Vísir - 27.04.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 27.04.1963, Blaðsíða 16
ism Laugardagur 27. april 1963. Spellvirkinn náðist 1 fyrrinótt var brotin rúða í skart gripaverzlun á Laugaveginum, og sá sem valdur var að þessu spell- virki náðist. Bifreiðarstjóri, sem átti leið um Laugaveginn I nótt sá til mannsins þegar hann braut rúðuna og taldi sig þekkja hann. Ók hann. strik- beint á lögreglustöðina og skýrði þar frá málavöxtum. Lögreglunni tókst að handsama spellvirkjann þegar í stað og játaði hann atferli sitt. Ekki telur lögreglan að rúðan hafi verið brotin í þjófnaðarskyni, heldur liggi til þess aðrar hvatir. HELGIHELGASON komim með 1200 tonna afla Á vertíðinni í fyrra voru aflahæstu bátamir í Grindavík og minnast menn enn hinnar hörðu keppni vélbátanna Þor- bjöms og Áskels um efsta sætið. En göngur þorsksins eru breytilegar og má það heita fyrirfram sýnilegt, að efstu bát- amir verða á Patreksfirði. Er jafnvel ailt útlit fyrir að þeir slái íslandsmetið, sem Binni frá , Gröf í Vestmannaeyjum setti fyrir nokkrum árum, og var 1363 tonn. Aflahæsta skipið á Patreks- firði er nú Helgi Helgason frá Vestmannaeyjum, sem var rétt að komast yfir 1200 tonna mark- ið á fimmtudaginn og að þvl er bezt er vitað er hann afla- hæstur yfir landið. Er Helgi í vetur leigður nokkrum Patreks- firðingum og er skipstjóri hans Finnbogi Magnússon. Ér hann Patreksfirðingur. Hann hefur verið á línu og netum í vetur. Verður nú skemmtilegt að fylgj ast með því, hvort hann nálg- ast met Binna. Næsti báturinn að aflamggtd er Dofri, sem Kaupfélagið á Pat- reksfirði gerir Ut. Er hann kom- inn með um 1100 tonn. Skip- stjóri er Héðinn Jónsson. Er Hk- legt að þetta séu einu bátamir, sem eru komnir yfir 1000 toim í ár Hæsti Vestmannaeyjabátur nú er Stígandi með 980 tomi. „SANNLÍIKUR I GIPSI" Nýtt leikrit eftir Agnar Þórðnrson 1 tilefni af því að Vísir hafði fregnað að Agnar Þórðarson rit- höfundur hafi nýlega sent nýtt frumsamið ieikrit til Þjóðleik- hússins, leitaði fréttamaður blaðsins staðfestingar á frétt- inni hjá höfundinum. — Jú, þetta er rétt, sagði Agnar. Ég hef fyrir nokkru lok- Gesturinn og peningnrnir hurfu| í fyrrinótt kærði maður hér í Reykjavík yfir því að stolið hafi verið frá sér peningaveski, sem í voru um 18 þús. kr. í pen ingum. I húsi þessu var stúlka gest- komandi og hafði henni verið boðin næturgisting. En þégar húsráðandi vaknaði I gærmorg- un var stúlkan horfin og sömu- leiðis peningveski húsráðanda með framangreindri fjárhæð. Setti hann hvarf peninganna í samband við hvarf stúlkunnar og kærði málið til lögreglunnar. f ið við nýtt leikrit og sendi það til Þjóðleikhússins til athugun- ar og ákvörðunar. Meira veit ég svo ekki. ■ — Hvað heitir leikritið? — Til bráðabirgða hef ég kallað það „Sannleikur úr gipsi". !þar með er ekki sagt að það verði hið endanlega nafn. Þetta er nútímaleikrit, gerist í Reykja vík á þrem dögum. Það er mjög einfalt í uppsetningu, aðeins eitt svið, og auðvelt að setja það upp hvar sem er og við hin frumstæðustu skilyrði. Ég byrj- aði á því vestur 1 Amerfku, en hef umskrifað það 6 eða 7 sinn- um síðan, og er því gjörbreytt orðið. — Um hvað fjallar það? — Ég held það sé bezt að minnast lítið á það. Hins vegar má hafa það eftir, að það er samband af gamni og kald- hæðni, en slík