Vísir - 27.04.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 27.04.1963, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Laugardagur 27. apríl 1963. VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsíngar og »fgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. Engu orði þeirra oð trúa Það mætti æra óstöðugan, að eltast við allar rang- færslur Tímans og Þjóðviljans um verk ríkisstjómar- innar, enda eru mörg af þeim skrifum svo fáránleg, að þau em ekki svaraverð. Er illa farið að ekkert mark skuli mega taka á orðum stjómarandstöðunnar, því að réttmæt gagnrýni á verkum þeirra, sem með völd- in fara á hverjum tíma er bæði holl og nauðsynleg. Slíkri gagnrýni er því miður ekki fyrir að fara hér, enda er svo komið, að margir meðal stjóm- arandstæðinga sjálfra hrista bara höfuðið, þegar á þessi blaðaskrif er minnzt, og viðurkenna að þar sé engu orði að trúa. Eitt dæmi um þetta er ósannindavaðall Þjóðvilj- ans, nú fyrir nokkru, um það, hvernig enska láninu, sem ríkisstjórnin tók í vetur, háfi verið eða verði varið. Lánið var, sem kunnugt er, að upphæð 240 millj. kr. og þegar lántakan var heimiluð, samþykkti Alþingi að ríkisstjómin ráðstafaði fénu eftir tillögum fjárveitinga- nefndar. I framkvæmdaáætlun stjórnarflokkanna kemur fram, hvemig þessu fé skal varið, og er sú ráðstöfun sem hér segir: 1. Til raforkumála 120 millj. kr. 2. Til fiskiðnaðar 50 millj. kr. 3. Til hafnargerða 50 millj. kr. 4. Til iðnaðar 10 millj. kr. Þetta eru samtals 230 millj. kr. og hefur verið nán- ar rætt hér í blaðinu áður um ofangreinda liði, hvern fyrir sig, og fyrirhugaðar framkvæmdir í því sam- bandi. En hvernig skýrði Þjóðviljinn frá þessu? Hann sagði, af sinni alkunnu sannleiksást, að mestum hluta ’ánsfjárins yrði varið til þess að greiða „óreiðuskuld- ir“ ríkisins! Rétt þykir að minna Þjóðviljann á, að tímar vinstri stjórnarinnar em liðnir. Þá var óreiða á öllu og óreiðu- skuldir rikisins margar og stórar, nú eru þær hins veg- ar engar til. Breyftir tímar Eins og fjármálaráðherra sagði í útvarpsumræð- unum frá Alþingi, verður enska lánið á þessu og næsta ári aflgjafi mikilvægra framkvæmda víða um land. Stjórnarandstaðan reynir að gera lítið úr þessu á alla lund, kallar lánið m. a. kosningalán o. s. frv. Henni virðist þykja það mjög miður, að tekizt hefur að end- urvekja lánstraust þjóðarinnar erlendis. En stjórnarandstæðingar verða að sætta sig við það, hvort sem þeim líkar betur eða verr, að tímarnir eru breyttir í þessu efni sem öðrum frá dögum vinstri stjómarinnar. Hún hefði ekki fengið þetta lán, og Al- þjóðabankinn hefði ekki heldur opnað íslendingum dyr sinar og lánað 86 millj. kr. til hitaveituframkvæmda, ef óreiðustefnu hennar hefði verið haldið áfram. HORNSTEINAR HAG II í þessari ræðu vil ég rekja nokk- ur mál, sem fallið hefur í minn hlut að fara með f ríkis- stjóminni. Ég mun þó fara fljótt yfir sögu varðandi sum þeirra, af því að þau hafa verið rakin all ýtarlega f eldhúsumræðunum, sem útvarpað var frá Alþingi nú ný skeð. Það verður fyrst fyrir rfkissjóð- urinn sjálfur. Vildi ég fyrst minn- ast örfáum orðum á meðferð fjár- laga og ríkisreiknings. 1 stjóm- arskránni segir: „Fyrir hvert reglu legt Aiþingi skal, þegar er það er saman komið, leggja fmmvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem f hönd fer. Tilgangurinn með þessu ákvæði er sá, að tryggja, að fjárlög liggi fyrir endanlega afgreidd og staðfest áður en það fjárhagsár hefst, sem fjárlögin gilda fyrir. Þar sem fjárhagsárið hjá okkur fellur saman við alman- aksárið þýðir það, að til þess er ætlazt, að fjárlög séu afgreidd fyrir áramót. Ríkisreikningurinn árið eftir. Ef við lítum á árin frá stríðs- lokum, 1945—1959, þá sjáum við, að aðeins 6 af þessum fjárlögum voru afgreidd fyrir áramót, en 9 þeirra dróst fram yfir áramót og stundum langt fram á vor að af- greiða. Fyrstu fjárlög núverandi ríkisstjómar fvrir 1960, var ekki unnt að afgreiða fyrr en eftir áramót af eðlilegum ástæðum. Ríkisstjómin var ekki mynduð fyrr en 20. nóvember ’59 og var auðvitað útilokað á þeim skamma tíma að afgreiða fjárlögin fyrr en eftir áramót, sérstaklega þar sem viðreisnarmálin f heild vom til meðferðar. En fjárlögin fyrir 1961, 1962 og 1963 hafa öll verið afgreidd í tækan tfma. Varðandi ríkisreikninginn er svo fyrirmælt, að hann skuli leggja fyrir Alþingi til samþykkt- ar, eftir að yfirskoðunarmenn