Vísir - 11.05.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 11.05.1963, Blaðsíða 9
VlSIR . Laugardagur 11. mai 1963. 9 baki við henni. Hún heldur, að þetta sé trúbadorinn — það þarf talsvert ímyndunarafl til að gera sér grein fyrir, að hægt sé að villast á þeim góðu herr- um, Guðmundi Jónssyni og Guðmundi Guðjónssyni, en Leonora er örvita af ást og fyrir gefst því mikið. Trúbadorinn bregzt hinn versti við þessu ótrygglyndi ástmeyjar sinnar og geysist fram á völlinn, grímuklæddur, hulinn skikkju sinni og vopn- aður sverði líkt og bankaræn- ingi frá miðöldum, ef slíkar stofnanir voru annars til á 15. öld. Pað er alltaf ánægjulegt að sjá grannvaxinn tenorsöngvara. Leonora áttar sig á mistökun- um og flýtir sér að sverja trúbadornum ást sína. Hann rífur af sér grímuna og kynnir sig sem riddarann Maririco. Greifinn verður hamslaus af bræði, enda reynist Manrico vera fylgjandi uppreisnar- mannsins Urgels og því rétt- dræpur á þessum slóðum. Þeir bregða báðir sverðum, og Leon- ora reynir árangurslaust að skilja þá. En það dugar ekki að þreyta sig um of f byrjun óper- unnar, svo að þeir æða út til að berjast á bak við tjöldin. Leonora gerir það, sem hver rómantísk söguhetja frá þessum tímum hlýtur að gera — fellur í öngvit af geðsHræringu. * nnar þáttur gerist i tjald- búðum Sígaunanna. Þeir syngja hinn fræga „steðja- söng“. Þá er komið að enn einni sögunni: í þetta sinn segir hana Sigurveig Hjaltested eða „Stride la vampa“, aría Azucenu (Sigurveig Hjaltested fremst t. h.). Manrico (Guðmundur Guðjónsson lengst t. v.) og Sfgaunarnir hlýða á. Myndimar eru teknar á æfingu f Þjóðleikhúsinu. sfna aríu. Greifinn kemur inn grímuklæddur með hermenn sína, sem einnig bera svartar grímur. Hann hefur sömuleiðis haft spurnir af því, að Leonora ætli að gerast nunna, og á- kveður að nema hana á brott. Enn gengur hann í sömu fötun- um — það er kannske eitthvað orðum aukið með auðlegð að- alsmannanna f gamla daga, því að aumingja greifinn á sýnilega virkisins, en greifinn hefur hafið umsát sína og hlakkar yfir vænt anlegum sigri. Hermennirnir draga Azucenu inn, hún hefur fundizt á flakki kringum her- búðirnar. Það kemst upp um sfðir, hver hún er, og greifinn skipar mönnum sínum að kasta henni í dýflissu og brenna hana síðan á báli. Þá sést salur í Castellor-virk- inu. Leonora og Manrico eru í þann veginn að ganga f heilagt hjónaband, en á versta tíma kem ur Ruiz æðandi inn með þær fregnir, að Azucena hafi verið tekin höndum og eigi að brenn- ast á báli. Logarnir sjást þegar út um gluggann, og Manrico bregður sverði í miklum vfga- hug og syngur eina frægustu tenoraríu, sem til er f óperubók- menntunum: Di quelia pira. „Ógæfusama móðir, ég hleyp IL TROVATORE móðir Manricos, Sfgaunakonan Azucena, sjálf nornin, sem kastaði greifasyninum á bálið forðum. Hún er hvíthærð og hrukkótt, eins og vera ber — það er órjúfandi hefð f óperum, að feður og mæður verði að líta út fyrir að vera minnst hundrað ára. Að vísu var hún ung stúlka fyrir svona 20—25 árum, en Sígaunakonur eldast fljótt, einkum í óperum. Hún rifjar upp hinn geigvæn- lega atburð, er móðir hennar var brennd á báli. Og þegar Sfgaunamir em famir burt, lýs- ir hún fyrir Manrico, hvernig móðirin hafði sært hana til að hefna dauða sfns. Hún rændi baminu, en sjálf átti hún son á sama reki, og í æðinu, sem greip hana, kastaði hún sínu eigin barni í misgripum á bálið. Manrico hlustar skelfingu lostinn, og nú spyr hann móður sína, hver hann eiginlega sé, fyrst hann reynist ekki vera sonur hennar. En hún sér, að hún hefur talað af sér, og lætur sem þetta hafi allt verið rugl. f sömu andrá kemur Ruiz, sendiboði frá prinsinum af Biscaglia, með bréf til Manricos. Hann fær skipun um að taka að sér yfirstjórn virkisins Cast- ellor og sjá