Vísir - 19.04.1963, Síða 13

Vísir - 19.04.1963, Síða 13
VÍSIR . Föstudagur 19. aprfl 1963. f3 ólafur Thors — Framh. af bls. 9. lega hækkað aftur, þótt eitthvað batnaði í ári. Væri því réttmætt að tefla nokkuð á tvær hættur, til þess að halda krónunni uppi. Auk þess vildi stjórnin halda vísitöl- unni f skefjum af fremsta megni, en vitað var, að hún hækkaði um eitt stig fyrir hverja . krónu, sem dollarinn hækkaði um. Og loks bættist það við, að stjórnin lagði höfuðáherzlu á, að auðsannað væri, að ekki hefði verið hallað á vinstri stjórnina við úttekt á búi hennar, svo ekki gæti leikið á tveim tungum, hver ábyrgð bæri á þeim verðhækkunum, sém í kjöl farið hlutu að sigla. Hér er því um ekkert að villast. Viðreisnarstjórnin lét skrá krónu vinstri stjórnarinnar mikið hærra en sérfræðingarnir töldu hyggi- legt eða jafnvel verjanlegt. Eng- inn getur því með rökum véfengt, að það er vinstri stjórnin, en ekki viðreisnarstjórnin, sem veldur þeim verðhækkunum, sem nú eru á orðnar og sem eru afleiðing af sæmilega réttri skráningu vinstri stjórnar krónuiínar í febrúar 1960. Varðandi síðari skráninguna í ágúst 1961 er það að segja, að enn valda þeir sömu og fyrr. Þar voru enn að verki Framsóknar- menn og kommúnistar. Fram að þeim tíma hafði verið föst venja, að vinnumálasamband S.l.S. og Vinnuveitendasamband íslands kæmu fram sem ein heild í samningum við Alþýðusamband íslands eða einstök verkalýðs- félög. En vorið 1961 skar S.f.S. sig allt í einu út úr, gerði sér- samninga við kommúnista um kauphækkanir og neyddi með því aðra atvinnurekendur til þess að fylgja í kjölfarið. Námu kaup- hækkanirnar frá 13—19%. Með þessu var nýtt gengisfall ákveðið, svo sem m. a. sézt af þessu: Höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar, sjávarútvegurinn, var illa farinn eftir langvarandi verðbólgu og hafði á undanförnu ári orðið fyrir meira verðfalli afurða sinna en dæmi voru til um langt árabil. Sfldarvertíðin sumarið 1960 hafði brugðizt og vetrarvertíðin 1961 verið afleit, og togararnir áttu við meira aflaleysi að etja en nokkru sinni fyrr. Engum hugs- andi manni gat því dottið í hug, að þessi bágstaddi atvinnurekstur gæti allt í einu tekið á sig 13— 19% kauphækkanir, jafnt við sjálfa framleiðsluna, sem alla verkun aflans. Stjómarandstæðingar hafa að vísu tæpt á því, að gengisfelling hefði verið óþörf, ef vextir hefðu verið lækkaðir um 2%. Hvílík endemis fjarstæða hér er á ferð sézt bezt á því, að slík vaxta- lækkun hefði aðeins létt af at- vinnurekendum 70—80 millj. króna, en kauphækkanirnar lögðu nýjar byrðar á þá, er námu 550 -*-600 millj. kr. En hvað þá um aðra atvinnu- vegi? Gátu þeir tekið á sig kauphækk anirnar? Eftir gengisfallið reyndi ríkis- stjórnin til hins ýtrasta að vernda hagsmuni launþega með því að sporna af afli gegn þvi, að at- vinnurekendur fengju að hækka verðlagið vegnakauphækkananna. Var hagur og afkoma hvers ein- staks fyrirtækis rannsakað, áður en leyft væri að hækkun kaup- gjaldsins fengist að einhverju eða öllu tekin upp í verðlagið. Niður- staða þessara rannsókna sýndi, að langflest fyrirtækin gátu sannað, að ef þau ættu að forðast halla rekstur, væri óhjákvæmilegt að heimila verðhækkanir, er sem næst námu kauphækkununum. Rétt er að upplýsa, að flest fyrirtæki S.