Vísir - 10.04.1963, Blaðsíða 15
VÍSIR . Miövilradagiir 10. aprí!
15
o®
tramhaldssaga
eífir Jane Slackmore
stjörnuskin
og sku
— Bara þetta, að það er virðist
svo óra langt síðan ég hætti að
elska Rupert, en ég vissi það bara
ekki fyrr en í nótt. Ég held ekki,
að ég fallist á að láta hann fá skil-
nað. Nú hefi ég tækifæri til þess
að launa honum illt með illu.
Davíð snéri sér frá henni, kyssti
móður sína á kinnina og sagði:
— Ég verð að koma mér af stað.
— Þú kemur til miðdegisverðar?
sr^urði hún.
— Já, sagði hann og reyndi að
iirosa.
Hann leit á Díönu, sem nú sagði
með hæðnishreim:
— Af hverju fiyturðu ekki alveg
hingað Davíð. Það fer að verða
bara skemmtilegt hér á nóttunni
hvað líður, gæti ég trúað.
— Hver veit nema það sé ein-
mitt það, sem ég hefði í huga,
svaraði hann brosandi.
— Ó, Davíð, sagði frú Vane
himinlifandi, ætlarðu að gera það?
— Láttu búa um gamla rúmið
mitt mamma.
— Það er alltaf tilbúið handa
þér.
—• Með lavender-angan af rúm-
fatnaðinum, bætti Diana við háðs-
lega.
Davíð svaraði henni engu og
lagði leið slna heim að húsinu.
Það var engu líkara en Sorrel
hefði beðið eftir honum. Hún snéri
sér við, er hún sá hann koma.
Hann herti gönguna, er hann sá, að
hún brosti til hans. Halló, kallaði
hún og veifaði til hans glaðlega,
ertu kannski kominn til þess að
hjálpa okkur?
— Nei, því miður get ég það
ekki, sagði hann, er hann var kom-
inn til þeirra. Ég verð að fara í
síðdegissjúkravitjanirnar.
— Já, karlmenn verða að vinna,
sagði hún.
— Meðan konur sitja heima —
stundum grátandi?
— Ekki á degi slíkum sem þess-
um — ekki þegar sólin skín. Ekki
þegar ég get komið flugdreka á
loft. Er hann ekki fallegur?
— Mjög fallegur, sagði hann og
horfði á hana.
Þau horfðust í augu og það var
sem neisti hefði tendrast.
— Mjög fagur, endurtók hann
lágt.
Hún leit niður. Hún var svo
bamslega sakleysisleg og fögur, að
hann langaði til að þrýsta henni
að sér, sleppa henni aldrei, vera
henni ávallt til verndar.
— Það er drekinn minn, sagði
Jónatan í hugaræsingu.
Davíð strauk koll hans.
— Já, þú ert heppinn að eiga
dreka — og svo er alveg mátuleg
gola í dag til þess að láta hann
fljúga.
— Má ég halda í taugina svo
lítið, sagði hann og hoppaði kring-
um Sorrel.
— Auðvitað, sagði hún og horfði
á hann og rétti honum taugina
og Davíð hugsaði sem svo: Ein-
hvern tíma hórfir hún svona á son
okkar.
Davíð fannst _sem hann hefði
stigið fæti á nýtt land þar sem
hamingja beið hans. Það sem á
undan var gengið I lífi hans hefði
verið eins og forleikur að því, sem
nú var að gerast og mundi gerast.
Hann mundi aldrei hverfa aftur
á sömu slóðir og áður.
— Viltu ganga með mér að bíln-
um? spurði hann.
Hún horfði á hann næstum
feimnislega. Og hann hugsaði um,
að hún kæmi honum alltaf óvænt,
hún væri allt af breytileg, og nú
beindi hún orðum sínum að Jóna-
tan:
— Er það ekki allt í lagi, Jóna-
tan?
— Allt í lagi, foringi, sagði hann.
Þau lögðu af stað. Hún gekk
við hlið honum og rétt náði hon-
um í öxl. Hugur hans var fullur
viðkvæmni og ef hann hefði ekki
vitað, að konurnar tvær við tjörn-
ina horfðu á þau, mundi hann hafa
tekið utan um hana. Þess végna
beið hann þar til þau voru kom-
in fyrir hornið á húsinu. En þá gat
hann ekki stilt sig lengur:
— Sorrel . . .
Það var slík ákefð, þrá f rödd-
iinni, að það kom henni óvænt,
og hún nam staðar þegar.
— Það dálítið, sem ég verð að
segja þér, sagði hún fljótt.
Hann horfði á hana og allt í
éinu fanst honum sem ský hefði
dregið fyrir sólina. Hann tók I
hönd hennar og svo dró hann hana
til sín.
— Ég hagaði mér heimskulega
í nótt, sagði hann.
-— ■ Þú, sagði hún og horfði á
hann rannsakandi augum.
— Já, sagði hann og tók þéttara
um litlu höndina. sem hvíldi á
hans:
— Sorrel, viltu veroa konan mín?
Hún starði á hann stórum augum
og svo varð hún eldrauð, og á
næsta andartaki náföl.