Al- þingis hafa fjallað um hann. Sá háttur hafði orðið á, ég vil segja sá ósiður, að rfkisreikningur var ekki Iagður fyrir Alþingi til sam- þykktar fyrir 2, 3 eða 4 árum eftir reikningsárið. Þetta er ótækt fyrirkomulag af mörgum ástæð- um. Það dregur mjög úr öllu að- haldi og eftirliti með útgjöldum rfkisins, þegar svo langur tfmi er liðinn frá því að atburðir gerð- ust og þangað til Alþingi fjailar um málið. Fyrir Alþingi sjálft, ekki sfzt fjárveitingarnefnd, er það einnig ómetanlegur stuðning- ur að hafa fullgerðan og sam- þykktan reikning, þegar fjallað er um fjáriögin fyrir næsta ár. Á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar, 1960, vom afgreiddir reikningar fyrir árið 1957 og 1958. Næst var ætlunin að koma á þeirri skipan, að Alþingi afgreiddi frá sér ríkis- reikning á næsta ári eftir reikn- ingsár. Það var gerð tilraun til þess bæði haustið 1960 og haust- ið 1961. I bæði skiptin tókst Framsóknarflokknum að tefja samþykkt þeirra, en loks á síðast iiðnu hausti tókst í fyrsta skipti að afgreiða á Alþingi ríkisreikn- ing fyrir árið á undam Þetta er regla, sem vonandi verður haldið áfram. Nú kann sumum að virðast sem þetta tvennt sé í rauninni forms- atriði. Það skipti ekki máli, þótt fjárlög séu afgreidd nokkru eftir áramót, eða hvort ríkisreikning- ur er afgreiddur árinu fyrr eða sfðar. En það skiptir verulegu máli að koma á reglu f búskapar- háttum ríkisins. Þegar slappleika verður vart hjá hinu opinbera, þá smitar hann út frá sér, þvf „hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér ieyfist það“. Heilbrigð fjármálastjóm. I sambandi við fjármálastjórn ríkisins em vissar meginreglur, megin-boðorð, sem verður að hafa f huga og reyna að fylgja. Ef ég mætti hér nefna nokkrar slfkar meginreglur, þá vildi ég nefna Þessar: og hins vegar sósíalista og komm- únista, hvort ætti að afla tekna fyrst og fremst með beinum skött um eða óbeinum. Sósíalistar og kommúnistar héldu fram hinum beinu sköttum: þeir ættu að greiða hina stighækkandi tekju- skatta, sem breiðust hefðu bökin, en tollar og aðrir óbeinir skattar ættu að vera sem allra lægstir, því þeir kæmu þyngst niður á alþýðu. Sjálfstæðismenn héldu því fram, að háir beinir skattar væm skaðsamlegir á marga lund, drægi úr framkvæmdum, fram- taki og vinnusemi manna, sköp- uðu margvíslegt ranglæti og Gunnar Thoroddsen flytur ræðu sfna f gær. 1 fyrsta lagi: réttlát og skyn- samleg tekjuöflun rfkisins, forð- ast skatta- og tollalög, sem fólkið telur ósanngjöm og ránglát, og sem leiða óhjákvæmilega af sér skattsvik og tollsvik. í öðm lagi þarf að hafa aðgát um notkun þess fjár, sem ríkið sækir í pyngju borgaranna, reyna að skipuleggja og hagræða hlut- um þannig, að sem bezt þjónusta fáist með sem minnstum kostn- aði. Það þarf að reyna að fylgja útgjaldaáætlun fjárlaga og forð- ast umframgreiðslur. >1 þriðja lagi, að leggja fyrir Al- þingi og afgreiða hallalaus fjár- lög, _g þau séu framkvæmd þann- ig, að tekjuhalli verði ekki á rík- isbúskapnum. í fjórða lagi þarf að hafa víð- sýni og frjálslyndi varðandi verk- legar framkvæmdir, stuðning við atvinnuvegina, menningar- og líknarmál. Ef við víkjum að fyrsta megin- atriðinu, tekjuöflun ríkisins kom- um við strax að grundvallarat- riði, sem er viðhorfið til beinna og óbeinna skatta. Áður fyrr var mikill ágreiningur um það milli Sjálfstæðismanna annars vegar, leiddu til skattsvika, ef skattstig- ar færu úr hófi. Nú á síðustu árum hefur orðið gjörbreyting á viðhorfi manna í þessu efni. Margir þeirra, sem áður héldu fram ágæti hinna beinu skatta fram yfir þá ó- beinu, hafa horfið frá fyrri skoð- un. Þetta hefur gerzt bæði hér og í nágrannalöndum okkar. Það eru bráðum komin sex ár, síðan hald- inn var hér þingmannafundur Norðurlanda, þar sem þáverandi fjármálaráðherra Norðmanna, Bratteli, einn af forustumönnum jafnaðarmanna í Noregi, flutti stórfróðlegt og athyglisvert er- indi um beina og óbeina skatta. Hann hafði látið fara fram í Nor- egi rækilegar athuganir á þessum málum. Niðurstöður hans brutu í bág við fyrri kenningar jafnað- armanna: Við eigum að draga úr hinum beinu sköttum, en taka i staðinn upp óbeina skatta fyrst og fremst söluskatta. Hann færði fyrir þessu sterk rök. Sú hefur orðið raunin á, þar sem jafnaðarmenn ráða mestu um, á Norðurlöndum, hafa verið teknir upp óbeinir skattar f æ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.