efnismeðferð er mér hugstæð. — Þú hefur þegar fengizt mik ið við leikritagerð. — Nokkuð jú. Ég byrjaði á-®- skáldsagnagerð, gaf út tvær' skáldsögur, „Haninn galar tvisvar" og „Sverð þitt er stutt“. En þeim var ekki vel tekið og seldust illa, einkum sú fyrri. Síðan hef ég lagt þessa bók- menntagrein á hilluna og snúið mér að leikritagerð. —Og nokkuð jöfnum höndum útvarpsleikrit sem sviðsleikrit. — Það má segja það. Ég hef samið fjóra einþáttunga fyrir útvarp og auk þess tvö fram- haldsleikrit, en fjögur leikrit eft ir mig hafa verið leikin á svið'i, þau eru: „Þeir koma I haust“, „Kjamorka og kvenhylli”, „Spretthlauparinn" og „Gauks- klukkan”. — Hvert þeirra hefur orðið vinsælast? — „Kjarnorka og kvenhylli" náði langmestri hylli og það var sýnt samfleytt I tvo vetur. Leik- ritið hefur nýlega verið þýtt á þýzku og hefur verið gefið út I svokallaðri leikhúsútgáfu. Það þýðir að bókin er aðeins send til leikhúsa, en kemur ekki á almennan bókamarkað. „Kjam- orka og kvenhylli" hefur einnig verið þýtt á ensku og mun koma Framh. á 5 .slðu. Agnar Þórðarson, rithöfundur. Drengur slasast / árekstri Þrettán ára gamall drengur slas- aðist mikið, er hann varð fyrir bif- relð á Kleppsmýrarvegi rétt fyrir hádegið I gær. Drengurinn, Sturla Bragason að nafni og til heimilis að Gnoðavogi 20, var á reiðhjóli og var á leið upp Kleppsmýrarveginn laust fyrir kl. hálftólf I gær. Á móti honum kom loftpressubíll, en I honum var maður úr varaslökkviliði Reykja- vlkur, sem var að fara I bruna- kall hjá Keili. Þegar drengurinn og bíllinn mæt- ast virðist sem drengurinn hafi misst stjórn á reiðhjólinu, þannig að hann lendir fyrir bílnum og skall á hægra framhorni hans. — Drengurinn kastaðist af hjólinu I götuna, en reiðhjólið dróst spöl með bílnum og framhjól þess slitn- aði algerlega af. Þegar ökumað- I ur bifreiðarinnar kom út lá dreng- urinn fyrir aftan hana og nokkuð til hliðar. Hafði hann hlotið all- mikinn höfuðáverka og blæddi mik ið úr. Auk þess var hann hand- leggsbrotinn. Sjúkrabifreið flutti Sturlu I slysavarðstofuna og þaðan strax I Landspítalann þar sem hann liggur nú. Hijómleikar Musica Nova Derry Deane fiðluleikari og Roger Drinkali celloleikari munu ieika á vegum Musica Nova, I Súlnasal Hótel Sögu næstkom- andi sunnudag kl. 3 e.h. Á efnis- skránni verða tónverk sem fæst hafa heyrzt hér áður, enda er þetta líklega I fyrsta sinn sem ^ Góðir gestir. Tónlistarfólkið Derry Deane fiðiuieikari og Roger Drinkall seilóleikari. fiðlu og cellóleikari troða hér upp án aðstoðar pfanós eða hljómsveitar. Verkin, sem eru eftir Arthur Honegger, Ernst Krenek, Bohuslav Martinu og Karl Kroeger, voru öll samin á fyrri hiuta þessarar aidar, nema verk Kroekers, Duo concertante sem var samið á siðasta ’ári. Kroeger þessi tilheyrir yngstu kynslóð amerískra tónskálda, og er eins og vænta má með öllu óþekktur hér á landi. Honegger, Krenck óg Martinu eru hins vegar meðál þekktari tónskálda Evrópu, og hafa verk í það minnsta eins þeirra, Honeggers, náð hér taisverðum vinsældum. Amerisku hjónin Derry Dean og Roger Drinkall, hafa getið sér gott orð sem einleikarar, bæði austan hafs og vestan. Samleikur þeirra hefur þá ekki síður vakið athygli, og- mega þau teljast jafnvig á verk nýrri sem eldri meistara. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.