Vísir - 19.04.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 19.04.1963, Blaðsíða 16
VÍSIR Fostudagur 19. apríl 1963. 126 drukknir bílstjórar Hvar eru sannanimar um nýjan landhelgissamning ? JarBhitaboranir í nágrenni Hafnarfjarðar í undirbúningi Þessi mynd er vissulega táknræn fyrir þá baráttu, sem fslenzkir sjó- mcnn heyja oft og einattivið óblíð náttúruöfi. Hún er tekin núna í dymbilvikunni af Báru frá Keflavik, klakabryni.i'u: i Reykjavikurhöfn. ans, Þórarinn Þórarins- son, mjög sérstæða yfir- lýsingu. Hann sagði að fullvíst væri, að innan Fyrsta hafrannsóknaskip íslendinga senn teiknað Kunnugt er orðið að nú á að fara að tcikna fyrsta fullkomna hafrannsóknaskipið, sem fslend- ingar eignast. Það mun verða \ um 700 lestir að stærð, búið ný- tízku hafrannsókna- og fiski- rannsóknatækjum og verður teiknað erlendis. Skip þetta verður eign Fiskideildar At- vinnudeildar háskólans, sem á þegar nokkrar milljónir króna í sjóði, sem varið verður í þessu skyni, en mun þó hvergi nærri hrökkva fyrir þessari dýru fram kvæmd. Hér er um mjög þýðingar- mikla og langþráða framkvæmd að ræða fyrir fiskveiðaþjóð eins og íslendinga. Það eru mörg ár siðan þörfin fyrir slíkt skip tók að knýja á og skilningur á mik- ilvægi fullkomins rannsókna- skips fyrir sjávariítveginn hef- ur farið ört vaxandi á síðustu árum. Alkunna er að við eig-, um marga reynda og færa fiski- fræðinga og að starfskraftar þeirra nýtast þá fyrst til fulls er þeir fá til umráða fullkomið rannsóknaskip. Til orða mun hafa komið að settar verði rafmagnsvélar, en ekki dieselvélar, í hið nýja rann sóknaskip, og vitað,- er að tvö Frá síðastliðnum áramótum og frarn til dagsins í gær, hafði lög- reglan í Reykjavik haft afskipti af 126 ökumönnum, sem grunaðir hafa verið fyrir ölvun við akstur. Við samanburð á sama tímabili á síðastliðnu ári kemur í Ijós, að þá er að heita má nær nákvæm- lega sami fjöldi ökumanna teknir fyrir þessar sakir, eða nánar til tekið 124 menn. Vfsir sagði þær fréttir í að skipulagt hefði verið stórt aðarhverfl í Sogamýri milli urlandsbrautar og fyrir innan Grensásveg, en svæði þetta er óbyggt, aðeins fáein lít- il hús innan við Grensásveginn. Framkvæmdir eru þegar til undirbúnings framkv. á þessu svæði, og sýnir myndin stórvirkar vélar, sem eru þarna að verki alla daga. 17 rekendur, sem myndað hafa hluta féiag um byggingar fyrir semi sína á hluta af þessu svæði, eiga að fá landið afhent að lok- inni undirbúningsvinnu 1. júní n. k. og þá verður farið að byggja. í útvarpsumræðunum í gær gaf ritstjóri Tím- Ákveðið hefur verið að hefja i jarðhitaboranir í nágrenni Hafnar- fjarðar, og geta framkvæmdir haf- izt á þessu ári. Lagðar hafa verið | fram í bæjarstjóm Hafnarf jarðar j kostnaðaráætlanir í sambandi við i verkið. Það var Hafsteinn Baldvinsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sem lagði fram áætlunina. Gat hann þess að áætlaður kostnaður við verkið mundi verða um 400 þús- und krónur. Jarðhitasjóður mun greiða helming kostnaðar við þess- ar rannsóknir. Bæjarstjórnin sam- þykkti að vinna að því að borunar- framkvæmdir gætu hafizt á þessu ári. Fékk netadruslu ískrúfuna Þegar togarinn Júpíter var á leið til Reykjavíkur af veiðum' fyrir þrem dögum síðan fékk togarinn netadruslu í skrúfuna. Dró strax mikið úr ferðinni. Veður var slæmt, rok og bylur. Leit í fyrstu út fyrir að skipið yrði að fá aðstoð til að komast til hafnar. Til þess kom þó ekki. Með því að’ láta vélina þræla skrúfunni ýmist aftur á bak eða áfram tókst að losa svo um hana að hægt var að ^igla með hálf- um hraða, 75 snúningum, það sem eftir var leiðarinnar til Reykjavíkur. Skipið var statt út af Stafnesi, þegar þetta gerð- ist. Var það um sex klukku- stundir til hafnar, eða tvöfalt lengri tíma en hægt er að sigla þessa leið í góðum sjó. Skipið er nú í Slipp, vegna þessa ó- happs. 1 ! ' f árs myndu áhrifamiklir aðilar í Bretlandi sækja um áframhaldandi fisk- veiðiréttindi í íslenzkri landhelgi. Frekari rök færði ritstjór- inn ekki fyrir máli sínu, en fullyrti þó að staðreynd væri, að eftir slíkum fiskveiðirétt- indum yrði leitað við íslend- inga af hálfu Breta. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða og augljóst er að ritstjórinn býr yfir heimildum um leyfisbeiðnir Breta, sem almenningi eru ekki kunnar. Því skorar Vísir á, ritstjóra Tímans að leggja plöggin á borðið og skýra alþjóð frá því á hvaða heimildum hann byggir þessar fullyrðingar sínar. Landhelgissamningur- inn við Breta rennur senn út og ekki hefir neitt heyrzt um að þeir muni bera fram beiðni um endumýjun hans. Einmitt hið gagnstæða. Því kemur þessi yfirlýsing eins foringja framsóknarflokksins mjög á óvart. Verður því ekki trúað að óreyndu, að hún sé gefin í áheyrn alþjóðar svo skýrum orðum án þess að fullkomnar sannanir séu að baki. Hverj- ar eru þær sannanir, sem rit- stjórinn byggði fullyrðingu sína á? Vísir skorar á ritstjór- ann að birta þær í blaði sínu þegar á morgun og mun ljá þeim rúm hér í blaðinu. þýzk rannsóknaskip eru í smíð- um og verða knúð rafmagns- vélum. Þessar vélar hafa þann kost í för með sér að ekki þarf skiptiskrúfu, sem nauðsyn ber til ef um dieselvélar er að ræða. Ekkert hefur þó verið afráðið í þessu efni enn þá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.