— Ve — verða konan þín?
— Það var það, sem ég spurði
um, Sorrel?
En, Davíð . . .
— Nei, segðu það ekki. Ég veit j
allt, sem ég vil vita. Ég elska þig.
Og ég vil fá þig fyrir konu.
Hún kæfði grát og það fór eins j
og krampakippir um h'kama henn-
ar.
— Er það einhver annar?, spurði
hann.
— Nei, nei, enginn annar.
Hann sleppti hönd hennar.
— Þú elskar mig þá ekki?
— Ó, Davíð , . .
Það var sem allar tilfinningar
hennar fengju útrás f að nefna
þetta eina orð, nafn hans, en hann
gerði enga tilraun til að snerta
hana aftur, horfði rannsakandi
augum á hana.
— Viltu verða konan mín,
Sorrel?
— Ég verð að segja þér . . .
— Nei, svaraðu bara, með jái
eða nei.
Hún titraði frá hvirfli til iljá.
— Þú veizt ekki hvað þú færð.
— Hlustaðu nú á mig, Sorrel.
Ég veit, að eitthvað er ekki eins
og það á að vera. Þú ert ekki neitt
barn lengur. Hefði ég viljað fá
unglingstelpu fyrir konu hefði ég
beðið Lauru.
Hún reyndi að svara brosi með
brosi, þótt augu hennar væru rök
af tárum. Og ég geri ekki ráð
fyrir, að þú munir hafa náð þeim
virðulega aldri að verða 24. ára.
— Tuttugu og fimm, greip hún
fram í fyrir honum.
— Tuttugu og fimm, án þess að
verða ástfangin. En því er lokið?
— Þvf er, lokið.
— Og það er enginn annar?
— Ég hefi þegar svarað því.
— Og hverju ætlarðu þá að
svara? Viltu mig •— eins og ég vil
þig án þess að spyrja neins — án
skýringa um fortíðina?
Hún dró andann ótt og títt.
— Ég — ég hefði ekki þrek til
þess að spyrna á móti lengur, hvísl-
aði hún.
— Hættu því þá.
Dálítið tár rann niður kinn
hennar.
— Ég elska þig Davíð, sagði
hún.
Hann lagði fingurgóm sinn á
kinn hennar og þerraði burt tárið.
— Sólin skín, sagði hann, og
konur gráta ekki f sólskini.
— Jú, ef þær verða óvænt fyrir
mikilli, óendanlega mikilli ham-
ingju.
— Á morgun, sagði hann og fór
að ganga í áttina til bílsins, er
laugardagur, og þá tek ég mér
frí. Og þú skalt fá frí allan daginn,
það skal ég sjá um. Við skulum
vera saman allan daginn, og aka
út á ströndina.
Hann hló, svo glaður var hann
af tilhugsuninni.
Lokatónninn.
Herra og frú Khan, frú Khan, frú
Khan, frú Khan, frú Khan, frú
Khan, frú ...
— Ert þú hrifin af sjónum, smitaðist af gleði hans.
Sbrrel? — Engar spurningar, sagði hún
Hún leit upp og horfði á hann, glettnislega.
Sfræíisvagnar
um pásicana
Strætisvagnar Reykjavíkur aka ura páskahá-
tíðina sem hér segir:
Á skírdag verður ekið á öllum leiðum frá kl. 9.00—24.00
Á föstudaginn langa — —- 14.00 24.00
Laugard. fyrir páska — — - - 7.00 01.00
Páskadag — -— - 14.00—01.00
Annan í páskur,) 9,0f) . 24.00
Á tímabilinu kl. 7.00—9.00 á skírdag og ann-
an páskadag, og kl. 24.00—01.00 sömu daga,
á föstudaginn langa kl. 11.00—14.00 og kl.
24.00—01.00, á páskadag kl. 11.00—14.00 verð-
ur ekið á þeim leiðum, sem ekið er nú á
sunnudagsmorgnum ld. 7.00—9.00 og eftir
miðnætti á virkum dögum.
Á leið 12 — Lækjarbotnar — verður ekið á
laugardag fyrir páska eins og aðra daga.
Nánari upplýsingar í síma 12700.
ÍWntun ¥
prentsmíöja S< gúmmlstimplagerö
Efnholti 2 - Slmi 20960
'I SUKE HOÉE SO\"
KETOETE7 TA.EZAN.
'WHAT K.IUP OP GAME
AKE VOU APTEE'?//
S M fl G U 1
I ýmsum stærSum. — Endur-
nýjum gömlu sængurnar.
Eigum dún og fiöurheld
ver.
Dún- og fiðurhreinsun
Kirkjuteig 29. Simt 33301
Werð kr*
„Ég skal segja þér allt um „Það ætla ég nú að vona“,
gryfjuna", sagði Ed Pace. „Hún sagði Tarzan, „en hvaða dýr er
var ætluð öðrum en þér“. það, sem þið viljið ná?“
Price: „Ég er að skrifa sögu
um notkun veiðihunda til að ná
í pardusdýr, eins og gert er í
Suður-Ameríku með jagúar."
StEfa«BSE