis konar neyð, dregið mik- ið úr fyrri strangleika þessa Ein sérkenning kaþólsku kirkjunnar gagnvart öðrum kirkjudeildum er kenningin Um „kirkjuna". — Við trúum því að kirkjan sé undir forsjá guðs og af þeim sökum sé af guð- legu valdi komið í veg fvrir að hún kenni það sem rangt er. Á kirkjuþinginu 1870 átti að taka til meðferðar málefnið um eðli kirkjunnar, — en það var þá á dagskrá. Kirkjuþingið dagaði uppi vegna styrjalda og töku Rómar og varð að fresta málefninu. — Þar var þó gengið frá því helzta varðandi vald yfirmanns og málsvara kirkjunnar, páfans, — það er um óskeikulleika páfans þegar hann í nafni kirkjunnar verður að gefa úrskurð í trúaratriðum kirkjunnar og um vald hanr yfirleitt í málefnum kirkjunnar En ýms atriði um kirkjuna var ekki hægt að taka fyrir vegna fyrrnefndra aðstæðna og er mjög líklegt að yfirstandandi kirkjuþing taki þau til meðferð- ar. Við trúum á syndafyrir- gefningu, sé iðrun fyrir hendi, einnig trúum við á upprisu holdsins og eilíft líf. Siðferðiskenningin er einföld, — þar gilda hin 10 boðorð guðs. í þessu eru kenningar kaþólsku kirkjunnar og hinnar Iúthersku ekki mjög frábrugðn- ar hver öðrurn; að minnsta kosti í höfuðatriðum. Orðið „ka- þólskur“ þýðir almennur, þess vegna er raunverulegt nafn ka- þólsku kirkjunnar: „hin al- menna kristna kirkja". Góðverk. Hvað er að segja um trú og breytni? Ég hefi ávallt furðað mig á bessari spurningu og álít þá sem neita því að góðverkin séu ónauðsynleg sem einhverja guðfræðilega loddara. Ég veit að uppruni þeirrar deilu (ef deilu skal kalla) er það að Páll postuli kemst svo að Maa jmaasggragasa—mb orðum Krists til postulanna: Hverjum sem þér fyrirgefið syndirnar þeim eru þær fyrir- gefnar. Kirkjuboðorð. Leggur kirkian ákveðnar skyld ur á herðar barna sinna? Já, það eru hin svonefndu 5 kirkjuboðorð. Fyrst'ætlast kirkian til þess af meðlimum sínum að þeir hlýði messu hvern sunnudag (og auk þess, •— hér á landi — tvo lög- skipaða, helgidaga, fyrsta jóla- dag og uppstigningardag). Að halda hvíldardaginn heilagan er eitt af boðorðum guðs. Onnur skyldan er guðlegs eðlis, hvíld- in hin sjöunda dag, — hin er helgunin, og kirkjan óskar þess að menn sæki aðallega aðal- messuna eða einhverja messu, þegar prédikað er. Ýmsar hömlur geta verið á því að menn geti sótt kirkju — sumar eru þess eðlis að sjálf- boðs og eru hér á landi ein- göngu 4 dagar er á að fasta, en þeir eru: öskudagur, föstudagur- inn langi, 7. desember (sem er aðfangadagur einnar helztu Maríuhátíðar ársins) og svo fyrri hluta aðfangadags jóla. Kirkjan veitir margvíslegar und- anþágur í þeirn efnum, sem og í boðorðinu um kjötföstudaga. — Fastan er í því fólgin að hafa eingöngu eina aðalmáltíð á.dag, þó menn megi neyta einhvers matar að morgni og að kvöldi, en ekki í svo rfkum mæli. Örlög mannsins. Segið mér, biskup, nú tilheyri ég ekki kaþólsku kirkjunni. Hvað verður um mig þegar ég dey? Það er nú varla mitt að segja yður það. — Kirkjan er nokkuð á báðum áttum um örlög utan- kirkjumanna. Píus páfi IX. sagði eitthvað á þessa leið: Okkur er Framhald á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.