Í.S. stóðu engum að baki í kröfunum um verðhækkan ir, sem sannar, að þau vom ekki fær um að standa undir samning unum við kommúnistana, án þess að færa afleiðingarnar yfir á bök almennings. Það liggur þannig alveg ljóst fyrir, að það eru Framsóknar- menn og kommúnistar, sem alla -sök eiga, jafnt á hinni fyrri gengis lækkun sem hinn síðari, og þar með þeim verðhækkunum, sem þeir ásaka okkur fyrir. Með þessu er stjórnarandstað- an rekin út úr síðasta víginu. Þeim er því hentast að hagga nið- ur í grátkerlingum sinum. Áuðvit- að er það rétt, að af verðlækkúh krónunnar leiða margvísleg vand kvæði og misrétti. En hitt er jafn satt og víst, að það er ekki við þann, sem viðurkennir verðfallið að sakast, heldur við hinn, sem því veldur. Salomonsdömur Framsóknar. Þeir, sem skyggnast bak við forhengi stjórnmálanna, skilja án efa flestir, að stjórnarandstaðan veit, að hún beitir rangindum og treystir því ekki málstað sínum. Það sézt m. a. á þvf, að þegar til orustu dregur, grípur Framsókn til þess óyndisúrræðis að skapa ágreining við hina lýðræðisflokk ana um Efnahagsbandalagið og FRÍMERKJA — SKIPTI ! Ég Iæt 200 frímerki helmingurinn há Jm verðgildi gegn 20 íslenzkum frímerkj- um. mwmíéiKp Æt WJrÆSx KAAPO MALKA Lingvágen 73 Enskede 6 — Sverige TIL LEIGU á mjög góðum stað 2 herbergja íbúð með baði gegn húshjálp á fámennu heimili. Tilboð merkt: 880 sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 25. þ. m. STÚLKA ÓSKAST Stúlka óskast strax. Helst vön blettahreinsun ekki í sfma. Fatapressan Úðafoss Vitastíg 12. VEITINGASTOFA ÓSKAST Vil kaupa eða taka á leigu húsnæði fyrir veitingastofu. Mætti vera i nýju hverfi. Starfandi veitingarstofa kemur einnig ti! greina. Tilboð sendist til afgreiðslu blaðsins merkt. „Veitingastofa 17“. REIÐHJÓLAVERKSTÆÐI TIL SÖLU Lítið reiðhjólaverkstæði með lager til sölu á tækifærisverði. Uppl. i sfma 36773. færa með því kosningabaráttuna yfir á vettvang viðkvæmra utan- ríkismála. Nú hefir Framsókn að vísu fyrr gerzt sek um slík glap- ræði, en alltaf sér til lítils sóma og oftast líka til tjóns. Brennt barn forðast eldinn og fullvíst er, að Framsókn gerir sér grein fyrir, að hún teflir á tæpt vað með þessu athæfi. Að flokkur inn samt sem áður skuli freista þessa vekur sérstakan grun og kallar á Sskýringar. Skal ég ekki að þessu sinni fjölyrða um þetta mál, heldur aðeins minna á þrennt: 1. Til skamms tíma voru allir lýðræðisflokkarnir sammála um afstöðu íslands til Efnahagsbanda lagsins. 2. Þegar kosningaskjálftinn færðist um Framsókn, skarst flokkurinn úr leik og hóf ógeð- þekkan, tilbúinn ágreining milli sín og stjómarflokkanna um mál- ið. 3. Að þegar svo þróun málanna varð sú, að allir valdamenn Efna- hagsbandalagsins virðast sam- mála um, að málið sé úr sögunni um fyrirsjáanlega framtíð, þá kvað Framsókn sjálf upp Saló- monsdóm yfir sjálfri sér, með því að taka fréttinni ekki fegins hendi og láta úlfúðina niður falla. Nei, alls ekki, heldur gerðist Fram sókn úfin óg geðill, og magnar því meir áróðurinn sem ákvörðun okkar í málinu, í hvaða formi sem er, færist fjær. Þegar þetta er athugað og því bætt við, að fyrir hendi eru skýr ar, skjalfestar sannanir fyrir því, að fram til hins síðasta, stefndi Framsókn beint að aukaaðild, og jafnframt hinu, að stjórnarflokk- amir hafa aldrei bundið sig við aukaaðildina, fremur en t. d. tolla Ieiðina, þá er ekki til nein skýring á þessu athæfi Framsóknar önnur en sú, að rFamsókn treysti sér ekki að berjast við stjórnarliðið ,á vettvangi innanlandsmálanna. |:Þáð má þVÍ fullyrða, að þessi óheillavænlegi leikur Framsóknar, er ekkert nema sultarvæl valda- hungraðra en málefnasnauðra manna, sem að lokum verður til þess eins, að svipta þá trausti. Situr á svikráðum Eftir fáar vikur ganga fslending ar til kosninga. Án efa verður kosningabaráttan hörð. Sýnt er, að Framsóknar- flokkurinn er illa haldinn, valda og áhrifalaus. Ber öll málfærsla Framsóknarmanna þessu órækt vitni, ekki sfzt það, sem lesa má milli línanna, svo sem þegar þeir á alla lund beint og óbeint róa undir og spana launþega til kröfu