Vísir - 11.05.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 11.05.1963, Blaðsíða 1
VISIR 53. árg. — Laugardagur 11. maí 1963. — 104. tbl. AZKENASY 0G ÞÓRUNN FARA TIL MOSKVU Rússneski pfanóleikarinn Vladi- mir Azkenasy fer til Moskvu á þriðjudag ásamt konu sinnl, Þórunni Jóhannsdóttur, og verð- ur þar I tíu daga. Fer hann f boði Fílharmoníuhljómsveitar- innar í Moskvu tii hljómleika- halds. Tilboð hljómsveitarinnar hefur verið nokkurn tfma f at- hugun umboðsmanna píanóleik- arans. Frá Moskvu fara hjónin aftur til London, en sonur þeirra bfður þar eftir þeim. CJAIDCYRISSJOÐIRNIR FYLIAST CRLCNDAR SKULDIR STORLÆKKA VERK VIÐREISNARINNAR ^ Af öllum þeim sem til þekkja er það viður- kennd staðreynd, að gjaldeyrisaðstaða ríkisins hafi aldrei verið betri og að horfurnar í þeim málum aldrei bjartari en nú í dag. Þessari staðreynd verð- ur ekki hnekkt, því einfaldar, augljósar tölur þess- um málum viðvíkjandi tala þar skýru máli. í þeim kemur fram að innstæður í lánastofnunum hafa vaxið stórlega, gildir varasjóðir hafa komið í stað erlendra lausaskulda og aukin skilyrði hafa skap- azt til þjóðnýtra framkvæmda. Þessu til sönnunar má benda á: 1. Gjaldeyriseign íslendinga var í lok marzmán- aðar 1227 millj. kr. (228 millj. í ársiok 1958). 2. Spariinnlán nema nú 3682 millj. kr. 3. Erlendar skuldir hafa lækkað um 96 millj. kr. á síðustu tveim árum. En hverjar eru orsakimar tii þessa breytta ástands? Hvað veldur? Svörin felast í stefnu þeirri sem ríkisstjórnin hefur mark að í efnahagsmáiunum. Sú stefna kemur m. a. fram i eftirfarandi: Atvinnuvegirnir efldir. a. Atvinnuvegir þjóðar- innar hafa verið efldir á þann hátt, að atvinna hefur verið mikil f landinu. Afleiðingin hefur verið meiri tekjur al- mennings. Með hækkuðum sparifjárvöxtum hefur ríkis- stjómin haft áhrif á, að fólk hefur lagt fé sitt í banka, sparifé bankanna hefur auk- izt. Nema sparifjárinnlán nú 3682 millj. kr. og hafa þau Framhald á bls. 5. J tíð fjármálastjómar Ey- steins Jónssonar, var á- stand fjármálanna slíkt, að Alþjóðabankinn, ein helzta lánastofnun erlendis, sem rfk issjóðir landa Ieita til, var lokaður okkur Islendingum í 8 ár. 1962, eftir þriggja ára stjóm núverandi rikisstjóm- ar, opnaði Alþjóðabankinn aftur dyr sínar og þar var tekið 86 millj. kr. ián til hita veituframkvæmda, eins og kunnugt er. Það traust, sem endurvakið hefur verið er- lendis á peningamálum okkar Islendinga var aftur staðfest þegar framkvæmdalánið að upphæð 240 millj. kr. fékkst í Englandi nú í vetur. Undir vinstri stjóminni voru gjaldeyrissjóðimir tæmdir. Nú er gjaldeyriseign þjóðarinnar meir en milljarður, alls 1227 millj. króna — og hefir aldrei verið eins mikil METAFLABÁT- UR f HÖFN Myndin sem hér birtist var tekin á Patreksfirði á þriðjudag inn, þegar vélbáturinn Helgi Helgason kom til hafnar og hafði meðferðis 30 tonna afla, - . en þar með sló hann íslands aflametið. Var hann þar með kominn upp í 1370 tonn. Myndin hér við hliðina sýnir þegar skipið var að leggja að bryggju eftir met-ferð sína. Á bls. 5 er mynd af aflakónginum, Finnboga Magnússyni, þar sem hann stendur i brúnni. — Við höfum verið heppnir að öðru leyti en því, að við töfðumst frá í hálfan mánuð vegna bilaðs stýris, segir Finn- bogi hinn rólegasti. — Ef sú bilun hefði ekki komið fyrir, værum við líkast til komnir upp í 1500 tonn. Siðustu fréttir af Helga Helga- syni eru þær, að hann kom inn til Patreksfjarðar í gær og var þá með 43 tonn og er hann því kominn með 1413 tonna heild- arafla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.