um varnir þess, en meðfylgjandi eru þær upplýs- ingar, að Leonora hafi fengið ranga frétt um dauða hans og hyggist þvl ganga í klaustur. Manrico tekur til fótanna til að afstýra þeirri ógæfu og skeytir ekkert um fortölur Azucenu. TVú má ekki dragast lengur, að baritoninn fái að syngja ekki til skiptanna. Og' em þó fáir búningar jafnóheppilegir fyrir þetta sífellda næturgöltur hans og sterkrauð flauelshempa eða hvað á að kalla þessa flfk, sem hann er alltaf f. Hann tekur af sér grímuna, meðan hann syngur aríu sína um yndisleik Leonoru — honum finnst það vfst vissara, svo að ekki verði aftur mglazt á þeim bræðrum. Síðan setur hann hana upp á ný og býst nú til stórræðanna, en það tekur sinn tíma að útmála fyrir áheyrend- unum allt, sem fyrir höndum er, og hversu mjög liggi á að láta til skarar skríða. Þeir fela sig f myrkrinu, og nú koma þær Leonora og Ines aðvífandi ásamt hópi af hvít- klæddum nunnum. — Greif- inn geysist fram, þegar Leonora ætlar að ganga inn í klaustrið, en áður en honum tekst að hremma hana, kemur Manrico með sína hermenn. Leonora þakkar sfnum sæla að vera ekki orðin nunna, og elskendurnir fallast f faðma, en greifinn nær ekki upp í nefið á sér fyrir gremju. Hann ætlar að ráðast á Manrico, en Ferr- ando heldur honum föstum — það virðist ekki veita af tveim- ur eða þremur mönnum að minnsta kosti til að ráða við Guðmund Jónsson í þessum ham . . . Jón Sigurbjörnsson hlýtur að vera rammur að afli, fyrst honum tekst það hjálpar- laust. Næsti þáttur gerist í herbúð- um greifans.Manrico og Leonora eru óhult innan múra Castellor- Sígaunakonan og trúbadorinn. Óperan verður frumsýnd annað kvöld. þér til bjargar", syngur hann aft ur og aftur, en hreyfir sig ekki úr sporunum, því að hann verð- ur að Ijúka aríunni fyrst. Bálið blossar upp, og hann syngur háa C f skelfingu sinni. Loks rýkur hann út og hermenn hans á eftir honum. p’yrra atriði fjórða þáttar ger- ist f Aliaferia-höllinni. Ber- sýnilega hefur Manrico mistekizt áhlaupið, er hann hugðist bjarga fósturmóður sinni, því að nú er hann kominn f fangelsi og bíður dauðans. Leonora kemur inn á- samt Ruiz, er sýnir henni turn- inn, sem Manrico er geymdur f. Hún biður hann að skilja sig eftir eina og lítur mælsku augna ráði á hringinn, sem hún ber, en f honum er falið eitur, er hún hyggst grípa til, ef f nauðimar rekur. í fjarska heyrist Miserere, bænasálmur fyrir þeim, er brátt skulu deyja. Rödd Manricos berst frá turninum, og Leonora kveðst aldrei hafa elskað hann jafnheitt og nú. Greifinn kemur inn með mönn um sínum og gefur þau fyrir- mæli, að Azucena skuli brennd á báli við sólarupprás og Manrico hálshöggvinn. Leonora biður elskhuga sínum griða, en greifinn þverneitar, þar til hún býður honum sjálfa sig sem lausnargjald. Hann krefst þess, að hún staðfesti það með eiði, og er hún gerir það, lætur hann undan. Hún tekur eitrið f laumi og gleðst með sjálfri sér að geta fórnað lffinu fyrir manninn, sem hún elskar. Oeinna atriðið gerist í turn- ^ inum sjálfum. Azucena ligg ur deyjandi á fleti sínu, en Manrico krýpur við hlið hennar. Hún þolir illa þungt loftið í prísundinni og fagnar því, að böðlarnir muni ekki finna ann- að en líkið, þegar þeir komi að sækja hana. í hálfgerðu óráði sér hún aftur hinn hryllilega atburð, er móðir hennar var dregin að bálkestinum og brennd lifandi. Manrico reynir árangurs- laust að hughreysta hana, en smám saman færist yfir hana mók, og loks sofnar hún. Leonora kemur inn og biður Manrico að flýja sem skjótast. Hann rennir grun í sannleikann og verður viti sínu fjær af reiði og afbrýðisemi, en hún fyllist örvæntingu. Eitrið reynist skjót- virkara en hún hafði reiknað með, og Manrico sér allt i einu, Framh. á bls. 10 K

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.