hörku, í því skyni að brjóta við- reisnina á bak aftur. Jafnframt virðist Framsókn, jafnvel venju fremur, leitast við að espa til úlf- úðar og beinnna illinda. Ber sú iðja sannarlega nokkum árangur, þegar meinlausir menn úr trúar- flokk Tímans láta sér um munn fara, að heldur vilji þeir hungra en þola þá raun að viðreisnin lán- ist, þ. e. a. s. að fósturjörðin bjargist. Sýnir þetta nokkuð hvernig bar izt er. En til hvers er svo barizt? Hvað er það, sem Framsókn sækist eftir og hverjar eru sigurhorfurn- ar? Við skulum aðeins s'taldra við og gera okkur grein fyrir, hvað komið getur upp á teningnum. 1. Ef stjórnarflokkarnir halda meirihlutanum, sem flestir munu telja sennilegt, munu þeir halda viðreisninni áfram. Það samstarf hefir gengið vel, og myndi hvorki styrkjast né batna þótt Framsókn bættist í hópinn, heldur alveg það gagnstæða. Framsókn yrði því ekki hleypt inn fyrir. 2. Ef Framsókn og kommúnist- ar næðu þeim meirihluta, sem með þarf til að geta stjórnað, er að sönnu alveg ástæðulaust að ætla, að Framsókn gengi ekki að þeim skilmálum, sem kommúnist- ar setja þeim, svo náið sem sam- starfið er orðið, bæði ljóst og leynt. Myndu utanríkismálin alls ekki standa á milli, enda hefir Tíminn síðustu árin í vaxandi mæli verið að undirbúa' einmitt slíka herferð á vængjum komm- únista frá vestrænni samvinnu til Moskvu-þjónustu. Óhætt mun vera að treysta því, að dómgreind þjóðarinnar girði fyrir, að slíkt ólán hendi íslend- inga. 3. Þá er eftir þriðji möguleikinn- og sá, sem Framsókn heldur að lánast megi, en hann er, að Fram sókn eflist svo, að stjórnarflokk arnir neyðist til að leyfa þeim þátttöku í stjórninni. í þessu skyni leita Framsóknarmenn fylg- is hjá öllum rauðliðum, og hika þá ekki við að bregðast kommún istum og öðrum þeim, sem þeir jöfnum höndum hyggja á sam- starf við, allt eftir því hvað kosn- ingateningarnir færa þessum á- hættuspilurum. Það er ekki líklegt, að þetta hendi þjóðina. En ef svo færi, hvað tekur þá við? Eitt er víst, Viðreisnarstjómin mun aldrei hvika frá stefnu sinni. Framsókn yrði því að renna niður fullyrðingum og gleypa í sig árás irnar. Þetta er svo sem ekkert úti- lokað, það vita þeir, sem vel þekkja til, og að fremur fyrir það, 'að fullvíst er, að Framsókn hefir allt kjörtímabilið talað um hug sér, og myndi í öllum aðalefnum hafa farið eins að og við, ef þeir hefðu setið í stjóm. Nei, þetta er sannarlega ekki útilokað, heldur fremur sennilegt, og myndi þá Framsókn skilja það eitt til, að þess yrði ekki krafizt, að hún gleypti síærri bita í einu, en kok- víddin þyldi, en það er nú sjálf- sagt heldur ekki svo lítið. En allt er þetta ósköp ógeð- þekkt og myndi án efa tefja fram kvæmdir og eitthvað spilla árangr inum. Hinu verður ekki neitað, að mörgum myndi til gamans að láta þá Eystein og Þórarinn stíga nýj- an dans, eftir viðreisnarlaginu, og þá ekki síður hitt, að sýna þjóð- inni, að þegar Skuggasveins- gæran er af köppunum dregin, er ekkert nema Ketill inni fyrir. Það er nú allt og sumt. Eyðum tortryggninni. Enginn réttdæmur maður neit- ar því, að viðreisnarstjórnin hefir margt vel gert, og orðið furðu ýel ágengt, þrátt fyrir harðan and róður stjórnarandstöðunnar. Er þetta að sönnu gleðilegt. En í því felst auðvitað engan veginn, að hættan sé liðin hjá, hvað þá held ur að allt sé nú sem bezt verður á kosið. Að sjálfsögðu verða alltaf nýir og nýir örðugleikar á vegi sér- hverrar ríkisstjórnar, jafnt á Is- landi sem annars staðar, enda er það hlutskipti valdhafanna að ráða fram úr aðsteðjandi vanda, sem hitt, að feta sig jafnt og þétt áfram á framfarabrautinni. En varðandi þá sérstöku örðugleika, sem viðreisnarstjórnin hefir átt, og enn á við að etja, þ. e. a. s. kaupgjaldsmálin og verðbólguna, þá verður aldrei fram úr þeim ráð ið í eitt skipti fyrir öll, og aldrei heldur svo, að til nokkurrar fram búðar sé fyrr en tveim höfuð- skilyrðum er fullnægt: 1. Að launþegar öðlist fullan skilning á því, að það eru ekki eingöngu atvinnurekendur, heldur einnig og engu siður þeir sjálfir og þjóðin öll, sem á því skaðast, ef greitt er hærra kaupgjald en þjóðarframleiðslan og atvinnu- reksturinn þolir — og 2. Að komið verði á fót stofn- un, sem launþegar ráða yfir, sem j. sé fær um að kanna og meta allar upplýsingar, sem opinberar stofn anir leggja fram, og safni einnig sínum eigin gögnum,,eftir því sem ástæða reynist til, en leiðbeini sfðan launþegum og láti þeim f té öll nauðsynleg gögn í málinu. Verður kaupgjaldsbaráttan þá tæplega hörð, af hálfu launþega nema kjarabætur séu tímabærar, þ. e. a. s. þegar þær leiða ekki til gengisfalls, heldur til raunveru- legra kjarabóta, en þá ætti líka oftast að vera óhætt að hækka kaupið. Takist þetta, takist að eyða tor tryggninni og skapa traust laun- þega á því, að ítrustu hagsmuna þeirra sé gætt, þá er bægt frá dyrum þjóðarinnar þeim bölvaldi, sem ógnað hefir heilbrigðu efna- hagslífi hennar tvo síðustu ára- tugi, þá hefir viðreisnin sigrað og þá verða engir farartálmar á brautinni til bættra lífskjara aðrir en þeir, sem illt árferði og óvenju leg óhöpp valda, og sem okkar dugmiklu þjóð er vorkunnarlaust að fást við nú sem fyrr, nú betur en nokkru sinni fyrr. Látum viðreisnina leiða til velmegunar. Ríkisstjórnin hefir nú útbýtt meðal þingmanna skýrslu um hvað viðreisnarflokkarnir hyggj- ast fyrir um helztu framkvæmdir næstu árin, verði þeim falin völd in áfram. Framfaramenn fagna þeim stórhug, sem þar lýsir sér og engu síður því, hversu traust- lega er um hnútana búið. Að þessu sinni vinnst ekki tfmi til að rekja og skýra þetta mikla mál. En meðal þess, sem skýrslan sannar, er þetta: 1. Þjóðartekjur og atvinnutekj- ur almennings fylgjast náið að. 2. Af því leiðir að mestu varðar að tryggja sem öruggastan vöxt þjóðarteknanna. 3. Síðan í ófriðarlok hafa þjóð- artekjurnar vaxið hraðar hjá ná- rannaþjóðunum en okkur. 4. Rannsókn leiðir f Ijós, að þetta stafar af því hversu lengi við bjuggum við höft, bönn, út- flutningsuppbætur og skakkt gengi krónunnar, en nágrannamir tóku hins vegar fljótlega eftir ófriðarlok upp viðreisnarstefnuna. Verði viðreisnarflokkunum fal- in völdin áfram, munum við fylgja velmegunarstefnunni fast fram, og hagnýta okkur reynslu annarra þjóða, til þess að leiðin til bættar lífskjara allra þjóðfél- agsþegnaóna verði sem greiðgeng ust og tryggust. Um þetta fjallar hin stórhuga en varfærna framkvæmdaáætlun okkar. Andstæðingarnir hafa tekið skýrslunni illa, eins og allri við- reisninni. Þeir eru lafhræddir eins og menn heyrðu á hv. sfðasta ræðumanni. I’ þetta sinn er þeim nokkur vorkunn, því aldrei fyrr hafa jafn sterk rök verið fram borin hérlendis fyrir ágæti við- reisnarstefnunnar. En andstæð- ingunum þýðir ekkert að reyna að standa gegn straumi tímans. Við erum á hraðri leið til bættra lífs kjara og megum ekkert vera að sinna nöldri þeirra. Menn, sem heldur vilja hungra en horfa ,á viðreisnina leiða til velmegunar, eru ekki til forystu fallnir. Ég bið menn að kynna sér skýrsluna, gögn hennar og rök sem bezt. Ég bið alla þá, sem telja að störf og stefna viðreisnarstjómar innar hafi verið til þjóðþrifa og aba þá, sem nú telja sínum eigin hag betur borgið en áður, að efla okkur til meiri valda, til þess að við getum látið meira gott af okkur leiða. Látum viðreisnina leiða til vel- megunar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.